Sjá spjallþráð - Duo-, Tri- og Quadtones :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Duo-, Tri- og Quadtones
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
hkvam


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 4287
Staðsetning: Svalbarðsströnd
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 0:30:07    Efni innleggs: Duo-, Tri- og Quadtones Svara með tilvísun

Eins og allt annað; afar einfalt fyrir þá sem kunna það.
En ekki svo einfalt fyrir þá sem vita ekki hvar á að byrja.

Duotónamynd, eða Tvítóna mynd, leyfir þér að taka eintóna (monochrome) gráskala mynd og nota einhvern lit í ákveðinn hluta tónaskalans.
Það er t.d. hægt að gera skugga græna eða háljósin gul (ekki mjög fallegt samt......en þetta var bara dæmi).
Algeng tvílitablöndun er t.d. svart plús gulur, eða svart og blátt, eða blátt og brúnt.
Algengast er að nota svart fyrir skuggana og svo léttari tón úr einhverjum öðrum lit fyrir miðtóna og háljós.
Fyrir Þrí- og Fjórtóna eru notaðir þriðji og fjórði litur til að fá meiri fínstjórn á blönduninni.
Best er að byrja á að æfa sig á Duotónum/Tvítónum.

Þessi mynd er blanda af svörtum og bláum:


-og þessi af svörtum og brúnum
1. Opnið myndina
Farið í Image ->Mode->Greyscale
segja OK við Discard color information
(við viljum ekki liti hér, myndin verður að vera s/h)

2. Farið aftur í Image ->Mode
og nú sjáið þið að Duotone valmöguleikinn er ekki lengur grár
Velja Duotone

3. Hægt er að velja í drop down menu hvort er notast við Duo-, Tri- eða Quadtone.
Gott er að fara í LOAD og skoða preset þar, þar eru ýmsar blöndur sem eru algengar og einnig í Pantone kerfinu.

4. Þú ert búin(n) að velja þér litablöndu og sátt(ur).
Nú verðurðu að fara aftur í
Image->Mode
og breyta í RGB


Þrí- og Fjórtónun er algerlega sama skipanaferli, valið er úr felliglugganum þar sem stendur Duotones osfrv.
Þá er hægt að velja litina á sama hátt og þegar þú vannst með tvítóna.
Eins er hægt að smella á kúrvugluggann og hræra til í kúrvunni að vild, með þeim er hægt að stjórna blöndun í tóna.

Vona að þetta nýtist einhverjum, vessgú!


Síðast breytt af hkvam þann 29 Mar 2007 - 8:07:28, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 0:50:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

GEGGJAÐ, og ég sem hef aldrei gert neitt nema bara hue/sat og svo colorized. Loksins getur maður farið að tóna almennilega !


Helga, þú ert æði, ég hlakka rosalega til að fara fikta með þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 2:39:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er ein af skemmtilegustu aðferðunum sem ég hef prófað, einfalt og gefur manni kost á að notast við pantón forblönduðu litina. Þetta var líklega fyrsta leiðin til þess arna, áður en cloroize takkinn kom í HUE/SAT Smile

Takk fyrir að pósta þessu, flottar myndir líka með.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 2:42:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ætla ekki að stela þræðinu, en gaman að pota því inn hérna

- þessi gaur útskýrir hvernig hægt er að gera split-tón í myndir - einsog Helga bendir á í lokin á sinni grein, þetta með kúrvurnar.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
villinikon


Skráður þann: 22 Nóv 2005
Innlegg: 325

Nikon D200
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 11:42:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottasta leiðin sem ég hef séð í Photoshop til að búa til B&W (og líka tónaðar myndir) er að nota Action frá þessum snillingi (sem einnig býr til PTLens síuna sem leiðréttir linsubjögun):

http://www.epaperpress.com/psphoto/index.html

Veljið "Black and White" úr valmyndinni til hægri.

