Sjá spjallþráð - val á linsum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
val á linsum
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
KristjánGerhard


Skráður þann: 07 Mar 2005
Innlegg: 286

Canon 10D
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 19:42:17    Efni innleggs: val á linsum Svara með tilvísun

jæja þá.

nú langar mig að biðja ykkur gárungana um smá aðstoð.

Ég er með Canon EOS 10D og gamla linsu af Canon EOS 1000f á henni,
(35-80mm f.4-5,6) þessi linsa er amk. 10 ára gömul. Er að taka fyrstu skrefin í þessu fyrir alvöru og er tilbúinn að fjárfesta í linsu(m).

hvað á ég að kaupa? Very Happy

hef verið að skoða og líst ágætlega so far á

50mm f.1,8 - á 13 skeljar í beco
og
18-50mm f.3,5-5,6 og 55-200mm f.4-5,6 á saman á 25 skeljar í fotoval

annað, þekkir einhver verslunina www.digitalrev.com ? er að velta fyrir mér að panta grip.

látið nú ljós ykkar skína.

kv.

KG

edit: beco linsan er canon en fotoval eru sigma linsur, gefur kannski augaleið en betra að taka það fram.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 19:47:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hmmm..fannst gott það sem einhver sagði um daginn..ef þú veist ekki hvaða linsu þig vantar þá vantar þig ekki linsu - þ.e á hvaða focal lengthi.

Almennt af þessum linsum sem þú nefndir þá eru bestu kaupin í 50mm 1.8, ef þú vilt alhlið linsu þá eru menn vel hrifnir af Canon 28-135mm IS....annars þarftu bara að komast að hvernig linsu þig vantar og svo spá hvað er sniðugast að kaupa á því bili....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
KristjánGerhard


Skráður þann: 07 Mar 2005
Innlegg: 286

Canon 10D
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 19:51:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
ef þú veist ekki hvaða linsu þig vantar þá vantar þig ekki linsu


góður punktur, kannski var ég ekki alveg nógu skýr, ég er ekki ánægður með þessa linsu sem að ég er með núna og vantar góða byrjendalinsu, svona meðan ég er að átta mig á hlutunum. 50mm linsan fellur kanski undir þessa skilgreiningu eða hvað?

KG
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 20:03:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jújú, hún getur vel fallið undir það þar sem hún er nálægt því það sem kallast "normal" - þ.e, svipað perspective og þú sérð með berum augum....smá zoom kannski út af 1.6x crop á 3x0d/10d.....

Það sem gæti kallast algjör byrjendalinsa(og þá meina ég ekki quality séð..heldur bara mm bilið) er canon 28-135 IS, mjög ´fin linsa miðað við það sem maður hefur heyrt talað um hana hér. Hún er að kosta einhvern 25-30þúsund ef þú pantar að utan minnir mig.

Sjálfur á ég Sigma 20mm 1.8 og Canon 50mm 1.8 og fæ síðan reglulega lánaða 80-200mm. 20 og 50 dugar mér hinsvegar lang oftast - en næsta linsa sem ég kaupi verður á bilinu 70-200mm.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 20:20:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
....smá zoom kannski út af 1.6x crop á 3x0d/10d.....


WAS? Nú hefur Daníel eitthvað misritað. 1.6 cropið zoomar ekkert. Gerir sjónarsviðið bara þrengra. Þannig að 50 normal linsan verður líkari 80 tele linsu í sjónarsviði. En held að þetta skipti þig ekki neinu máli þannig séð.

50 1.8 er mjög skörp og ódýr. Mjög góð til að sýna hversu mikil gæði vélin þín er fær um að ná.

Sigma zoomin sem þú nefnir eiga ekki eftir að ná fram mikið betri gæðum heldur en linsan sem þú átt held ég. Ódýr zoom eru vanalega mjög slöpp.
Eiginlega betra að kaupa færri og dýrari linsur. Gæti samt þjónað þeim tilgangi að kynna þér linsulengdir.

