Sjá spjallþráð - Holl ráð :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Holl ráð
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Júl 2005 - 22:27:53    Efni innleggs: Holl ráð Svara með tilvísun

Jæja, smá tilraun.

Mér þætti reglulega gaman að sjá hvað þið segðuð ef þið væruð beðin um að gefa eitt ráð, eitt hint, eitt leyndarmál, ef þið væruð beðin um að koma með einn punkt til að gefa varðandi ljósmyndun.

Ef allir gefa eitt ráð þá verður til anski mikið magn gagnlegra upplýsinga hérna myndi ég halda.

Svona ráð geta verið allt frá því að vera ein setning upp í það að vera heil ritgerð, en allt hjálpar.

Endileg sendið eitthvað inn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Júl 2005 - 22:53:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ok, ég skal ríða á vaðið og koma með eitt einfalt.

Histogram:

Gott að vita hvernig það virkar og tileinka sér notkun þess í info glugganum á meðan á myndatökum stendur og vita þannig alltaf hvort þú sért að brenna út einhverja hluti og hvernig lýsingin er í raun og veru. Hlutur sem allt of margir nýta sér ekki.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kristfin


Skráður þann: 15 Jún 2005
Innlegg: 130
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS-1D
InnleggInnlegg: 29 Júl 2005 - 23:14:11    Efni innleggs: pan myndir Svara með tilvísun

eitt sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt og getur gefið soldið "professional" look er að setjaast á kaffihús við götu, fá sér einn svellkaldan, stilla vélina hraða (A=2,3,4) og iso þannig að hraði sé um 50-100 og hafa autofocus á ai servo.

síðan sötrar maður þann kalda og bíður eftir að einvher skutla labbar hnakkert eða hjólar framhjá. fókusar á hana svona 45° áður en hún kemur, fylgir hreyfingu hennar og smellir af þegar hún er beint framhjá. þá fær maður svo skemmitlega hreyfðar myndir en "subjectið" er í focus. sérstaklega skemmtilegt þegar sú sæta er á hjóli því þá eru teinarnir ekki í focus.

sú sæta getur að sjálfsögðu verið sú sæti eða sá litili eða hvað sem er á hreyfingu.

kf
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Frikki79


Skráður þann: 21 Jún 2005
Innlegg: 131


InnleggInnlegg: 29 Júl 2005 - 23:45:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ótrúlegt en satt þá er til rétt leið til að halda á myndavél.
hægri hönd á gripinu og vinstri undir boddyinu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Svanur


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1508

Canon Ixus
InnleggInnlegg: 29 Júl 2005 - 23:57:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frikki79 skrifaði:
Ótrúlegt en satt þá er til rétt leið til að halda á myndavél.
hægri hönd á gripinu og vinstri undir boddyinu.


Það gengur ekki upp með þungum linsum Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Heldriver


Skráður þann: 15 Mar 2005
Innlegg: 2810


InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 1:41:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

uuu, ég er nú ekki maðurinn til að gefa nein ráð, nema það ráð að taka aldrei mínum ráðum Laughing
En eitt hérna: Huxa smá áður en smellt er af, sjá myndina firir sér í huganum og ná því svo fram.
Finnst þetta sérlega við hæfi hjá ösnum eins og mér sem eru að spreða filmum, maður vill jú reina að taka sem fæstar ónothæfar myndir.
_________________
"There´s been times when I shot photos and I just left the lens cap on, but they still run it on the covers"
Andrew Norton - Fashion Photographer

http://www.Heldriver.com - Now in color!
http://www.facebook.com/heldriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Svanur


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1508

Canon Ixus
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 1:43:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heldriver skrifaði:
uuu, ég er nú ekki maðurinn til að gefa nein ráð, nema það ráð að taka aldrei mínum ráðum Laughing
En eitt hérna: Huxa smá áður en smellt er af, sjá myndina firir sér í huganum og ná því svo fram.
Finnst þetta sérlega við hæfi hjá ösnum eins og mér sem eru að spreða filmum, maður vill jú reina að taka sem fæstar ónothæfar myndir.

Þetta er comment ársins.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 4:22:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

os skrifaði:
Heldriver skrifaði:
uuu, ég er nú ekki maðurinn til að gefa nein ráð, nema það ráð að taka aldrei mínum ráðum Laughing
En eitt hérna: Huxa smá áður en smellt er af, sjá myndina firir sér í huganum og ná því svo fram.
Finnst þetta sérlega við hæfi hjá ösnum eins og mér sem eru að spreða filmum, maður vill jú reina að taka sem fæstar ónothæfar myndir.

Þetta er comment ársins.

já, ekki hundsa það
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 4:24:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég skal koma með eitt sem ég hef klikkað á sjálfur - og það getur verið dýrkeypt.

þegar þið eruð að væflast með þrífót og tösku, og eruð að nota þetta einhverstaðar. - þetta á líka við um ljósastanda og snúrut og töskur.

ALDREI ALDREI ALDREI láta snúrur, eða ólar af töskum liggja undir miðjuna á þrífætinum / standinum. - þegar þið grípið svo í töskuna til að færa ykkur til, þá rústast allt sem er á þrífætinum / standinum í jörðina.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
bogulo


Skráður þann: 30 Jan 2005
Innlegg: 2224
Staðsetning: Milli steins og sleggju
5D
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 6:40:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi segja að það væri mikilvægt að muna eftir því að kíkja vel í hornin og skoða bakgrunninn einu sinni enn, því oft er maður með fallegt mótíf en hundljótan bakgrunn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Reysi


Skráður þann: 17 Des 2004
Innlegg: 513

Canon 10D
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 10:15:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kynna sér vélina,
lesa manual og hafa gott control á öllum þessum tökkum
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
sissi


Skráður þann: 28 Des 2004
Innlegg: 971
Staðsetning: Kópavogur eginlega 109 samt
Canon 1Ds MarkIII
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 10:35:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þegar verið er að taka myndir af ókunnugu fólki er mikilvægt að kynna sig vel, brjóta ísinn á einhvern máta ef þú átt að geta náð góðri mynd. Fá viðkomandi til að treysta þér.

