Sjá spjallþráð - Þriðjungareglan og fleira um myndbyggingu. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þriðjungareglan og fleira um myndbyggingu.
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 1:07:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

dvergur skrifaði:
Hvernig sérðu það út að allir sjái þessu allt til foráttu? Mér er bara spurn.

Hér er þetta úrskýrt með stærðfræði útreikningum og formúlum, vísað í Fibonacci rununa. Svo er gert smá grín að þessu "flækjustigi" (m.a. með því að nefna að það ekki gangi að "reikna" þetta úr þegar skotið er í einhverjum hasar.)

Hvur er eiginlega vandinn?

Það er þetta "smá" grín sem ég er að væla yfir.

Finnst svona greinar flottar og hefði viljað sjá metnað í þeim, fyrir alla sem eiga eftir að koma hingað og lesa.

Ef þú lest þetta frá mínu innleggi, þá sérðu nokkur innlegg sem sýna vilja til að ræða þetta, þar með talið þitt, öll hin snúa út úr umræðunni og dreifa henni eða gera lítið úr henni.

Hver er eiginlega tilgangurinn í því?
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 1:13:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þriðjungareglan er nú bara svona skemmtileg einföldun á gullinsniðinu ekki satt? Það er óttalega vitlaust að reyna að sanna þessa reglu eða eitthvað álíka, enda er myndbygging ekkert valin eins í hverri mynd - það fer bara eftir því hvaða áhrif sá sem býr til myndina vill fá fram.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 1:28:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Þriðjungareglan er nú bara svona skemmtileg einföldun á gullinsniðinu ekki satt? Það er óttalega vitlaust að reyna að sanna þessa reglu eða eitthvað álíka, enda er myndbygging ekkert valin eins í hverri mynd - það fer bara eftir því hvaða áhrif sá sem býr til myndina vill fá fram.

Ja.. það er nú reyndar til alls konar vísindi og ein af þeim hefur einmitt talið sig sanna þessar reglur, meðal annars með skoðun á margra alda gamalla málverka eftir risa málverkalistarinnar.

Þannig er ljóst að jafnvel fagurfræðin rétt eins og svo margt annað í okkar lífi, er að grunni til stærðfræði.

Ég sé ekkert að því að hafa fræðilegar greinar um svona hluti, það er ótrúlega margt til sem við ekki vitum en væri stundum gaman að vita.

Og svo ég endurtaki mig, já, ég held að Rule of Thirds sé einföldun á "The Golden Mean"
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 2:36:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndbygging í mynd er stundum heppileg. :- )
Nei en að öllu gríni slepptu, þá er um að gera að kynna sér og þekkja vel öll þau verkfæri sem manni standa til boða þegar maður er að taka mynd, hvort sem það er dýptarskerpa, fjarlægðarsamþjöppun, eða innri fjarlægðarhlutföll athyglispunktanna í myndinni. En þegar allur gjörningurinn (að taka mynd) fer að snúast um það eingöngu að fullnægja þessum reglum erum við komnir út í argasta fine art rúnk, og þá er okkur að yfirsjást tæp 100 ár af listasögu og uppreisn gegn hefðunum. (en það er efni í aðra ennþá stærri og ennþá heitari umræðu Very Happy)
Um að gera að tala um þetta, og um að gera að sýna hvað maður er ógissla klár og skildi stæ203 ógissla vel þegar maður var í menntaskóla með því að koma með einfaldar annarsstigs margliður.

