Sjá spjallþráð - Þegar kemur að eign á ljósmynd, varðandi módel :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þegar kemur að eign á ljósmynd, varðandi módel
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 08 Maí 2008 - 23:36:21    Efni innleggs: Þegar kemur að eign á ljósmynd, varðandi módel Svara með tilvísun

Sælt verið fólkið

Mig vantar upplýsingar og það sem fyrst Wink

Ég er að velta fyrir mér hvort réttur þeirra sem sitja fyrir á ljósmyndum er einhverstaðar tilgreindur í íslenskum lögum - hvort að sá sem situr fyrir geti á einhvern hátt krafist þess að fá hluta af söluandvirði ljósmyndar.

Við þekkjum öll þessi Model Release sem Kaninn hampar stanslaust - eru þau tilkomin útaf einhverjum lögum þar í landi? og ef svo er, eru þau lög þá sambærileg hérlendis.

með von um gagnlega umræðu
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 0:21:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rakst á þetta http://visindavefur.is/svar.php?id=5649

Fyrirsæta hefur sinn rétt þó hann sé annars eðlis en ljósmyndarans. Skriflegt framsal eða leyfi frá módeli (model release) verður því með tímanum æ veigameiri pappír þar sem þar er kveðið nánar á um hverjir og hvernig megi eða megi ekki nota myndir af henni. Það mun því færast í vöxt að ljósmyndarar og fyrirsætur gangi frá þessum formsatriðum jafnvel áður en myndatakan hefst.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Davidthor


Skráður þann: 04 Jan 2005
Innlegg: 486

Canon 30D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 1:00:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Byrja á því að taka fram að það er 10 mín vinna á bakvið þetta og því er alls ekki víst að þetta sé eitthvað sem hægt er að fara eftir en ætti að gefa smá vísbendingu um málið.
Er að læra lögfræði og er því nokkuð vanur að vinna með lögin en hef samt sem áður lítið kynnt mér þetta svið sem slíkt.

Einfalt svar við spurningunni þinni er: Nei.

Höfundalög eru þau lög sem helst gefa vísbendingar um þetta svið eins og gefur að skilja en auk þess má velta sér upp úr stjórnarskránni er varðar friðhelgi einkalífsins ef menn eru að taka myndir af fólki inn í húsum sínum og jafnvel bílum sbr. Bubbadómurinn en ætla ekki að ræða það hér enda snýst spurningin ekki um það.

Einnig verður að taka inn í reikninginn hvort að ljósmyndin sé tekin eftir pöntun þ.e. í ákveðnu verki fyrir viðskiptavininn eða þá bara af frumkvæði ljósmyndara t.d. fær vin í heimsókn til að æfa sig að mynda.

Ef það fyrra á við má benda á að það ríkir samningsfrelsi á Íslandi og því er ekki óvarlegt að ætla að samningur sé gerður milli viðskiptavinar og ljósmyndara þegar verk er unnið að ósk hins fyrrnefnda. Það gæti til dæmis komið fram grein er varðar notkun og eign þeirra mynda er verða til við slíka vinnu. Ef ljósmyndari er til dæmis að vinna við gerð auglýsingar fyrir fyrirtæki er ekkert óeðlilegt að hann hafi ekki leyfi til að sýna þær myndir opinberlega eða selja þar sem slíkar, myndirnar eru þá eign fyrirtækisins enda þá samið um það og ljósmyndarinn þá í vinnu hjá fyrirtækinu en sem raunverulegt dæmi má nefna að tölvunarfræðingar sem vinna hjá hugbúnaðarfyrirtækjum eiga ekki höfundarétt að þeim forritum er þeir búa til við vinnu sína enda er samið um slíkt og þeir fá greitt fyrir vinnu sína en greiðsla þarf nú væntanlega ekki að vera skilyrði.
Ef það seinna á við get ég ekki séð, við þessa stuttu skoðun, að fyrirsætan eigi nokkurn rétt á greiðslu fyrir verk sitt nema samið sé um annað. Sama ætti því væntanlega að gilda um það dæmi er þú nefnir varðandi hluta af söluandvirði ljósmyndar því að ég get ekki séð á hvaða grunni slík krafa ætti að byggja. Þá er ég bara að tala um lagalegu hliðina, ekki siðferðulegu hliðina sem kannski spilar meira inn í þegar maður tekur mynd af einhverjum og selur svo eða notar t.d. í auglýsingu.
Þó hef ég heyrt um að ekki megi nota ljósmyndir af fólki í auglýsingar sem er til dæmis á gangi í bænum og ekki veit af myndatökunni eða samþykkt hana en veit ekki hvaða laga er verið að vísa til ef slíkt er ekki heimilt, er þá að miða við á almannafæri.
Væri gaman ef einhver gæti vísað í lög hvað þetta varðar en held að þetta sé nú ekki í lögum enda getur fólk átt von á myndatökum á almannafæri, ekki síst í nútímasamfélagi.

