Sjá spjallþráð - Staða íslenskrar samtímaljósmyndunnar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Staða íslenskrar samtímaljósmyndunnar

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:39:51    Efni innleggs: Staða íslenskrar samtímaljósmyndunnar Svara með tilvísun

Tilvitnun:
MÁLÞING UM STÖÐU ÍSLENSKRAR SAMTÍMALJÓSMYNDUNAR

Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrir málþingi um stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar
í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 17. maí n.k. kl. 11-15.

Dagskrá:

11.10 Annette Rosengren, safnvörður við Nordiska Museet í Stokkhólmi:
EKODOK -90, ett svenskt projekt 1990-91 för frilansfotografer, skrivare och museer.

12.10 Linda Ásdísardóttir íslenskufræðingur og safnvörður við Byggðasafn Árnesinga:
Eru þetta Íslendingar?
Bornar eru saman ljósmyndabækurnar, Íslendingar með ljósmyndum Sigurgeirs Sigurjónssonar og Rætur rúntsins eftir hollenska ljósmyndarann Rob Hornstra. Persónusköpun beggja ljósmyndara byggist á tengingu manns við umhverfi sitt. Hvað gerist þegar náttúran er afmáð úr persónuleika Íslendings?

12.40 Hádegishlé

13.10 Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræðingur:
Gardínustangir og kleinur: Af óánægju fréttaljósmyndara.
Íslenskir blaðaljósmyndarar hafa lýst óánægju sinni með stöðu ljósmyndunar á íslenskum fjölmiðlum í dag. Farið er yfir gagnrýni þeirra og staða fréttaljósmyndunar skoðuð.

13.45 Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og styrkþegi í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns
við Þjóðminjasafn Íslands :
Heimilisleysi og búferlaflutningar.
Hver er staður ljósmynda innan íslenskrar sjónlistasögu? Hvörf, tilfærslur og skörun í sambandi ljósmynda og myndlista í samtímanum.

14.20 Hjálmar Sveinsson blaðamaður:
Landið og samfélagið eins og það endurspeglast í ljósmyndabókum.

14.50 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður:
Fyrsta verkefnaráðning Þjóðminjasafns Íslands í samtímaljósmyndun.


sjæse hvað ég væri til í að fara á þetta!
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:50:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í kvöld opnar einnig þarna sýning á vegum FÍSL (félag íslenskra samtímaljósmyndara) (held það þurfi boðskort á opnunina sjálfa)

Sýning sem nefnist "Endurkast"

Það er samsýning hjá:
Báru Kristinsdóttur
Braga Þ. Jósegssonar
Einars Fals Ingólfssonar
Katrínar Elvarsdóttur
Ívars Brynjólfssonar
Péturs Thomsen
Spessa
Þórdísar Ágústsdóttur


Einnig sýnir þarna franskur ljósmyndari, Thomas Humery. En hann er með sýninguna "In the mist"


Sýningarnar standa yfir til 14 september 2008, þannig það hafa fáir afsökun fyrir því að hafa ekki tíma fyrir þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 12:29:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ótrúlega flottar sýningar alltaf á Þjóðminjasafninu, takk fyrir upplýsingarnar
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:19:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Í kvöld opnar einnig þarna sýning á vegum FÍSL (félag íslenskra samtímaljósmyndara) (held það þurfi boðskort á opnunina sjálfa)

Sýning sem nefnist "Endurkast"

Það er samsýning hjá:
Báru Kristinsdóttur
Braga Þ. Jósegssonar
Einars Fals Ingólfssonar
Katrínar Elvarsdóttur
Ívars Brynjólfssonar
Péturs Thomsen
Spessa
Þórdísar Ágústsdóttur


Einnig sýnir þarna franskur ljósmyndari, Thomas Humery. En
hann er með sýninguna "In the mist"


Sýningarnar standa yfir til 14 september 2008, þannig það hafa fáir afsökun fyrir því að hafa ekki tíma fyrir þetta.


Mér skilst nú að það þurfi ekkert boðskort enda væri það hálf lame
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:34:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það stendur samt á mínu

"gildir fyrir tvo"

Annars veit ég í raun ekkert um þetta ......
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:44:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

jæja ... ég ætla samt að mæta þarna boðsmiðalaus, ég segist bara vera amma hans spessa ef menn verða með kjaft Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
saebjorg


Skráður þann: 19 Ágú 2006
Innlegg: 213
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:40:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þarf maður eitthvað að vera búinn að skrá sig á þetta eða geta bara allir mætt?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
snoop


Skráður þann: 23 Okt 2005
Innlegg: 1344
Staðsetning: Orange County, CA
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 16:37:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

saebjorg skrifaði:
Þarf maður eitthvað að vera búinn að skrá sig á þetta eða geta bara allir mætt?


ég var einmitt að spurja mig af því sama og sendi póst út af því og þetta er svarið sem ég fékk:
Bryndís Sverrisdóttir skrifaði:
Málþingið er öllum opið, vertu velkominn!

