Sjá spjallþráð - Íslensk spendýr :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Íslensk spendýr
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 17:22:46    Efni innleggs: Íslensk spendýr Svara með tilvísun

Jæja af því að ég nenni ekki að læra þá ætla ég að varpa fram lítilli spurningu. Eru tófan og hagamúsin einu spendýrin sem talin eru hafa verið hér við landnám?

Hvaða spendýr lifa villt á Íslandi? Refir, minkar, hagamýs, húsamýs, kanínur, rottur, hreindýr ...eitthvað meira?

Ég reikna með að það hljóti að vera eitthvað um villiketti. Hef reyndar heyrt sögusagnir af villtum hundum á fjöllum á vestfjörðum, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.

Við skulum líta fram hjá sjávarspendýrunum.

Hvað segið þið náttúruskekingar?
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Krummi


Skráður þann: 10 Jan 2005
Innlegg: 654
Staðsetning: Kópavogur
Canon 20D
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 17:31:20    Efni innleggs: Re: Íslensk spendýr Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Jæja af því að ég nenni ekki að læra þá ætla ég að varpa fram lítilli spurningu. Eru tófan og hagamúsin einu spendýrin sem talin eru hafa verið hér við landnám?

Hvaða spendýr lifa villt á Íslandi? Refir, minkar, hagamýs, húsamýs, kanínur, rottur, hreindýr ...eitthvað meira?

Ég reikna með að það hljóti að vera eitthvað um villiketti. Hef reyndar heyrt sögusagnir af villtum hundum á fjöllum á vestfjörðum, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.

Við skulum líta fram hjá sjávarspendýrunum.

Hvað segið þið náttúruskekingar?


Og kýr og geitur og kindur og hundar og kettir og hestar og allt það á Íslandi svo náttlega íslensku hvalirnir VIÐ Ísland.. var ekki talið að Hagamúsin hafi líka komið með mönnum?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Jóndi


Skráður þann: 12 Júl 2006
Innlegg: 153
Staðsetning: Mosfellsbær
Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 17:45:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Refurinn var eina spendýrið á Íslandi við landnám, allt hitt barst með mönnum.
Tel selinn ekki með þar sem um sjávarspendýr er að ræða Wink
_________________
Jón Eiríksson
Snýst þetta ekki allt um ljós?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 17:55:02    Efni innleggs: Re: Íslensk spendýr Svara með tilvísun

Krummi skrifaði:
Hauxon skrifaði:
Jæja af því að ég nenni ekki að læra þá ætla ég að varpa fram lítilli spurningu. Eru tófan og hagamúsin einu spendýrin sem talin eru hafa verið hér við landnám?

Hvaða spendýr lifa villt á Íslandi? Refir, minkar, hagamýs, húsamýs, kanínur, rottur, hreindýr ...eitthvað meira?

Ég reikna með að það hljóti að vera eitthvað um villiketti. Hef reyndar heyrt sögusagnir af villtum hundum á fjöllum á vestfjörðum, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.

Við skulum líta fram hjá sjávarspendýrunum.

Hvað segið þið náttúruskekingar?


Og kýr og geitur og kindur og hundar og kettir og hestar og allt það á Íslandi svo náttlega íslensku hvalirnir VIÐ Ísland.. var ekki talið að Hagamúsin hafi líka komið með mönnum?


Ég myndi nú ekki segja að það sé mikið af villtum geitum hérna. Var meira að spá í dýr sem eru villt. Ekki húsdýr.

Vitið þið allt um fugla en ekkert um restina af íslenskri náttúru? Twisted Evil

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson


Síðast breytt af Hauxon þann 10 Nóv 2006 - 17:56:20, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Diddi Sig.


Skráður þann: 12 Maí 2006
Innlegg: 1363
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 17:55:45    Efni innleggs: Re: Íslensk spendýr Svara með tilvísun

Krummi skrifaði:
Hauxon skrifaði:
Jæja af því að ég nenni ekki að læra þá ætla ég að varpa fram lítilli spurningu. Eru tófan og hagamúsin einu spendýrin sem talin eru hafa verið hér við landnám?

