Sjá spjallþráð - Ritnefnd um árbókina? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Ritnefnd um árbókina?
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Árbók
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 11:51:11    Efni innleggs: Ritnefnd um árbókina? Svara með tilvísun

Aðeins í framhaldi af þessu.

Væri ekki heillavænlegt að skipa dálitla ritnefnd (sem innihéldi ekki endilega sama fólk og er í stjórn vefsins) sem hefði umsjón með bókinni?
Þá þannig að ritnefndin gæti m.a. komið með athugasemdir með það sem mætti betur fara í myndvinnslu og kannski líka eitthvað séð um tæknilega þáttinn í útgáfunni (eins og að hanna snið/template, athuga með prentun o.þ.h.). Eins mögulega að ákvarða hvort myndir væru nógu góðar í bókina?

Svo var líka ein hugmynd (sem Siggi nefndi einu sinni) sem var þannig að þeir sem vildu vera með í bókinni gætu póstað þeim myndum sem þeir vildu nota á lokaðan þráð þar sem aðrir sem ætluðu að vera með gætu komið með athugasemdir. (Ég held samt að það væri líka ágætt að hafa ritnefnd.)
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
pall


Skráður þann: 20 Jan 2005
Innlegg: 679
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 14:56:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ritnefnd er nauðsyn í svona dæmi, og kominn tími á að skipa hana.
3-5 aðilar æskilegt. Stjórn vefsins hefur örugglega nóg á sinni könnu og ætti því að sleppa.
Ég er til í það Wink
_________________
Ljósmyndablogg: www.palljokull.com
Flickr: www.flickr.com/photos/palljokull
Zenfolio: www.palljokull.net
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 14:59:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég vil tilnefna zorglob í ritnefnd.

Hann hefur reynslu af útgáfu ýmis efnis og hefur boðið fram aðstoðsýna.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 15:01:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég get stofnað umræður þar sem eingöngu þeir árbókinni myndu sjá, til að sýna og skoða myndir.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321


Síðast breytt af sje þann 13 Ágú 2005 - 15:01:36, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 15:01:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég myndi vilja sjá færri en 5 í nefnd, helst 2-3, spurning hvort það megi svo ekki hafa fólk með í annari vinnu

ég skal bjóða fram aðstoð við umbrotið á þessu (ef eitthvað er)
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 15:17:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
ég myndi vilja sjá færri en 5 í nefnd, helst 2-3, spurning hvort það megi svo ekki hafa fólk með í annari vinnu

ég skal bjóða fram aðstoð við umbrotið á þessu (ef eitthvað er)

Styð þessa hugmynd hjá Völundi. Ágætt að hafa 2-3 sem væru yfir útgáfunni (ásamt Sigga auðvitað) og aðrir sem vildu leggja hönd á plóg myndu svo taka að sér sértækari vinnu, svosem að sjá um umbrotið, litgreiningu, að redda sponsor eða kaupendum að bókinni o.s.frv. (Til dæmis var einn að tala við mig núna áðan sem vildi alveg ólmur fá að hjálpa til með bókina eins og hann gæti.)

Annars er bara málið að kýla á þetta hið fyrsta. Var ekki verið að tala um smá fund um bókina á sunnudagskvöldið kl. 8? Held það væri frábært og svo væri hægt að hefja undirbúningsstarf strax í næstu viku. Þetta fer nefnilega að verða býsna naumur tími!

Aldeilis á þetta eftir að verða flott hjá okkur! Smile
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
zorglob
Súper-uppsetjari


Skráður þann: 20 Júl 2005
Innlegg: 299
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 350D
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 15:37:41    Efni innleggs: Árbók Svara með tilvísun

Ég er nýr hér á vefnum en hef komið að allskonar útgáfum í gegnum tíðina ásamt uppsetingu m.a. á bók sem var mjög flókin tæknilega og ýmsum blöðum, bæklingum og öðru prentefni. Ég sat í ritstjórn bókarinnar sem ég nefndi og hef því mikla reynslu af þessum efnum. Ég vil gjarnan athuga hvort ég geti ekki komið að þessu verki með ykkur á einhvern hátt.
Get sýnt prufur að því sem ég hef verið að gera.
_________________
þannig er nú það | http://www.flickr.com/photos/mrzorglob/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 21:13:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er reiðubúinn að leggja málefninu lið ef áhugi er fyrir hendi. Hef töluverða reynslu af útgáfu bóka og tímarita.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
hvítlaukurinn


Skráður þann: 09 Mar 2005
Innlegg: 2107
Staðsetning: Reykjavik
Canon EOS 10D
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 22:42:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef sáralitla reynslu af útgáfu en reiðubúinn að leggja málefninu lið.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
johannes


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 2939


InnleggInnlegg: 13 Ágú 2005 - 23:54:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Spurning um að hafa Sje, Rusticolos, zorglob, skipio og einn í viðbót í ritnefnd.
_________________
Johannes.tv
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2005 - 0:00:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

johannes skrifaði:
Spurning um að hafa Sje, Rusticolos, zorglob, skipio og einn í viðbót í ritnefnd.

