Sjá spjallþráð - Normal linsur á 1,6 crop faktor :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Normal linsur á 1,6 crop faktor
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 16:05:03    Efni innleggs: Normal linsur á 1,6 crop faktor Svara með tilvísun

Hæhæ

Mig langar svakalega mikið til að leiðrétta svolítið sem virðist vera útbreiddur misskilningur hérna. Það er varðandi "normallinsur" þeas linsurnar sem eru kallaðar normallinsur í "gamla" 35mm "kerfinu".

Ég hef lesið komment frá fólki sem heldur því fram að með því að kaupa fasta 35mm linsu sé maður að kaupa "normallinsu". Þetta er kannski ekki svo fjarri lagi vegna þess að 35mm linsa með 1,6 kroppi sýnir jafn mikla mynd og 56mm linsa hefði gert. Hinsvegar! Athugið það þá breytist brennivídd linsunnar ekkert við það að myndavélin myndi ekki allt sem fer í gegnum glerið.

Þetta leiðir okkur að því að ef fólk vill eignast normallinsu fyrir DSLR vélina sína (sem er með 1,6 skurði, eða þessvegna með 1,3 skurði) þá er það 50mm linsa sem á að kaupa. 35mm linsa bjagar allt öðruvísi myndefnið og þessvegna er ekki vænlegt að búast við því að fá sömu niðurstöðu úr henni á digital vél og úr 50mm linsu á filmuvél.

Að lokum er mikilvægt að fólk átti sig yfir höfuð á þessum muni á því sem myndavélarnar sjá, og svo því sem linsurnar sýna, þessi kropp faktor í digital vélunum er tilkominn vegna þess að kramið (myndflöturinn og spegillinn) í þeim er minna heldur en í filmuvélunum, en við erum flest að nota sömu linsur á stafrænu græjurnar og 35mm ...

Ég býst við því að mörgum þyki þetta liggja í augum uppi, en greinilegt er samt að margir skilja þetta ekki til fulls.

Endilega komið þið með spurningar og pælingar varðandi þessi mál, þetta er eitthvað sem er gott að hafa tilfinningu fyrir.

Að lokum skelli ég hérna góðri grein um þessi mál. hérna

Til að hjálpa til skal upplýst að FOV er skammstöfun fyrir Field Of View, sem mætti úttleggjast á íslensku "Sjónsvið"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 18:44:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er öllum sama? eða er ég orðinn leiðinlegi gaurinn? Shocked
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 18:58:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Er öllum sama? eða er ég orðinn leiðinlegi gaurinn? Shocked


Ég var bara svo sammála og fannst þessvegna ekki mikil þörf á því að tjá mig neitt um þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 19:06:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ok, það getur verið. - það er líklega ekki hægt að vera þessu mikið ósammála...

En þarf bara að ræða hlutina þegar maður er ósammála? Razz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 19:07:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, annars er ekkert gaman að því hehe
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 19:41:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

humm... ég hélt alltaf að 50 mm linsan væri kölluð normal linsa eða eitthvað svoleiðis því hún ætti að hafa nokkurn veginn sömu "brennivídd" eða sjónvídd eða hvað sem þú vilt kalla FOV, og ef þú heldur fyrir annað augað á þér Embarassed

Sömuleiðis held ég að fjarlægð á milli linsu og myndefnis hafi töluvert að segja um bjögun, allavega prófaði ég kit linsuna, stillta á 18 mm og tók mynd af beinni línu, hafði línuna svolítið mikið í enda þar sem bjögun ætti að vera sem mest, var mjög nálægt þessari línu, og svo aftur mjög langt frá henni og hún var áberandi mikið meira bogin á myndinni sem var tekin nær. Ath að báðar myndirnar voru teknar á 18mm og línan var nokkurn vegin á sama stað, og ef eitthvað er, þá nær endanum á myndinni sem var tekin lengra frá. Getur einhver staðfest þessa rannsókn mína? Já eða sagt mér að þetta sé kjaftæði Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Aron
Umræðuráð


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 3859

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 19:46:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Er öllum sama? eða er ég orðinn leiðinlegi gaurinn? Shocked


til hamingju þúrt orðin leiðilegi gaurinn...... Twisted Evil

nei nei auðvitað er gott að kynna þetta eins og annað sambandi við ljósmyndun.....

og linkurinn er góð lesning.
keep up the good work
_________________
Once upon a time photographers had to manually focus. Then in the 80's they came out with single point center autofocus. Now apparently no one can take a photo with out 5+ autofocus points
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 20:08:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Malt skrifaði:
humm... ég hélt alltaf að 50 mm linsan væri kölluð normal linsa eða eitthvað svoleiðis því hún ætti að hafa nokkurn veginn sömu "brennivídd" eða sjónvídd eða hvað sem þú vilt kalla FOV, og ef þú heldur fyrir annað augað á þér Embarassed