Það að fyrirsæta eigi að fá greitt hluta af söluandvirði ljósmyndar er í raun fráleitt að mín mati nema um það sé samið sérstaklega í samningi milli ljósmyndara og fyrirsætu.
En athugið að í 25. grein höfundarlaga, sem gildir líka um ljósmyndir sbr. 2.mgr. 49.gr. sömu laga segir að ljósmyndara sé ekki heimilt að nýta sér höfundarétt sinn samkvæmt 3.gr. höfundalaga en í 3.gr. segir: “Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.”
Og í 25.gr. segir:
“Nú er listaverk boðið til sölu, og má þá birta myndir af því í tilkynningu um sölutilboð.
Nú hefur andlitsmynd verið máluð, mótuð eða gerð með öðrum hætti eftir pöntun, og er höfundi þá ekki heimilt að neyta einkaréttar síns samkvæmt 3. gr. án samþykkis þess, sem lét gera myndina, eða erfingja hans, ef hann er látinn.”


Í stuttu máli er eina takmörkunin sem ég fann sú er varðar andlitsmynd eftir pöntun og gildir þá ekki einkaréttur höfundar eins og segir hér að ofan í 3.gr. höfundalaga.

Ef maður vill selja ljósmyndir sínar og á þeim er fólk hlýtur að vera heppilegast að gera svokallaðan fyrirsætusamning sem þú minnist á þó að slíkt sé í flestum tilfellum ef til vill ekki nauðsynlegt en getur þó sparað mikin tíma og fyrirhöfn ef upp koma deilur milli ljósmyndara og fyrirsætu.

Einnig verður að skoða svona mál eins og þau koma fyrir enda er ekki sama hvort fólk er að labba í miðbænum þegar mynd er tekin af þeim eða þá að um sé að ræða t.d. mynd af fáklæddri fyrirsætu sem kannski kærir sig ekki um birtingu en slík birting án samnings gæti fallið undir 25. kafla almennra hegningarlaga varðandi ærumeiðingar en það er ef til vill langsótt.

Niðurstaða: Nota samningafrelsið og gera fyrirsætusamning til að forðast óþarfa óþægindi og vafamál milli ljósmyndara og fyrirsætu.

Þetta er allavega mín niðurstaða en hún þarf nú ekki að vera rétt ef miðað er við hvaða tími fór í þessa könnun.
Ætla að leyfa mér, þó að þetta sé þráðurinn hans Völundar, að biðja fólk um að koma ekki fram með neinar fullyrðingar um þetta málefni nema vísa þá í lög eða aðrar réttarheimildir enda snýst þetta ekki um hvernig okkur finnst þetta eiga að vera heldur hvernig þetta er í raun í lögunum.

Höfundaréttur er áhugavert svið og þessar spurningar verða án efa háværari og flóknari með tímanum enda t.d. ekki til sá sími lengur sem ekki er með myndavél.

Vona að þetta sé sett fram á skiljanlegan hátt.

Höfundalögin má finna á www.althingi.is

kv.
Davíð Þór
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 1:08:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir mjög góð svör báðir tveir, ég er nú að renna í gegnum höfundarréttinn en einn og sér svarar hann þessari spurningu ekki - það er akkúrat þetta um samningsréttinn og þannig hlutir sem varpa betra ljósi á málið

eigið þið bestu þakkir, og góða nótt
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 1:18:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Davidthor skrifaði:
Byrja á því að taka fram að það er 10 mín vinna á bakvið þetta og því er alls ekki víst að þetta sé eitthvað sem hægt er að fara eftir en ætti að gefa smá vísbendingu um málið.
Er að læra lögfræði og er því nokkuð vanur að vinna með lögin en hef samt sem áður lítið kynnt mér þetta svið sem slíkt.

