Sjá spjallþráð - Unglingar í ljósmyndaferðum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Unglingar í ljósmyndaferðum
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Árni Tr


Skráður þann: 24 Ágú 2006
Innlegg: 2037

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:04:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Æi! Eigum við nokkuð að fara ut í hártoganir með þetta?
Ég held að þér væri fullheimilt að skipuleggja ferð, en einhver annar þyrfti að vera ábyrgðarmaður ferðarinnar.
Svo er fólki alltaf heimilt að fara hvert sem er á eigin vegum, en þetta myndi ég halda að ætti við ef ferð væri farin í nafni LMK.
Ósjálfráða einstaklingur getur auðvitað ekki orðið ábyrgðarmaður gagnvart öðrum ósjálfráða einstaklingum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:10:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rán skrifaði:
Völundur skrifaði:
Rán skrifaði:
Þannig ef ég skipulegg ferð þarf ég að koma með miða að heiman og láta sjálfa mig fá, jess.

Er hægt að fá staðlað blað með klippa röndum eins og í grunnskóla ?


Viltu ekki bara prófa að skipuleggja ferð og sjá hvernig það fer? Wink


Nei ég bara spyr, má ég skipuleggja ferð eða er það bara yfir 18 og eldri ?

Má ég þá skipuleggja ferð og Tumi og Cameron þurfa að láta foreldra sína hringja í mig eða hvernig virkar þetta ?

Lætur bara MegaMagga vera ábyrgðarmann. Smile Wink
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:29:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rán skrifaði:
Völundur skrifaði:
Rán skrifaði:
Þannig ef ég skipulegg ferð þarf ég að koma með miða að heiman og láta sjálfa mig fá, jess.

Er hægt að fá staðlað blað með klippa röndum eins og í grunnskóla ?


Viltu ekki bara prófa að skipuleggja ferð og sjá hvernig það fer? Wink


Nei ég bara spyr, má ég skipuleggja ferð eða er það bara yfir 18 og eldri ?

Má ég þá skipuleggja ferð og Tumi og Cameron þurfa að láta foreldra sína hringja í mig eða hvernig virkar þetta ?


Sko Rán, ef þú ætlar að taka Tuma með þér að mynda þá sleppur það, en ef Tumi og Cameron fara báðir með þér og þið öll 3 eruð notendur á sameiginlegum vefsvæðum, þá þarf skriflegt leyfi á bréfsefni frá hverju vefsvæði fyrir sig !


En svona í alvöru talað, það er ekki sála sem gæti sagt neitt á móti því þó svo að þú myndir bjóða 200 stykkjum af 15 ára krökkum héðan með þér í ferð, hvert sem er.

Kannski að einhver reyni að fara í lögguleik, en það er enginn hér á síðunni sem getur fræðilega bannað þér að fara út að leika með vinum þínum.Fínt samt að hafa þetta þegar síðan sem slík er að standa fyrir einhverjum ferðum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 13:47:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Rán skrifaði:
Völundur skrifaði:
Rán skrifaði:
Þannig ef ég skipulegg ferð þarf ég að koma með miða að heiman og láta sjálfa mig fá, jess.

Er hægt að fá staðlað blað með klippa röndum eins og í grunnskóla ?


Viltu ekki bara prófa að skipuleggja ferð og sjá hvernig það fer? Wink


Nei ég bara spyr, má ég skipuleggja ferð eða er það bara yfir 18 og eldri ?

Má ég þá skipuleggja ferð og Tumi og Cameron þurfa að láta foreldra sína hringja í mig eða hvernig virkar þetta ?


Sko Rán, ef þú ætlar að taka Tuma með þér að mynda þá sleppur það, en ef Tumi og Cameron fara báðir með þér og þið öll 3 eruð notendur á sameiginlegum vefsvæðum, þá þarf skriflegt leyfi á bréfsefni frá hverju vefsvæði fyrir sig !


En svona í alvöru talað, það er ekki sála sem gæti sagt neitt á móti því þó svo að þú myndir bjóða 200 stykkjum af 15 ára krökkum héðan með þér í ferð, hvert sem er.

Kannski að einhver reyni að fara í lögguleik, en það er enginn hér á síðunni sem getur fræðilega bannað þér að fara út að leika með vinum þínum.Fínt samt að hafa þetta þegar síðan sem slík er að standa fyrir einhverjum ferðum.


Já þetta er náttúrulega málið Wink - þetta er helst gert til þess að "vernda" þann sem skipuleggur ferðina, og til þess að hann geti meinað fólki sem ekki _hefur_ leyfi til þess að fara, ef foreldrar viðkomandi eru á móti því.