Sömuleiðis held ég að fjarlægð á milli linsu og myndefnis hafi töluvert að segja um bjögun, allavega prófaði ég kit linsuna, stillta á 18 mm og tók mynd af beinni línu, hafði línuna svolítið mikið í enda þar sem bjögun ætti að vera sem mest, var mjög nálægt þessari línu, og svo aftur mjög langt frá henni og hún var áberandi mikið meira bogin á myndinni sem var tekin nær. Ath að báðar myndirnar voru teknar á 18mm og línan var nokkurn vegin á sama stað, og ef eitthvað er, þá nær endanum á myndinni sem var tekin lengra frá. Getur einhver staðfest þessa rannsókn mína? Já eða sagt mér að þetta sé kjaftæði Very Happy


Sko, ef þú segir að 50mm linsa hafi sama FOV og annað augað á þér, þá ertu allveg úti á túni, augun í þér eru með svakalega mikið sjónsvið, við greinum hluti í næstum 180° (ég veit ekki hvað það er nákvæmlega)

Normallinsan bjagar mjög lítið, nánast ekki neitt, og það er það sem ég vildi benda á... um leið og einhver tekur 35mm linsu, margfaldar hana með 1,6 og heldur að hann sé kominn með normallinsu, þá er það ekki rétt, ... það getur komið sér illa fyrir gaurinn þegar hann fer svo og ætlar t.d. að taka myndir sem hann vill skeyta saman með lítilli fyrirhöfn...

Ef það hinsvegar skiptir hann engu máli, þá náttúrulega er um að gera að nota 35mm linsu til að fá sviptað sjónsvið (FOV) og 50mm linsa.

Bjögunin er í glerjunum en ekki í vélinni sem tekur við því sem glerin sýna...

Varðandi bjögunina á 18mm þínum, þá geri ég mér ekki allveg grein fyrir því hvað þú ert að segja, værirðu til í að senda þessar myndir inn... - eða útskýrt þessa setningu betur:
Tilvitnun:
kit linsuna, stillta á 18 mm og tók mynd af beinni línu, hafði línuna svolítið mikið í enda þar sem bjögun ætti að vera sem mest, var mjög nálægt þessari línu,
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 20:28:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bara svona til að bæta við þessa linsu umræðu.

Þá er oft verið að skoða linsur m.t.t. hvort linsur dekki jaðar á myndum (Vignetting, Darkening of an image around the edges and corners.)

Var að lesa um daginn, man ekki hvar, að flestar DSLR þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessu út af skurðstuðli (crop factor) á stafrænumvélum.

Því að stafrænarvélar notuðu aðeins hluta þess myndflatar sem 35mm myndavélar gerðu á sömu linsu og skæru þannig sjalfkrafa burt þann hluta sem mest hætta er á vingnetting.

Þannig að DSLR myndavélar nýttu þannig séð aðeins besta hluta linsunar.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Kari Fannar


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Nikon D90
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 22:37:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Verð nú að segja að ég er ekki alveg sanfærður um ágæti þessara fullyrðinga, þannig að ef að þú hefur einhverja linka eða eithvað sem að rökstyðja þetta þá væri það snild.

Ég Verð nú eiginlega að segja að ég hef ekki vitað til þess að það gæti mikillar bjögunar á 35mm linsum almennt, crop factorinn hefur þau áhrif að myndavélinn nýtir besta hluta linsuglersins þ.e.a.s miðjuna þar sem að glerið í miðjunni er meira hert eða eithvað í þeim dúr

UHUM Embarassed sá linkinn er ekki búinn að lesa hann þannig að ég er enn ósanfærður en það kemur í ljós hvort að ég sannfærist

Ok nú er ég búinn að lesa þetta og eins og ég skil þetta þá er pælingin sú að native eiginleikar linsunar eru þeir sömu hvort sem að hún starfi sem 50mm á full frame eða 1,6 á digital semsagt setji bakgrunnin jafn mikið úr focus og distorti o.s.fr. og því beri að kalla hana normal linsu því að hún sé kölluð það samkvæmt gömulli hefð(geri ég ráð fyrir).

Hinsvegar er ég á því að þetta séu að mestu hárreitingar um nafngiftir. þar sem að það er allavegana mín skoðun að 50mm er ekki góð valkaround linsa á cropp factor 1.6 vél því að fov er einfaldlega of þröngt. Ekki það að ég elski ekki þessa linsu (skarpasta kvikindi sem að ég hef séð) en ef að ég er að fara að labba út með eina linsu á 1.6 cropp factor vél þá er þetta ekki hún(Nema einstaka sinnum) ólíkt því sem að er með full fraime vél.

Hinsvegar er 35mm sem að svipar til sirka 55mm fullfraime hvað varðar field of view og er töluvert gleiðari og því vænlegri kostur að mjög mörgu leiti nema að fólk sé mjög uptekið af hugmyndafræðinni á bakvið að vera með normal linsu fremur heldur en fov sem að er vel nýtilegt.

Svona skil ég þetta, þannig að ég bíð bara spenntur eftir áliti ykkar á málinu


Síðast breytt af Kari Fannar þann 29 Des 2004 - 23:14:51, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 22:44:03    Efni innleggs: Re: Normal linsur á 1,6 crop faktor Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Hæhæ
Það er varðandi "normallinsur" þeas linsurnar sem eru kallaðar normallinsur í "gamla" 35mm "kerfinu".

