Sjá spjallþráð - Árið 2008 í tímalínu !! varúð: sull ! :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Árið 2008 í tímalínu !! varúð: sull !
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
gummistori


Skráður þann: 17 Sep 2005
Innlegg: 986
Staðsetning: Útum allt
Fer eftir aðstæðum...
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 16:43:13    Efni innleggs: Árið 2008 í tímalínu !! varúð: sull ! Svara með tilvísun

Jæja... það er alltaf hollt að líta um öxl og skoða hvað maður gerði nú þegar árið er liðið.
Ég hef aðeins verið á ferðinni og komið við á nokkrum stöðum landsins á liðnu ári og langar að deila því með ykkur í máli og myndum aðallega.


1. Sendaviðgerð á Bláfelli 6. jan


2. Varð að komast aðeins út 7. jan, en það voru engin norðurljós


3. Skrapp svo að taka mynd fyrir keppnina Kuldi hér á LMK


4. Var frekar slappur í klifrinu síðasta vetur, en stalst þó eitthvað


5. Skrapp norður á strandir 22. feb og kleif Lambatind við Veiðileysu.


6. Úr sömu ferð, hálf kaldur orðinn.


8. Hitti Elvar á Reyðarfirði og við fundum sjálfa ÓKINDINA! þann 20.mars
9. Fór í Skaftafell í góða fjallaljósmyndunarferð 8. apríl og náði þessum myndum af Kristínartindum:
10. Stukkum nokkrir saman á Lómagnúp 12. apríl:


11. Óshlíðin býður uppá góðan ís og Bolafjallið er með þeim flottari! (15. apríl)


12. Kleif Birnudalstind þann 19. apríl í geggjuðu færi, enda frábær staður!


13. Kálfafellsdalur er með flottari stöðum á landinu, en ég var að þvælast þar svoldið í vor einnig (þessi er tekin 18. apríl).


14. Stöng í Berufirði klifin, allavega í annað skipti, Djúpvíkingar töldu okkur snarruglaða að ætla þarna upp (10. maí).


15. Ég fór nú einhvernvegin að því að slasa mig örlítið í klifrinu þannig að ég þurfti að vera 'venjulegur' túristi í nokkurn tíma (1. maí):


16. Seinna um vorið var farin smá vinnuferð um alla vestfirði, kom meiraaðsegja að Reykjaneshyrnu og Krossnes (13. maí):


17. Þann 17. maí var ég svo í fararstjórn FÍ á Hrútfjallstinda þar sem ég ruddi veginn fyrir Snowy Confused


18. Esjufjöllin í Vatnajökli voru tekin í OFURgóðu veðri þann 25. maí:


19. Þann 1. júní fór ég loksins og lét verða af því að klifra Hraundranga í Öxnadal/Hörgárdal:


20. Fann nýja uppáhaldshljómsveit, en það eru Hvanndalsbræður á Akureyri!


21. Lónsöræfi er rosalega fallegur staður sem ég á eftir að þvælast eitthvað um í framtíðinni, en þessi er tekin 17. júní á leið minni á Sauðhamarstind.


22. Jarðskjálfti reið yfir suðurland í vor og mynduðust nýjir hverir við það, þessa tók ég 23. júní.


23. Baula í Borgarfirði, góður vinur minn Þórhallur var að ljúka við göngu á alla 151 tindanna í bókinni Íslensk fjöll og var þetta síðasta gangan. (26. júní):


24. Strax á eftir var farið á NA-hálendið að setja upp sendi, og náði ég auðvitað að þvælast aðeins meira og ná myndum, Þröstur félagi minn með Herðubreið í baksýn ásamt Hvergili í austanverðum Kverkfjöllum (27. júní).
Þröstur:

Hvergil:


25. Auðvitað varð maður að halda áfram og gengum við 3 félagar 'Laugaveginn' milli Landmannalauga og Þórsmerkur, tók einn og hálfan dag áður en skítaveður skall á: (10. - 11. júlí):


26. Svo þarf maður auðvitað að fá sumarfrí, en ég tók 2 vikur í Íslandsþvæling án fjallganga, þessi er í Dimmuborgum 26. júlí:


