Sjá spjallþráð - LCD í Bónus? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
LCD í Bónus?
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1676
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:07:37    Efni innleggs: LCD í Bónus? Svara með tilvísun

Sælt verið fólkið.

Nú er minns að fara ráðast í kaup á almennilegum LCD tölvuskjá. Gæði og áreiðanleiki er að sjálfsögðu þau skilyrði sem gengið er út frá. Eins og er hef ég augastað á 17" Neovo E-17, sem ég hef heyrt góða hluti um.

Nú vaknaði sú spurning hjá mér í gær hvort einhver hér hefur heyrt eitthvað um þessa 17" og 19" tölvuskjái sem Bónus eru að selja? Spekkarnir á 19" skjánum líta bara nokkuð vel út en hinsvegar hef ég átt í miklum erfiðleikum með að finna framleiðandann á þessum skjám (stendur ekki á kassanum).

Uppfræðið mig endilega ef þið hafið heyrt eitthvað um þessa skjái. Eins ef þið mælið með einhverjum virkilega góðum 17" eða 17" skjá sem kostar á bilinu 30-40þ. kr.

Með fyrirfram þökkum, Aðalsteinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
SteinarHugi


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 356
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 1Ds MKII
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:25:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Blessaður Aðalsteinn,

Persónulega nota ég aldrei LCD skjái til myndvinnslu því mín reynsla er sú að mjög dökkir litir verða svartir og mjög ljósir hvítir, vantar upp á nákvæmnina... en í venjulega notkun eru þeir mjög fínir. Vissulega eru til alvöru LCD skjáir en þeir eru rándýrir. Sjálfur er ég með 2x 19" Mitsubishi Diamondtron og 1x 19" Sony/Dell Trinitron og dýrka þá alla, mæli frekar með svoleiðis í eftirvinnsluna.

Kveðja,
Steinar Hugi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1676
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:30:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæll Hugi og takk fyrir svarið.

Vissulega eru gömlu hlunkarnir bestir og um leið mjög ódýrir miðað við LCD. En það er nú samt alltaf þannig að þetta eru gríðarlega fyrirferðamiklir skjáir, taka hátt í hálft skrifborðið hjá manni og því nánast ótækt að kaupa svoleiðis grip. Fyrir utan það lítur LCD alltaf töff út í stofunni Wink

Kv. Aðalsteinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:40:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

LCD skjáirnir eru að verða "nógu góðir" fyrir myndvinnslu. AMK virðist Apple ganga ágætlega með þeim. Ég held að eina ráðið fyrir svona no-name Bónus skjái, sé hreinlega að prófa. Maður veit ekkert hvað þetta er.
J. (Með EIZO 21" 1600x1200 550:1 á óskalistanum)
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rori


Skráður þann: 08 Feb 2005
Innlegg: 7

Canon Rebel XTi a.k.a. 400D
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:42:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú sért að tala um þessa JDV skjái í bónus, þá hef ég heyrt að þetta sé Íslenskt company á bak við framleiðsluna á þessum skjám. Veit ekki hvort þetta sé satt en JDV á víst að vera skammstöfunin á einhverjum kauða sem fór til Kína og keypti gáma af þessu skjám á slikk og lét merkja það með skammstöfuninni sinni, fór svo í bónus og lét þá selja þetta fyrir sig, minnir að kauði heiti eitthvað Jón Davíð Viðarsson eða eitthvað í þá áttina.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:44:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki


Síðast breytt af stjaniloga þann 24 Jan 2006 - 13:51:07, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1676
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 10:54:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stjaniloga skrifaði:
Það er erfitt að velja á milli þess að gera vel og vera töff Cool


Rétt. Apple tekst nú samt útrúlega oft að brúa þar bilið (fyrir hærri pening að vísu).

En ykkur dettur ekki í hug framleiðenda í dag sem ber af á þessu sviði (fyrir utan Apple)? Eða er þetta allt framleitt í sömu verksmiðjunni í Kína og stimplað svo með mismunandi nöfnum "framleiðenda".

Kv. Aðalsteinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 11:16:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég skrifaði smá póst um hvað skuli varast við kaup á LCD skjám á photo.net um daginn.

Annars myndi ég persónulega ekki kaupa LCD-skjá ennþá. Reyndar er ég örugglega að fara að fjárfesta í 22" Diamondtron fljótlega.

