Sjá spjallþráð - Þriðjungareglan og fleira um myndbyggingu. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þriðjungareglan og fleira um myndbyggingu.
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 0:45:09    Efni innleggs: Þriðjungareglan og fleira um myndbyggingu. Svara með tilvísun

Eftir að hafa skoðað myndirnar í jólakeppninni nokkrum sinnum og komist að því að hafa ansi oft verið að tuða yfir skort á góðri myndbyggingu hjá fólki þá langar mig að segja nokkra hluti um hana sem mögulega gæti gagnast einhverjum byrjendum.

Það fyrsta sem ber að nefna er þriðjungareglan svokallaða (e. Rule of thirds). Regla þessi er í raun bara einfölduð útgáfa á gullinsniðsreglunni. En gullinsniðið er hlutfallið 1.618 : 1. Þetta er ansi nálægt hlutfallinu 3 : 2 og því er það oftar notað vegna þess hvað það er mikið einfaldara.

Þessi regla snýst um að setja inn fjóra punkta á myndina með því að skipta henni í þrennt (eða eftir gullinsniði) með lóðréttum og láréttum línum og þessir punktar eru þá skurðpunktar línanna, eins og sést á eftirfarandi mynd, sem var lokaverkefnið mitt í ljósmyndun. Þarna setti ég inn línur þar sem gullinsniðið liggur svo það sé auðveldara að átta sig á því.Þessa punkta og línur notar maður síðan til að staðsetja myndefnið. Aðalatriði myndarinnar, í þessu tilfelli höfuð hjólreiðamannsins er þá sett á sama stað og einhver skurðpunktur. Þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera neitt nákvæmt heldur er einungis notað til viðmiðunnar. Þarna passar líka gullinsniðs línan við skilin milli veggs og himins.

Með því að stilla myndefninu þannig fyrir inni á myndinni að það sé ekki í miðjunni heldur í einhverjum af þessum 4 punktum þá fæst oft miklu skemmtilegri myndbygging en ella.

Þessar línur má síðan nota í ýmislegt, til dæmist þegar að sjóndeildarhringur kemur fyrir á mynd þá er oftast heillavænlegast að hafa hanna í sömu hæð og önnur hvor láréttu línanna í staðinn fyrir að hafa hann í gegnum miðja myndina.

Þegar tekin er andlitsmynd er einnig oft mjög gott að láta augun vera í sömu hæð og efri lárétta línan.

Svona fræði á ég bágt með að útskýra, þetta hefur eitthvað með að gera hvernig okkur lýður að sjá myndina og þetta virðist vera einhverskonar undirmeðvitund en venjulega eru flestir sammála um þetta þó oft á tíðum sjái maður myndir sem eru einfaldlega flottari með einhverra annarri myndbyggingu.

Annað sem vert að er hugsa um er þegar myndefni er annaðhvort hægra eða vinstra megin á mynd er hvernig það snýr. Mikilvægt er að bílar og annað sem er á ferð og eins hvert fólk horfir að það stefni inn í myndina en ekki út úr henni.

Það sést vel á myndinni hér fyrir ofan hvað fígúran lítur inn í myndflötinn en ekki út úr honum.

Huga þarf að öllum línum sem koma fyrir í myndinni, ef það er lárétt lína sem er mjög áberandi í myndinni er slæmt að láta hana skera í gegnum miðja myndina, það sker myndina í sundur. Einnig þarf að huga að því að beinar línur í myndun leiða augað eftir sér, séu beinar línur í mynd sem liggja beint út úr henni þá gera augun það líka og myndin verður ekki jafn sterk.

Bakgrunnur mynda er oftast bestur mjög hlutlaus, það borgar sig að reyna draga aðalatriði myndar vel fram og láta það standa sem aðalatriði og hafa bakgrunnin því frekar einfaldann eða allavega á einhvern hátt hlutlausann.

Neikvætt rými (negative space) er hægt að nota á mjög flottann hátt en það er erfitt fyrir byrjendur, og marga lengra komna, að hafa gott vald á því hvenær það er að virka og hvenær ekki. Gott ráð er því að hafa ekki of mikið af einhverju hlutlausu rými þar sem ekkert er. Eitt af þeim skemmtilegri ráðum sem ég hef heyrt er að ef myndin er ekki nógu góð, farðu þá nær.