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 20:39:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

já ble...var að tala um zoom as in perspective/sjónarsvið...skulum ekki detta inn í þessa umræðu Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 20:54:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Passaðu bara ef þú kaupir Sigma að það séu EX linsur. Þær eru dýrari en yfirleitt af fínum gæðum og hafa fengið góða dóma. Hinar hafa ekki komið eins vel út
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 22:50:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Grós skrifaði:
WAS? Nú hefur Daníel eitthvað misritað. 1.6 cropið zoomar ekkert. Gerir sjónarsviðið bara þrengra. Þannig að 50 normal linsan verður líkari 80 tele linsu í sjónarsviði. En held að þetta skipti þig ekki neinu máli þannig séð.


Ótrúlegt röfl er þetta, daníel sagði að sökum 1.6x crop factors þá er þessi linsa engin helvítis normal linsa og það er alveg hárrétt hjá kalli.

Annars mæli ég eindregið með þessari linsu (50mm f/1.Cool, hreinlega glæpur að eiga hana ekki! Twisted Evil
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
eirasi


Skráður þann: 23 Jan 2005
Innlegg: 850
Staðsetning: Helst uppi á fjöllum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 27 Apr 2005 - 23:40:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Að mínu mati er þetta frekar einfalt.

Þú segist vera að stíga einhver alvöru skref. Og þá er að mínu mati eina linsan sem þú nefnir þarna sem getur talist þokkalega "alvöru" þessi 50mm. Og eins og einhver sagði, þú þarft að eiga hana. Þ.e. það er mjög gott að eiga eina mjög skarpa linsu með stórt ljósop og þetta er ódýrasta leiðin til þess. Reyndar er 50mm F1.4 náttúrlega með helmingi stærra ljósop en hins vegar ætti 1.8 að duga. Ég á svoleis og eru það þau linsukaup sem ég mun alltaf vera sáttur með.

Hinar sem þú nefnir eru alls ekki jafn "góðar" og þessi 50mm geri ég ráð fyrir og þær eru líklega ekkert afgerandi betri en þessi sem þú ert með. Þannig að ef þú ert að leita að linsum sem eru skarpari en þessi sem þú ert með þá gætir þú t.d. skoðað 16-40mm F4.0 linsuna frá Canon (æ ég meinti víst 17-40mm). Sem er reyndar eiginlega það eina sem mér finnst hugsanlega réttlæta það að kaupa Canon frekar en t.d. Nikon. Sú lins er auðvitað eitthvað dýrari en þú ert að nefna þarna en gæðin í þessu kosta alltaf peninga. Og síðan þó ég hafi taugar til Becó þá er þetta því miður fyrir þá allt miklu ódýrara pantað að utan. BHFoto þar sem ég kaupi mitt dót yfirleitt er komið hingað heim á innan við viku fyrir svona 50-70% af því sem þetta á að kosta hér heima.

Ef þú ert hins vegar bara að spá í að fá meiri aðdrátt og gleiðari horn, þá eru þessar súmmlinsur örugglega alveg nothæfar.

Svo er til fullt af einhverjum test vefjum sem hefur verið bent á í öðrum sambærilegum þráðum.

Vá hvað þetta varð langt. Það nennir örugglega enginn að lesa þessi ósköp!
_________________


Síðast breytt af eirasi þann 28 Apr 2005 - 0:29:32, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gauti


Skráður þann: 22 Jan 2005
Innlegg: 466
Staðsetning: á uppleið
Canon 20D
InnleggInnlegg: 28 Apr 2005 - 0:14:28    Efni innleggs: Re: val á linsum Svara með tilvísun

kristjan.gerhard skrifaði:
jæja þá.

nú langar mig að biðja ykkur gárungana um smá aðstoð.