(Það er reyndar áhugavert að spá í því að þessi x^2-x-1 margliða (sem hefur lausnina sem dansig talaði um) er ein einfaldasta hugsanlega annarsstigs margliða. Satt að segja er það alveg ótrúlega merkilegt.)
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
fjall29


Skráður þann: 04 Des 2006
Innlegg: 468

Canon 350D
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 7:04:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hag skrifaði:
fjall29 skrifaði:
Jamm, gullsniðið er hægt að leiða beint út frá hinni ágætu Fibonacci runu. Tenginu við rununa má finna í mörgum náttúrulegum formum, runan er eftir farandi, 0-1-1-2-3-5-8-13-21-34-55. Skoðum þetta nánar með hliðsjón að Fibonacci spiralinum http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/9/93/Fibonacci_spiral_34.svg. Hann er teiknaður út frá ferningum sem eru með stuðla rununnar sem hliðar, þ.e. 1x1,1x1,2x2,3x3,5x5...

Reiknum nú hlutfallið milli langhliðar og skammhliðar, 3/2=1,5 (þriðjungur); 5/3=1,67; 8/5=1,6; 13/8=1,625; 21/13=1.615; 34/21=1,619; 55/34=1,618.

Talan sem DanSig nefnir hér að ofan er útkoma 1/s=s-1 eða s^2-s-1=0 og s= 1,618... eða -0,618.

Hér eru samsvörunin augljós, þriðjungurinn er bara fyrsta nálgun og sú einfaldasta.


T.d. í sportinu þá byrja ég altaf að reikna þetta út áður en ég ýti á takkan annað myndi nú ekki ganga upp það hljóta nú allir að sjá!!

kv hag


Nú erum við að tala saman Halli:-)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 10:09:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Skil ekki alveg notendur LMK.

Hér birtir Óskar grein sem hann kallar þriðjungsregluna. Hann útskýrir hann "fimlega" og fær í staðinn mikið klapp og lof, enda mjög gott mál.

snip

Já, maður sér margt skrýtið hérna. Þriðjungareglan er "regla" vegna þess að með henni fæst gott jafnvægi í myndbyggingunni. Það er þægilegt að horfa á þannig myndir vegna þess m.a. að aðalatriði myndarinnar eru vel innan þess fókussviðs sem augað hefur. Þeir sem hafa "gott auga" sjá svona myndefni/myndbyggingu af einhverju óskiljanlegu innsæi - til dæmis hag (úr því hann póstaði hérna, mér finnst hann hafa afskaplega gott auga fyrir myndefni).

Þriðjungareglan er bara ein leið til að nálgast viðfangsefnið, hún er ekki lögmálið. Hún er hins vegar þægileg leið til að skýra fyrir fólki mikilvægi myndbygginarinnar og fá það til að átta sig á hvers vegna sumar myndir eru góðar og aðrar ekki. Um leið og fólk gerir sér grein fyrir þessu þá fer það um leið að hugsa aðeins út fyrir kassann. Þess vegna er mikilvægt að kynna svona þumalputtareglur fyrir fólki, og Óskar á mikinn heiður skilinn fyrir að gera það hér. Hinir sem eru að setja út á þessar reglur skilja á hinn bóginn ekki mikilvægi þessara grunnviðmiða.

Maður þarft að kunna reglurnar til að geta brotið þær skynsamlega. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir það eitt máli hvort þú ert ánægður með myndina eða hvort þér finnst hún góð - og þér finnst hún oft góð vegna þess að myndbyggingin er góð, hvort sem það er vegna einhverra þriðjungareglna eða annarra hluta.

Það er lærdómsrík æfing fyrir fólk að láta það útskýra af hverju því finnst ein mynd góð en önnur ekki
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 10:28:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Völundur skrifaði:
Þriðjungareglan er nú bara svona skemmtileg einföldun á gullinsniðinu ekki satt? Það er óttalega vitlaust að reyna að sanna þessa reglu eða eitthvað álíka, enda er myndbygging ekkert valin eins í hverri mynd - það fer bara eftir því hvaða áhrif sá sem býr til myndina vill fá fram.

Ja.. það er nú reyndar til alls konar vísindi og ein af þeim hefur einmitt talið sig sanna þessar reglur, meðal annars með skoðun á margra alda gamalla málverka eftir risa málverkalistarinnar.

