Sjá spjallþráð - Kynning á árbók 2005 - Allar helstu upplýsingar um þátttöku :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Kynning á árbók 2005 - Allar helstu upplýsingar um þátttöku

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Árbók
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 01 Sep 2005 - 15:05:01    Efni innleggs: Kynning á árbók 2005 - Allar helstu upplýsingar um þátttöku Svara með tilvísun

Annáll - Árbók íslenskra áhugaljósmyndara

Ljósmyndakeppni er að undirbúa útgáfu á ljósmyndabók með myndum eftir íslenska áhugaljósmyndara. Bókin kemur út fyrir jólin 2005. Hugmyndin er að bókin verði í raun árbók eða annáll íslenskra áhugaljósmyndara og ef vel tekst til nú er ætlunin að gera þetta að árvissri útgáfu.
Bókin verður á því formi að 40-50 áhugaljósmyndurum gefst kostur á að vera með eina opnu í bókinni hver og hafa þar allt frá einni til 8 myndir. Hver ljósmyndari mun geta valið eitt af nokkrum tegunda sniða (templates) fyrir sína opnu.
Fjöldi blaðsíðna í bókinni er eðlilega takmarkaður og mun því reglan „fyrstir koma, fyrstir fá“ gilda um þátttakendur í bókinni.


Fyrirkomulag:
Allir skráðir notendur Ljósmyndakeppni.is hafa möguleika á að vera með í bókinni, en ritnefnd áskilur sér fullan rétt til að vísa þátttakendum frá (sjá „Frávísanir“ hér neðar).

Ljósmyndarar verða í stafrófsröð í bókinni og verður fremst í henni mynd af öllum ljósmyndurum ásamt nafni, netfangi og/eða veffangi og blaðsíðutali.

Hægt er að nálgast sýnishorn af útliti bókarinnar hér
Allur texti bókarinnar verður á tveimur tungumálum, íslensku og ensku.
Hver þátttakandi fær eina opnu til umráða en verður að fylgja skipulagi bókar. (sjá nánar í kaflanum Myndirnar)
Útlit kápu er í höndum ritnefndar.

Þátttaka:
Hver þátttakandi greiðir 4.000 kr og fær í staðinn tvö eintök af bókinni.
Sjálfboðaliðar úr hópi þátttakenda aðstoða eftir bestu getu við að selja bókina fyrirfram til fyrirtækja. Sjá nánar hér
Ef tekst að selja 100 bækur umfram það sem þátttakendur fá verður haldin ljósmyndasýning þátttakendum að kostnaðarlausu með myndum
úr bókinni (ein fyrir hvern þátttakanda) í febrúar í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík.
Að sýningu lokinni fær hver sína mynd til eignar.


Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá síg í umræðu hópinn um árbókina
http://www.ljosmyndakeppni.is/groupcp.php?g=1068


Staðfesting á þátttöku:
Til að staðfesta þátttöku þarf að greiða þáttökugjald inn á
reikn 0137-05-070226 / kt. 1702735089. Vinsamlegast sendið kvittun á netfangið arbok@ljosmyndakeppni.is
Ef þátttakanda sem hefur þegar greitt þátttökugjald verður vísað frá af einhverjum sökum fæst gjaldið endurgreitt.

Eingöngu er skráð á biðlista núna en mjög líklega verður bætt við síðum í bókina
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=3791


Myndirnar:
Þær myndir sem þið viljið hugsanlega birta í bókinni skulu sendar inn í þessa umræðu. Sjá leiðbeningar (ATH. til að skoða síðustu tvo tengla þarfa að vera skráður í hópinn)
Þá geta allir aðstoðað við val og vinnslu á myndum hjá hver öðrum.
Hérna eru svo ýtarlegar upplýsingar um bókina og uppsetningu á síðum.
Hver og einn ber ábyrgð á myndum birtum í hans nafni.

Tímamörk mynda:
- sýnishorn fyrir 19. sept.
- Loka skil á fullunnum myndum fyrir 26. sept.


Biðlisti:
Ef fjöldi þátttakenda verður meiri en rúmast fyrir í bókinni verður skráð á biðlista. Ef einhverjum er svo vísað frá kemst næsti maður að af biðlistanum.

Frávísanir:
Frávísanir geta t.d. orðið af eftirfarandi ástæðum:
- Sýnishorn af mynd ekki skilað fyrir 19. sept.
- Fullunninni mynd ekki skilað fyrir 26. sept.
- Upplausn myndar dugir ekki til að ná lágmarks gæðum
- Mynd mikið hreyfð og/eða ekki í fókus - þó með undantekningum.
- Myndefni ekki talið við hæfi.
- Fjöldi þátttakanda of margir, miðað er við tæplega 50 opnur fyrir ljósmyndir.
Frávísanir eru ákvörðun ritnefndar og eru endanlegar.

Sala bóka:
Allar bækur í forsölu verða seldar á 2500 kr en 3.000 til 3.500 kr eftir það.
Einstaklingar, aðrir en þátttakendur, sem kaupa bók í forsölu fá nafn sitt á þakkarsíðu í bókinni.

Styrkir:
Styrkirnir felast í því að bjóða fyrirtækjum að kaupa nokkur eintök af bókinni fyrirfram.
Fyrirtækið fær einnig nafn sitt á sérstaka þakkarsíðu í bókinni. - ekki með merki fyrirtækisins.
Þá verður merki fyrirtækisins birt á heimasíðu bókarinnar og www.ljosmyndakeppni.is
mun svo hafa tengil yfir á þá síðu neðst til vinstri á forsíðunni.

Ritnefnd:
Padre - Óskar
Pall - Páll
Rusticolus - Daníel
Zorglob - Þorgils


--
Helstu tenglar úr skjalinu
Útlit árbókar
http://www.ljosmyndakeppni.is/user/sje/arbok/annall2005.pdf

Ítarlegar upplýsingar um bókina
http://www.ljosmyndakeppni.is/user/sje/arbok/arbok2005.doc

Forsala/Styrkir
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=3721

Umræður um myndirnar
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewforum.php?f=22

Leiðbeiningar um innsendingu mynda
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=3640

Leiðbeiningar um vinnslu á myndum
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=3716
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Árbók Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group