Hvaða spendýr lifa villt á Íslandi? Refir, minkar, hagamýs, húsamýs, kanínur, rottur, hreindýr ...eitthvað meira?

Ég reikna með að það hljóti að vera eitthvað um villiketti. Hef reyndar heyrt sögusagnir af villtum hundum á fjöllum á vestfjörðum, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.

Við skulum líta fram hjá sjávarspendýrunum.

Hvað segið þið náttúruskekingar?


Og kýr og geitur og kindur og hundar og kettir og hestar og allt það á Íslandi svo náttlega íslensku hvalirnir VIÐ Ísland.. var ekki talið að Hagamúsin hafi líka komið með mönnum?


Á Íslandi lifa fremur fáar tegundir landspendýra enda er landið eyja í Atlantshafi, einangrað frá öðrum löndum. Eina spendýrið, sem fannst hér á landi við landnám, var refurinn. Menn hafa viljandi eða óvart komið með þau landspendýr sem hafa bæst við síðan. Það fyrsta var líklega hagamúsin sem finnst nú um allt land. Annað er hreindýrið sem flutt var til landsins á 18. öld. Nýjasta viðbótin við íslenska dýraríkið, og jafnframt það óvelkomnasta, er ameríski minkurinn, sem fluttur var inn til ræktunar á fyrri hluta 20. aldarinnar. Dýr, sem sluppu, dreifðu sér síðan um allt land og hafa haft mikil áhrif á fuglalíf víðs vegar, svo sem sumar sjófuglabyggðir. Margar tegundir sjávarspendýra finnast hins vegar hér við land, af sumum er mikill fjöldi. Tvær selategundir kæpa hér við land, allar aðrar selategundir, þar með talinn rostungurinn, eru flækingar eða vetrargestir. Annað spendýr norðurhjarans, sem flækist hingað á hafísárum, er hvítabjörninn en sem betur fer fyrir bæði menn og birni hefur það sjaldan gerst á undanförnum áratugum. Hvalir eru algengir í höfunum kringum landið en voru nær örugglega enn algengari fyrr á öldum. Hvalveiðar erlendra þjóða gengu svo nærri stofnunum að sumir hurfu nánast. Ein tegund, Atlantshafsstofn sandlægju, er að fullu horfin og lifir bara í heimildum frá 17. öld. Íslendingar sjálfir veiddu einungis hvali í um 40 ár eftir seinni heimsstyrjöld þó að smærri tegundir hafi sjálfsagt alltaf verið veiddar í einhverjum mæli, líklegast sem tilfallandi bráð fremur en skipulagðar veiðar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Yann


Skráður þann: 13 Jún 2005
Innlegg: 212
Staðsetning: Á meðal fugla
Canon 7D
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 17:57:06    Efni innleggs: Re: Íslensk spendýr Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Jæja af því að ég nenni ekki að læra þá ætla ég að varpa fram lítilli spurningu. Eru tófan og hagamúsin einu spendýrin sem talin eru hafa verið hér við landnám?

Hvaða spendýr lifa villt á Íslandi? Refir, minkar, hagamýs, húsamýs, kanínur, rottur, hreindýr ...eitthvað meira?

Ég reikna með að það hljóti að vera eitthvað um villiketti. Hef reyndar heyrt sögusagnir af villtum hundum á fjöllum á vestfjörðum, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.

Við skulum líta fram hjá sjávarspendýrunum.

Hvað segið þið náttúruskekingar?