Ef sá sem skipuleggur ferð er ekki sjálfráða þá er hæpið að draga hann til ábyrgðar fyrir það sem aðrir ósjálfráða gera. Þetta er kjarni málsins.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:11:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
# Ljosmyndakeppni.is hefur það að markmiði að standa fyrir ljósmyndaferðum eins oft og auðið er.
# Auglýstar ferðir eru öllum opnar, þó að í sumum tilfellum geti sætafjöldi verið takmarkaður.
# Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa yfirlýst samþykki foreldra eða forráðamanna til að koma með í ferðir.
# Ljosmyndakeppni.is ber enga ábyrgð á þeim sem fara í ferðir sem auglýstar eru á spjallsvæði ljosmyndakeppni.is.
# Vefurinn ber enga ábyrgð á búnaði þeirra sem fara í ljósmyndaferðir, bílum eða hverjum öðrum hlutum sem skemmst geta eða eyðilagst.
# Allir notendur hafa frjálsar hendur með skipulag ferða, hvar sem er og hvenær sem er.
# Skipuleggjendur ferða skulu hafa samráð við keppnisráð um tilhögun á ferðakeppnum.

Best ég máli skrattann á skjáinn. Very Happy
Ef vefurinn stendur fyrir þessum ferðum þá er ábyrgðin hans og ekki er hægt að takmarka hana við eitthvert algjört ábyrgðarleysi. Eina leiðin er að standa ekki fyrir þessum ferðum og hætta öllum þykjustuleik í sambandi við það svo að ábyrgðin bíti ykkur eiganda vefsins í rassgatið. Það sem er alvarlegast við að þykjast standa fyrir ferðum með þessum hætti er einmitt að það er ekkert staðið fyrir þessum ferðum. Ekki er verið að krefja skipuleggjendur um neina pappíra um sig og þess vegna óráð að mæla með því að ungmenni fari með þeim án fylgdar fullorðinna. Þessar ferðir eru lítið annað en að fólk rottar sig saman um að taka einn hring og taki myndir án nokkurra afskipta ljosmyndakeppni.is. Mér er því til efs að ljosmyndakeppni.is eigi í fyrsta lagi að hætta þykjustuleiknum og í öðru lagi að ráðleggja ekki neitt annað en að ungir þátttakendur séu ávallt í fylgd með fullorðnum og séu aldrei einir í þessum ferðum. Og um leið að bjóða ekki upp á neitt niðurhlaðanlegt blað sem hægt er að sækja af netinu, fylla út og þykjast fara í ferð með ljosmyndakeppni.is. Smile

Í stað: # Ljosmyndakeppni.is hefur það að markmiði að standa fyrir ljósmyndaferðum eins oft og auðið er.
Komi: # Ljosmyndakeppni.is stendur ekki fyrir ljósmyndaferðum og ber enga ábyrgð á þeim. Ljosmyndakeppni.is vill samt koma eftirfarandi á framfæri vegna þessara ferða:

Í stað: # Auglýstar ferðir eru öllum opnar, þó að í sumum tilfellum geti sætafjöldi verið takmarkaður.
Komi: # Ef ferð er auglýst á ljosmyndakeppni.is þá þarf hún að vera öllum opin og má aðeins takmarkast af sætaframboði.

Í stað: # Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa yfirlýst samþykki foreldra eða forráðamanna til að koma með í ferðir.
Komi: # Einstaklingar yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Ekki er mælt með því að þeir ferðist einir.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:15:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs, þetta er bara ekki rétt. LMK hefur staðið fyrir fullt af ferðum, reddað rútum, gistingu og þessháttar og séð um fjárhagslega ábyrgð á öllu. Ég held það geti kallast að standa fyrir ferðum hmm.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:27:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
kgs, þetta er bara ekki rétt. LMK hefur staðið fyrir fullt af ferðum, reddað rútum, gistingu og þessháttar og séð um fjárhagslega ábyrgð á öllu. Ég held það geti kallast að standa fyrir ferðum hmm.

Aha…svo þið standið fyrir ferðum, gott mál. En þið auglýsið að allir geti látð ykkur þykjast standa fyrir ferðum. Hvernig þekki ég þær frá þeim sem þið í alvörunni standið fyrir? Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:31:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
skipio skrifaði:
kgs, þetta er bara ekki rétt. LMK hefur staðið fyrir fullt af ferðum, reddað rútum, gistingu og þessháttar og séð um fjárhagslega ábyrgð á öllu. Ég held það geti kallast að standa fyrir ferðum hmm.