Þannig er ljóst að jafnvel fagurfræðin rétt eins og svo margt annað í okkar lífi, er að grunni til stærðfræði.

Ég sé ekkert að því að hafa fræðilegar greinar um svona hluti, það er ótrúlega margt til sem við ekki vitum en væri stundum gaman að vita.

Og svo ég endurtaki mig, já, ég held að Rule of Thirds sé einföldun á "The Golden Mean"


Þú verður einfaldlega að gera greinarmun á greinandi fagi, og gerandi fagi, greinin sem er sett fram hérna í þessum þræði er ekki hugsuð sem tæki til að greina ljósmyndir, heldur sem tól til þess að hafa í rassvasanum, og nota þegar maður "gerir" ljósmyndir. - á þessu er stór munur.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Birkir


Skráður þann: 27 Maí 2005
Innlegg: 1583
Staðsetning: Reykjavík
Allskonar
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 11:57:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tryptophan skrifaði:
tæp

eða rúm
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 12:39:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svona til að fyrirbyggja misskilning, þá er ég lítillar reglu maður í ljósmyndun. Er til þess að gera nýlega byrjaður að "stúdera" þetta fag, þótt ég hafi tekið myndir nokkuð lengi.

Horfi hins vegar meir á mynduppbyggingu fyrir framan tölvuna þegar ég þarf að kroppa og leika mér. Finnst þessi "viewfinder" óttalega kljénn, lítill og ómerkilegur, hvað þá fyrir svona vel ígrundaða skiptingu sem Hin Gullna regla útskýrir.

Eðlilega er það sitthvað að vera dútla sér við að mála eða teikna mynd, eða taka mynd í gegnum svo gott sem nálarauga á 1/100 úr sekúndu eða svo.

Og eðlilega verða svona reglur fyrir ljósmyndara í besta falli leiðbeiningar eða gróft viðmið í flestum tilvikum.

Reyndar væri hægt að flokka ljósmyndun í tvo megin flokka út frá þessu konsepti, það er, tökur sem leyfa ljósmyndara að stúdera allt sem hann kærir sig um og hann hefur tíma til þess, og síðan í aðstæður þar sem aðalatriðið er að grípa mómentið.

Eftir sem áður held ég að menn geti þjálfað hið listræna auga. Og aftur eru tölvurnar með sín leikföng, forritin, upplagður vettvangur til að þjálfa sig.

Síðan á Laugardaginn hef ég verið að skoða þetta aðeins. Ég bjó til svona mynd með fjórum línum, fyrst eftir þriðjungsreglunni og síðan eftir Gullnu reglunni, þessa mynd er ég búinn að vera að resize-a og afrita inn á mínar ljósmyndir, breyti Opacity-inu og þá sé ég þessar línur og hvar þær skera, síðan leik ég mér að kroppa.

Þetta er að sjálfsögðu hin mesta skemmtun fyrir mig og umleið er ég þess fullviss að eftir einhvern x-tíma, þá mun ég hafa eflt "listræna augað" eitthvað, hvort sem það skilar sér í betri ljósmyndum eður ei, verður bara að koma í ljós.

Viðbót:
Er búinn að vera að leita að flottari lausn, hef fundið Actions sem gera þetta en er líka frekar stirt. Hefði haldið að þetta ætti að vera hægt að gera í View eða options í PS CS3, en svo virðist ekki vera.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 13:32:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er einmitt til svolítið af hugbúnaði til að sjá þetta í tölvunni, voða gaman Smile
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 13:42:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Það er einmitt til svolítið af hugbúnaði til að sjá þetta í tölvunni, voða gaman Smile


Lightroom hefur nokkur grid (og reyndar fleira en bara grid) til að skoða myndirnar við. Það fer orðið nánast í taugarnar á mér núna að tékka mynd við þriðjungareglugrid og sjá hve oft hlutir raðast á línur og punkta. Ég verð að fara að hætta þessu Razz
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 14:48:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ætli þarna sé ekki sama fyrirbærið og þegar eitthvað tíðindavert gerist og menn reka svo augun í að það er fullt tungl: Mikilverðir atburðir verða alltaf á fullu tungli.