Einfalt svar við spurningunni þinni er: Nei.

Höfundalög eru þau lög sem helst gefa vísbendingar um þetta svið eins og gefur að skilja en auk þess má velta sér upp úr stjórnarskránni er varðar friðhelgi einkalífsins ef menn eru að taka myndir af fólki inn í húsum sínum og jafnvel bílum sbr. Bubbadómurinn en ætla ekki að ræða það hér enda snýst spurningin ekki um það.

Einnig verður að taka inn í reikninginn hvort að ljósmyndin sé tekin eftir pöntun þ.e. í ákveðnu verki fyrir viðskiptavininn eða þá bara af frumkvæði ljósmyndara t.d. fær vin í heimsókn til að æfa sig að mynda.

Ef það fyrra á við má benda á að það ríkir samningsfrelsi á Íslandi og því er ekki óvarlegt að ætla að samningur sé gerður milli viðskiptavinar og ljósmyndara þegar verk er unnið að ósk hins fyrrnefnda. Það gæti til dæmis komið fram grein er varðar notkun og eign þeirra mynda er verða til við slíka vinnu. Ef ljósmyndari er til dæmis að vinna við gerð auglýsingar fyrir fyrirtæki er ekkert óeðlilegt að hann hafi ekki leyfi til að sýna þær myndir opinberlega eða selja þar sem slíkar, myndirnar eru þá eign fyrirtækisins enda þá samið um það og ljósmyndarinn þá í vinnu hjá fyrirtækinu en sem raunverulegt dæmi má nefna að tölvunarfræðingar sem vinna hjá hugbúnaðarfyrirtækjum eiga ekki höfundarétt að þeim forritum er þeir búa til við vinnu sína enda er samið um slíkt og þeir fá greitt fyrir vinnu sína en greiðsla þarf nú væntanlega ekki að vera skilyrði.
Ef það seinna á við get ég ekki séð, við þessa stuttu skoðun, að fyrirsætan eigi nokkurn rétt á greiðslu fyrir verk sitt nema samið sé um annað. Sama ætti því væntanlega að gilda um það dæmi er þú nefnir varðandi hluta af söluandvirði ljósmyndar því að ég get ekki séð á hvaða grunni slík krafa ætti að byggja. Þá er ég bara að tala um lagalegu hliðina, ekki siðferðulegu hliðina sem kannski spilar meira inn í þegar maður tekur mynd af einhverjum og selur svo eða notar t.d. í auglýsingu.
Þó hef ég heyrt um að ekki megi nota ljósmyndir af fólki í auglýsingar sem er til dæmis á gangi í bænum og ekki veit af myndatökunni eða samþykkt hana en veit ekki hvaða laga er verið að vísa til ef slíkt er ekki heimilt, er þá að miða við á almannafæri.
Væri gaman ef einhver gæti vísað í lög hvað þetta varðar en held að þetta sé nú ekki í lögum enda getur fólk átt von á myndatökum á almannafæri, ekki síst í nútímasamfélagi.

Það að fyrirsæta eigi að fá greitt hluta af söluandvirði ljósmyndar er í raun fráleitt að mín mati nema um það sé samið sérstaklega í samningi milli ljósmyndara og fyrirsætu.
En athugið að í 25. grein höfundarlaga, sem gildir líka um ljósmyndir sbr. 2.mgr. 49.gr. sömu laga segir að ljósmyndara sé ekki heimilt að nýta sér höfundarétt sinn samkvæmt 3.gr. höfundalaga en í 3.gr. segir: “Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.”
Og í 25.gr. segir:
“Nú er listaverk boðið til sölu, og má þá birta myndir af því í tilkynningu um sölutilboð.
Nú hefur andlitsmynd verið máluð, mótuð eða gerð með öðrum hætti eftir pöntun, og er höfundi þá ekki heimilt að neyta einkaréttar síns samkvæmt 3. gr. án samþykkis þess, sem lét gera myndina, eða erfingja hans, ef hann er látinn.”