Eins er góður siður ef verið er að taka myndir af börnum að taka alltaf fyrst mynd af barninu sem er yngst, skiptir þó ekki máli með ungabörn. Litlir krakkar 1 árs til 4 eru ekki mjög þolimóðir fyrir framan vélina. Sniðgugt getur verið að leyfa þeim að prufa, taka eina til tvær myndir, þ.e. íta á takkann.

Þegar verið er að taka mynd af mat er líka mikilvægt að vita hvað þú ætlar að gera áður en maturinn kemur úr ofinum, Venjulegar eru ekki nema nokkrar mínútur sem maður hefur til að taka mynd. Sniðugt er t.d. að nota litla viðarbúta til að líkja eftir því hvernig maturinn mun verða á disknum til þess að setja upp umhverfi ávkeða dof, lýsingu, liti og fleira.

Höldum okkur við efnið hér og verum ekki með óþarfa comment um gáfur hvers annars. Góður þráður hjá þér Óskar, ég kem með meira seinna
_________________
www.sissi.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 11:12:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eftir að hafa tekið myndir á óvenjulegum stillingum t.d. ISO3200 eða lokuhraða 15sek er gott að venja sig á að stilla vélina á eitthvað normal t.d. ISO200 1/60 áður en henni er stungið í töskuna. Ömurlegt að taka mynd af einhverju skyndilegu momenti við hábjartan dag og sjá síðan að myndin var tekin á ISO3200!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 15:05:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef að ég mætti bara gefa eitt vel ígrundað ráð sem ætti að hjálpa sem mest til þá hef ég lengi verið með eitt í huganum sem ég átta mig á næstum daglega hversu mikilvægt það er.

Sjáðu myndina fyrir þér og ákveddu hvernig ÞÚ villt að myndin komi út. Hugsaðu út í alla þætti myndarinnar og sjáðu hvað ÞÚ villt að verði úr þeim og ekki láta neitt hafa áhrif á myndina. Ekki gefast upp og sættast við aðra niðurstöðu en þú ætlar þér. Gerðu allt sem mögulega í þínu valdi stendur til þess að ná því fram sem þú ætlar þér. Ekki bara taka myndina og finnast hún ásættanleg, ekki fyrr en að hún er akkúrat eins og þú ætlaðir þér.

Þetta á við um allar tegundi mynda, auðvitað er stundum/oft bara eitt tækifæri til að ná myndinni, en þá áttu samt að vera búinn að ákveða hvernig þú villt hafa hana, það kemur síðan með reynslunni að þér takist það í fyrstu tilraun og náir þannig augnablikinu alveg eins og þú villt hafa það.

Þetta snýst um allar hliðar ljósmyndunar. Með stúdíólýsingu verður þú að ráða því hvar eru skuggar og hvar eru glampar, hvar er hart ljós og hvar er mjúkt ljós, ákveða það og síðan mynda.

Þú verður að ákveða fyrirfram hvernig þú villt að fókusinn liggi í myndinni, hvort þú villt hafa hreyfingu í henni eða hafa hana frysta. hvernig þú villt hafa myndrammann, hvernig þú villt skera myndina, hvort þú villt færa eitthvað til innan rammans (ef þú hefur tíma) hvort þú viljir taka tvær myndir á mismunandi ljósopum til að ná bæði himni og jörð í þeirri lýsingu sem þú ætlar þér að nota...... osfv osfv osfv.

Bottom line, stutt útgáfa af besta ráði sem ég get gefið nokkrum ljósmyndara. "Ákveddu sjálfur hvernig þú villt hafa myndina, ekki sætta þig við að láta það bara ráðast."
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gauti


Skráður þann: 22 Jan 2005
Innlegg: 466
Staðsetning: á uppleið
Canon 20D
InnleggInnlegg: 30 Júl 2005 - 15:27:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kiddipönk skrifaði:
Eftir að hafa tekið myndir á óvenjulegum stillingum t.d. ISO3200 eða lokuhraða 15sek er gott að venja sig á að stilla vélina á eitthvað normal t.d. ISO200 1/60 áður en henni er stungið í töskuna. Ömurlegt að taka mynd af einhverju skyndilegu momenti við hábjartan dag og sjá síðan að myndin var tekin á ISO3200!!

þekki vandamálið. stundum getur það þó komið ágætlega út:
10D, ISO 1600, 1/4000. Gaui Sam klikkar ekki.


Nokkur atriði sem hafa reynst mér vel:
fáðu þér góðan þrífót. hann þarf að vera vel stöðugur og auðveldur í notkun, annars safnar hann bara ryki undir rúmi. þyngd er náttúrulega krítísk ef það á að labba meða hann eitthvað.
Þegar myndavélin er komin á þrífót er gott að nota fjarstýringu á vélina, helst þráðlausa. Þá er líka hægt að setja vélina á allskonar skrítna staði og smella af í öruggri fjarlægð.
til að hafa vélina lárétta er gott að nota hallamæli:

(leitið að bubble leveler á bh).
CPL (circular polarizer) filter er mjög sneddí og getur gert allskonar skemmtilegheit í landslagsmyndum.
Tek annars heilshugar undir það sem Óskar var að skrifa.
_________________
Pétur Gauti *** smugmug *** Buzznet*** Dpchallenge.com *** Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 1 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group