Sjá spjallþráð - Raunverulegur kreppukassi (macro-box) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Raunverulegur kreppukassi (macro-box)

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
karih


Skráður þann: 15 Ágú 2005
Innlegg: 16

Canon 400D
InnleggInnlegg: 23 Jan 2009 - 22:07:13    Efni innleggs: Raunverulegur kreppukassi (macro-box) Svara með tilvísun

Ég bjó til lítið macro-box í vikunni með aðeins annarri nálgun heldur en ég var vanur að nota. Ég sá síðan núna að DanSig hafði sett inn kreppuboxið sitt, þannig að ég er kannski ekki að koma vel út í samanburði, en ákvað að skella þessu inn samt sem áður.

Vanalega hef ég reynt að ná svona myndum með diffuserum úr pappír eða laki og ljósum utan við sem lýsa í gegn. Stillt síðan upp þrífæti og tekið myndir á frekar löngum tíma. Ég ákvað að prófa að gera þetta í staðinn með bouncerum, þannig að ég gæti notað TTL metering, haft flassið áfast á vélinni (því ég tími ekki að kaupa kapalinn) og jafnframt haldið á vélinni og tekið myndir á 1/60 (50mm linsa) þrátt fyrir að vera með þröngt ljósop.

Efniviðurinn er kassi úr IKEA (200-300 kr. nýr, var til hérna heima hvort sem er, gæti verið hvaða pappakassi sem er), nokkur A4 blöð, álpappír og hvítt föndurlím. Já, og heftiplástur, því það var heppilegasta límbandið hérna.

Ég ætla að leyfa mér að afskrifa kostnaðinn og kalla þetta ókeypis. Að auki keypti ég mér ekki flass-kapal og sparaði þar með 7.900 skv. Beco.

Svona einhvernvegin lítur þetta út. Ég get síðan sveigt speglana aðeins til að ná þessu réttu.Ég get að sjálfsögðu skipt um bakgrunn þó að ég noti hvítt blað hérna á bakvið allt ... það stendur til bóta. Sérstaklega er hálfhallærislegt að hafa svona ljósan bakgrunn á bak við hattinn hennar strympu.

Munurinn á setupi á þessum myndum er fyrst og fremst bara í hvaða átt ég beini flassinu.
Hérna eru sumsé nokkrar myndir af því sem hendi var næst:

Já, allar teknar á 1/60 F16 og ISO-100Ég ætla ekki að þykjast keppa í notagildi eða gæðum við 30.000 króna kassann hans DanSig ... en þessi er samt klárlega meira "kreppu"!

Að auki er ég ánægður með að geta haft flassið áfast vélinni, laus við aðra ljósgjafa, notað TTL metering og sleppt þrífætinum ef ég vil.

Endilega ef einhver hefur eitthvað um þetta að segja, vill stinga upp á myndefni eða aðferðum til að prófa í kassanum, eða hefur hugmyndir að endurbætum, látið í ykkur heyra!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Stefanovic


Skráður þann: 07 Jún 2007
Innlegg: 633
Staðsetning: Akureyri
Canon 40D
InnleggInnlegg: 23 Jan 2009 - 22:35:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst þetta mjög töff miðað við það að þetta er nokkurn veginn ókeypis eins og þú segir. Ásamt því að maður er held ég ekki mjög lengi að smella þessu saman!
_________________
Mee
Canon:
EOS 40D | 50mm f/1,8 | 17-40L f/4 | 100mm Macro f/2,8 | 10-22mm f/3,5-4,5 | 75-300mm f/4-5,6 USM | Speedlite 420EX
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 8:58:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta er nokkuð töff, það eina sem ég sá að var stillingin á vélinni...

betra að hafa f8 og 1/250 færð mun skarpari myndir þannig.
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 10:12:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þið þurfið náttúrulega ekki svona mikið vesen í kringum þetta. Það dugir að setja stól á hvolf og leggja hvítt lak yfirlappirnar, eða hengja það upp með einhverjum öðrum hætti. Það er auðvitað ekki eins smart laust náttúrulega, en maður sér það ekki á myndunum.
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karih


Skráður þann: 15 Ágú 2005
Innlegg: 16

Canon 400D
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 10:49:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk Stefanovic og DanSig. Ég þarf að prófa fleiri stillingar og sjá hvað ég get náð miklum hraða áður en flassið hættir að duga sem eini ljósgjafi.

DIN skrifaði:
Þið þurfið náttúrulega ekki svona mikið vesen í kringum þetta. Það dugir að setja stól á hvolf og leggja hvítt lak yfirlappirnar, eða hengja það upp með einhverjum öðrum hætti. Það er auðvitað ekki eins smart laust náttúrulega, en maður sér það ekki á myndunum.

Það er hárrétt, enda hef ég notað slíkar lausnir áður. Þá þarf ég hins vegar nokkra lampa og þar sem ég á ekki nema venjulega lampa (og ekkert til að losa flassið af vélinni) þá þarf að levela burt gulu slikjuna eftir á. Að auki hefur það ljósmagn aldrei dugað til að taka myndir nema á löngum tíma, sem þá þurfa að vera teknar á þrífæti. Allt settuppið í kringum það er pínulítið þyngra í vöfum og tímafrekara að ná öllu réttu.