Aðferðin hans býður m.a. upp á að setja hvaða "filter" sem er á upphaflegu litmyndina (rauðan, grænan, gulan eða hvað sem er) áður en henni er breytt í S/H. Svo getur maður líka ráðið kontrastinum, og skuggalitnum (þarf ekki að vera svartur, getur verið t.d. brúnn).

Svo er margt fleira sniðugt á síðunni sem vert er að skoða.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 19:04:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er fólk almennt ekkert að digga þessa grein hennar Helgu eða, common people !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 19:16:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Er fólk almennt ekkert að digga þessa grein hennar Helgu eða, common people !


Jú!

Frábært framtak...alltaf gaman að læra einhvað nýtt á þetta PhotoShop fyrirbæri.
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
biggis


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 1365
Staðsetning: Canada
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 20:29:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

tomz skrifaði:
oskar skrifaði:
Er fólk almennt ekkert að digga þessa grein hennar Helgu eða, common people !


Jú!

Frábært framtak...alltaf gaman að læra einhvað nýtt á þetta PhotoShop fyrirbæri.


jú það er alltaf gaman að sjá nýjar aðferðir
_________________
I have not failed. I've just found 10,000 ways that won't work. (Thomas A. Edison)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Major Lazuli


Skráður þann: 03 Okt 2005
Innlegg: 87
Staðsetning: Praha-Reykjavík-Tokyo

InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 20:37:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
GEGGJAÐ, og ég sem hef aldrei gert neitt nema bara hue/sat og svo colorized. Loksins getur maður farið að tóna almennilega !


Helga, þú ert æði, ég hlakka rosalega til að fara fikta með þetta.úrkoma getur verið mjög svipuð á skjánum, spurningin er hvort þú vilt prenta myndina í cmyk blöndu eða nota einn lit.
_________________
Major Lazuli Slaskomrd Koukolka von Dologechcij
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jonbaldvin


Skráður þann: 27 Sep 2005
Innlegg: 191
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 22:07:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk Helga. Á örugglega eftir að prófa þetta. Alltaf gott að fá ný vopn í safnið.
_________________
Ríkastur er sá sem best nýtur þess sem hann á. -Robert C. Savage
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
aceinn


Skráður þann: 23 Ágú 2005
Innlegg: 773
Staðsetning: Þar sem vindurinn blæs
Nikon D300
InnleggInnlegg: 29 Mar 2007 - 23:19:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

mikið var nú gott að sjá þetta hér, ég hreinlega var búinn að gleyma þessum aðgerðum í ps, og hef verið að pirrast yfir mér að kunna ekki svona einföld trick. Takk fyrir mig.

Ég mun verða áskrifandi að þínum greinum, veit að þú lumar á nokkuð mörgum góðum trixum Smile
_________________
kveðjur,
Ási
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
capax


Skráður þann: 25 Mar 2006
Innlegg: 1054

HASSELBLAD 503CW
InnleggInnlegg: 30 Mar 2007 - 2:54:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

jeij er litið að gera i vinnuni fyrst þu ert farin að kenna ps fritt... hehe

list vel a þetta Helga og endilega komdu með meir

slikir hlutir eru cool
_________________
Við höfnum hugmyndinni um hlutleysi Það er ekki okkar að verja eða standa vörð um skoðanir annarra Við segjum það sem við viljum tillitslaust og án umburðarlyndis Við höfnum öllum grunngildum Við skrifum og sköpum eftir eigin gildum reglum og siðferði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
johkari


Skráður þann: 18 Sep 2005
Innlegg: 385

Nikon D700
InnleggInnlegg: 30 Mar 2007 - 10:01:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Prófa þetta ekki seinna en í dag.
Takk!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
laralara


Skráður þann: 13 Jan 2007
Innlegg: 4

Olympus E-500
InnleggInnlegg: 30 Mar 2007 - 10:08:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst alltaf æði að lesa "tipsin" hennar .
takk takk takk takk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ASO


Skráður þann: 06 Júl 2010
Innlegg: 345

Canon 6D
InnleggInnlegg: 28 Júl 2011 - 12:53:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er hægt að dúotóna í Lightroom eða Elements?
_________________
ASO
Náttúran og barnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group