Sjá spjallþráð - Sjálfboðaliðar í "Fræðsluráð" :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Sjálfboðaliðar í "Fræðsluráð"
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 11:43:12    Efni innleggs: Sjálfboðaliðar í "Fræðsluráð" Svara með tilvísun

Góðan daginn.

Nú hefur verið ákveðið að stofna ráð hérna á LMK sem hefur það hlutverk að sinna fræðslumálum.

Verkefni ráðsins eru ekki niðurnegld á þessari stundu, enda er búist við því að þeir sem manna það ákveðið svolítið sjálfir hvernig staðið skuli að málum.

Til þess að gera fólki aðeins grein fyrir því hvað um er að ræða er þetta umþaðbil starfssviðið:

- Safna greinum og efni inn á "læra" tengilinn, sem væntanlega verður endurbættur stórlega
- Halda utan um tenglasafnið
- Vinna "FAQ" eða "Síspurðar spurningar" fyrir spjallið (hvernig pósta ég mynd? hvernig minnka ég myndir?, osfr)
- Lesa yfir þær greinar sem sendar eru inn á spjallflokkinn "Greinar", og jafnvel færa myndir yfir á vefsvæði LMK.
- Halda utan um orðasafnið
- Allt annað sem ráðið hefur áhuga á að gera með fræðslumálin, þetta er stór málaflokkur Wink


Þessu til viðbótar komu hér einhverntíma fram hugmyndir um að svona ráð myndi sjá til þess að gefa út eina stóra og ítarlega grein í hverri viku. - Annaðhvort myndi ráðið þá skrifa sjálft, eða finna einhvern til þess að gera það.

Það sem sóst er eftir í fóki er:
- Tæknileg þekking, geta notað FTP, skrifað mjög einfalt HTML og BBcode.
- Þeir sem í þetta vilja þurfa að geta skrifað skiljanlegan texta, og stafsett. Í það minnsta leiðrétt stafsetningu annara (ekki kalla þetta fasisma, það eru reglur í tungumálum)
- Eljusemi, þetta er hrikalega stórt jobb.
- Viðkomandi þarf líka að hafa sans fyrir því að segja sig úr ráðinu ef áhuginn minnkar seinna meir.

Pælingin er að byrja með 3ja manna hóp. Hópurinn á eftir að móta stefnu ráðsins (og LMK í þessum efnum) og getur vel ákveðið að stækka ef svo ber undir.

Bombið bara einkapósti á mig, eða á netfangið mitt volundur (hjá) volundur.is - ekki bjóða fram í þræðinum hérna, en endilega ræðum málin.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 14:08:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvernig lýst okkur annars á svona ráð?

einhverar hugmyndir um framkvæmdina?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ÍvarB


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 574
Staðsetning: út'á þekju..
Canon EOS 20D
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 14:28:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég var einmitt að spá í þessu fyrr í vikunni.
Nú er mikill hluti þeirra sem stundar lmk.is áhugaljósmyndarar eða byrjendur sem koma hingað til þess að bæta sig þegar kemur að ljósmyndun eða einfaldlega til þess að læra hana frá grunni. Hins vegar hefur lítið sem ekkert bæst við "Læra-hluta" síðunnar frá upphafi. Það mætti stórauka úrval þar, bæði með tenglum á erlendar eða íslenskar greinar svo og greinar eftir notendur hér.
Svona fræðsluráð er því kærkomin viðbót við lmk.is flóruna Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 15:33:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, einmitt.

og líklega mikilvægur þáttur í að efla samfélagið hérna, þetta er ekki lengur bara bull-spjall og þvaður, notendafjöldinn er á 4. þúsund, hundruð notanda að spjalla hérna á hverjum degi
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
McFrikki


Skráður þann: 27 Okt 2006
Innlegg: 1271
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 50D
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 16:15:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góð og tímabær framkvæmd. Alveg nauðsynlegt að halda svona utan um tenglana og stokka aðeins upp í þeim. Einnig er alltaf gaman að lesa ljósmyndagreinar og væri það kærkomin viðbót að lesa allavega eina ferska í hverri viku (ef ekki bara á hverjum degi Very Happy).

