Sjá spjallþráð - Framköllun á E6 og C41 4X5 blaðfilmum? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Framköllun á E6 og C41 4X5 blaðfilmum?
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 20:51:19    Efni innleggs: Framköllun á E6 og C41 4X5 blaðfilmum? Svara með tilvísun

Ágætu félagar

Vitið þið hvort hægt er að fá 4X5 blaðfilmur framkallaðar hér á landi? Ég er eingöngu að hugsa um E6 og C41 framköllun. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að framkalla svarthvítar filmur í þessari stærð í myrkrakompu.

Einnig væri gaman að vita hvort einhver selur filmur í þessari stærð hér á landi.

Þá væri gaman að vita hvort einhver hefur reynslu af litframköllun í 4X5, og ég tala nú ekki um ef einhver lumar á JOBO framköllunar"vél", t.d ATL 1000 sem viðkomandi vill selja eða leigja.

Bestu kveðjur

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
arnar f


Skráður þann: 23 Feb 2007
Innlegg: 772
Staðsetning: Reykjavíkin
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 20:54:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

það sem ég veit er að ljósmyndavörur eru með C41 og E6 framköllun
_________________
flickr
-=If you give a man a fish he eat´s for a day, if you teach a man to fish he eat´s for a lifetime=-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 21:32:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hefði trú á ljósmyndavörum í þetta.
Veit ekki hvort þeir selji þetta, en það kæmi mér þá ekki á óvart ef Beco ættu eitthvað af svona.
En skemmtu þér vel með þetta : P Og sýndu okkur niðurstöðurnar ef þú getur! Smile
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 22:01:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Beco á engar filmur í þessari stærð. Á eftir að heyra í Ljósmyndavörum, en þeir nefna einungis 35mm og 120 á heimasíðunni.

Ætli það séu allir búnir að leggja þetta afbragðsdót á hilluna?

Bestu kveðjur

Pétur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 22:42:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

það er allt til staðar í Iðnskólanum, stækkari sem tekur 4x5 og stærra, tunnur og dallar fyrir framköllun á large format oþh.

bara hafa samband við einhvern kennarann og fá að framkalla þetta á skólatíma.
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ÁrniStefán


Skráður þann: 05 Des 2005
Innlegg: 568

Phase One
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 22:47:59    Efni innleggs: Svar Svara með tilvísun

Sæll Pétur.

Ég hef langa reynslu af framköllun á 4x5 bæði með c 41 og svart hvítt í jobo tromlum. Keypti hana upprunalega til að framkalla 50 cm breiðan pappír af litnegatívum og hvorttveggja gekk mjög vel. Tími reyndar ekki að selja vélina, sem er hitastillt, enda aldrei að vita nema maður skelli sér í 4x5 tommu field vél aftur. Það jafnast fátt á við það. Varð að láta þig vita gangi þér vel.

Árni
_________________
-Árni Stefán
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 22:54:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
það er allt til staðar í Iðnskólanum, stækkari sem tekur 4x5 og stærra, tunnur og dallar fyrir framköllun á large format oþh.

bara hafa samband við einhvern kennarann og fá að framkalla þetta á skólatíma.


Þakka þér fyrir ábendinguna - það er bara fjandi umhendis að sækja þessa aðstöðu suður þegar maður býr austur á landi.

Bestu kveðjur

Pétur
_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
benedikt.k
Umræðuráð


Skráður þann: 09 Sep 2007
Innlegg: 1452

Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 23:13:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig: ertu að meina stóra græna helvítið? Annars veit ég að það er því miður búið að henda nokkrum stækkurum.

Pétur: áttu heima á Fjósakambi? Ég á nefninlega heima í húsinu beint á móti þér (sem að Hildur er að byggja) nema það að ég bý í Reykjavík og starfa einmitt í Iðnskólanum.
_________________
Benedikt Páfi
698-3533
Stuck in Reykjavik
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 23:21:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ertu semsagt Benedikt - sonur Hildar? Gaman að því og bestu kveðjur til fjölskyldunnar.

Þú mátt alveg hafa augun hjá þér ef þú heldur að verið sé að henda dóti sem við nördarnir eru að leita að. Þú gætir líka hugsanlega bent mér á einhvern unsjónarmann með myrkrastofudótinu?

Bestu kveðjur

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
benedikt.k
Umræðuráð


Skráður þann: 09 Sep 2007
Innlegg: 1452

Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 23:27:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já það er ég. Skila því.