Í stuttu máli er eina takmörkunin sem ég fann sú er varðar andlitsmynd eftir pöntun og gildir þá ekki einkaréttur höfundar eins og segir hér að ofan í 3.gr. höfundalaga.

Ef maður vill selja ljósmyndir sínar og á þeim er fólk hlýtur að vera heppilegast að gera svokallaðan fyrirsætusamning sem þú minnist á þó að slíkt sé í flestum tilfellum ef til vill ekki nauðsynlegt en getur þó sparað mikin tíma og fyrirhöfn ef upp koma deilur milli ljósmyndara og fyrirsætu.

Einnig verður að skoða svona mál eins og þau koma fyrir enda er ekki sama hvort fólk er að labba í miðbænum þegar mynd er tekin af þeim eða þá að um sé að ræða t.d. mynd af fáklæddri fyrirsætu sem kannski kærir sig ekki um birtingu en slík birting án samnings gæti fallið undir 25. kafla almennra hegningarlaga varðandi ærumeiðingar en það er ef til vill langsótt.

Niðurstaða: Nota samningafrelsið og gera fyrirsætusamning til að forðast óþarfa óþægindi og vafamál milli ljósmyndara og fyrirsætu.

Þetta er allavega mín niðurstaða en hún þarf nú ekki að vera rétt ef miðað er við hvaða tími fór í þessa könnun.
Ætla að leyfa mér, þó að þetta sé þráðurinn hans Völundar, að biðja fólk um að koma ekki fram með neinar fullyrðingar um þetta málefni nema vísa þá í lög eða aðrar réttarheimildir enda snýst þetta ekki um hvernig okkur finnst þetta eiga að vera heldur hvernig þetta er í raun í lögunum.

Höfundaréttur er áhugavert svið og þessar spurningar verða án efa háværari og flóknari með tímanum enda t.d. ekki til sá sími lengur sem ekki er með myndavél.

Vona að þetta sé sett fram á skiljanlegan hátt.

Höfundalögin má finna á www.althingi.is

kv.
Davíð Þór

Hehe, þú ert frábær. Segir fyrst að einfalda svarið sé nei og svo kemur heil romsa um það hvers vegna svarið er ekki nei. Ertu lögfræðingur? Very Happy
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Davidthor


Skráður þann: 04 Jan 2005
Innlegg: 486

Canon 30D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 1:24:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Very Happy Very Happy Very Happy

Völundur spyr hvort að sá sem situr fyrir geti á einhvern hátt krafist þess að fá hluta af söluandvirði ljósmyndar ?

Svarið mitt er NEI.

Og allt sem ég segi eftir það styður það nema þetta með andlitsmynd eftir pöntun en það á reyndar ekki beint við varðandi spurningu hans.

En ef vafi er um hluti þá er betra að fara öruggu leiðina og gera samning til að tryggja sig.

Þú hlýtur að hafa týnst einhverstaðar í þessu langa svari frá mér Wink

kv.
Davíð Þór
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 2:16:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Davidthor skrifaði:
Very Happy Very Happy Very Happy

Völundur spyr hvort að sá sem situr fyrir geti á einhvern hátt krafist þess að fá hluta af söluandvirði ljósmyndar ?

Svarið mitt er NEI.

Og allt sem ég segi eftir það styður það nema þetta með andlitsmynd eftir pöntun en það á reyndar ekki beint við varðandi spurningu hans.

En ef vafi er um hluti þá er betra að fara öruggu leiðina og gera samning til að tryggja sig.