Fyrst það á að setja upp svona lista þá væri kannski sniðugt að hafa á forsíðunni svona "frequently asked questions!" link þar sem fólk þyrfti ekki að leita lengi til að finna einhver svör.
_________________
Canon 50D / 17-40 f/4L / 50 f/1.4 / 50 f/2.5 macro / 70-200 f/4L IS
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
runark


Skráður þann: 25 Jan 2007
Innlegg: 247
Staðsetning: Akureyri
Canon 400D
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 16:18:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þú ert flottur
_________________
Kveðja, RK
------------

Canon 400D EFs 18-55k- Canon EF 200mm f/2.8 L mkI - 18-200mm - 55-200mm
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 16:46:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er góð hugmynd. Ég legg til að þetta fræðsluráð byrji á að skilgreina hvað eru grunnatriði sem fólk þarf að tileinka sér í byrjun og hafi það sem sér flokk og síðan annan flokk fyrir meira "advanced" atriði. Hvor um sig mætti vera flokkaskiptur. Þannig gætu grunnatriðin skipst í flokk sem fjallaði um grunnatriði ljósmyndunar og svo einföldustu photoshopgaldra.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Cameron


Skráður þann: 22 Ágú 2005
Innlegg: 1040
Staðsetning: hér og þar
5D
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 17:22:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Styð FAQ, það er of mikið af þráðum að spyrja spurninganna.
_________________
www.thorsteinncameron.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 17:49:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lýst ofsalega vel á að reyna vera með vikulegar greinar, þó svo að það sé kannski full strembið, en allavega verðugt markmið (gæti verið önnur hver vika) Og þá aðallega að fá einhverja sniðuga til að skrifa. Til dæmis sé ég fyrir mér grein frá Óla Har um panorama, grein frá KD um HDR, Smala um tónleikamyndir og eitthvað þessháttar fram eftir götunum. Fræðsla þarf alls ekki að vera hráar leiðinlegar staðreyndir og undir fræðslu gæti þá líka fallið grein frá Woodstock um það hvernig er að vera í ljósmyndanámi í Afríku. Held að svona greinar gætu orðið margfalt áhugaverðari en vikulegar greinar sem alltaf koma frá sama fólkinu.

Það tekur ekki mikinn tíma að henda saman svona grein, þegar maður ætlar sér það. Dótið sem ég kastaði saman tók ekki nema þrefaldann hundleiðinlegann stærðfræðitíma í háskólanum til dæmis.

Það gæti hinsvegar verið flott hjá þessari nefnd að fara yfir svona þræði og kannski styðja þá með dæmum, myndum og linkum ef þeim finnst svoleiðis atriði vera ófullnægjandi hjá greinarhöfundi, því auðvitað gefur fólk sér mislangan tíma og er mis metnaðargjarnt í þessu.Þetta er allavega sá hluti sem mér þætti skemmtilegast að sjá þarna, og að sjálfsögðu væri ég þá til í að skrifa um eitthvað sniðugt, ef einhver heldur að gagn verði að.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 18:27:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er alveg bráðnauðsynlegt og verður til að vekja meiri áhuga á LMK.is Ég er ekki manneskja í svona en kom inn á þráðinn af forvitni. Væri ekki hægt að auglýsa þetta framtak aðeins betur með að senda póst á fólk? Ég kem ekki inn hingað dögum saman ef ég hef ekki nennt að setja mynd í keppni þannig að ég sé ekki svona þræði alltaf og missi yfirleitt alltaf af 24 tíma hraðkeppnum.
Kanski er hægt að senda út einhverjar orðsendingar til þeirra sem vilja og setja sig á einhverskonar póstlista til að geta fylgst betur með.

Það eru örugglega fullt af fólki sem getur komið með gott efni Idea bara ef þau vita af því að verið er að bjóða þáttöku
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kd


Skráður þann: 27 Júl 2005
Innlegg: 1928

Nikon F3HP
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 19:55:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Lýst ofsalega vel á að reyna vera með vikulegar greinar, þó svo að það sé kannski full strembið, en allavega verðugt markmið (gæti verið önnur hver vika) Og þá aðallega að fá einhverja sniðuga til að skrifa. Til dæmis sé ég fyrir mér grein frá Óla Har um panorama, grein frá KD um HDR, Smala um tónleikamyndir og eitthvað þessháttar fram eftir götunum. Fræðsla þarf alls ekki að vera hráar leiðinlegar staðreyndir og undir fræðslu gæti þá líka fallið grein frá Woodstock um það hvernig er að vera í ljósmyndanámi í Afríku. Held að svona greinar gætu orðið margfalt áhugaverðari en vikulegar greinar sem alltaf koma frá sama fólkinu.