Liti má einnig nota á markvissann hátt til að byggja upp myndir, hægt er að láta litina falla vel saman og skapa eina heild, eða draga myndefnið betur fram með að hafa það í allt öðrum lit en bakgrunninn. Myndir þar sem sterkir litir eru notaðir verða að vera hugsaðar þannig að litirnir passi vel saman.

Gott getur verið að ramma myndefnið inn með einhverjum forgrunn en einnig getur forgrunnur reynst virkilega mikilvægur til að auka dýpt myndar og það er hlutur sem margir þurfa að huga mun betur að. Til dæmis rek ég mig oft á að einhver ljósmyndari commentar á mynd frá mér að hún sé mjög flott, en það vanti forgrunn, var enginn spurja þeir, þá er hálf ömurlegt að segjast ekki hafa gáð að því einu sinni.
Fyrir þá sem ekki vita hvað forgrunnur er þá er það það sem er næst í myndinni en er ekki aðalmyndefni, þá kemur forgrunnur fremst (oft neðst), aðalmyndefni þar fyrir aftan og svo bakgrunnurinn aftast.
Spurningunni um hvort maður geti notað forgrunn er auðvelt að svara, maður lítur á það sem er maður er að fara taka mynd af og sérð hvort það sé eitthvað nær manni sem maður getur haft með á myndinni.

Að kroppa myndina, eða skera hana út á réttan hátt, getur ráðið úrslitum um hvort hún lýti vel út eða ekki. Að hafa bil jöfn í staðinn fyrir örlítinn mun, að hafa hana rétta í laginu og svo framvegis. Prófið margar útgáfur og berið þær saman, prófið allt þó það virðist asnalegt, það er oft sem það gefur myndinni þetta sérstaka útlit.

Einnig er til svokölluð þríhyrningaregla sem ég kann varla að útskýra. Hún byggist upp á því að viðfangsefnið myndi nokkurskonar þríhyrning. Þetta má sjá í mörgum málverkum uppreisnatímabilsins og er þetta almennt mjög sterkt. Það er talað um að þríhyrningurinn tengi myndefnið betur saman á meða til dæmis ferningur skiptir því meira upp.

Hérna eru nokkur góð ráð sem hægt er að hugsa um áður en myndin er tekin:

a) Hvort hentar myndefninu betur að vera landscape eða portrait, eða jafnvel 1x1 ?
b) Hvaða linsa, brennivídd, hentar best, víðlinsa, normal linsa soom linsa, fiskiauga, macro ....
c) Hvaða sjónarhorn kemur til með að vera skemmtilegast fyrir myndefnið?
d) Er eitthvað í bakgrunni eða annarstaðar á myndinni sem dregur að sér óþarfa athygli ?
e) Eru einhverja línur í myndinn sem ég get nýtt mér til að draga augu áhorfandans í átt að myndefninu en ekki út úr myndinni ?
f) Get ég rammað myndefnið inn á einhvern hátt ?
g) Get ég notað forgrunn til að auka dýpt myndarinnar ?
h) Get ég farið nær til að losna við óþarfa myndefni sem gerir myndina bara flóknari ?


Þó svo að hér sé talað um reglur og hvað eigi almennt að gera þá er þetta alveg eins og lög um hámarkshraða, einungis sett til þess að brjóta þetta. Einfaldlega viðmið sem oft er gott að fara eftir en alls ekkert must. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera frekar frumlegur og byggja myndir sínar upp á þann hátt sem manni sjálfum líkar því að fólk ætti ekki að vera taka myndir eftir annarra manna höfði heldur síni eigin.

Ég vona hinsvegar að það sé eitthvað þarna sem einhver getur nýtt sér því þá veit ég að ég hef gert eitthvað gagn.


Síðast breytt af oskar þann 30 Nóv 2005 - 20:02:58, breytt 5 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kkkson


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 733
Staðsetning: Selfoss
Nikon D80
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 1:08:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábær grein sem ég mun líta í aftur og kunna utan að Very Happy
Líka frábært að fá þessa punkta neðst því þetta eru hlutir sem maður verður að spá í Very Happy
_________________
Vantar einhverja góða undirskrift
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 1:20:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Óskar, þú ert bara töffari! Cool
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Aron
Umræðuráð


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 3859

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 1:49:31    Efni innleggs: . Svara með tilvísun

Góð vinnubrögð Wink
nú bara að fá einhvern til að færa þetta í læra Rolling Eyes
_________________
Once upon a time photographers had to manually focus. Then in the 80's they came out with single point center autofocus. Now apparently no one can take a photo with out 5+ autofocus points
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 1:52:22    Efni innleggs: Re: . Svara með tilvísun

