Sjá spjallþráð - Er þetta að breytast í þema-keppni? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Er þetta að breytast í þema-keppni?
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 10:11:39    Efni innleggs: Er þetta að breytast í þema-keppni? Svara með tilvísun

Hélt að myndirnar og gæði þeirra sem slíkar væru í keppni en ekki einhver steríótýpu túlkun á þema. Ég hélt að þemað væri í raun frekar svona "guideline" að því myndefni sem ætti að túlka og hver myndi svo túlka það á sinn hátt. Þá meina ég ef myndefnið er fólk, þá er almenn skynsemi að senda ekki inn mynd af bíl.
Ef þetta er þróunin hér þá held ég að ég taki frekar þátt í ljósmyndakeppni en þema og titla keppni.
Ég á þarna ágætismynd sem ég nota sem mína túlkun á "einn í heiminum" en enginn hefur neitt út á myndina að setja, heldur tala allir um þema. Er þetta málið? Eða á kannski að hafa eitthvað annað "þema" sem er ekki svona erfitt að fylgja eftir?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hanz


Skráður þann: 22 Apr 2005
Innlegg: 162
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 20D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 10:20:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það væri ekki mikið varið í myndkeppni ef ekki væri þema. Ég hef séð að margir hérna taka ekki mark á þemanu í keppninni. Ég gef þeim lágar einkunnir. Hálasnalegt ef þemað er t.d. dýr og menn senda inn mynd af skyrdós.
_________________
hanz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
fluga


Skráður þann: 12 Apr 2005
Innlegg: 112
Staðsetning: RVK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 10:23:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er sammála því að fólk getur túlkað þema á mismunandi hátt. Ég þarf ekki endilega að skilja túlkun annarra og aðrir skilja ekki endilega mína túlkun, en þá er ég bara óheppin ef þetta "skilningsleysi" dregur myndina mína niður... Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Spuncken


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 667

Fuji X-T1
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 11:06:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það koma iðulega mjög opin þema hérna. Eins og t.d. dýralíf þar sem ekki eru setta mjög þröngar skorður. En þegar þemað er Palli er einn í heiminum er augljóslega verið að tala um það að túlka söguna frægu eða þá einverja af þeim tilfinningum sem eru svo sterkar í sögunni eins og t.d. einmannaleika eða frelsi. Ljósmyndakeppnir eins og á dpc og lk. snúast ekki um að senda bara inn bestu myndina sem tekinn var á tímabilinu heldur um að túlka þemað á skemmtilegan hátt og með góðri mynd.

Persónulega skora ég hærra lala myndir sem sýna góða hugmynd út frá þemanum betur en góðar myndir sem ekkert tengjast þemanu.
_________________
*klikk*

500PX
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 11:24:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Af hverju heldur þú að keppnirnar heiti eitthvað? Bara til að flíkka upp á hversdagsleikann?
Það eru keppnir og þær eru með þema. Þessvegna sendir maður ekki inn rauða mynd í keppni sem heitir "Gulur", svo dæmi sé tekið. Það er hinsvegar nokkuð viðtekin venja hjá meirihluta kjósenda að ég held að það sé allt í lagi að túlka þemun mjög vítt og breitt og oft verður það bara fyndið og ekkert að því - en það eru takmörk fyrir öllu Wink

Auðvitað skipta gæði myndarinnar lang mestu máli, en hún verður að falla innan þemans - svo að hún sé gjaldgeng. Það er það erfiða, ekki bara nóg að taka góða mynd heldur verður hún að passa innan þemans.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 11:34:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þemað er lykilatriði. Mér finnst ekkert varið í svona ljósmyndakeppni Moggans eða álíka þar sem ekkert þema er og einhver mynd af barni að borða íspinna vinnur.

Mér finnst líka alveg ónýtt þegar menn senda bara einhverja fallega mynd inn í keppni ef hún passar ekkert inn í þemað, og ég gef þeim myndum mjög slaka einkunn.

Sjálfur hef ég fengið slæma útreið fyrir að senda inn mynd sem fólk skilur ekki hvernig tengist þemanu, mitt klúður.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Heldriver


Skráður þann: 15 Mar 2005
Innlegg: 2810


InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 14:18:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Finnst líka nokkrir þarna hafa tekið mynd sem að fellur enganvegin undir þemað, en skellt síðan bara tiltli á myndina sem að passar kannski við þemað en ekki myndina. Confused

Var svo ekki keppni hérna f stuttu sem að var einfaldlega "mynd dagsins"?
Gerist varla opnara en það.
_________________
"There´s been times when I shot photos and I just left the lens cap on, but they still run it on the covers"
Andrew Norton - Fashion Photographer

http://www.Heldriver.com - Now in color!
http://www.facebook.com/heldriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
fluga


Skráður þann: 12 Apr 2005
Innlegg: 112
Staðsetning: RVK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 14:29:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég tengi Palla við einmanaleika og mér finnst það geta átt við allnokkrar myndir í keppninni en eins og ég segi, fólk túlkar svona mismunandi.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Heldriver


Skráður þann: 15 Mar 2005
Innlegg: 2810


InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 14:31:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

fluga skrifaði:
Ég tengi Palla við einmanaleika og mér finnst það geta átt við allnokkrar myndir í keppninni.


Já sammála því, en mér finnst það semt ekki endilega túlka einmannaleika að sína eina persónu á mynd, heldur þarf umhverfið að túlka þann einmannaleika líka. Td, víð skot þar sem að sést að persónan er ein á stóru svæði eða eitthvað álíka. Þessvegna, eins og ég sagði, hefði mér alveg fundist bíla myndin þín sem að þú ætlaðir að senda, passa mjög vel inní þemað.
_________________
"There´s been times when I shot photos and I just left the lens cap on, but they still run it on the covers"
Andrew Norton - Fashion Photographer

http://www.Heldriver.com - Now in color!
http://www.facebook.com/heldriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
fluga


Skráður þann: 12 Apr 2005
Innlegg: 112
Staðsetning: RVK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 14:33:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gaman að heyra það Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 26 Júl 2005 - 18:35:14    Efni innleggs: Einmanaleikinn hans Palla :) Svara með tilvísun

*skilaboð tekin út af stjórnanda*

/Bolti
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 27 Júl 2005 - 9:35:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Robert, þú mátt ekki tala um myndir í keppninni, hvað þá gefa svona í skin hver þín sé.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 27 Júl 2005 - 22:26:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

[quote="daniel"]Robert, þú mátt ekki tala um myndir í keppninni, hvað þá gefa svona í skin hver þín sé.[/quote]

Ok sorry... :oops:
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 27 Júl 2005 - 22:57:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Persónulega lít ég á þemun sem verkefni sem maður fær alveg frjálsar hendur við að útfæra. Fá hugmyndir sem eru einhvernvegin lýsandi fyrir þemað og vinna úr þeim. Frelsið er náttúrlega næstum takmarkalaust og því getur það verið snúið að detta niður á eitthvað raunhæft. Því markvissari sem þessi vinna verður því betra. Í mínu tilfelli er þetta frelsi of mikið. Mér gengi miklu betur ef verkefnið væri "Mynd af banana" eða eitthvað álíka einfalt.

Ég nefnilega bíð eftir því að "andinn" komi yfir mig og í þeim keppnum sem ég hef tekið þátt í hingað til kom hann ekki og árangurinn var eftir því. Vikan fer nánast öll farið í að bíða eftir þessum "anda" og svo er rokið til á síðustu stundu og bara næstum-því-eitthvað myndað bara til að taka þátt. Nema núna síðast, þá var ég of upptekinn á spjallþráðunum og gleymdi keppninni. Cool

Hérna þarf ég að taka mig á og hreinlega skrifa niður allt sem mér dettur í hug og gæti fallið undir þemað. Eyða í það svona hálftíma. Á þessu stigi er allt hægt. Ég er svo frjór í hugsun að hálftími er ábyggilega nóg. Sbr. keppnina "Talan 3"

Hugmynd seint í vikunni: Tortillos er þríhliða, aha...best að hafa þrjá liti í bakgrunn, aha...best að hafa bakgrunninn þrjá þríhyrninga...og svona jókst þetta stig af stigi...flaug meira að segja í hug að taka myndina kl. 3 svo það kæmi fram í EXIF. Svo sýndi náttúrlega einkunnagjöfin í keppninni að Tortillas er ekkert sérlega spennandi myndefni þó saltið sæist. Fyrir utan það að það er hægt að gera miklu betur. Ég ákvað nefnilega að taka þessa mynd með soft dagsbirtulýsingu inn um hurðina og ég var eiginlega fyrir öllum þarna í dyragættinni. Svo þegar ég ætlaði að taka myndina aftur þá var ég búinn að éta tortillosið óvart. Cool

En ég tók þátt, sjáðu bara http://www.ljosmyndakeppni.is/resultimage.php?imageid=1189&challengeid=67

Næsta skref er að sjá fyrir sér enn betur hvað eigi að fara í hverja hugmynd. Ákveða meginefni, hvað verður í forgrunni og hvað í bakgrunni. Því meira sem er ákveðið því léttara er að taka myndina. Svona úrvinnsla einsog hjá mér var og hrá.

Svona er farið í gegnum allar hugmyndirnar. Þegar þeirri vinnu er lokið þá er vikan rétt að byrja (ekki að enda, einsog hjá mér því ég valdi hálftíma svo aftarlega í vikunni) og einkunnirnar verða vonandi í samræmi við það.

Það væri gaman að heyra í þeim sem eru að standa sig einna best í þessum keppnum um hvernig þeir vinna út frá þemum svo hægt sé að læra af þeim eitthvað til að veita þeim betri samkeppni. Cool
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile


Síðast breytt af kgs þann 28 Júl 2005 - 0:22:16, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
johannes


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 2939


InnleggInnlegg: 28 Júl 2005 - 0:04:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér er búið að ganga ágætlega og þegar ég lít á prófílinn minn sem kemur upp þegar ég klikka á nafnið mitt þá sé ég sjö myndir.

Þar af 5 vinnings myndir.

Það er bara tvær af þessum myndum sem ég hef tekið með keppni í huga og það er í keppninni "lítil dýptarskerpa" og "mynd dagsins".

Hinar allar lentu bara í keppnum af því að ég sá að þær féllu inn í keppnis ramman án þess þó að hafa nokkuð verið með það í huga þegar ég tók þær.

Þess vegna get ég alveg eins mælt með því að taka bara nógu mikið af myndum og vera alltaf að og renna svo yfir safn vikunar á seinasta séns og gá hvað maður hefur.
_________________
Johannes.tv
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group