Þú hlýtur að hafa týnst einhverstaðar í þessu langa svari frá mér Wink

kv.
Davíð Þór

Hehe, já örugglega týndist ég þarna einhvers staðar í undirstrikunum. Smile

Sjálfsagt muna menn eftir skafmiðadæminu þar sem tveir settu saman í púkk og keyptu kók með skafmiðum á. Svo létu þeir krakkana skafa miðana af kókmiðunum og viti menn, það var bíll á einum þeirra. Öðrum fannst hann eiga happdrættisvinninginn því miðunum var skipt og það vildi það heppilega til að hann vann bíl. Hinn var ekki sammála honum og krafðist helmings í bílnum og fékk. Þessi málalok fannst mér nokkuð skrýtin. Ef fyrirsætan getur sýnt fram á að þau hafi sett saman í pott sem jafningjar og búið til mynd sem síðan hafi fengist nokkurs konar happdrættisvinningur út á þá tel ég hana eiga nokkuð sterkt mál. Kannski er þetta svipað dæmi. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 9:01:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Davidthor skrifaði:
Very Happy Very Happy Very Happy

Völundur spyr hvort að sá sem situr fyrir geti á einhvern hátt krafist þess að fá hluta af söluandvirði ljósmyndar ?

Svarið mitt er NEI.

Og allt sem ég segi eftir það styður það nema þetta með andlitsmynd eftir pöntun en það á reyndar ekki beint við varðandi spurningu hans.

En ef vafi er um hluti þá er betra að fara öruggu leiðina og gera samning til að tryggja sig.

Þú hlýtur að hafa týnst einhverstaðar í þessu langa svari frá mér Wink

kv.
Davíð Þór

Hehe, já örugglega týndist ég þarna einhvers staðar í undirstrikunum. Smile

Sjálfsagt muna menn eftir skafmiðadæminu þar sem tveir settu saman í púkk og keyptu kók með skafmiðum á. Svo létu þeir krakkana skafa miðana af kókmiðunum og viti menn, það var bíll á einum þeirra. Öðrum fannst hann eiga happdrættisvinninginn því miðunum var skipt og það vildi það heppilega til að hann vann bíl. Hinn var ekki sammála honum og krafðist helmings í bílnum og fékk. Þessi málalok fannst mér nokkuð skrýtin. Ef fyrirsætan getur sýnt fram á að þau hafi sett saman í pott sem jafningjar og búið til mynd sem síðan hafi fengist nokkurs konar happdrættisvinningur út á þá tel ég hana eiga nokkuð sterkt mál. Kannski er þetta svipað dæmi. Smile


Eru þetta ekki epli og appelsínur ?
_________________
NIKON D200 TIL SÖLU - 60.000!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 11:28:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HGH skrifaði:
kgs skrifaði:
Davidthor skrifaði:
Very Happy Very Happy Very Happy

Völundur spyr hvort að sá sem situr fyrir geti á einhvern hátt krafist þess að fá hluta af söluandvirði ljósmyndar ?

Svarið mitt er NEI.

Og allt sem ég segi eftir það styður það nema þetta með andlitsmynd eftir pöntun en það á reyndar ekki beint við varðandi spurningu hans.

En ef vafi er um hluti þá er betra að fara öruggu leiðina og gera samning til að tryggja sig.

Þú hlýtur að hafa týnst einhverstaðar í þessu langa svari frá mér Wink

kv.
Davíð Þór

Hehe, já örugglega týndist ég þarna einhvers staðar í undirstrikunum. Smile

Sjálfsagt muna menn eftir skafmiðadæminu þar sem tveir settu saman í púkk og keyptu kók með skafmiðum á. Svo létu þeir krakkana skafa miðana af kókmiðunum og viti menn, það var bíll á einum þeirra. Öðrum fannst hann eiga happdrættisvinninginn því miðunum var skipt og það vildi það heppilega til að hann vann bíl. Hinn var ekki sammála honum og krafðist helmings í bílnum og fékk. Þessi málalok fannst mér nokkuð skrýtin. Ef fyrirsætan getur sýnt fram á að þau hafi sett saman í pott sem jafningjar og búið til mynd sem síðan hafi fengist nokkurs konar happdrættisvinningur út á þá tel ég hana eiga nokkuð sterkt mál. Kannski er þetta svipað dæmi. Smile


Eru þetta ekki epli og appelsínur ?

Nei, fyrirsæta og ljósmyndari. Very Happy
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 11:30:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góður !
_________________
NIKON D200 TIL SÖLU - 60.000!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 17:47:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heyriði

ég er svolítið forvitinn um þessar þriðju og fjórðu grein í höfundarréttarlögum, og þá síðari málsgreinarnar.

er svona í heild

Tilvitnun:
3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.