Það tekur ekki mikinn tíma að henda saman svona grein, þegar maður ætlar sér það. Dótið sem ég kastaði saman tók ekki nema þrefaldann hundleiðinlegann stærðfræðitíma í háskólanum til dæmis.

Það gæti hinsvegar verið flott hjá þessari nefnd að fara yfir svona þræði og kannski styðja þá með dæmum, myndum og linkum ef þeim finnst svoleiðis atriði vera ófullnægjandi hjá greinarhöfundi, því auðvitað gefur fólk sér mislangan tíma og er mis metnaðargjarnt í þessu.


Þetta er allavega sá hluti sem mér þætti skemmtilegast að sjá þarna, og að sjálfsögðu væri ég þá til í að skrifa um eitthvað sniðugt, ef einhver heldur að gagn verði að.


Ég þakka traustið til hæfni minnar í vinnslu HDR mynda. Því miður þá verð ég að hryggja þig (og ykkur) með því að ég hef aldrei unnið sllíka mynd og hef því ekki af miklu að miðla á þeim vetvangi. Very Happy

En mér lýst vel á hugmyndina hjá Völundi.
_________________
Maður með myndavél. Bright Midday Sun
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 20:03:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er nú ekki bara mín hugmynd, fleiri hér að, og fleiri eiga eftir að koma við sögu.

Gott að fá góð viðbrögð.

@Gurrý: Við skulum halda þræðinum á forsíðunni svolítið. Kannski við ættum að gera smá auglýsingarsnepil og setja á forsíðu?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Feb 2007 - 21:39:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kd skrifaði:
oskar skrifaði:
Lýst ofsalega vel á að reyna vera með vikulegar greinar, þó svo að það sé kannski full strembið, en allavega verðugt markmið (gæti verið önnur hver vika) Og þá aðallega að fá einhverja sniðuga til að skrifa. Til dæmis sé ég fyrir mér grein frá Óla Har um panorama, grein frá KD um HDR, Smala um tónleikamyndir og eitthvað þessháttar fram eftir götunum. Fræðsla þarf alls ekki að vera hráar leiðinlegar staðreyndir og undir fræðslu gæti þá líka fallið grein frá Woodstock um það hvernig er að vera í ljósmyndanámi í Afríku. Held að svona greinar gætu orðið margfalt áhugaverðari en vikulegar greinar sem alltaf koma frá sama fólkinu.

Það tekur ekki mikinn tíma að henda saman svona grein, þegar maður ætlar sér það. Dótið sem ég kastaði saman tók ekki nema þrefaldann hundleiðinlegann stærðfræðitíma í háskólanum til dæmis.

Það gæti hinsvegar verið flott hjá þessari nefnd að fara yfir svona þræði og kannski styðja þá með dæmum, myndum og linkum ef þeim finnst svoleiðis atriði vera ófullnægjandi hjá greinarhöfundi, því auðvitað gefur fólk sér mislangan tíma og er mis metnaðargjarnt í þessu.


Þetta er allavega sá hluti sem mér þætti skemmtilegast að sjá þarna, og að sjálfsögðu væri ég þá til í að skrifa um eitthvað sniðugt, ef einhver heldur að gagn verði að.


Ég þakka traustið til hæfni minnar í vinnslu HDR mynda. Því miður þá verð ég að hryggja þig (og ykkur) með því að ég hef aldrei unnið sllíka mynd og hef því ekki af miklu að miðla á þeim vetvangi. Very Happy

En mér lýst vel á hugmyndina hjá Völundi.


sko, það kemur mér ekkert við, þú ert samt alveg maður í að kynna þér málið, ég hef óbilandi trú á þér !

Það var víst Ásmundur sem var að tala um þetta, misminnt eitthvað vegna þess hvað þið eruð með líkar display myndir, sorry hvað ég get verið stupid
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 15 Feb 2007 - 13:04:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bumpedíbump svo allir sjái þennan þráð. Smile

Annars eru endalausir möguleikar í þessum fræðslumálum. Ein hugmyndin er sú að fræðsluráðið gæti fengið tiltekið svæði á forsíðunni fyrir tilkynningar um nýtt efni, FAQ o.þ.h. Önnur pæling er að byggja upp Wiki-vef (grunnur nú þegar til staðar) og þannig mætti lengi telja.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 15 Feb 2007 - 13:19:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, þetta er spenndandi verkefni fyrir þá sem vilja kasta sér í hringiðuna, - Ég held að faglega unnið kennsluefni og featurar verði vefnum mjög til framdráttar.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group