Ég ætlaði einmitt að reyna að hirða amk einn af þessum stækkurum en í miðri einkavæðinguni þarna var ekki mikið verið að pæla í eitthverju eins ómerkilegu og stækkurum.

Anna Fjóla heitir sú sem hefur umsjón með ljósmyndunini þarna. Ég veit að það er verið að reyna að hætta með filmuljósmynduna þarna (því miður) þannig að þá losnar husganlega fullt af dóti.

Ef að þú færð þau til að samþykkja að framkalla þetta og að þú verði ekki sjálfur viðstaddur þá gæti ég farið með það fyrir þig.
_________________
Benedikt Páfi
698-3533
Stuck in Reykjavik
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 23:27:57    Efni innleggs: Re: Svar Svara með tilvísun

Blessaður Árni og gleðilegt ár.

ÁrniStefán skrifaði:
Sæll Pétur.

Ég hef langa reynslu af framköllun á 4x5 bæði með c 41 og svart hvítt í jobo tromlum. Keypti hana upprunalega til að framkalla 50 cm breiðan pappír af litnegatívum og hvorttveggja gekk mjög vel. Tími reyndar ekki að selja vélina, sem er hitastillt, enda aldrei að vita nema maður skelli sér í 4x5 tommu field vél aftur. Það jafnast fátt á við það. Varð að láta þig vita gangi þér vel.


Manstu hvaða typa það var? Það er einmitt hitastillingin sem skiptir öllu máli skilst mér - og Jobo gaf upp hitastigið uppá 0,2 gráðu nákvæmni.

Held að séu hrein mistök hjá þér að leigja mér ekki tromluna eða selja? Það fer enginn óbrjálaður maður útí 4X5 nútildags - nema þá með digital baki!

Bestu kveðjur

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 23:34:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

benedikt.k skrifaði:

Anna Fjóla heitir sú sem hefur umsjón með ljósmyndunini þarna. Ég veit að það er verið að reyna að hætta með filmuljósmynduna þarna (því miður) þannig að þá losnar husganlega fullt af dóti.

Ef að þú færð þau til að samþykkja að framkalla þetta og að þú verði ekki sjálfur viðstaddur þá gæti ég farið með það fyrir þig.


Þakka þér fyrir þetta Benedikt - hef samband við Önnu Fjólu innan tíðar. Þakka líka þitt góða boð.

Bestu kveðjur aftur

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 12 Jan 2009 - 23:36:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

benedikt.k skrifaði:
DanSig: ertu að meina stóra græna helvítið? Annars veit ég að það er því miður búið að henda nokkrum stækkurum.

já það er stóra græna helvítið... held að það taki allt að 11x13 filmur...

mig langar að prófa kvikindið með svoleiðis filmu... 500megapixla filma Wink
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
chris


Skráður þann: 08 Apr 2005
Innlegg: 656


InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 8:43:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held að enginn sé að bjóða upp á 4x5" (eða stærra) framköllun lengur hér á landi. Þegar ég var með Diktu á sínum tíma á Laugavegi 178 vorum við með dip-and-dunk E6 og gátum þar framkallað allt að 8x10".

C-41 vorum við hættir að bjóða yfir 120/220. Vandinn við C-41 framköllun á blaðfilmum er að framköllunartíminn er svo stuttur - og því hætta á ójafnri framköllun í svona stóru formati. Svart/hvítt er lítið mál að framkalla sjálfur í bökkum eða í Jobo tromlu. Ég mynd bara passa að vera með framköllunartíman ekki mikið styttri en 10 mín.

Þeir sem eru ennþá að skjóta á þessi dásamlegu formöt í dag senda flestir filmurnar til Þýskalands í framköllun. Það er víst fátt sem jafnast á við þýska nákvæmni þegar kemur að blaðfilmuframköllun Wink

kær kveðja
Chris
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
stafrænsýn


Skráður þann: 22 Apr 2005
Innlegg: 660
Staðsetning: Selfoss
H2
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 11:19:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sælir.
Hann Gúndi er með svona vélar enn í vinnslu. Notar þetta nú ekki mikið helst fyrir útlendinga sem koma hingað til lands.
En hann er að vinna hjá merkingu sem er gamla Dikta.
http://www.merking.is/merking/icelandic/contactForm_IS.aspx?TopPageID=4
Hann er gamall refur í þessu og var í mörg ár hjá Skyggnu myndverk.
_________________
Not everybody trusts paintings but people believe photographs. -Ansel Adams
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group