hvað á ég að kaupa? Very Happy

af hverju ertu oftast að taka myndir og hvað langar þig mest til að mynda? -Þetta eru grunnspurningarnar.
ef þú ert að taka klós-öpp myndir af blómum og pöddum þarftu macro linsu.
ef þú ert að taka myndir af fuglinum fljúgandi þarftu 300+ mm linsu ljósop 4 og helst víðara.
ef þú ert að taka landslangsmyndir þarftu 17-40 F4L. punktur.
tja, reyndar CPL filter (circular polarizer) líka og helst grad.ND filter líka. (ef þú ert ríkur, þá er 16-35 F2.8 hraðari, en það er ekki issjú í landslagsmyndum).
ef þú ert að taka myndir á tónleikum þá skilst mér að zoom ca 24/28 - 70 sé gott, en verði að vera minnst 2.8 og helst hraðari.
Ef þú vilt almenna góða og fjölhæfa linsu hef ég heyrt vel látið af nýju EF-S 17-85, en hún virkar reyndar ekki á 10D nema með skurðaðgerð, þannig að 28-105 er spennandi, en farðu frekar í F3.5-5.6 (held ég að hún sé) heldur en í ódýrari útgáfuna (frá Canon)
ég á ekki 50 f1.8 en hef heyrt mjög vel af henni látið.
púff, veit ekki hvort þetta hjálpar mikið, en spurningin var reyndar frekar óljós.
_________________
Pétur Gauti *** smugmug *** Buzznet*** Dpchallenge.com *** Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
aquiz


Skráður þann: 11 Jan 2005
Innlegg: 1911
Staðsetning: Kaupmannahöfn

InnleggInnlegg: 28 Apr 2005 - 1:23:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það mæla ofboðslega margir með Canon 17-40 f/4L linsunni sem "almennri" linsu fyrir vélar eins og 10D, 20D o.s.frv.
Hún er skörp, með frábæran contrast og saturation og hefur mjög þægilegt svið (jafnt 28-64mm á 35mm ramma).
Ég ætla a.m.k. að fá mér svona linsu þegar ég fæ mér DSLR.
Annars er 50mm 1.8 mjög fin líka en hún er helst til þröng á stafrænni vél með 1.6 crop factor og því e.t.v. óspennandi sem eina linsan.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 28 Apr 2005 - 1:41:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
Ótrúlegt röfl er þetta, daníel sagði að sökum 1.6x crop factors þá er þessi linsa engin helvítis normal linsa og það er alveg hárrétt hjá kalli.


Lastu það sem hann skrifaði og ég vitnaði í Malt? Hér kemur það aftur.

Tilvitnun:
smá zoom kannski út af 1.6x crop á 3x0d/10d


Ekki mikið vit í þessu. Hvaða útreikningur er þetta í endann? Og það er bara ruglingslegt að vera tala um að linsan zoomi, sem hún gerir náttúrulega ekki.

Ég veit alveg að Daníel veit þetta alltsaman, bara illa orðað. Og ég skil alveg hvað hann er að reyna að segja en fyrir óinnvígða að lesa svona setningu getur verið mjög ruglingslegt.

Tilvitnun:
Passaðu bara ef þú kaupir Sigma að það séu EX linsur. Þær eru dýrari en yfirleitt af fínum gæðum og hafa fengið góða dóma. Hinar hafa ekki komið eins vel út


Þetta eru alls ekki EX linsur, sem eru svona sigma L linsurnar S.s. bara þær dýrustu og vönduðustu. Þetta eru ódýr löng zoom, sem boðar aldrei gott.

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 28 Apr 2005 - 8:07:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já og ég mæli btw óhikað með Sigma 20mm 1.8, brilljant skemmtileg linsa fyrir utan hávaðasaman focus(og nokkuð hægan....en þarf sjaldnast súper hraðan focus í myndefni sem maður myndar með 20mm).

Hún er, að mig minnir alveg örugglega(grós! búinn að gera mig óöruggan;) ) EX-týpa.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bogulo


Skráður þann: 30 Jan 2005
Innlegg: 2224
Staðsetning: Milli steins og sleggju
5D
InnleggInnlegg: 28 Apr 2005 - 9:01:30    Efni innleggs: 50 1,8 II Svara með tilvísun

Er að spá í að kaupa 50 1,8 II linsuna á eBay. Eru 8.000 kr. m. sendingarkostnaði fyrir nýja linsu (plast) með tveggja ára ábyrgð ásættanlegt verð?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 28 Apr 2005 - 9:52:34    Efni innleggs: Re: 50 1,8 II Svara með tilvísun

bogulo skrifaði:
Er að spá í að kaupa 50 1,8 II linsuna á eBay. Eru 8.000 kr. m. sendingarkostnaði fyrir nýja linsu (plast) með tveggja ára ábyrgð ásættanlegt verð?

Nei, þetta er of dýrt. Færð þetta ódýrara hjá bhphoto.com og adorama.com sem eru líka aðal ljósmyndavöruverslanirnar.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group