Sjá spjallþráð - Hreinsun á skynjara með pensli :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hreinsun á skynjara með pensli
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
bogulo


Skráður þann: 30 Jan 2005
Innlegg: 2224
Staðsetning: Milli steins og sleggju
5D
InnleggInnlegg: 08 Mar 2008 - 17:56:08    Efni innleggs: Hreinsun á skynjara með pensli Svara með tilvísun

Af því að þetta er alltaf að koma upp og er sífellt vandamál set ég hérna inn leiðbeiningar sem ég hef áður sett á vefinn. Ágætt að þetta eigi bara sinn eigin þráð.

Fyrir leitina: Hreinsun á skynjara, hreinsun á sensor, skítur á sensor, hreinsa með pensli, sensorskítur.Tók þetta af þessum þræði frá mér og lagfærði smá.

Tók nokkrar test-myndir á f22, úr fókus, af hvítum fleti og sá fullt af skít á sensornum (skipti ekki máli hvaða linsu ég notaði).

Í framhaldi af því fór ég að athuga hvernig væri best að hreinsa skynjarann og fór á www.visibledust.com síðuna. Eftir að ég sá þar að þeir vilja 100$ fyrir einhvern pensil hætti ég fljótlega við það.
Hinsvegar sá ég að hugmyndin er nokkuð góð og þetta gæti alveg virkað.

Á www.dslr-forum.de fann ég svo þennan þráð um málið.
Þarna segir einhver frá reynslu sinni af VisibleDust penslunum og hversu vel þeir virki o.s.frv. Þá fara hinir að tala um hversu dýrt þetta sé og að penslarnir séu eiginlega ekkert svo spes. Maður geti keypt svona pensil á 200 kr. og hann virki ALVEG jafn vel.

Nú svo skoðaði ég Petteri síðuna, en þar er útskýrt nákvæmlega hvernig maður á að gera þetta.


Svo var bara málið að finna hentugan pensil. Pensillinn verður að vera með nylonhár og hann verður að vera alveg hreinn (það er oft eitthvert auka dóterí í hárunum svo burstinn líti vel út í búðinni).
Eftir að hafa skoðað málið á dslr-forum.de komst ég að því að Da Vinci Junior Synthetics Serie 304 Nr. 14 eða 16 væri málið.
Þessi pensill er alveg hreinn (er ætlaður fyrir börn) og er úr nylon.

Ég fór því á stúfana og keypti mér pensil nr. 14 (14mm). Sennilega hefði verið ennþá betra að kaupa nr. 16 því þessi dekkar sensorinn ekki alveg, en það er allt í lagi.Þar sem þetta snýst um að nylonhárin hlaðist með rafmagni og taki þannig rykagnirnar til sín verður maður að blása á burstann með lofti í nokkrar sekúndur.
Hægt er að nota svona belg (sjá fyrir neðan) og blása hressilega í burstann úr öllum áttum þannig að hárin þyrlist upp.
Hvernig á að hreinsa sensorinn með pensli:
  1. Taka mynd af hvítum fleti á f22 til að vita hvort þú þurfir yfir höfuð að hreinsa skynjarann.
  2. Lesa þessar leiðbeiningar.
  3. Kaupa sér pensil (t.d. Da Vinci Junior Synthetics Serie 304 Nr. 14 eða 16 (~5 €).
  4. Kaupa 100% isopropylalcohol (isopropanol) til að hreinsa burstann. Þú ert með fitugar hendur, mundu það!
  5. Láta burstann þorna.
  6. Blása lofti í gegnum hárin (5-10 s).
  7. Taka linsuna/lokið af og bursta létt allt í kring innan í vélinni.
  8. Setja linsuna/lokið aftur á.
  9. Blása í burstann.
  10. Kveikja á vélinni og setja á "Sensor clean" (mundu: fullhlaðið batterí!).
  11. Strjúka létt yfir skynjarann (1x hvora átt).
  12. Slökkva á vél, loka, blása í pensil, kveikja, "sensor clean", opna aftur.
  13. Strjúka aftur yfir hinn helminginn af skynjaranum.

Svo er bara að taka aðra mynd og tékka á hvort kuskið sé farið. Ef ekki: Hreinsa aftur.

Þetta er alveg ótrúlega einfalt og ég var ca. 3 sekúndur með burstann inni í vélinni.
Þú getur tæpast skemmt sensorinn á þessu því yfir skynjaranum er gler sem rispast ekki af burstanum.