Svona línuspeki af hvaða sort sem er, er annars dæmd til að vera tautológía, sjáið bara línurnar hans Einars Pálssonar.

Hvað myndir varðar hins vegar þá er það staðreynd að okkur finnast sum hlutföll fallegri að horfa á en önnur. Þriðjungsreglan er áviti á slík hlutföll, en alls ekki það eina.
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 16:29:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DIN skrifaði:
Ætli þarna sé ekki sama fyrirbærið og þegar eitthvað tíðindavert gerist og menn reka svo augun í að það er fullt tungl: Mikilverðir atburðir verða alltaf á fullu tungli.


Það er reyndar bara rugl.

Það er ekkert svo fáránlegt að þegar maður hafi tamið sér að taka myndir eftir ákveðinni „reglu“ að sú regla „loði“ við mann þótt maður ætli sér ekki sérstaklega að nota hana. Þetta á líklega sérstaklega við um myndir þar sem maður hefur ekki tíma til að hugsa sérstaklega um myndbyggingu heldur tekur myndina spontant eða svo til.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 18:06:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

karlg skrifaði:
DIN skrifaði:
Ætli þarna sé ekki sama fyrirbærið og þegar eitthvað tíðindavert gerist og menn reka svo augun í að það er fullt tungl: Mikilverðir atburðir verða alltaf á fullu tungli.


Það er reyndar bara rugl.

Ætli það, því eins og ég sagði hér ofar, þá gildir um góða ljósmyndara:

DIN skrifaði:
Já, maður sér margt skrýtið hérna. Þriðjungareglan er "regla" vegna þess að með henni fæst gott jafnvægi í myndbyggingunni. Það er þægilegt að horfa á þannig myndir vegna þess m.a. að aðalatriði myndarinnar eru vel innan þess fókussviðs sem augað hefur. Þeir sem hafa "gott auga" sjá svona myndefni/myndbyggingu af einhverju óskiljanlegu innsæi - til dæmis hag (úr því hann póstaði hérna, mér finnst hann hafa afskaplega gott auga fyrir myndefni).

Semsagt, ég var að segja það nákvæmlega sama og

karlg skrifaði:
Það er ekkert svo fáránlegt að þegar maður hafi tamið sér að taka myndir eftir ákveðinni „reglu“ að sú regla „loði“ við mann þótt maður ætli sér ekki sérstaklega að nota hana. Þetta á líklega sérstaklega við um myndir þar sem maður hefur ekki tíma til að hugsa sérstaklega um myndbyggingu heldur tekur myndina spontant eða svo til.

(eða ætlaði amk að gera það, þó ég kæmi kannski eins vel orðum að því og þú.)

Með athugasemdinni með fulla tunglið þá átti ég við aðeins annað, það að stundum slysast menn til að taka góða mynd, og sjá svo eftirá að hún fellur undir einhverja reglu. Óvart.
_________________
Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Davíð Örn


Skráður þann: 01 Júl 2007
Innlegg: 742
Staðsetning: Fyrir framan PC fjandann...
Canon EOS 50D
InnleggInnlegg: 03 Feb 2009 - 18:17:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta var góð og fræðandi lesning, þar til einhver þurfti endilega að troða stærðfræði inn Evil or Very Mad

takk Óskar fyrir þetta.

KV Davíð Örn..
_________________
ÆÆJI þið vitið, þessi Flindbulli á árshátíðinni....
50D..
350D
300V filma
sigma 24-70 2.8
17-85 IS usm
Pentax ME SE
Pentax smc 28 2.8
Pentax smc 50 2.0
Pentax smc 50 1.4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
Blaðsíða 5 af 6

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group