4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt.
Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.
Ógilt er afsal höfundar á rétti samkvæmt þessari grein, nema um einstök tilvik sé að ræða, sem skýrt eru tilgreind bæði um tegund og efni.


Hvað er átt við með einstök tilvik sé að ræða?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Davidthor


Skráður þann: 04 Jan 2005
Innlegg: 486

Canon 30D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 18:09:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mátt afsala þér höfundarrétti með samningi t.d. varðandi einstaka mynd eða myndir sem teknar eru t.d. við ákveðna atburð sem þú ljósmyndar.

Í raun bara verð að segja að þú megir ekki afsala þér réttinum til frambúðar varðandi allt það sem þú gerir þ.e. verður að taka fram tegund og efni myndanna en ekki bara "allar myndirnar mínar"

Svo er þetta bara mat dómstóla hvort um einstakt tilvik sé að ræða eða ekki.

kv.
Davíð Þór
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 18:34:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Davidthor skrifaði:
Mátt afsala þér höfundarrétti með samningi t.d. varðandi einstaka mynd eða myndir sem teknar eru t.d. við ákveðna atburð sem þú ljósmyndar.

Í raun bara verð að segja að þú megir ekki afsala þér réttinum til frambúðar varðandi allt það sem þú gerir þ.e. verður að taka fram tegund og efni myndanna en ekki bara "allar myndirnar mínar"

Svo er þetta bara mat dómstóla hvort um einstakt tilvik sé að ræða eða ekki.

kv.
Davíð Þór


Hm, þannig að einstök tilvik gætu ekki verið einstakir ráðningarsamningar, eða þesslags tilvik, þeas ljósmyndarar sem semja af sér gagnvart einhverjum, segjum vinnuveitanda til fjölda ára?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Davidthor


Skráður þann: 04 Jan 2005
Innlegg: 486

Canon 30D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 18:43:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Davidthor skrifaði:
Mátt afsala þér höfundarrétti með samningi t.d. varðandi einstaka mynd eða myndir sem teknar eru t.d. við ákveðna atburð sem þú ljósmyndar.

Í raun bara verð að segja að þú megir ekki afsala þér réttinum til frambúðar varðandi allt það sem þú gerir þ.e. verður að taka fram tegund og efni myndanna en ekki bara "allar myndirnar mínar"

Svo er þetta bara mat dómstóla hvort um einstakt tilvik sé að ræða eða ekki.

kv.
Davíð Þór


Hm, þannig að einstök tilvik gætu ekki verið einstakir ráðningarsamningar, eða þesslags tilvik, þeas ljósmyndarar sem semja af sér gagnvart einhverjum, segjum vinnuveitanda til fjölda ára?


Jú það er væntanlega ekki sambærilegt og á þá ekki við.
Enda er þá ekki um einstaklingsframtak að ræða heldur er þá höfundaréttaraðilinn í raun fyrirtækið það sem þá er venjulega um að ræða hópverkefni og fyrirtækið sér um tæki og annað slíkt.
Miðað við hvernig þetta er í raun er hæpið að svona nokkuð sé ekki heimilt þ.e. að fyrirtækið sé höfundaréttaraðilinn en ekki starfsmennirnir.

kv.
Davíð Þór
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2008 - 19:06:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Segjum t.d. að starfsmaður taki myndir og láti atvinnurekanda sínum hana í té gegn því að hafa föst laun. Allt í gúddí á meðan hann er á launum. Einn daginn ákveður svo atvinnurekandinn að reka starfsmanninn og ráða nýjann ódýrari. Svo notar útgefandinn, eins og svo oft áður, mynd sem að þessi rekni tók og selur jafnvel birtingarrétt af einni myndanna sem hann tók áður en hann hætti fyrir milljónir dollara…atriði sem útgefandinn telur sig hafa fullann rétt á. Bara þegar hann seldi myndina var hinn hættur er því ósamningsbundinn útgefandanum. Ætti ljósmyndarinn rétt á greiðslum samkvæmt þessu? Og hversu hátt hlutfall ætti hann að fá fyrir höfundarréttinn? Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group