Sjá spjallþráð - Norðurljósa ljósmyndun :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Norðurljósa ljósmyndun
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Odie
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Okt 2005
Innlegg: 2878
Staðsetning: sennilega í vinnunni
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 0:08:00    Efni innleggs: Norðurljósa ljósmyndun Svara með tilvísun

Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé lærdómsvefur og þar sem ég tel mig vita
eitthvað um norðurljósa ljósmyndun þá er við hæfi að skrifa smá
grein og skila einhverju til baka, enda margt sem ég hef lært héðan.

Norðurljós
http://www.gedds.alaska.edu/AuroraForecast/
Þó að spáin segi eitthvað þá skiptir meira máli hvað stutta spáin hjá þeim
segir sem er á hægri spásíu. Ég myndi segja að spá gildið hjá þeim þyrfti
að vera 3+
Það má vel ná myndum þó að spáin sé 2. En það getur þurft að bíða Smile
Eða taka myndir á lengri tíma.

http://www.spaceweather.com/
Gott að sjá að svæðið nái til Íslands.
http://portal.cssdp.ca:8080/ssdp/static_content/ssdp/rt_oval/index.html

http://www.atmosphericwildlife.com/forecast/aurora.html

Veður skiptir síðan miklu máli enda þarf að sjást í heiðan himininn
http://www.vedur.is (skoða veðursjána fyrir suðurlandið og gervitunglin) eða bara skreppa út Smile
http://vedur.is/vedur/spar/skyjahula/
Getur verið gott að skoða gervitunglamyndir líka
http://vedur.is/vedur/athuganir/vedurtungl

Útbúnaður.
  - Hlý föt eru númer 1 2 og 3. (gönguskór, trefill , húfa og vettlingar)
  það er kalt
  - Vel hlaðin batterí.
  - Tómt minniskort
  - Myndavél sem hefur ekki mikið noise í 400-800iso
  Ég nota Canon 20D og er hún ágæt í 400iso og brúkleg í 800iso
  Þessa skoðun mína ætla ég að endurskoða, en ég nota orðið mikið
  meira 800iso. Það er lítið mál að laga noise eftirá.
  - Bjarta gleiðlinsu
  Ég nota canon 10-22mm 3.5f-4.5f Sem er ekkert sérstaklega björt
  Hér dreymir mig um 2.8f eða 1.4f linsu.
  - Góður þrífótur
  Ef þú ert ekki með góðan þrífót keyptu þér ein. Þarf að vera stöðugur.
  - Giksnúra (+ sokkur)
  Þarfaþing. Ég nota Canon Tc-80N3,
  http://www.luminous-landscape.com/reviews/tc-80n3.shtml
  Þessi græja bjargar manni alveg. Hægt er að forrita hann þannig að
  hann taki margar myndir í röð á ákveðnum tíma með ákveðnu millibili.
  Og sokkurinn er með gati og notaður til að vernda fjarstýringuna
  - Gott vasaljós
  Ef þú gleymir því þá borgar það sig að snúa við og ná í það.
  Viða er ansi dimmt og þegar maður er að ganga í myrkri með allar
  græjurnar þá er vissara að sjá hvert og á hvað maður stígur.
  Að auki er gott að nota það til að lýsa upp forgrun mynda ef maður vill.
  - mp3 spilara
  Tíminn er fljótari að líða.
  - Ermi á flíspeysu (Ekki nauðsynlegt) En með smá handavinnu þá
  má klæða myndavélina í ermina og hlífa henni þannig smávegis fyrir
  veðri og vindi.


Staðsetning
Ég hef ekki mikið fram að færa hér, en það borgar sig að fara talsvert langt
frá borginni Ljósin þaðan og friðarsúlan sjást langt að. Þetta þarf ekki að
vera alslæmt en ljósin frá bæjum geta verið hvimleið.

Tímasetning
Ég held, en er ekki alveg viss að norðurljósin séu sterkust þegar sólin er
alveg hinu megin við jörðina. Þar sem við eru u.þ.b. GMT+1 þá eru þau
sterkust eitthvað um 23:00 til 03:00.

