Sjá spjallþráð - Passamyndir - spurning :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Passamyndir - spurning
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 19:55:24    Efni innleggs: Passamyndir - spurning Svara með tilvísun

Jæja, þar sem maður er alltaf að hugsa svo mikið að þá datt mér í hug að spyrja að því hvort maður geti ekki gert passamyndirnar fyrir vegabréf, debet kort etc. bara sjálfur. Eða eru einhver lög sem banna manni að nota nýju fínu dSLR vélina sína í svoleiðis hluti?
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rán


Skráður þann: 28 Ágú 2005
Innlegg: 2099


InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:03:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það bannar þér enginn að taka mynd af þér og prenta út og fara með í bankann.

Hvernig ætti nokkur að vita yfir höfuð hver tók myndina ?

Passaðu bara að hún uppfylli öll sett skilirði....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:05:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þeir eru samt algjörir snillingar þarna sko. Þú mátt ekki mæta með myndina á geisladisk heldur vilja þeir frekar að þú prentir hana út svo þeir geti síðan skannað hana inn.

Snillingar I tell you !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Lúsí


Skráður þann: 29 Ágú 2005
Innlegg: 107
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:06:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef farið með mynd á debetkort sem bróðir minn tók og allt í góðu með það. Held að það gangi ekki með vegabréf því þeir eru farnir að taka myndirnar á staðnum þar.
_________________
http://www.flickr.com/photos/baboon84
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:18:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rán skrifaði:
Það bannar þér enginn að taka mynd af þér og prenta út og fara með í bankann.

Hvernig ætti nokkur að vita yfir höfuð hver tók myndina ?

Passaðu bara að hún uppfylli öll sett skilirði....

Hehe... maður veit aldrei með þessa apaketti, bæði hjá bönkunum og sérstaklega hinu opinbera.

Veit annars einhver, hver þessi skilyrði eru?
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:23:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Allur hausinn þarf að sjást, eðlilegur svipur, bæði augu að sjást og bakgrunnur einlitur. Einhverntímann fékk ég þessi svör allavega.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:25:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Allur hausinn þarf að sjást, eðlilegur svipur, bæði augu að sjást og bakgrunnur einlitur. Einhverntímann fékk ég þessi svör allavega.

Ég sem ætlaði að vera með flottu grímuna mína og reiðilega útlítandi. Very Happy
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:34:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bakgrunnurinn á víst að vera hvítur - það eru til reglugerðasúpur um þetta, líklega inn á vef alþingis, bara í leitinni Wink sendu okkur link haha
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
pallibjoss


Skráður þann: 18 Apr 2005
Innlegg: 469
Staðsetning: Rvík.
Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 20:41:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sjáiði bara prófílmyndina mína, það er "reglugerðar" passamynd.
Originalinn er 1063x1412 pixlar og 300 dpi. Myndin er í jpeg og er um 235 kb að stærð. Skjannahvítur bakgrunnur.
_________________
Sigurpáll Björnsson.

Ljósmyndun er LIST - Með myndavél í hönd og heiminn til afnota

http://pallibjoss.123.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 21:03:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er með svartan bakgrunn í ökuskírteininu allavega.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 23:28:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Alveg hræðilegar myndir sem hið opinbera er að taka af fólki fyrir vegabréfin. Dóttir mín þurfti að fara í svona myndatöku, við reyndar fengum þó nokkrar prufur, þar sem við vorum svo óánægðar með allar myndirnar en urðum síðan að gera okkur að góðu skástu myndina. En þær voru allar teknar þannig að andlitið afbakaðist, svona víðlinsu útlit.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rán


Skráður þann: 28 Ágú 2005
Innlegg: 2099


InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 23:37:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sko, það eru mun strangari reglur fyrir vegabréfa myndirnar heldur en debet kort og þh.

Mátt t.d. ekki vera með hárban eða of stóra spöng (háir þér máksi ekki eeen), hvítur bakgrunnur þarf að vera og bannað að fiffa sig til.

Eru til hellingur af reglugerðum um þetta...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Louise


Skráður þann: 22 Júl 2005
Innlegg: 1256
Staðsetning: Hvammstangi
Nikon D80
InnleggInnlegg: 28 Ágú 2007 - 23:43:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

svo bara að muna stærðina 3,5cm x 4,5cm Wink
Annars þá er þetta ekkert mál a.m.k. fyrir debetkort, ökuskírteini og örorkuskírteini (hef tekið nokkrar myndir fyrir þessar típur af kortum..) - og Reiknistofa bankanna samþykkir ótrúlegustu myndir í kort, hef séð myndir sem eru teknar í partýum og útá túni! Laughing
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Siggi Geirs


Skráður þann: 01 Feb 2006
Innlegg: 429
Staðsetning: Mosfellsbær
Nikon D200
InnleggInnlegg: 29 Ágú 2007 - 9:02:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eitt til viðbótar sem ekki hefur þegar komið fram. Þú getur komið með mynd af sjálfum þér sem hver sem er hefur tekið eins lengi og hún uppfyllir þau skilyrði sem sett eru (þekki þau þó ekki, hef ekki þurft á þessu að halda enn síðan nýju reglurnar voru settar) og þú getur notað þá mynd í passann. Samt sem áður verður þú að fara í myndatöku hjá þeim sem afgreiða passann, þar sem þeir láta tölvuna bera saman myndina sem þú afhendir og þá sem þeir taka eftir því sem mér skilst til að fullvissa sig um að myndin sé af þér (ekki nóg að starfsmaðurinn staðfesti það)!!!!!!!!
Og til að kóróna vitleysuna þá er það þannig að ef tölvan telur að myndin sem þú kemur með sé ekki af þér eftir samanburð á myndinni þinni og þeirri sem var tekin á staðnum þá færðu ekki að nota myndina sem þú komst með (jafnvel þótt hún hafi verið tekin af þér fyrir framan viðkomandi starfsmanni af hæfum ljósmyndara með góðar græjur).
Lengi lifi kerfið og möppudýr þess.
_________________
kv.
Siggi Geirs
www.pbase.com/siggeirs
http://www.flickr.com/photos/siggigeirs/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JohannJ


Skráður þann: 28 Mar 2005
Innlegg: 953
Staðsetning: Klobbavogur
Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Ágú 2007 - 9:15:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ætla aðeins að taka undir það sem Rán segir að passamynd fyrir bankakort, ökuskýrteini og allt það er alls ekki sama og passamynd fyrir vegabréf. Miklu strangari reglur þar um. Mæli bara með að þú hringir í sýsla og fáir uppl. frá honum hvernig þú mátt skila þessu inn.
_________________
http://www.sportmyndir.net - http://icelandart.net - http://www.flickr.com/photos/johannj
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group