Rebbinn er eina "orginal" landspendýrið hér. Í dag höfum við mink, hagamús, húsamús, villtar ali-kanínur, brúnrottur, svartrottur (aðeins á Heimaey), hreindýr og villta heimilisketti. Ég held að hreindýrið sé eina spendýrið sem var vísvitandi flutt inn í íslenska náttúru, öll hin dýrin sluppu úr haldi (eða var sleppt) eða komu sem laumufarþegar með skipum.
_________________
Með kveðju,
Yann Kolbeinsson "fótó-amatör"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Krummi


Skráður þann: 10 Jan 2005
Innlegg: 654
Staðsetning: Kópavogur
Canon 20D
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 18:04:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Annars hefur maður nú heyrt af "villtum" kindastofnum hingað og þangað um landið.. Kindur sem hafa náð einhvern veginn að sleppa undan smalamönnum ár eftir ár.. held það sé ekki langt síðan nokkrar "villtar" voru skotnar ekki langt frá Breiðuvík fyrir ekki svo mörgum árum.. gæti samt verið að mig hafi bara verið að dreyma...

Sorry Hauxon ég las fyrsta póstinn augljóslega ekki nógu vel.. Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 18:14:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já en hvað segið þið um þessa "urban legend" um að það séu 10-15 villtir hundar á flakkinu á vestfjarðakjálkanum. Rjúðnaskyttur segjast iðulega finna spor sem séu of stór til að vera eftir ref og núna áðan var ég að heyra sögu af rjúpnaskyttum sem sáu allt í einu eitthvað alblóðugt og stórt dýr sem virtist vera úlfur. Þeir sáu sé þann kostinn vænstan að fella dýrið. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða scheffer hund. Wink Sagan hefur amk. skemmtanagildi ef hún er ekki sönn. Kannski ólíklegt að það sé stofn þó að einn og einn hundur strjúki og ákveði að hann geti séð um sig sjálfur.

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Diddi Sig.


Skráður þann: 12 Maí 2006
Innlegg: 1363
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 18:22:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Já en hvað segið þið um þessa "urban legend" um að það séu 10-15 villtir hundar á flakkinu á vestfjarðakjálkanum. Rjúðnaskyttur segjast iðulega finna spor sem séu of stór til að vera eftir ref og núna áðan var ég að heyra sögu af rjúpnaskyttum sem sáu allt í einu eitthvað alblóðugt og stórt dýr sem virtist vera úlfur. Þeir sáu sé þann kostinn vænstan að fella dýrið. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða scheffer hund. Wink Sagan hefur amk. skemmtanagildi ef hún er ekki sönn. Kannski ólíklegt að það sé stofn þó að einn og einn hundur strjúki og ákveði að hann geti séð um sig sjálfur.

Kv. Hrannar


Er Rusticolus ekki manna fróðastur um villta lífið á hálendinu?? Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
aceinn


Skráður þann: 23 Ágú 2005
Innlegg: 773
Staðsetning: Þar sem vindurinn blæs
Nikon D300
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 18:42:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hmmm... er maðurinn villtur? er hann ekki spendýr?

ég hef oft talað fyrir því að maðurinn sé villtur og þarf oftar en ekki að rökstyðja það........og finnst það alltaf jafn skrýtið Wink

....later fellows
_________________
kveðjur,
Ási
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 18:59:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

aceinn skrifaði:
hmmm... er maðurinn villtur? er hann ekki spendýr?

ég hef oft talað fyrir því að maðurinn sé villtur og þarf oftar en ekki að rökstyðja það........og finnst það alltaf jafn skrýtið Wink

....later fellows


Já við erum amk. ekki í haldi annarar dýrategundar nema að það fari mjög leynt. Maðurinn telur sig oft ekki vera hluti af náttúrunni. Þannig að við ættum að teljast með stærstu stofnum villtra spendýra í Íslandi og kannski eina spendýrið utan refsins sem hefur komið sér hingað af eigin rammleik. Veit einhver hvort refurinn heftur komið yfir ís frá ameríku eða evrópu?
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Diddi Sig.


Skráður þann: 12 Maí 2006
Innlegg: 1363
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 19:16:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:


Já við erum amk. ekki í haldi annarar dýrategundar nema að það fari mjög leynt. