Sjá spjallþráð - Er að spá í að kaupa mér nýja vél :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Er að spá í að kaupa mér nýja vél
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Þessi spjallþráður er lokaður, þú getur ekki breytt, eða svarað innleggi    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 1:26:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi Tamron 28-70/2.8 er að fá ágætis dóma á photographyreview.com.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Marino Thorlacius


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 1081
Staðsetning: RVK
Nikon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 14:51:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Keyptu þér bara ódýra SLR vél og 2 -3 ódýrar Sigma linsur. Og farðu svo bara að taka myndir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 15:00:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nautch, Marínó Mættur... ekki slæmt... er að spá í að halda uppá þetta með að fara að taka myndir bara Razz
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Marino Thorlacius


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 1081
Staðsetning: RVK
Nikon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 15:03:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég verð að rífa mig hérna líka
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 15:38:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bara smá innskot, ef þú ert að spá eitthvað í víðri linsu eins og Sigma 15-30 eða Canon 17-40, þá myndi ég frekar velja Canon linsuna á Canon vél. Ég valdi hana á sínum tíma og bar ég þessar tvær linsur vel saman. ég tók Canon L umfram 2 mm sem munar, ég er þá öruggur um að linsan passi á(vinni með) væntanleg Canon EOS DSLR body. Þó munaði meira í verði á þessum 2 linsum þegar ég keypti hana í júlí 2003. Nú munar bara $90 sem er bara rúmlega 7 þús kr með vsk. Sigma linsan er þó mjög góð, ég er alls ekki að draga úr gæðum hennar. Hér má sjá góðan samanburð: http://www.burren.cx/photo/ultrawide/1530v1740.html

Annað:
17-40 hefur reynst mér mjög vel þar sem ég tek mjög mikið af myndum þar sem þetta svið hentar vel. Ég get ímyndað mér að ég noti þessa linsu 90% af mínum linsum í dag.
Það er rétt að það er ansi djarft að vera svo svakalega krítískur á gæði linsanna þegar maður er bara byrjandi í ljósmyndun, ég t.a.m. hef stundað ljósmyndun að miklum áhuga í nærri 20 ár, frá 1985-1994 var ég bara með eina fasta 50mm linsu og svo 3x teleconverter til að leika mér með. S.l. 10 ár hef ég átt Canon EOS vélar og taldi ekki tímabært að kaupa L linsur þá þar sem að ég vildi ná betri tökum á ljósmynduninni þar til gæði linsanna voru farin að skipta meira máli fyrir mig. Ég keypti mína fyrstu L linsu ekki fyrr en ég keypti 17-40 linsuna í júlí 2003. Ég notaði langmest ódýra en þokkalega góða 28-105mm f/3.5-4.5 Canon linsu, enda kostaði hún 50 þús kr fyrir 10 árum! Nú er komin ódýrari útfærsla af þeirri linsu en ég efast um að hún sé nokkuð lakari. Ég vildi endilega linsu sem væri álíka víð á 10D sem ég keypti með linsunni og 28mm voru á EOS 5 vélinni minni, en m.v. 35mm filmuformatið er 17-40mm sambærileg við 27-64mm sem er nú bara nokkuð nálægt sviðinu á álgengustu byrjendalinsunum sem voru seldar með filmuvélunum, eða 35-80 og svo 28-80mm, enda var 18-55mm linsan hönnuð með það í huga, þ.e. hún er sambærileg við 29-88mm.

28-105mm væri fín byrjendalinsa og allt í lagi fjárfesting þar sem að þú þarft ekki að hafa fyrir því að selja hana þegar þig ert farið að þyrsta í L gler þar sem verðmætið er ekki það mikið, þessi linsa kostar bara $220 hjá B&H, en þó myndi ég frekar velja 28-135mm IS linsuna þar sem hún er ekki svo dýr heldur og þykir betri og er bara mjög góð byrjendalinsa! Ok, Tamron linsan 28-75 virðist líka vera nokkuð góð og er örlítið bjartari, en hún hefur þó ekki Image Stabilizer og það munar þónokkuð um 75 vs 135. Tamron linsan er $25 ódýrari.
Svo efast ég um að 18-55mm kit linsan sé alveg "HANDÓNÝTT DRASL", ég þekki einn mann sem segir hana alveg vel nothæfa og hann hefur nú kennt ljósmyndun í fleiri fleiri ár og stundað ljósmyndun í marga tugi ára. Enda hugsa ég að hún sé bara ágæt sem byrjendalinsa.

Mér finnst þetta hafa farið dálítið út í öfgar hvað fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun gerir miklar kröfur til græjanna sem það er að nota, ég hef meira að segja heyrt að menn ætli bara að nota svona græjur bara til að taka myndir fyrir netið, og ekki einu sinni í atvinnuskini. Fólk ætti frekar að eyða meiri tíma í að spá í ljósmyndatækninni, þ.e. myndbyggingu, ljósopi, hraða og að tileinka sér ljósmyndun sem slíka frekar en að eyða gífurlegum tíma í að spá endalaust í græjurnar sem eru fáanlegar og notaðar eru. Ekki síst þeir sem eru að stíga sín fyrstu spor í ljósmyndun eða fyrstu spor með SLR.