Ég hef lesið komment frá fólki sem heldur því fram að með því að kaupa fasta 35mm linsu sé maður að kaupa "normallinsu".


Já ég kalla nú þessar brennivíddir normal og normal zoom á dslr. Ekkert útaf því að þær breyngla minnst, meira bara til viðmiðunar.

Kanske ruglandi fyrir einhverja, sérstaklega þá sem ekki hafa tekið á 35mm filmu. Gæti e.t.v. skýrt þetta út með því að segja að gleyðlinsur ýta frá sér og aðdráttarlinsur toga hlutina saman. 50mm er svona í miðjunni og bjagar minnst. Líkist þannig því sjónsviði sem við erum með. Svona frekar erfitt að skýra þetta út í orðum.

Þetta er t.d. mjög augljóst á myndunum sem einhver var að pósta með 10mm zoominu, s.s. hvernig myndin breynglast. Samt ekki rétt hjá fólki að vera tala um fisheye, það er allt öðruvísi.

Svo má náttúrulega bæta við að DOF minnkar all verulega á 1.6 dslr vélum, kemur þessari umræðu náttúrulega ekkert við.

Kv

Guðni


Síðast breytt af Grós þann 29 Des 2004 - 22:48:40, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 22:46:30    Efni innleggs: Re: Normal linsur á 1,6 crop faktor Svara með tilvísun

Grós skrifaði:

Svo má náttúrulega bæta við að DOF minnkar all verulega á 1.6 dslr vélum.

Hmm, hvað áttu við?
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 22:54:35    Efni innleggs: Re: Normal linsur á 1,6 crop faktor Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
Grós skrifaði:

Svo má náttúrulega bæta við að DOF minnkar all verulega á 1.6 dslr vélum.

Hmm, hvað áttu við?


DOF eða Depth of field gæti yfirfærst á íslensku sem skerpudýpt eitthvað svoleiðis. Veit ekki alveg hvernig ég á að skýra þetta.

Þeim mum meira sem þú opnar linsuna því minni skerpudýpt hefur þú.

S.s. lægra F stopp minni skerpudýpt. Og þetta minnkar á 1.6 crop dslr vélum miðað við 35mm/FF vélum.

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
tyrkinn
Plöggari


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 660
Staðsetning: Garðabær
Canon 20D
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 23:17:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Áttu þá við að það minnki vegna aukinnar brennivíddar? Hélt einmitt að DOF væri meira á dslr vélum en 35mm filmuvélum vegna þess hve sensorinn er lítill miðað við filmuflötinn (24x36), alveg eins og að dof við sama ljósop er mun meiri á consumer/prosumer vélum vegna þess hve sensorinn er lítill á þannig vélum.... er tyrkinn á villigötum?
_________________
If you saw a man drowning and you could either save him or photograph the event...what kind of film would you use? -Anonymous
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 23:20:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kari Fannar skrifaði:
Verð nú að segja að ég er ekki alveg sanfærður um ágæti þessara fullyrðinga, þannig að ef að þú hefur einhverja linka eða eithvað sem að rökstyðja þetta þá væri það snild.

Ég Verð nú eiginlega að segja að ég hef ekki vitað til þess að það gæti mikillar bjögunar á 35mm linsum almennt, crop factorinn hefur þau áhrif að myndavélinn nýtir besta hluta linsuglersins þ.e.a.s miðjuna þar sem að glerið í miðjunni er meira hert eða eithvað í þeim dúr

UHUM Embarassed sá linkinn er ekki búinn að lesa hann þannig að ég er enn ósanfærður en það kemur í ljós hvort að ég sannfærist


Hvað meinarðu? myndir sem eru teknar á 35mm linsur eru samt sem áður bjagaðar, auðvitað verður þú ekki var við það að neinu marki en samt sem áður er það bjögun.

Ég skil ekki allveg hvað þú skilur ekki, en það sem ég var að skrifa um var bara það að fólk má passa sig á því að rugla ekki saman muninum á því sem kemur í myndramman og bjöguninni í hlutfalli...

til að gera þetta svona einfaldara að skilja má segja að 50mm linsa á DSLR vél hafi c.a. sama sjónsvið og 85mm linsa en bjögun og aðrir eiginleikar linsunnar haldast samt. - Það getur komið upp sú staða hjá ljósmyndara að hann vilji halda hlutföllum og línum réttum í mynd. Við þannig aðstæður skiptir máli að fólk haldi ekki að það sé að fá "normallinsu hlutleysi" út úr 35mm linsu með 1,6 margfeldinu.

Það sem Siggi sagði svo er mjög góður punktur, þetta er hlýtur að segja sig sjálft.

Endilega lestu þessa grein sem ég póstaði Kári Fannar, ég get svosem ekkert gert til að sannfæra þig um ágæti þessara fullyrðinga annað en það sem ég hef sagt...

og einusinni enn að lokum:
Skurðurinn á myndfletinum breytir ekki bjögun linsunnar, en einsog Siggi sagði þá hefur það að sjálfsögðu áhrif á dekkingu linsa í jöðrum rammans.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group