Fyrir hreinsun:Fyrir hreinsun með fljótheita-levels:Eftir hreinsun:Eftir hreinsun m. levels:Það er auðvitað ennþá skítur á, en eftir því sem maður strýkur oftar, þeim mun minni. Svo er ekki hægt að vera mjög smámunasamur í þessu því ég hugsa að maður verði þá alveg snarvitlaus og sé bara alltaf að hreinsa...


Síðast breytt af bogulo þann 09 Mar 2008 - 0:24:00, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 08 Mar 2008 - 18:46:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært, takk fyrir infóið
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Myndasmidur


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 1154
Staðsetning: Zürich
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 08 Mar 2008 - 20:15:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég gerði þetta einmitt líka

keypti reyndar Da Vinci Nova Synthetics númer sextán, hann á einnig að vera úr hreinu nyloni.

Á þessum sama tíma var ég að baksa við að prófa endurfyllanleg blekhylki í prentarann minn þannig að mig vantaði eitthvað til að nota til að fylla á þessi hylki.

Þannig að ég fór í Apótek og keypti eftirfarandi:

Átta 10 ml sprautur
Átta grófar nálar
Hreinasta isoprópanólið sem var í boði
og ungbarnahorpumpu

Allt þetta fór fram á bjagaðri þýsku og gæti vel trúað að það hafi ekki svo mikið sem hvarflað að apótekaranum að ég væri bara nörd, heldur benti þóttasvipurinn á honum til þess að hann hafi talið sig vera að afgreiða sprautufíkil með krakkbarn.

Anywho... Eftir hreinsun með isóprópanólinu og þurrkun stóðst pensillinn filterprófið með bravör. Svo hlóð ég hann með ungbarnahorpumpunni og þrem strokum seinna var myndflagan orðin tandurhrein.
_________________
http://flickr.com/photos/robot-fotomat/
Flickr Gourmélaði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 08 Mar 2008 - 20:55:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært, takk kærlega fyrir þetta báðir tveir Smile Smile
_________________
Kveðja, V@la®un™
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 08 Mar 2008 - 21:12:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er mjög gagnlegt, en hvar fæst svona pensill?

(Þetta með lið 8., að setja lokið og linsuna aftur á fyrir hreinsunina?)
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
bogulo


Skráður þann: 30 Jan 2005
Innlegg: 2224
Staðsetning: Milli steins og sleggju
5D
InnleggInnlegg: 09 Mar 2008 - 0:22:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DIN skrifaði:
Þetta er mjög gagnlegt, en hvar fæst svona pensill?

(Þetta með lið 8., að setja lokið og linsuna aftur á fyrir hreinsunina?)

Það er eiginlega til að þú sért ekki með vélina opna meðan þú ert að blása út í loftið. Þarf kannski ekkert endilega að vera, en það er fullt af ryki í kring um þig.

Held að Woodstock hafi keypt svona pensil í Litum og Föndri á Skólavörðustíg.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 09 Mar 2008 - 0:56:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir það.
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
SindriGeir


Skráður þann: 27 Jún 2007
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Canon 60D
InnleggInnlegg: 27 Mar 2008 - 18:47:16    Efni innleggs: Re: Hreinsun á skynjara með pensli Svara með tilvísun

bogulo skrifaði:
10. Kveikja á vélinni og setja á "Sensor clean" (mundu: fullhlaðið batterí!). .


er þetta sensor clean mode á Nikon líka? Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/sindri-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Páll Ágúst


Skráður þann: 09 Mar 2010
Innlegg: 106
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D500
InnleggInnlegg: 19 Mar 2010 - 14:21:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Veit einhver hvar er hægt að fá þessa pensla?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
KariOrn


Skráður þann: 06 Feb 2007
Innlegg: 306

Canon
InnleggInnlegg: 19 Mar 2010 - 14:36:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Litir og Föndur ehf. |
Skólavörðustígur 12 & 16,
101 Reykjavík,
Sími:552-1412 & 551-2242

http://litirogfondur.is/index.php
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Páll Ágúst


Skráður þann: 09 Mar 2010
Innlegg: 106
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D500
InnleggInnlegg: 20 Mar 2010 - 14:25:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk, takk. Fór áðan og fékk pensil, og þetta virkar Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skari