Aron skrifaði:
Góð vinnubrögð Wink
nú bara að fá einhvern til að færa þetta í læra Rolling Eyes


Það verður gert á morgun, ég ætla að lesa þetta aftur á morgun og gá hvort ég sé að gleyma einhverju eða segja eitthvað sem er ekki nógu gott, svona af því þetta var bara að koma út úr kollinum á mér en ekki stolið af netinu
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 1:53:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er snilld Smile
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
leifur


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 833
Staðsetning: rvk
Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 2:58:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta er frábært því ég ætlaði einmitt að setja fram spurningu um hvað myndbygging væri. það voru svo margir sem sögðu að myndbyggingin hjá mér væri svo léleg í jólakeppninni.
_________________
ljósmyndun er forvitnileg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Kari Fannar


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Nikon D90
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 3:16:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Good work
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 3:30:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott hjá þér, Óskar!

En ég ætla að leyfa mér að vera ósammála einu atriði (allavega):
oskar skrifaði:

Hérna eru nokkur góð ráð sem hægt er að hugsa um áður en myndin er tekin:
[...]
b) Hvaða linsa, brennivídd, hentar best, víðlinsa, normal linsa soom linsa, fiskiauga, macro ....

Ég er semsagt frekar ósammála því að maður eigi að vera mikið að velta fyrir hvaða fókuslengd maður eigi að vera að nota við myndatöku - allavega fyrir byrjendur. Það er svosem fínt fyrir þá sem vita hvað þeir eru að gera en það er einfaldlega ekki hægt að segja það um okkur áhugamenn - við vitum ekki nægilega vel hvað við erum að gera og því best að reyna að einfalda hlutina eins og hægt er.
Þegar fólk notar zoom linsur þarf það nefnilega ekki einungis að hugsa um myndbygginguna, hvaða sjónarhorn sé best og á hvaða andartaki eigi að taka myndina heldur þarf fólk allt í einu líka að fara að pæla í enn öðrum þætti sem er hvaða fókuslengd eigi að nota fyrir myndina. Slíkt er einfaldlega allt of flókið fyrir byrjendur, að mínu mati og því best fyrir byrjendur að halda sig við eina fókuslengd og pæla þeim mun meira í myndbyggingunni. Eða eins og sagt er: „Keep in simple, stupid!
Síðan þegar viðkomandi er búinn að ná góðum tökum á myndbyggingunni og er orðinn aðeins öruggari með sjálfan sig er ágætt að byrja að fikta með aðrar fókuslengdir og nota zoom linsur.

En í upphafi þarf maður að aga sjálfan sig dálítið upp og spá fyrst í aðalatriðunum sem hljóta að vera myndbyggingin og að ýta á gikkinn á réttum tíma.

Ég er semsagt verulega á móti því að byrjendur fái sér fleiri en eina linsu í upphafi og helst ekki zoom linsur.
(Ég hef samt ekkert á móti zoom linsum og þær hafa auðvitað margvíslegt notagildi og eru ómissandi í mörgum tilvikum - t.d. við fréttaljósmyndun - mér finnst þær bara ekki hentugar fyrir byrjendur.)

(Af sömu ástæðu finnst mér líka að byrjendur eigi að forðast að nota flass í lengstu lög - annar variable til að hugsa um.)

Svo er líka betra fyrir pyngjuna að byrja smátt og með eina (góða) fasta (og hraða) linsu. Smile

YMMV.

E.S. líta er ekki með ý.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
*Guðbjörg*


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 591

Canon 20D
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 3:31:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

flott grein, en samt finnst mér myndbyggingareglurnar vera til að brjóta þær Smile Sumar myndir koma mjög vel út í þessari reglu en margar myndir henta illa í þetta, jafnvel þótt það séu portrait myndir Smile

Geggjuð vel skrifuð grein óskar, Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 3:40:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

*Guðbjörg* skrifaði:
flott grein, en samt finnst mér myndbyggingareglurnar vera til að brjóta þær Smile Sumar myndir koma mjög vel út í þessari reglu en margar myndir henta illa í þetta, jafnvel þótt það séu portrait myndir Smile

Geggjuð vel skrifuð grein óskar, Smile

Best er að kunna reglurnar vel fyrst áður en maður fer að brjóta þær. Góður ljósmyndari eða málari veit hvenær hann á að brjóta reglurnar en byrjandinn hefur ekki nærri því eins sterka tilfinningu fyrir því og því gott fyrir hann að halda sig við reglurnar sem viðmiðun til að byrja með.

Þá þarf hann líka alltaf að hafa góða ástæðu fyrir því ef hann vill brjóta reglurnar - ef hann getur sannfært sjálfan sig um að gott sé að brjóta reglurnar er líklegt að hann hafi rétt fyrir sér.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Aron
Umræðuráð


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 3859

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 4:42:46    Efni innleggs: , Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
*Guðbjörg* skrifaði:
flott grein, en samt finnst mér myndbyggingareglurnar vera til að brjóta þær Smile Sumar myndir koma mjög vel út í þessari reglu en margar myndir henta illa í þetta, jafnvel þótt það séu portrait myndir Smile

Geggjuð vel skrifuð grein óskar, Smile

Best er að kunna reglurnar vel fyrst áður en maður fer að brjóta þær. Góður ljósmyndari eða málari veit hvenær hann á að brjóta reglurnar en byrjandinn hefur ekki nærri því eins sterka tilfinningu fyrir því og því gott fyrir hann að halda sig við reglurnar sem viðmiðun til að byrja með.

Þá þarf hann líka alltaf að hafa góða ástæðu fyrir því ef hann vill brjóta reglurnar - ef hann getur sannfært sjálfan sig um að gott sé að brjóta reglurnar er líklegt að hann hafi rétt fyrir sér.


gugga við 2 kúkum á kerfið....
enda þetta engin föst regla heldur góð viðmiðun einungis til að ná góðu sjónarhorni...
en þar með talið er ekki sagt að það sé ekki til betra sjónarhorn við hvert skot... góð "regla"
frekar að reyna að þroska með sér eigin stíll og vinnubrögð. ágætt að læra svona en samt ekki vera fastur í sama farinu og "nauðga" þessari reglu sem dæmi... Rolling Eyes
_________________
Once upon a time photographers had to manually focus. Then in the 80's they came out with single point center autofocus. Now apparently no one can take a photo with out 5+ autofocus points
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 5:03:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er auðvitað gott að geta hunsað það sem aðrir hafa fattað á undan manni og þróað sinn eigin stíl án þess að taka nokkurt tillit til annarra en það tekur bara lengri tíma þannig.

Það er heldur enginn að tala um að fara í einu og öllu eftir „reglunum“ (auðvitað engar reglur til um þetta, bara viðmið eins og oftsinnis hefur verið tekið fram) heldur miklu frekar að kunna þær svo maður viti hvenær maður er að brjóta þær. Fær mann líka aðeins til að hugsa því þá verður maður auðvitað að vita afhverju það er gott að brjóta regluna/viðmiðið í þetta skiptið.
En til að kunna reglurnar almennilega verður maður aðeins að þjálfa sig í notkun þeirra.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 11:42:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fókuslengd: Fullt af fólki á meira en eina fasta linsu, það er ekki mitt að ákveða hvað fólk á, og þegar margir eiga meira en eina linsu þá er grundvallaratriði að ákveða hvaða linsa og brennivídd henti fyrir hverja mynd.

Reglur: Þær eru bara til að brjóta þær, eins og ég reyndi að segja eins skýrt og ég mögulega gat, þetta er bara viðmið sem fólk ætti að vita af og skilja hvernig virkar. Það er fátt leiðinlegra en að skoða 100 myndir sem allar eru teknar eftir sömu formúlunni þannig ég ætla að vona að fólk hérna fari ekki að taka þetta of bókstaflega. Enda skil ég ekki af hverju fólk ætti eitthvað að taka meira mark á því sem ég er segja frá, sem er vitneskja sem ég hef safnað að mér, heldur ætti það frekar að taka mark á sjálfu sér og hvað því sjálfu finnst flott.

En til að komast að því hvað það er virkilega sem þeim finnst flott þá eru þetta svona hint sem gæti verið ágætt að prófa og sjá hvernig kemur út.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
arnit


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 96
Staðsetning: Nei takk

InnleggInnlegg: 19 Des 2004 - 18:03:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Besta reglan er...

"Þegar þú þekkir allar reglurnar máttu brjóta þær" Smile
_________________
Nei takk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst AIM-vistfang Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
Blaðsíða 1 af 6

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group