Þetta er orðið svipað í þessu og með tölvurnar, fólk vill alltaf það nýjasta besta og flottasta með sem flestum möguleikum og ég veit ekki hvað, eyðir tvöfaldri upphæð en það þarf að eyða og svo þegar öllu er á botninn hvolft þár er tölvan bara notuð fyrir ritvinnslu og Excel! Sama með myndavélabúnað, ef verið er að kaupa ljósmyndabúnað, þá er um að gera að vera ekki að eyða allt of miklu í búnaðinn til að byrja með, nema menn eigi sand af seðlum og muni ekkert um það. Ef meiningin er ekki að nota búnaðinn í atvinnustarfsemi og aðallega til að setja myndir inn á netið, þá er ekki mikil þörf fyrir L linsur og bestu mögulegu bodyin.

Svo er mikið verið að hamra á þeirri "gömlu" staðreynd að boddyið skipti engu máli, aðalatriðið er að vera með sem best gler. Það er mikið satt í þessu í sambandi við filmuvélarnar, enda gastu valið þá filmu sem hentaði hverju sinni. Annað er að segja um stafrænar vélar, þar ertu fastur með sama sensorinn og sömu tæknina í vélinni við allar aðstæður, að vísu hafa stafrænu vélarnar mun meiri möguleika á við margar filmur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að lesning vélanna er mjög misjöfn vélanna á milli. T.d. þegar ég uppfærði úr 10D í 20D núna um miðjan september, þá ímyndaði ég mér ekki að munurinn væri eins mikill í t.d. noise og myndlesningu og raun ber vitni, en ég uppfærði fyrst og fremst vegna þess að 20D er mun sneggri og það nýtist MÉR vel.

Ég mæli með að þú kaupir þér 300D, 28-135mm, 50mm 1.8, 1 gb kort, netta topload tösku, (þú átt þrífót skilst mér), spurning með auka rafhlöðu, jafnvel bílhleðslutæki, færð svoleiðis hjá B&H fyrir $29.95 og þú getur notað það tæki bæði í 220v og 12v. Það hefur komið sér vel hjá mér amk, svo mæli ég með Power2000 hleðslurafhlöðunum hjá B&H, þær eru 1500mAh á móti 1100/1390mAh og endast lengur í samræmi við það og eru nokkuð ódýrari. Svo myndi ég skella með þessu gikksnúru sem getur nýst þér vel, hún kostar $25.95.
Heildarkostnaður á öllum þessum pakka er "bara" $1440 eða $1547 með sendingu hjá B&H. ($25 lægra ef þú tekur Tamron linsuna) m.v. $2000 budgetið þá gætir þú farið á ljósmyndanámskeið þessu til viðbótar og tekið enn betri myndir eftir það en þú hefðir væntanlega gert með dýrari linsum! þú getur séð nokkra möguleika á ljósmyndanámskeiðum t.d. á www.ljosmyndari.is, þú ert fínt efni!

Gangi þér vel!
"smá innskot" huhumm... Laughing


Síðast breytt af Amason þann 30 Nóv 2004 - 15:47:16, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 15:47:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Miklu betra að rífa sig hérna Smile
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 15:50:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka kærlega fyrir þetta frábæra innskot Amason!
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 18:16:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

En ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að 10D með "L" standi sig miklu betur en 20D án "L", og að þessi 80 þúsund kall (verðið á 135L), hefði betur farið í gler.

Ég ætla ekkert að vera með nitpick, en það voru svona 3 til 4 þversagnir í greininni.

Og svo má ekki gleyma því að góðar linsur lækka ekki í verði.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson


Síðast breytt af keg þann 30 Nóv 2004 - 18:22:31, breytt 2 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 18:19:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

keg skrifaði:
En ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að 10D með "L" standi sig miklu betur en 20D án "L", og að þessi 80 þúsund kall (verðið á 135L), hefði betur farið í gler.


Ekki í vissum kringumstæðum þar sem til dæmis hraðinn á 20D hefur allt að segja ...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 18:23:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jamm... fókushraði á milli USM og non-USM, vélin er virkilegur factor.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 21:17:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hver er að svara hverjum hérna?

Gott væri að sjá tilvitnanir þegar það er verið að svara einhverjum einstökum aðilum eða láta vita hverju er verið að svara, ekki get ég áttað mig á því í öllum tilfellum a.m.k. Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2004 - 23:36:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þar sem þessi þráður átti að snúast um ráðleggingar um kaup á BYRJENDA DSLR pakka hvernig væri þá að láta hann snúast um það.. ekki hvaða vél sé best.. það er búið að tuða nóg um það á örugglega 20 öðrum þráðum hér og á ljosmyndun.tk

í Canon DSLR vélum þá raðast þetta víst svona :