Aha…svo þið standið fyrir ferðum, gott mál. En þið auglýsið að allir geti látð ykkur þykjast standa fyrir ferðum. Hvernig þekki ég þær frá þeim sem þið í alvörunni standið fyrir? Smile

Skiptir það svona miklu máli? Rolling Eyes

En vefurinn stendur semsagt fyrir ákveðnum ferðum en það hindrar ekkert aðra að standa fyrir ferðum og pósta upplýsingum um þær á spjallið.

kgs skrifaði:
En þið auglýsið að allir geti látð ykkur þykjast standa fyrir ferðum.

Ég á ómögulegt með að lesa þetta útúr reglunum - ég skil heldur ekki alveg hvað þú ert að fara. Confused
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
saebjorg


Skráður þann: 19 Ágú 2006
Innlegg: 213
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:36:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi halda að langbest væri að þeir sem séu undir lögaldri komi með einhverjum sem hefur lögaldur frekar en að koma með miða. Miðinn getur verið skrifaður af hverjum sem er, þetta gæti vel orðið eitthvað svona vafamál ef eitthvað kæmi uppá. Held að það verði bara alveg komið í veg fyrir það með því að mamma og pabbi ákveði hver beri ábyrgð á "barninu", hvort sem það er stóri bróðir eða systir, frænka eða frændi eða þau sjálf.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
doddim


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 439
Staðsetning: Hveró
Canon EOS 20D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 14:40:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er hlyntur því að 18ára og yngri þurfi samþykki foreldra (ábyrgðamanna) Hættum öllum útúrsnúningum um hvað séu ferðir á vegum Lmk og hvað ekki, skiptir engu máli.
_________________
Kveðja Þórður

Á morgun segir sá lati.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 15:19:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:

Tilvitnun:
# Ljosmyndakeppni.is hefur það að markmiði að standa fyrir ljósmyndaferðum eins oft og auðið er.
# Auglýstar ferðir eru öllum opnar, þó að í sumum tilfellum geti sætafjöldi verið takmarkaður.
# Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa yfirlýst samþykki foreldra eða forráðamanna til að koma með í ferðir.
# Ljosmyndakeppni.is ber enga ábyrgð á þeim sem fara í ferðir sem auglýstar eru á spjallsvæði ljosmyndakeppni.is.
# Vefurinn ber enga ábyrgð á búnaði þeirra sem fara í ljósmyndaferðir, bílum eða hverjum öðrum hlutum sem skemmst geta eða eyðilagst.
# Allir notendur hafa frjálsar hendur með skipulag ferða, hvar sem er og hvenær sem er.
# Skipuleggjendur ferða skulu hafa samráð við keppnisráð um tilhögun á ferðakeppnum.

Næst þegar þið breytið reglunum þá ættuði að taka út "vefurinn" en setja í staðinn "aðstandendur vefsins eða skipuleggjendur ferða eða annarra viðburða"
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 15:27:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
kgs skrifaði:
skipio skrifaði:
kgs, þetta er bara ekki rétt. LMK hefur staðið fyrir fullt af ferðum, reddað rútum, gistingu og þessháttar og séð um fjárhagslega ábyrgð á öllu. Ég held það geti kallast að standa fyrir ferðum hmm.

Aha…svo þið standið fyrir ferðum, gott mál. En þið auglýsið að allir geti látð ykkur þykjast standa fyrir ferðum. Hvernig þekki ég þær frá þeim sem þið í alvörunni standið fyrir? Smile

Skiptir það svona miklu máli? Rolling Eyes

En vefurinn stendur semsagt fyrir ákveðnum ferðum en það hindrar ekkert aðra að standa fyrir ferðum og pósta upplýsingum um þær á spjallið.

kgs skrifaði:
En þið auglýsið að allir geti látð ykkur þykjast standa fyrir ferðum.

Ég á ómögulegt með að lesa þetta útúr reglunum - ég skil heldur ekki alveg hvað þú ert að fara. Confused


Tilvitnun:
# Ljosmyndakeppni.is hefur það að markmiði að standa fyrir ljósmyndaferðum eins oft og auðið er.
# Auglýstar ferðir eru öllum opnar, þó að í sumum tilfellum geti sætafjöldi verið takmarkaður.
# Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa yfirlýst samþykki foreldra eða forráðamanna til að koma með í ferðir.
# Ljosmyndakeppni.is ber enga ábyrgð á þeim sem fara í ferðir sem auglýstar eru á spjallsvæði ljosmyndakeppni.is.
# Vefurinn ber enga ábyrgð á búnaði þeirra sem fara í ljósmyndaferðir, bílum eða hverjum öðrum hlutum sem skemmst geta eða eyðilagst.
# Allir notendur hafa frjálsar hendur með skipulag ferða, hvar sem er og hvenær sem er.
# Skipuleggjendur ferða skulu hafa samráð við keppnisráð um tilhögun á ferðakeppnum.