Skráður þann: 24 Nóv 2006
Innlegg: 2976
Staðsetning: Djúpivogur
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 05 Apr 2010 - 0:40:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

en af hverju full hlaðið betterí þegar maður stillir á "sensor clean" Question
_________________
Óskar Ragnarsson
flickr
Flickriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
bogulo


Skráður þann: 30 Jan 2005
Innlegg: 2224
Staðsetning: Milli steins og sleggju
5D
InnleggInnlegg: 05 Apr 2010 - 0:55:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skari skrifaði:
en af hverju full hlaðið betterí þegar maður stillir á "sensor clean" Question

Til að þú lendir örugglega ekki í því að rafhlaðan verði tóm þegar þú ert að gera þetta Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
4beez


Skráður þann: 11 Maí 2008
Innlegg: 961
Staðsetning: Hér og þar
Nikon D200
InnleggInnlegg: 05 Apr 2010 - 1:06:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skari skrifaði:
en af hverju full hlaðið betterí þegar maður stillir á "sensor clean" Question


Geri ráð fyrir að þetta sé sama og "mirror lock up" hjá Nikon.
Ef rafmagnið fer af fellur spegillinn niður og tjaldið niður, leiðinlegt ef þú ert í miðri hreynsun Wink
_________________
Flickr/ljosvaki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 06 Sep 2010 - 20:44:58    Efni innleggs: Re: Hreinsun á skynjara með pensli Svara með tilvísun

bogulo skrifaði:
Tók nokkrar test-myndir á f22, úr fókus, af hvítum fleti og sá fullt af skít á sensornum (skipti ekki máli hvaða linsu ég notaði).

Á www.dslr-forum.de fann ég svo þennan þráð um málið.

Pensillinn verður að vera með nylonhár og hann verður að vera alveg hreinn (það er oft eitthvert auka dóterí í hárunum svo burstinn líti vel út í búðinni).
Eftir að hafa skoðað málið á dslr-forum.de komst ég að því að Da Vinci Junior Synthetics Serie 304 Nr. 16 væri málið. Úr nylon.

Þar sem þetta snýst um að nylonhárin hlaðist með rafmagni og taki þannig rykagnirnar til sín verður maður að blása á burstann með lofti í nokkrar sekúndur.

Hvernig á að hreinsa sensorinn með pensli:
  1. Taka mynd af hvítum fleti á f22 til að vita hvort þú þurfir yfir höfuð að hreinsa skynjarann.
  2. Lesa þessar leiðbeiningar.
  3. Kaupa sér pensil (t.d. Da Vinci Junior Synthetics Serie 304 Nr. 16
  4. Kaupa 100% isopropylalcohol (isopropanol) til að hreinsa burstann. Þú ert með fitugar hendur, mundu það!
  5. Láta burstann þorna.
  6. Blása lofti í gegnum hárin (5-10 s).
  7. Taka linsuna/lokið af og bursta létt allt í kring innan í vélinni.
  8. Setja linsuna/lokið aftur á.
  9. Blása í burstann.
  10. Kveikja á vélinni og setja á "Sensor clean" (mundu: fullhlaðið batterí!).
  11. Strjúka létt yfir skynjarann (1x hvora átt).
  12. Slökkva á vél, loka, blása í pensil, kveikja, "sensor clean", opna aftur.
  13. Strjúka aftur yfir hinn helminginn af skynjaranum.

Svo er bara að taka aðra mynd og tékka á hvort kuskið sé farið. Ef ekki: Hreinsa aftur.

Þetta er alveg ótrúlega einfalt og ég var ca. 3 sekúndur með burstann inni í vélinni.
Þú getur tæpast skemmt sensorinn á þessu því yfir skynjaranum er gler sem rispast ekki af burstanum.

Þetta eru alveg frábærar leiðbeiningar.
Nælon pensillinn kostaði um 1800 kr og Isopropanól um 1500 kr.

Ég gerði svolítið sniðugt, setti skref 5 og 6 í eitt með því að blása í pensilinn með HÁRBLÁSARA sem er frábær leið til að hann þorni OG til að nælon hárin hlaðist með rafmagni.

Og þetta dugði til að hreinsa skít bæði af myndflögunni og linsum aftan á.
(Komst samt af því að það var annað óhreinindi þar sem þurfti frekari aðgerðir...)

Takk fyrir, bogulo Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group