Hugmyndin var að nota flassið áfast og nýta TTL metering en ná samt lýsingunni framan á viðfangsefni sem er allt of nálægt til að flassið geti sjálft lýst beint á það.

Ég ætla að prófa litaðan bakgrunn og hraðari shuttertíma eins og DanSig stingur upp á. Sjá hvernig tekst til.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karih


Skráður þann: 15 Ágú 2005
Innlegg: 16

Canon 400D
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 11:45:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hmmm ... smá skerpuæfing. Augljós munur á DOF milli F8 og F16 að sjálfsögðu en skerpan á því sem er í fókus er sannarlega meiri á F8.

Eftirlegujólaskraut:


F16 1/60


F16 1/200


F8 1/200

Reyndar hálfsteikt að sjá svona allt macro-stúdíóið gegnum hausinn á þessum fremsta, en það mætti losna við það með því að bæta við hvítu blaði. Hvað varðar lýsinguna finnst mér hún a.m.k. vera að koma viðunandi út.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
elvaro


Skráður þann: 18 Jún 2007
Innlegg: 1084

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 12:54:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Konan mín ranghvolfir alltaf augunum þegar ég fer að föndra Smile

Þetta er mjög flott og klárlega mjög góð leið fyrir þá sem eiga flass.
Mér lýst líka mjög vel á að prufa stóll á hvolfi og hvítt lak
_________________
www.flickr.com/photos/elvarorn/
www.heimsnet.is/elvarorn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 13:00:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

elvaro skrifaði:
Konan mín ranghvolfir alltaf augunum þegar ég fer að föndra Smile


Já, þetta hefur verið vandamál síðan konur hættu að þurfa að gerast manni sínum undirgefnar við giftingu.
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
timbersmith


Skráður þann: 08 Mar 2005
Innlegg: 985
Staðsetning: Rvk
Canon 5d
InnleggInnlegg: 24 Jan 2009 - 14:19:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

mér finnst þetta flottar myndir fyrir ódýrasta setupið
takk fyrir hugmyndina
_________________
kv
sandra dögg
---
www.sandradogg.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karih


Skráður þann: 15 Ágú 2005
Innlegg: 16

Canon 400D
InnleggInnlegg: 25 Jan 2009 - 10:08:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

elvaro skrifaði:
Konan mín ranghvolfir alltaf augunum þegar ég fer að föndra Smile

Já ... maður verður víst bara að taka því með öðru Very Happy
Endilega láttu reyna á stól og hvítt lak. Það er svo klassískt og fínt setup. Verður bara að passa betur upp á litavinnsluna eftir á (eða WB, en mér tekst sjaldan að fá hann til að laga þetta alveg) þar sem lakið og lamparnir sem lýst er með eru sjaldnast alveg hvítt.

Takk, Sandra, og verði þér hugmyndirnar að góðu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
S.D.H.


Skráður þann: 29 Des 2009
Innlegg: 58
Staðsetning: Akranes
Canon 40D
InnleggInnlegg: 29 Des 2009 - 22:39:00    Efni innleggs: Takk fyrir Svara með tilvísun

Vá þessi síða er flott TAKKK
_________________
Ég er Amatör, og skal skoðast sem slíkur.... Canon 40D. Casio Exilim EX-F1. Linsur 18-55 IS gen 3 (merkilega skörp) Restin er prime manual linsur, ýmsar tegundir
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 11 Des 2010 - 20:38:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DIN skrifaði:
Þið þurfið náttúrulega ekki svona mikið vesen í kringum þetta. Það dugir að setja stól á hvolf og leggja hvítt lak yfirlappirnar, eða hengja það upp með einhverjum öðrum hætti. Það er auðvitað ekki eins smart laust náttúrulega, en maður sér það ekki á myndunum.

Hérna eru nefnilega góðar hugmyndir !

Idea Idea Idea
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 11 Des 2010 - 20:42:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Boxið hans DanSig er mjög flott. Er búinn að "vera á leiðinni" að smíða mér svoleiðis síðan ég sá það fyrst hér á svæðinu. Viss um að hann gæti farið í smá bissness að selja svoleiðis ef hann vildi.

En óháð því, þá er þetta líka alveg fín hugmynd hjá þér. Um að gera að dunda og leika sér, það er þannig sem sönn snilld verður til.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Eddirp


Skráður þann: 04 Sep 2008
Innlegg: 608
Staðsetning: danmörk
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 14:28:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hálf gegnsæar ruslafötur eru víst líka að brillera

stolið héðan
http://m43photo.blogspot.com/2010/07/panasonic-leica-lumix-dg-macro-elmarit.html
_________________
Flickr
500px
Friends don't let friends shoot JPEG.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 13 Des 2010 - 0:39:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eddirp skrifaði:
hálf gegnsæar ruslafötur eru víst líka að brillera

Veistu, þetta er bara virkilega sniðugt. Takk takk!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group