Auðvitað skiptir það máli hvort að ljosmyndakeppni.is standi fyrir ferð. Ef það skiptir ekki máli hvers vegna er lagst í það að smíða reglur? Rolling Eyes
Það voru helst þrír annmarkar sem ég sá á þessum reglum:
Einn þeirra er að einstaklingar yngri en 18 ára þurfi ekki að vera í fylgd með fullorðnum og þýðir það að ábyrgðinni er varpað á fararstjóra sem er ekki einsu sinni neitt sérstaklega tékkaður af ljosmyndakeppni.is. Ef barn er í fylgd með fullorðnum þá er það ekki í ferðinni á ábyrgð fararstjórans.

Annað atriðið var að af reglunum má skilja að hver sem er getur auglýst keppni í ykkar nafni og í raun misnotað traust það sem ljosmyndakeppni.is hefur áunnið sér. Ég vil benda á að það þarf ekki nema eitt leindindamál og þá er það traust farið og ávinnst jafnvel aldrei aftur. Ekki vera skúrkunum það skjól.

Þriðja atriðið er að PDF skjal á vefnum er hæpið plagg. Þetta samfélag byggir fyrst og fremst á fólki sem sést ekki og þekkist ekki. Í raun og veru er ljósmyndaáhugi það eina sem getur talist tengja fólkið þótt það sé ókunnugt með öllu. Því er full ástæða til að fara varlega í dreifingu á slíku blaði. Það er auðvelt að misnota svona eyðublað og þykjast fara í ljósmyndaferð sem reynist svo vera blekking í þágu barnaníðings. Hafa ber í huga að þetta eru ekki skólakrakkar í skólaferðalagi þar sem allir þekkjast nokkuð vel. Því þarf að vera ljóst hver stendur fyrir ferðinni…algjörlega kýrskýrt. Í það minnsta mæli ég með því. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 15:34:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

saebjorg skrifaði:
Ég myndi halda að langbest væri að þeir sem séu undir lögaldri komi með einhverjum sem hefur lögaldur frekar en að koma með miða. Miðinn getur verið skrifaður af hverjum sem er, þetta gæti vel orðið eitthvað svona vafamál ef eitthvað kæmi uppá. Held að það verði bara alveg komið í veg fyrir það með því að mamma og pabbi ákveði hver beri ábyrgð á "barninu", hvort sem það er stóri bróðir eða systir, frænka eða frændi eða þau sjálf.


Ég er alveg sammála, en mér finnst það svolítið heftandi fyrir þá unglinga sem vilja koma með. Ef þetta væri þannig þyrfti viðkomandi alltaf að geta fengið einhvern með sér, jafnvel í helgarferðir, og mér þykir mjög líklegt að þannig fyrirkomulag yrði til þess að margir kæmust ekki í ferðir.

Þetta með "miðann" er svosem bara formsatriði, eðlilegast væri að foreldri hringi í skipuleggjanda ferðarinnar og láti hann vita að barnið megi fara í ferð.

Við ákváðum þetta á síðasta stjórnarfundi, en við erum líka meðvituð um að þetta getur bakað okkur skyldu eða vesen (hver ber ábyrgð á því að þessu sé framfylgt og svo framvegis), hinsvegar er það örugglega betra heldur en að gera ekkert.

Mér finnst þetta flókið mál varðandi það hver stendur fyrir keppni, en að mínu mati er ferð orðin opinber LMK ferð ef hún er auglýst á vefnum, og keppni gerð í kringum hana, sama hvaða einstaklingar nákvæmlega skipuleggja ferðina. - Þetta snýst ekkert um það að einhver eigni sér heiðurinn af ferðunum eða neitt í þeim dúr, þeir sem halda utan um ferðirnar eiga þakkir skyldar og fá vonandi þann heiður sem þeim ber.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 15:41:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:

Auðvitað skiptir það máli hvort að ljosmyndakeppni.is standi fyrir ferð. Ef það skiptir ekki máli hvers vegna er lagst í það að smíða reglur? Rolling Eyes
Það voru helst þrír annmarkar sem ég sá á þessum reglum:
Einn þeirra er að einstaklingar yngri en 18 ára þurfi ekki að vera í fylgd með fullorðnum og þýðir það að ábyrgðinni er varpað á fararstjóra sem er ekki einsu sinni neitt sérstaklega tékkaður af ljosmyndakeppni.is. Ef barn er í fylgd með fullorðnum þá er það ekki í ferðinni á ábyrgð fararstjórans.