27. Það er heldur ekkert sumar án klettaklifurs, en þetta er ég að klifra í Valshamri rétt við Rvk (29. julí):


28. Tók 2 vini mína með mér í æðislegu veðri á Snæfellsjökul og Kirkjufell í Grundarfirði þann 30. júlí... Þetta var í 3. skipti sem ég fer á þessi fjöll, og var því þá búinn að fara jafnoft á Hvannadalshnjúk, Snæfellsjökul, Kirkjufell og Esjuna...
Snæfellsjökull:

Kirkjufell:


29. Svo fór þetta nú svona að róast aðeins, en auðvitað verður maður nú að prufa Kayak líka og skelltum við okkur í 2 daga róður fram og aftur Langasjó: (9. og 10. ágúst):


30. LMK stóð svo fyrir fínni ljósmyndaferð í Kerlingarfjöll í september og þar var einnig komið við á Hveravöllum, þetta er mynd af skósóla Arnarspb:


31. Drullaðist loksins til að mæta í réttirnar, en hef ekki komist síðustu ár (Suðurland 12. sept):


32. Strax eftir það var farið norður í land í göngur að hjálpa tengdafjölskyldunni (13. sept).


33. En þetta haust var algjör viðbjóður, ekkert varið í veðrið, enda skítaveður í nánast 2 mánuði straight. Enda fauk niður mastur sem við þurftum að reisa aftur (18. sept).


34. Snjóalda er fallegur staður, og þrusu sendistaður, útsýnið er svona: (30. sept og einnig mynd septembermánaðar).


35. Það kom þó smá ágætisveður þó ég hafi þurft að fara austur á land til að finna það, en 8. okt þurfti ég að halda austur og taka gps trökk á 2 fjöll þarna (Bjólf við Seyðisfjörð og Grjótárhnjúk við Snæfell...) Kom auðvitað aðeins við á Hálslóni, en rétt náði fluginu þar sem ég hafði minnir mig 5-10 mín áður en ég þyrfti að gista yfir nóttina á Egilsstöðum.


36. Fór aftur mestalla Vestfirðina, en í þetta skipti var ég að vinna fyrir fjarskipti sjófarenda, keyrði framhjá ýmsu, en tók allavega mynd af þessu í svartamyrkri, 15. okt.


37. Ekki leið á löngu þar til halda þurfti áfram að sinna kerfunum, en ég kom við á ratsjárstöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli þann 6. nóv og vegurinn þangað er áhugaverður:


38. Emstur eru fallegur staður, en ég gekk á Einhyrning þann 9. nóv:


39. En vinnan kallar og hér er ég við Grímseyjarvita?


40. Jólaklifur er árslegur viðburður, ekki er þó alltaf góðar ísaðstæður, en þetta slapp til... (13. des).


41. Svo er til ein regla í ísklifri, hún er einföld og segir að það er BANNAÐ AÐ DETTA!... en svo er til önnur regla sem segir 'ef þú ert ekki að detta þá ertu ekki að reyna'...


42. Maður étur auðvitað á sig gat á jólunum, en á 2. í jólum var farið og brennt fyrir meira áti þegar við fórum 3 og klifruðum upp NA-hrygg Skessuhorns.


43. Svo er nú bara alltíeinu árið búið, þá er bara að vona að maður geti gert eitthvað metnaðarfullt á næsta ári...Veit nú ekki hvort maður ætti að setja inn myndir sem maður tekur hér í bænum, maður þarf kannski ekki að skammast sín fyrir þær...

Maður birtir auðvitað ekki myndir sem maður tekur fyrir aðra, en þessar eru bvara vinaskot...

Jæja... Þetta er orðið gott....
_________________
kveðja, Gummi St.
Heimasíða - www.climbing.is
Flickr


Síðast breytt af gummistori þann 01 Jan 2009 - 17:58:39, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 16:51:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Virkilega flott sería hjá þér Gummi. Það sést að þú hefur verið ansi aktífur á árinu - líka mjög gaman að hafa smá ferðasögu með myndunum.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Matti Skratti


Skráður þann: 12 Nóv 2007
Innlegg: 727
Staðsetning: 27 W 458472 7108076
Skiptir ekki máli
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 16:53:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott.
_________________
http://www.flickr.com/photos/mattiskratti/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 16:57:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svalt maður. Margar helvíti flottar myndir þarna hjá þér.
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
odda


