Sjá spjallþráð - Holl ráð :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Holl ráð
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Apr 2006 - 12:02:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Taktu mynd sem þér finnst flott og hermdu eftir henni, hvaða einasta smáatriði. Hundleiðinlegt en mjög krefjandi ef þú ætlar þér að stúdera lýsinguna algjörlega.

Síðast breytt af oskar þann 07 Apr 2006 - 21:34:23, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hörður Ásbjörnsson


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 556

Canon EOS 5DSr / Fuji XPro 2
InnleggInnlegg: 07 Apr 2006 - 12:55:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
Reyndar spurt að þessu þann 29. ágúst 2005, en ég er með svar.

Ég nota þetta mikið, þ.e. að fókusera með AE takkanum. Þá er hægt að stilla fókusinn á e-ð ákv., síðan bíðuru eftir ákv. mómenti og þegar það kemur þá smelliru og vélin fer ekki að eyða tíma í að fókusa... moment´s gone.
Þetta er sett á með því að fara í Custom functions (eins og skipio minntist á) og í function númer 4 og stillir það á 1. Þá fókuraru með AE-lock takkanum en ekki gikknum.

En mitt ráð er: Það er mjög sniðugt að panta sér CheatSheet til að hafa í myndavélatöskunni hjá sér. CheatSheet er plastað blað með öllum helstu stillingum sem þú þarf að nota á vélinni þinni. Hægt er að fá CheatSheet fyrir Canon, Nikon, Fuji og líka fyrir flöss. Ég er með eitt fyrir vélina mína og eitt fyrir flassið. Þetta er mun þægilegra en að dröslast með bækurnar sem fylgja þessum hlutum.


takk fyrir þaðSmile
guði sé lof er maður búin að læra hvað þetta er fyrir löngu síðan enda fannst mér líka fyndið að sjá þetta aftur:)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Cameron


Skráður þann: 22 Ágú 2005
Innlegg: 1040
Staðsetning: hér og þar
5D
InnleggInnlegg: 07 Apr 2006 - 13:11:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Las þetta ekki alveg allt þannig að þetta gæti hafa komið áður.
Smá ferða tips, þegar þú lætur myndavéla töskuna þína niður á almannafæri þá er gott ráð að setja fótinn í gegnum ólina svo enginn geti tekið töskuna.

Ef þú þarft að skipta um filmu eða linsu í eyðimörk eða álíka stað(gerist ekki oft en..) þá er gott að fara í bolin öfugt sem sagt hausinn innum hausagatið fyrst og hendurnar um handgötin og láta bolin svo hanga yfir vélinni einsog hús og þar með minnka líkur á að vélin fyllist af sandi.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Einar Logi


Skráður þann: 25 Mar 2005
Innlegg: 469
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 07 Apr 2006 - 17:32:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hörður Ásbjörnsson skrifaði:
takk fyrir þaðSmile
guði sé lof er maður búin að læra hvað þetta er fyrir löngu síðan enda fannst mér líka fyndið að sjá þetta aftur:)

Ekki málið karlinn, átti nú samt von á því að þú værir búinn að læra þetta... eftir rúmt hálft ár Very Happy
_________________
Kveðja, Einar Logi - Ljósmyndaviðvaningur

smugmug
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
Arnþór


Skráður þann: 10 Feb 2005
Innlegg: 1853
Staðsetning: Hafnafjörður
Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 07 Apr 2006 - 18:20:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

mitt ráð er að þvora að spurja fólk hvort það vilji sitja fyrir....... ef þú sérð einhvern niðri í bæ sem lýtur þannig út að þú mundir vilja hafa hann/hana með á mynd þá skalltu bara spurja.
Það versta sem getur gerst er að fólk segir nei.

Ef þú sendir inn mynd í gagngrýni ................ekki taka því persónulega ef einhver segir eitthvað leiðinlegt um myndina þína!!
Pældu í því sem sagt er og athugaðu hvort það sé eitthvað til í þvi sem verið er að segja ..........skoðaðu myndir frá þeim sem kom með gagngrýnina og sjáðu hvort þú yfir höfuð þurfir að taka mark á viðeigandi aðila.

Hafðu gaman af því að mynda!!! Það er eitt að taka myndir fyrir sjálfan sig eða taka myndir fyrir aðra (meiri pressa) en ef þú hefur gaman að því að taka myndirnar þá gengur þetta oftast vel.