En ef þú vilt fá LCD-skjá fyrir myndvinnslu þá skaltu kaupa IPS skjá eða PVA eða MVA í þessari forgangsröð. TN-skjáir og sérstaklega 6-bita skjáirnir sem eru gegnumgangandi ganga ekki mjög vel fyrir myndvinnslu.

Skoðaðu bara nokkra LCD-skjái í þessum verslunum og tékkaðu á því hvernig panel er í þeim á prad.de síðunni. Það er ekki lengur hægt að kaupa 17" IPS skjái og aðeins til 19" IPS frá örfáum framleiðendum, Iiyama, Eizo og kannski einum, tveimur í viðbót. Það er hinsvegar nokkuð auðvelt að kaupa 17" og 19" PVA og MVA skjái þótt maður þurfi pínu að leita eftir þeim.

Neovo skjáirnir eru allir með MVA FWIW.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde


Síðast breytt af skipio þann 10 Mar 2005 - 11:32:54, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 11:19:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki


Síðast breytt af stjaniloga þann 24 Jan 2006 - 13:51:19, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
mai


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 1211

1D MarkII N
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 11:19:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

held að ég hafi heyrt það eh staðar að það séu bara 3 framleiðendur LCD skjáa í heiminum , og svo sé bara merki frá mismunandi fyrirtækjum á þeim
_________________
-matthias arni-

www.matthiasarni.com
www.icecreamman.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1676
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 11:21:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stjaniloga skrifaði:
Mitshubishi, lacie og eizo hafa víst verið að standa sig


Veistu nokkuð hverjir eru að selja þessa skjái hér á landi?

Kv. Aðalsteinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 11:29:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

AlliHjelm skrifaði:
stjaniloga skrifaði:
Mitshubishi, lacie og eizo hafa víst verið að standa sig


Veistu nokkuð hverjir eru að selja þessa skjái hér á landi?

Kv. Aðalsteinn.

Eizo eru svoleiðis langsamlega bestu LCD-skjáirnir sem þú færð en þeir eru ekki með endursöluaðila á Íslandi svo ég viti til allavega. Vonandi hefur einhver betri upplýsingar. Eizo eru líka afskaplega dýrir!

Lacie hafa víst verið seldir hjá Apple umboðinu en eru fokdýrir hjá þeim. Sad

Mitshubishi eru seldir hjá EJS en þú ert svosem aðallega að leita að skjá með diamondtron túbu frá Mitsubishi. Þeir fást víða, getur keypt slíka skjái á Íslandi hjá m.a. HP hjá hinum ýmsu verslunum, Viewsonic hjá Boðeind og Samsung hjá Task svo nokkrir séu nefndir.
Þegar við tölum um að Mitsubishi skjáir séu góðir erum við aðallega að tala um diamondtron skjáina þeirra þannig að þú þarft ekkert mjög mikið að horfa á LCD-skjáina þeirra umfram aðrar tegundir.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 12:18:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

það er til haugur af LCD skjám í ýmsum verðflokkum sem eru vel nothæfir í myndvinnslu...
það er sko árið 2005 ekki 1995!

Lacie eru t.d að hætta með þessa túpudruzlur og eru Office1 t.d að selja Lacie LCD skjái....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Mainstone


Skráður þann: 24 Jan 2005
Innlegg: 791
Staðsetning: Ísland
Nikon
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 16:40:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er búinn að ganga í gegnum þessar skjápælingar og var að leita mér að góðum túpuskjá en það virðist bara vera eitthvað lítið til af þeim á landinu.
Ég var svoldið efins um að fá mér LCD skjá en endaði samt með því að fá mér
Samsung SM 710N, hann hefur verið að fá nokkuð góða dóma. Birtustig 300
og contrast ratio 600, response time 12 ms. Ég var nú bara að fá hann í gær, en mér sýnist hann lofa góðu, allavegana frábær skerpa og skýrleiki svo er hægt að snúa honum lóðrétt, frábært í PS með lóðr myndir. Fékk hann á 35800 stgr í Tölvuvirkni (veit að zeranico mælir með þeirri verslun) Kostar 49þús í Exspert Shocked
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Mainstone


Skráður þann: 24 Jan 2005
Innlegg: 791
Staðsetning: Ísland
Nikon
InnleggInnlegg: 10 Mar 2005 - 16:47:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svo var einn Dell skjár sem ég slefaði yfir (samt ekki á hann) 1704 ultrasharp
en hann kostar 49þús í EJS. Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group