Með bestu kveðju,

Bryndís Sverrisdóttir
Sviðstjóri miðlunarsviðs/Head of Communication and Media Division
Þjóðminjasafni Íslands/The National Museum of Iceland
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
Ísland/Iceland
Tel.: (354) 530 2224
GSM: (354) 824 2034
http://www.thjodminjasafn.is


Svo varðandi sýninguna sem er í kvöld þá stendur ekkert um að opnunin sé ekki opin fyrir alla.
Þjóðminjasafnið skrifaði:

Tvær ljósmyndasýningar opna í Þjóðminjasafninu 16. maí og nemendasýning 15. maí

Föstudaginn 16. maí verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu:

Endurkast er samsýning átta íslenskra ljósmyndara, sem er jafnframt á dagskrá Listahátíðar, og Í þokunni (In the Mist), sýning franska ljósmyndarans Thomas Humery.

Sýningin Lífshlaup verður opnuð 15. maí í forsal 3. hæðar Þjóðminjasafnsins, en þar hafa nemendur í menningarmiðlun í Háskóla Íslands gert sýningu um lífshlaup sex núlifandi Íslendinga.

Föstudaginn 16. maí verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu:

Endurkast er samsýning átta íslenskra ljósmyndara, sem nýlega stofnuðu Félag íslenskra Samtímaljósmyndara. Þessi sýning er jafnframt á dagskrá Listahátíðar. Í þokunni (In the Mist) er sýning franska ljósmyndarans Thomas Humery á myndum sem voru teknar nýlega hér á landi.
Báðar sýningarnar standa til 14. september.

Sýningin Lífshlaup verður opnuð 15. maí í forsal 3. hæðar Þjóðminjasafnsins og er samstarfsverkefni námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnsins. Hún greinir frá lífshlaupi sex einstaklinga sem fæddir eru á 20. öld.

Verkefnið er unnið í námskeiðinu Menningarminjar, söfn og sýningar á vormisseri 2008. Umsjónarmenn: Eggert Þór Bernharðsson og Sigrún Kristjánsdóttir.

Anna Hinriksdóttir og Rannveig Guðjónsdóttir fjalla um myndlistarkonuna Soffíu Sæmundsdóttur (f. 1965).

Rósa Margrét Húnadóttir og Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir kynna enskukennarann David Paul Peter Nickel (f. 1974).

Inga Arnar og Magna Guðmundsdóttir greina frá kennaranum og handverkskonunni Jenný Karlsdóttur (f. 1939).

Kuelli Kuur og Sólveig Dagmar Þórisdóttir fjalla um húsasmiðinn, safnarann og listamanninn Pétur Jónsson (f. 1953).

Guðfinna Hreiðarsdóttir og Rakel Sævarsdóttir segja frá Ruth Tryggvason (f. 1921) sem kennd er við Gamla bakaríið á Ísafirði.

Kristín Jónsdóttir og Sara Regína Valdimarsdóttir fjalla um bóndann Alfreð Halldórsson (f. 1902, d. 1981).

_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 17:20:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef aldrei séð dyravörð á opnun á sýningu allavega, en oft eru boðsmiðar samt. Kannski eru þeir meira svona til þess að auglýsa?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Rey


Skráður þann: 18 Apr 2007
Innlegg: 417


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 17:53:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að vita að það er frítt inn á miðvikudögum......Smile

http://www.natmus.is/fyrir-gesti/verd/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
biggis


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 1365
Staðsetning: Canada
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 18:40:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég var að koma af sýningunni og ég var ekki spurður um miðann

Og ég mæli með að sem flestir fari á hana, hún var mjög flott

kv Biggi
_________________
I have not failed. I've just found 10,000 ways that won't work. (Thomas A. Edison)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 19:53:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

biggis skrifaði:
Ég var að koma af sýningunni og ég var ekki spurður um miðann

Og ég mæli með að sem flestir fari á hana, hún var mjög flott

kv Biggi


ditto Arrow
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Stormur


Skráður þann: 04 Okt 2005
Innlegg: 1386

Achmed allabad 76/wazupp
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 23:27:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

zeranico skrifaði:
jæja ... ég ætla samt að mæta þarna boðsmiðalaus, ég segist bara vera amma hans spessa ef menn verða með kjaft Very Happy

Laughing "ég segist bara vera amma hans spessa " Laughing

Vá hvað þetta bjargaði vikunni hjá mér, þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið lengi. Þú ert rugl fyndin!!!! Laughing

Þetta er ekki kaldhæðni, mér fannst þetta í alvöru geðveikt fyndið.

Kv Stormur
_________________
Óska eftir Canon eos 3 filmuvél á góðum prís.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 17 Maí 2008 - 13:24:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

jæja það er gott einhver hefur húmor fyrir vitleysunni í mér Cool ..
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group