Ég held ég verði ekki í ritnefnd. Allavega ekki nema það vanti nauðsynlega fólk. Finnst heppilegra að fólk utan stjórnar vefsins hafi umsjón með bókinni. Svona smá valddreifing. Smile
Alveg til í að koma að þessu með ýmsum hætti þó en ég er eiginlega sammála Völundi um að minni ritnefnd sé heppilegri - auðveldar ákvarðanatöku og þessháttar, sérstaklega þar sem lítill tími er til stefnu.

Þvílíkt ánægður annars að Rusticolus vilji leggja málinu lið.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
johannes


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 2939


InnleggInnlegg: 14 Ágú 2005 - 0:07:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ok, skil þig skipio 3 þræta minna en 5. Annas ætti bara að pósta þessum myndum á sér þræði og svo þeir sem eru félagar í bókini ættu að fá að segja sitt álit hvort myndinn sé boðleg eða ekki. Er hægt að hafa kosningu um ákveðnar myndir, í "keppni" sér keppni þá fyrir bókarmeðlimi. Myndin þarf þá að ná einhverrri einkun til að komast í bókina.
_________________
Johannes.tv
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2005 - 0:19:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

johannes skrifaði:
Spurning um að hafa Sje, Rusticolos, zorglob, skipio og einn í viðbót í ritnefnd.


ekki gleyma Páli sem svaraði þessum þræði í byrjun og gaf kost á sér í að leggja þessu verkefni lið:

pall skrifaði:
Ritnefnd er nauðsyn í svona dæmi, og kominn tími á að skipa hana.
3-5 aðilar æskilegt. Stjórn vefsins hefur örugglega nóg á sinni könnu og ætti því að sleppa.
Ég er til í það Wink


hann hefur líka góða reynslu í útgáfu tímarita, bæklinga o.fl. Hann og hans fyrirtæki, Rit, stendur m.a. fyrir útgáfu tímaritana Sumarhúsið og garðurinn og FAR, sjá hérna.
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2005 - 0:35:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

johannes skrifaði:
Ok, skil þig skipio 3 þræta minna en 5. Annas ætti bara að pósta þessum myndum á sér þræði og svo þeir sem eru félagar í bókini ættu að fá að segja sitt álit hvort myndinn sé boðleg eða ekki. Er hægt að hafa kosningu um ákveðnar myndir, í "keppni" sér keppni þá fyrir bókarmeðlimi. Myndin þarf þá að ná einhverrri einkun til að komast í bókina.


Ég mæli ekki með því að ákveðnir aðilar velji myndir í árbók eða að þær þurfi að ná einhverri tiltekinni "einkunn" til að komast að í bókinni. Þessi bók er gerð fyrst og fremst fyrir notendur þessarar vefsíðu og þá einna helst þá sem eiga myndir í bókinni, hver og einn myndhöfundur ætti að hafa endanlegt val um þær myndir sem hann kýs að séu birtar, þetta er í raun spurning um tjáningarfrelsi. Aftur á móti þurfa að vera einhverjar reglur um myndirnar, þ.e. að þær séu ekki þannig að þær geti sært blyggðunarkennd fólks, séu of hrottafengnar/svæsnar eða brjóti gegn lögum á einhvern hátt.

Ef um ákveðið þema er að ræða eða að hugmyndin með bókinni sé fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis, þá gæti t.d. ritnefnd haft meira um það að segja hvaða myndir hæfa bókinni og hverjar ekki.

Það væri óvitlaust að hafa sérstakt svæði eða spjallþráð þar sem þátttakendur bókarinnar geta varpað fram hugsanlegum myndum í bókina til að fá álit annarra á þeim myndum og um leið til að fá aðstoð með val á myndum í bókina ef þess er óskað.
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2005 - 13:22:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Varðandi hvort myndir "fá að vera með" í bókinnn þá finnst mér innlegg frá Amason varðandi tjáningarfrelsi nokkuð sterkur punktur.
En það er auglóst að myndirnar þurfa að vera í einhverri lágmarks upplausn.
Líklega best setja niður einhverjar lágmarks kröfur sem fyrst og sjá svo hvaða myndir þátttakendur vilja nota.

Svo þurfum við öll að vera dugleg að benda hvort öðru ef eitthvað mætti betur fara í myndinni sem mætti laga í myndvinnsluforriti, jafnvel aðstoða í myndvinnslunni.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Árbók Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group