Rukkaðu allmennilega fyrir vinnu þína þegar þú ert að mynda fyrir aðra, það gerir bæði fagmennina glaða (minni samkeppni) og einnig budduna þína.
Ef þú treistir þér ekki til að rukka allmennilega slepptu því þá að taka að þér verkefni!!! maður verður að hafa sjálfstraust og trúa á sjálfan sig og sína eigin getu.

Taktur þér tíma!
Vertu óhræddur um að biðja fólk að setjast aftur og pósa til þess að vera viss um það að þú náir því sem þú ætlaðir að ná út úr myndatökunni ef þú ert ekki viss um að þú hafir náð fullnægandi útkomu með fyrstu tilraun.
Það getur tekið tíma að ná þessu "rétta mómenti" augnaráði, pósu

Hættu að spá í L og hugsaður frekar hvað þú getur gert með því sem þú ert með á milli handana
Mér finnst það alveg ótrúlegt hvað margir með ljósmyndaáhuga er að kaupa sér dýra hluti bara til að geta sýnt sig fyrir öðrum niðri í bæ.
Er sjálfur með ósköp einfaldar linsur og kaupi mér bara eitthvað nýtt þegar ég hef efni á því og veit að mig langar í það nógu mikið til að leggja niður þennan pening í þetta er samt að vinna allt að 80-100 % starf auka á mánuði + aukaverkefni við þetta fyrir stærri fyrirtæki hér á landi.

Það er ekki linsan/vélin sem gerir myndina það ert þú!!!

Margir skoða eflaust síður annara og finnst fullt af flottum myndum og fara svo að spá í hvaða linsa var notuð.
Það er ekkert víst að þú gætir tekið svona mynd þó þú værir með dýrari vél og dýrari linsu, þetta er spurning um hugmyndaflug, hæfileika, reynslu og stundum hæfileika í mannlegum samskiptum.
_________________
http://www.arnthorb.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
hkvam


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 4287
Staðsetning: Svalbarðsströnd
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 07 Apr 2006 - 23:20:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Magnað, Arnþór. Þetta eru frábærir punktar hjá þér. Exclamation

Mig langar að bæta við þetta smá af mínum punktum (margt sem maður hefur lært af leiðinlegri reynslu):

Að kvöldi áður en er farið að sofa er alltaf gott að:
-Setja batterí í hleðslu
-Tæma minniskort og formatta(setja aftur í vél og tösku)
-Stilla vélina á ISO100 og t.d. f8 eða það ljósop sem er líklegt að henti best ef þú þarft að rífa vélina upp í hvelli.
-Þurrka af linsum og filterum

Þegar er haldið út úr húsi:
-tvítékka hvort að er ekki batterí og kort í vélinni, líka að gleyma ekki plötunni fyrir þrífótinn
-grípa með aukabatterí, filtera og fjarstýringu

Fyrir vont veður (snjó eða rigningu):
-skutla smá eldhúspappír í töskuna eða góðan klút til að þurrka vætu af vélinni
-einn plastpoki, ef þú skyldir þurfa að bregða honum yfir vélina
-vettlingar!!! Það er hægt að fá svokallaða skyttu vetlinga, sem eru grifflur með vettling til að smeygja af og á fingurna. Ekkert verra en að vera svo dofin(n) í fingrunum að þú getir ekki stillt vélina.
-setja aukabatterí í vasa, kuldinn drepur þau fljótt
...svo er heitt kakó í brúsa eða kaffi nauðsynlegt fyrir langa útiveru.

Þegar þú tekur myndina:
-Skoða hornin, reyna að taka myndina þannig að ekkert óvænt slæðist inn á hana og þú endir á að þurfa að eyða löngum tíma í að reyna að kroppa hana.
-Athuga bakgrunn vel
-Hugsa um lokaútkomuna, hvað sérðu fyrir þér og hvernig ætlarðu að ná því fram. PS reddar engu sem illa er gert.

Þegar myndin er komin:
-hvað hefðirðu getað gert betur, hvernig ætlarðu að gera þetta næst.
klappaðu þér svo á bakið þegar á við og taktu gagnrýni sem leiðbeiningu í að gera betur og sem einni stiku á veginum til framfara.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gaspode


Skráður þann: 31 Okt 2005
Innlegg: 385
Staðsetning: 104
Canon 10D
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 0:07:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bump...

alltaf
alltaf
alltaf
alltaf

alltaf tjékka á iso-inu ápur en þú byrjar að skjóta og

skjóttu nógu andskoti mikið (sérstaklega þegar þú ert að mynda fólk)

ef þú tekur mynd sem þér finnst flott, taktu hana aftur, gagnrýndu þín eigin verk