Annað atriðið var að af reglunum má skilja að hver sem er getur auglýst keppni í ykkar nafni og í raun misnotað traust það sem ljosmyndakeppni.is hefur áunnið sér. Ég vil benda á að það þarf ekki nema eitt leindindamál og þá er það traust farið og ávinnst jafnvel aldrei aftur. Ekki vera skúrkunum það skjól.

Þriðja atriðið er að PDF skjal á vefnum er hæpið plagg. Þetta samfélag byggir fyrst og fremst á fólki sem sést ekki og þekkist ekki. Í raun og veru er ljósmyndaáhugi það eina sem getur talist tengja fólkið þótt það sé ókunnugt með öllu. Því er full ástæða til að fara varlega í dreifingu á slíku blaði. Það er auðvelt að misnota svona eyðublað og þykjast fara í ljósmyndaferð sem reynist svo vera blekking í þágu barnaníðings. Hafa ber í huga að þetta eru ekki skólakrakkar í skólaferðalagi þar sem allir þekkjast nokkuð vel. Því þarf að vera ljóst hver stendur fyrir ferðinni…algjörlega kýrskýrt. Í það minnsta mæli ég með því. Smile


Þú talar um fararstjóra í þessu sambandi, þarf þá ekki líka að vera skýrt hver hann er?

Það er alveg á hreinu, að ferð þar sem einn fullorðinn tekur með sér ungling er ekki ljósmyndaferð, við myndum aldrei halda keppni utanum slíka ferð, og það er hreinn útúrsnúningur að segja að barnaníðingur geti misnotað sér eitthvað "PDF skjal" (sem ég hef aldrei heyrt talað um áður) til þess að komast í návígi við unglinga á LMK.

Hvað heldurðu að gerist? Barnaníðingurinn prenti út blað, og fari með það heim til einhvers og fái einhvern þannig með sér í "ferðalag"

Það er líka alveg á hreinu að ferðina þarf að auglýsa á vefnum sjálfum (góð ábending hjá þér, við þurfum að skerpa á þessu í reglunum). Það er ekki nóg að auglýsa ferð í smáauglýsingum DV eða með plakati í grunnskóla, enganveginn.

Ferðahópurinn, umræðuráðið og stjórnin meta þetta í sameiningu, og ég sé ekki að þetta sé hola í reglunum, hinsvegar ættum við að breyta málsgreinunum eitthvað til þess að gera þetta skýrara, takk fyrir ábendingarnar.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Árni Tr


Skráður þann: 24 Ágú 2006
Innlegg: 2037

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 16:22:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi þráður er orðinn dálítið mikið bla, bla, bla....
Höfum þetta bara skýrt og einfalt.
Unglingar undir lögaldri eru hjartanlega velkomnir með í ferðir komi þeir með það uppáskrifað að þeim sé heimilt að fara með og það sé á ábyrgð foreldranna. Lögformlega nægir ekki að forráðamaður hringi og segi "Oli má fara með". Jafnvel mætti setja inn símanúmer forsvarsmanns ferðar svo að hægt sé að hringja í hann beint. (ég skal setja inn númerið mitt í tengslum við Heiðmerkurferðina núna)
Mér finnst það voðalega langsótt að það geti verið í þágu barnaníðinga að eyðublaðið liggi frammi hér á LMK í PDF formati. (Eiginlega nær ímyndunarafl mitt ekki nógu langt til að sjá hvernig perrar gætu nýtt sér það) Rolling Eyes
Engar of stífar reglur, sem geta hrakið fólk frá þátttöku í ferðum sem geta gefið nýliðum mikið og eru fyrst og fremst til skemmtunar.
Við þurfum líka að geta treyst því að þeir sem eldri eru, gangi á undan með góðu fordæmi. Ekki er ég bindindismaður, en ég get auðveldlega farið í ferðir sem þessar án þess að þurfa að taka með mér bjór eða eh. þaðan af sterkara. (En sumir þurfa alltaf eh að vera að gutla.)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 2 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group