Skráður þann: 24 Apr 2006
Innlegg: 496
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 17:01:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

VÁ......... Bara eitt orð VÁ.... Shocked
Svolítið glæfralegar sumar.
En takk fyrir að leyfa okkur að vera með.
_________________
http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Elvar Freyr


Skráður þann: 20 Feb 2007
Innlegg: 666
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 1D Mark II N
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 17:01:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilega sería og gaman að hafa smá lesningu með þessu!
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Arnarpb


Skráður þann: 15 Apr 2007
Innlegg: 1778
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 1Ds MKII
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 17:05:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

gleðilegt nýtt ár Gummi

helvíti er þetta flott hjá þér. Væri alveg klárlega til í að ferðast jafn mikið og þú.

Svo ertu með þessa fínu mynd af kallinum Smile
_________________
mbk Arnar Páll Birgisson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Villi.Ingi


Skráður þann: 29 Ágú 2007
Innlegg: 828
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 17:06:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Virkilega skemmtileg sería. Þú ert hörku útivistargaur...ég varð bara móður við að skoða sumar myndirnar. Smile
_________________
Flickr - OneExposure
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JGS
Umræðuráð


Skráður þann: 15 Apr 2007
Innlegg: 3238
Staðsetning: The Overlook Hotel
Nikon D300
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 17:09:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábær sería hjá þér Gummi, ekki var ég svona duglegur á liðnu ári...
_________________
Kveðja,
Jói...
Flickr!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
SSkoppur


Skráður þann: 14 Jan 2007
Innlegg: 327
Staðsetning: RVK
- Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 17:19:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
af1529


Skráður þann: 21 Okt 2007
Innlegg: 99
Staðsetning: Selfoss
Canon 50D
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 18:59:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er stórkostlegt hjá þér, þvílík orka sem þú hefur. Myndirnar þínar eru alveg frábærar. Takk fyrir að deila þessu með okkur. Gott klifur á nýju ári.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 19:13:46    Efni innleggs: Re: Árið 2008 í tímalínu !! varúð: sull ! Svara með tilvísun

gummistori skrifaði:

5. Skrapp norður á strandir 22. feb og kleif Lambatind við Veiðileysu.


Hey, mig langaði rétt að bæta við að mér finnst þessi langflottust í seríunni hjá þér, þótt það séu margar aðrar góðar. En ég er ekki alveg hrifinn af vinnslunni, himininn virkar einhvern veginn óeðlilega litlaus og það er spurning hvort hún mætti ekki vera örlítið ljósari. Hún er líka pínu skrítin á litinn, kannski vantar meiri bláan?
Mér finnst hún líka koma ágætlega út í svarthvítu.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
gummistori


Skráður þann: 17 Sep 2005
Innlegg: 986
Staðsetning: Útum allt
Fer eftir aðstæðum...
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 19:22:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
Hey, mig langaði rétt að bæta við að mér finnst þessi langflottust í seríunni hjá þér, þótt það séu margar aðrar góðar. En ég er ekki alveg hrifinn af vinnslunni, himininn virkar einhvern veginn óeðlilega litlaus og það er spurning hvort hún mætti ekki vera örlítið ljósari. Hún er líka pínu skrítin á litinn, kannski vantar meiri bláan?
Mér finnst hún líka koma ágætlega út í svarthvítu.


já... takk fyrir þetta, en hvernig er þessi útgáfa:Takk fyrir mig !!
_________________
kveðja, Gummi St.
Heimasíða - www.climbing.is
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 19:37:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábær annáll, góðar myndir og greinilega mikill dugur í þér á þessu ári.

Ég tek undir orð Andra með myndina, glæsileg mynd og kemur mjög vel út í svarthvítu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Nilli


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 2794
Staðsetning: Í jöklanna skjóli
Nikon D3s & Nikon D600
InnleggInnlegg: 01 Jan 2009 - 19:57:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kærar þakkir fyrir að sýna þessa frábæru syrpu. Hver myndin annarri betri. Gott Gott Gott Bkv. Nilli
_________________
Þórir N. Kjartansson
http://500px.com/thorirnk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndir Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group