Ef þú ert að fara að mynda eitthvað ákveðið (t.d. fyrir keppni hér á síðunni) reyndu þá að gera þér grein fyrir hvað þú villt gera áður en þú tekur myndavélina upp, og þegar þér finnst þú vera kominn með ansi góða hugmynd skalltu reyna að gera betur...

sjálfsgagnrýni

ps. bara svona til að halda þræðinum lifandi Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Myndasmidur


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 1154
Staðsetning: Zürich
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 0:54:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Taka allt í RAW! það er meira vesen, færri myndir komast á kortið og þar af leiðandi vandarðu þig meira Exclamation

(svo er líka mikið minna mál að redda ýmiskonar klúðri í Raw)
_________________
http://flickr.com/photos/robot-fotomat/
Flickr Gourmélaði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
aquiz


Skráður þann: 11 Jan 2005
Innlegg: 1911
Staðsetning: Kaupmannahöfn

InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 1:23:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndasmidur skrifaði:
Taka allt í RAW! það er meira vesen, færri myndir komast á kortið og þar af leiðandi vandarðu þig meira Exclamation

(svo er líka mikið minna mál að redda ýmiskonar klúðri í Raw)


Amen?
_________________
Dagur Bjarnason - flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Myndasmidur


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 1154
Staðsetning: Zürich
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 1:25:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

aquiz skrifaði:
Amen?


Já takk.
_________________
http://flickr.com/photos/robot-fotomat/
Flickr Gourmélaði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Okt 2006 - 5:04:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Að halda við myndavélina þegar þú losar hana af þrífætinum, ekki bara ýta á takkann.

Þetta slapp samt, náði að grípa í ólina áður en vélin hefði smallast í gólfið.Fannst það ágæt ástæða til að bömpa !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Proxus


Skráður þann: 13 Sep 2006
Innlegg: 236
Staðsetning: Ultima Thule
hún er svona svört
InnleggInnlegg: 29 Okt 2006 - 12:23:55    Efni innleggs: Búðu til tékklista... Svara með tilvísun

Ég sá að margir voru að minnast á það að þeir höfðu gleymst að stilla ISO.

Mín lausn er að líma tékklista innan á töskuna þannig að það blasi við þegar ég renni flipanum frá til að taka upp vélina..

Minn tékklisti er t.a.m.

AF/WB-Drive/ISO-Metering Mode

AV/Tv/Man

AF/IM Stab

Hægt er að prenta þetta út á blað og líma það inn á en best er ef maður kemst í merkivél eins og er til í mörgum fyrirtækjum.

Og merkja þar fyrir neðan með nafni og símanúmeri ef þú tapar töskunni og skildir lenda á einhverjum heiðarlegum finnanda.

Kv P
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 29 Okt 2006 - 13:09:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, ég þarf oft að minna mig á það að hugsa betur um rammann þegar ég tek myndir, hugsa fyrir því að allt sé inni í rammanum sem ég vill hafa inni í rammanum og jafnvel að það sé ekkert að þvælast þar sem ég vill ekki.

Svo er bara höfuðatriði að vanda sig við hverja mynd, gefa sér tíma í pælingar frekar en að skjóta í sífellu og standa svo kannski uppi með ekkert nothæft.

En já, frábær þráður... tilvalið að halda honum lifandi!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Neddi


Skráður þann: 10 Jan 2006
Innlegg: 776
Staðsetning: Reykjavík
Canon 350D
InnleggInnlegg: 29 Okt 2006 - 13:31:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Best að ég komi með eitt ráð.

Í bland við það að skjóta mikið þurfa menn að vera óhræddir við að skjóta EKKI.
Ef það er augljóst að útkoman verður ekki góð er alveg eins gott að sleppa því að smella af eins og að smella af upp á von og óvon og þurfa síðan að henda myndinni.
_________________

www.selkot.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3431
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 29 Okt 2006 - 14:16:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mikið ofboðslega er ég ósammála þér neddi. Ef þú hugsar svona þá taparu fullt af góðum myndum.

Annars reyni ég alltaf að ganga frá hlutunum á sama stað eftir notkun. Tæma alltaf af kortunum um leið og ég get, tékka hvort myndirnar hafa ekki örugglega farið á vélina, formata á sama tíma og ganga frá kortunum á sinn stað. Þá passa ég mig á því að hafa vélina ekki stillta eitthvað öðruvísi t.d. taka mirror lockup af áður en ég geng frá. Hlaða alltaf öll batterýin strax. Og svo hafa auka af öllu sem maður mögulega getur.

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 3 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group