Sólin
Sólin er margbreytileg og hefur ansi margar breytingar lotur. Einna þekktust
er 11 ára lota sem virkni sólbletta (sólgosa) virðist fylgja. Árið 2008
og það sem er af 2009 hefur sólin verið einstaklega róleg og erum við
að upplifa lágpunkt í þessari virkni. Það er hins vegar ómögulegt að
vita hvað þessi lágmarkstími verður langur. Við verðum bara að vona að
þessu tímabili fari að ljúka fljótlega.
Sjá nánar um sunspot cycle: http://en.wikipedia.org/wiki/Sun

Myndefni
Það borgar sig að taka myndir með einhverjum forgrunni og því miður er
margt af því sem maður hefur áhuga á að hafa í forgrunni lýst upp með
ljósum. Sem veldur því að það verður yfirlýst, eða norðurljósin sjást varla.
það borgar sig að finna eitthvað sem maður getur lýst upp sjálfur.

Myndatakan
Stilla vélina á RAW iso 400-800 (1600 og hærra ef þú hefur vél sem
ekki eyðileggur myndina með hærra iso)
Það þarf þolinmæði norðurljósin eru oft að koma og fara. Gefðu þér því
góðan tíma. Stilltu öllu upp og taktu nokkrar prufumyndir notaðu stærsta
ljósopið sem linsan biður þér uppá og skoðaðu útkomuna. Skoðaðu
sérstaklega vel histogram myndarinnar og lærðu að skilja hvað það er að
segja þér.
Linsuna stillir þú á manual fókus og stillir á óendanlegt (8 á hlið)
Margir benda réttilega á að það sé gott að yfirlýsa myndirnar pínulítið
og ég er sammála því. En þessa yfirlýsingu má laga í RAW vinnslu eftirá.

Þar sem ég er með giksnúru þá stilli ég vélina á "mirror lockup" og stilli
vélina á self-timer (sem verður 2sec með gikksnúrunni) forrita hana til
að taka nokkrar myndir á meðan ég skoða umhverfið og spái í myndefninu.
Ef ég er með forgrunn sem ég vill lýsa upp þá prófa ég mismunandi tíma
og lýsingu með vasaljósinu. Ég lýsi etv. ekki ástæðu mirror lockup mikið
en þegar ég nota ekki giksnúru þá finnst mér þetta vera nauðsynlegt.
Hins vegar ætti það að vera óþarfi þegar lýsingatími er orðin meira en 10 sec.

Þegar komið er heim
Geyma kalda myndavélina í töskunni sinni og leyfa henni að jafan sig rólega.

Myndvinnsla
Augljóslega hafa allir mismunandi skoðun á þessum þætti, en nokkrir hlutir
breytast held ég ekki.
Nosie ninja : er plugin í photoshop (og sjálfstætt forrit) sem minnkar noise
er algert þarfaþing og ég hef jafnvel notað það tvisvar á sömu myndina.
Color balance. Farið varlega með litina það er auðvelt að ofgera hlutunum.

Nokkrir þræðir
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=13199&highlight=nor%F0urlj%F3s
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=13513&highlight=nor%F0urlj%F3s
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=20781&highlight=nor%F0urlj%F3s
Vetrarljósmyndun
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=21260

Bío
Þegar mér leiddist eitt kvöldið, þar sem norðurljósin voru ekkert
sérstaklega spennandi þá prófaði ég að taka nokkuð marga ramma án
þess að færa myndavélina. Setti þetta síðan saman í movie maker.
trikkið við þetta var að forrita Canon Tc-80N3 gikksnúruna.
http://www.flickr.com/photos/odie_iceland/4043642707/

Þakkir
Ég vill þakka öllum sem hafa komið með góðar ábendingar við greinina.


##############################################
Vona að þetta hjálpi einhverjum.
Á bakvið flestar myndir er einhver saga og á bakvið
http://www.ljosmyndakeppni.is/resultimage.php?imageid=7380&challengeid=268
er smá saga. Heima hjá mér í Mosfellsbæ sá ég rétt glitta í norðurljós og
velti lengi fyrir mér hvort ég ætti að leggja af stað alla leið í krísuvík til að
taka myndir. En eftir að hafa séð
http://www.islandsvefurinn.is/slideshowphoto.asp?Nr=1&syrpa=aurora&count=27
þá vissi ég að Krísuvíkurkirkja er æðislegur staður til að taka myndir.
Ég lagði nú af stað og þegar ég var komin í Hafnarfjörðin þá var ég
virkilega að spá í því að snúa við, enda sýndist mér vera orðið skýjað
Þegar ég kom að Kleifarvatni var ég virkilega svartsýn enda himininn
kolsvartur og ekki að sjá eitt einasta norðurljós. Ég tók þá ákvörðun að
taka bara næturmynd að kirkjunni og æfa næturmyndatöku.
Þegar ég kom að kirkjunni þá sá ég lítið ljós koma í áttina til mín.
Ekki átti ég von á því, enda hafði ég ekki séð einn einasta ökutæki þar í
grennd og klukkan var 00:00. Til mín kom útlendingur sem var á göngu
og bað um far til Grindavíkur. Ég var nú ekki alveg til í það og benti honum
á að koma frekar með mér til Hafnarfjarðar og fá far þar suður eftir.
En ég fékk hann ekki til að koma með mér og gekk hann síðan af stað sannfærður
um að annar bíl kæmi og myndi skutla honum. (Hann var vel búin)

Þarna eyddi ég síðan einum klukkutíma í myndatöku og sá glitta í norðurljósin
á bak við skýin. Svo gerðist það í um það bil 5 mínútur að það kom gat á skýin
og ég náði þessari mynd. Svo komu skýin aftur.

Myndina lýsti ég í 32 sekúndur og lýsti ég upp forgrunnin með vasaljósinu í
~10 sekúndur með því að sveifla því rólega yfir forgrunnin.

Orginal myndina getið þið séð
http://images.dpchallenge.com/images_portfolio/45000-49999/46853/800/Copyrighted_Image_Reuse_Prohibited_602983.jpg


Síðast breytt af Odie þann 03 Nóv 2009 - 0:24:49, breytt 4 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
rrenderman


Skráður þann: 16 Júl 2007
Innlegg: 604

Canon
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 0:20:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

jaháá... þetta eru eiginlega of gagnlegar upplýsingar Smile

Ég verð að prófa þetta um leið og ég hef tíma og fara eftir þessu og prófa taka myndir af norðurljósum. Las greinina og sé að það er fullt af smáatriðum sem manni óraði ekki fyrir.

Þessar leiðbeiningar koma sér vel - vel gert Very Happy
_________________
Canon SX50
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 0:24:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fín grein Odie. Very Happy

Það eina sem ég hef við þetta að bæta er að það borgar sig að yfirlýsa myndirnar og draga síðan úr exposure í raw vinnslunni til að minnka noise. Stórt ljósop er mikill kostur því að langar opnanir skila rákum eftir stjörnurnar sem er ekki flott (nema á MJÖG löngum tíma). Draumalinsan í þetta myndi ég halda að væri 24mm f/1.4 L á full frame. Varðandi mirror lock-up þá ætti það ekki að vera nauðsynlegt því að hristingurinn frá speglinum varir ekki nema brota-brot úr heildar lýsingartíma myndarinnar.

Happy Shooting!
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
benedikt.k
Umræðuráð


Skráður þann: 09 Sep 2007
Innlegg: 1452

Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 9:47:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góð grein Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skarpi


Skráður þann: 14 Ágú 2007
Innlegg: 978
Staðsetning: Ísland
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 11:13:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kærar þakkir fyrir þessa góðu grein Odie! Mörgum spurningum nú svarað sem hafa verið að veltast í hausnum á mér undanfarið..

Þegar ég kom heim úr vinnu í gærkvöld tók ég eftir þessum brjáluðu norðurljósum yfir rvk, fór með græjurnar (Canon 400D, EF-S 17-55 f. 2.8 USM IS, Manfrotto þrífót og gikksnúru).. Ég prófaði margar stillingar á ISO, ljósopi og hraða.. en var alls ekki nægilega ánægður með myndirnar og kenndi því um að ljósin frá borginni væru að skemma fyrir. Það má kanski bjarga einhverjum þeirra með góðri myndvinnslu.

Hér að neðan er mynd eftir Sigth þar sem hann nær því sem ég var að rembast við í gær, spurning hvaða stillingar menn nota þegar, eins og í þessu tilviki er mikil lýsing frá borg?

Telur þú Odie að það sé algjörlega crusial að nota RAW format?

kv, Skarpi

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Odie
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Okt 2005
Innlegg: 2878
Staðsetning: sennilega í vinnunni
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 11:42:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
Telur þú Odie að það sé algjörlega crusial að nota RAW format?

Já ég tel það. Það er mikið meiri litadýpt í RAW formati en jpg.
RAW mynd í 20D,30D,350D og 400D er minnir mig 12 bitar (40D 14 bitar).
Jpg mynd er 8bitar. Það munar um minna og RAW converterinn leyfir þér
að halda í smáatriði myndar sem myndu týnast í jpg mynd.

Myndin hjá Sigth er augljóslega lýst þannig að borgin kemur vel út. Hins
vegar verða norðurljósin þá frekar dauf.

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér hvernig væri að nota graduated ND filter
http://en.wikipedia.org/wiki/Graduated_neutral_density_filter
til að skyggja borgina og ná þannig að lýsa himininn betur.

P.s. Myndvinnsla getur ekki lagað illa lýsta mynd. Það er bara svo lítil
litadýpt í svarta litnum á digital vélum og fáir litatónar í undirlýstri mynd.


Síðast breytt af Odie þann 31 Okt 2007 - 11:26:46, breytt 3 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Alliat


Skráður þann: 03 Jún 2005
Innlegg: 497
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 550D/Rebel T2i
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 12:16:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Snilldargrein! Gott að vita þetta! Very Happy
_________________
Alliat. Get yours at bighugelabs.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Elvar_I
Umræðuráð


Skráður þann: 23 Mar 2007
Innlegg: 2913
Staðsetning: Hafnarfjörður
Holga 120N
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 12:18:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög góð grein Odie!
_________________
Flickr

Beauty lies in the eye of the beholder
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Nilli


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 2794
Staðsetning: Í jöklanna skjóli
Nikon D3s & Nikon D600
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 12:31:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott og fróðlegt innlegg Odie. Það eina sem ég er ekki alveg sammála
er þetta með isoið. Það eru fæstir með vélar sem þola að fara mjög hátt með það og lenda þá í að kljást við kornótta mynd í eftirvinnslunni.
Myndi segja að fyrir flestar vélar væri 400 iso hámarkið. Hvað varðar lýsingu á forgrunninum þá nota ég oft bara flassið, held á því og flassa svona tvisvar, þrisvar eftir aðstæðum á meðan vélin stendur opin. Þetta dugar þó bara á það sem er stutt frá.
Kv. Nilli Smile

_________________
Þórir N. Kjartansson
http://500px.com/thorirnk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
orvaratli


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 167

Canon 30D
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 13:28:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög góð grein og vönduð.

Ég er sammála Odie með isoið, ég nota einnig iso 400-800 á 30Dunni minni. Veit að Lárus er að nota allt upp í iso 1600 á 5D við norðurljósamyndir og á hann nokkrar mjög góðar myndir af þeim.

Það er ekki svo erfitt að laga kornóttar myndir í eftirvinnslu. Með lágu iso þá verður lýsingartíminn lengri og oftast koma norðurljósin ekki eins vel út á mynd á löngum lýsingartíma. Verða meira útmáð.
Vildi bæta tvem smáatriðum við:
1. Muna að setja gúmmílok fyrir viewfinderinn til að hindra að ljós komi inn í vélina þá leiðina því það getur dregið úr kontrast í myndinni. Á Cannon er þetta gúmmílok á strappanum sem fylgir vélinni.
2. Í roki er einnig gott að losa strappan af vélinni því hann getur valdið hristingi þegar hann sveiflast um í vindinum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
LOF


Skráður þann: 07 Apr 2007
Innlegg: 1695
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 14:00:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottur þráður og gagnsamur.
Takk fyrir
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
eythorjonas


Skráður þann: 05 Des 2006
Innlegg: 157
Staðsetning: rvk
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 16:34:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegt, þetta er að mestu leyti allt sam þarf að koma fram, svo er það bara reynslan sem gerir gæfu mun.
Best er að hafa alltaf græjurnar tilbúnar.

Tók þessar í gær í heiðmörk.
_________________
Kv. Eyþór Arnar.

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
HilmarSig


Skráður þann: 27 Jún 2006
Innlegg: 188

Canon 30D
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 17:04:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott grein.

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 30 Okt 2007 - 17:33:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Las einu sinni grein um flugelda og ljósmyndun.

Þá voru menn mikið að nota svört spjöld til þess að safna flugeldarákum.

Hafa menn einhverja reynslu af því að nota slíkt í norðurljósin?


HGH
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 10 Okt 2008 - 21:27:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábær og gagnlegur þráður, takk kærlega fyrir þetta Odie og þið hin með viðbótina Very Happy
_________________
Kveðja, V@la®un™
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
Blaðsíða 1 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group