EOS 300D (rebel,kiss) BYRJENDA
EOS 10D úreld ekki talin með lengur þar sem hún er hætt í framleiðslu og eingöngu fáanleg hjá NON authorized dealer.
EOS 20D fyrir lengra komna áhugamenn
EOS1D úreld.. sama og 10D
EOS 1D Mark II semi pro, þeir sem eru farnir að selja myndir en hafa það ekki sem aðalatvinnu.
EOS 1Ds úreld, súpervél ef hægt er að fá hana, besta stökkið fyrir þá sem eiga 20D
EOS 1Ds Mark II PRO vél, það kaupir þessa enginn nema hafa nóg að gera í ljósmyndun sem er borgað fyrir.

og það hefur engan tilgang að vera að setja út á þessa uppröðun, þetta er það sama og framleiðandin segir.. nema að þeir vilja auðvitað að allir kaupi 1Ds Mark II Wink

svo fyrir BYRJANDA ekki lengra kominn þá er 300D besti kosturinn í vél, hún er ódýr og nógu góð til að læra á, og ef áhugin hverfur þá er ekki mikið tap.

linsur eru annað mál.. enginn vill eiga lélegar linsur.. hinsvegar vilja flestir fá sæmilega góðar linsur án þess að borga stórfé fyrir, svo fyrir byrjanda þá er sennilega best að kaupa 1 góða linsu EF 50 f1.4 eða f1.8 ef það er verið að spara, og svo eina víða zoom linsu og eina gleiða, td eithvað sem spannar frá ca 18mm-50mm og svo frá 50mm-200mm.
þá er allt þetta "venjulega" svið brúað, án þess að eyða miklu, Sigma linsurnar eru ágætis byrjendalinsur.. mjög ódýrar og svo er bara að lesa review um þær áður en valið er.

batterygrip er eiginlega nauðsynlegt, allavegna fyrir stóra stráka.. ekki mikið handapláss á 300D body.

einnig er sæmilegt flass nauðsynlegt, innbyggða flassið er ekki gott.

og svo þrífótur.. almennilegur, ekki þessir súperléttu því þeir eru líka súper svagir.

og tösku og hraðvirkt CF, þarf ekki að vera stórt, bara hraðvirkt.

svo einfalt er það.. hægt að fá allann þennan pakka vel innan við 200þ hér heima.. sennilega nær 150þ.

og BTW. 70-200L f2.8 IS USM er á tilboði hjá BECO 1.DES á 189þ Smile upp með VISA RAÐ Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 01 Des 2004 - 6:09:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

haha mér finnst snilld að þú skulir segja að 1D Mark II sé semi pro vél Shocked skv því þá eru flestir blaðaljósmyndarar í heiminum semi pro Wink

einnig tel ég það vera mjög mikla rangfærslu að halda því fram að 1Ds sé einhver súpervél þar sem hún er af flestum sem til þekkja talin vera the "most overpriced piece of shit ever made by Canon"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 01 Des 2004 - 14:49:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

zeranico skrifaði:
haha mér finnst snilld að þú skulir segja að 1D Mark II sé semi pro vél Shocked skv því þá eru flestir blaðaljósmyndarar í heiminum semi pro Wink

einnig tel ég það vera mjög mikla rangfærslu að halda því fram að 1Ds sé einhver súpervél þar sem hún er af flestum sem til þekkja talin vera the "most overpriced piece of shit ever made by Canon"


blaðaljósmyndarar eru víst ekki "pro" þar sem þeir eru í flestum tilvikum bara verkamenn í vinnu hjá dagblöðum, að vísu eru örfáir sem eru freelance ljósmyndarar með eigin stofu sem hægt er að kalla PRO, bara eins og paparazzi er alveg pottþétt ekki pro.. allir sem koma óorði á stéttina eru víst ekki fagmenn.. sama hversu góðir ljósmyndarar þeir eru Smile

og í sambandi við 1Ds, þá fann ég þessa skilgreiningu á netinu í grein um Canon myndavélar.. þekki engann sem á svona tæki Confused
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 01 Des 2004 - 17:57:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
zeranico skrifaði:
haha mér finnst snilld að þú skulir segja að 1D Mark II sé semi pro vél Shocked skv því þá eru flestir blaðaljósmyndarar í heiminum semi pro Wink

einnig tel ég það vera mjög mikla rangfærslu að halda því fram að 1Ds sé einhver súpervél þar sem hún er af flestum sem til þekkja talin vera the "most overpriced piece of shit ever made by Canon"


blaðaljósmyndarar eru víst ekki "pro" þar sem þeir eru í flestum tilvikum bara verkamenn í vinnu hjá dagblöðum, að vísu eru örfáir sem eru freelance ljósmyndarar með eigin stofu sem hægt er að kalla PRO, bara eins og paparazzi er alveg pottþétt ekki pro.. allir sem koma óorði á stéttina eru víst ekki fagmenn.. sama hversu góðir ljósmyndarar þeir eru Smile

og í sambandi við 1Ds, þá fann ég þessa skilgreiningu á netinu í grein um Canon myndavélar.. þekki engann sem á svona tæki Confused


Ha, eru blaðaljósmyndarar ekki pro, þeir sem hafa ljósmyndun að aðalatvinnu eru pro, það er að segja atvinnumenn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Þessi spjallþráður er lokaður, þú getur ekki breytt, eða svarað innleggi    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 4 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group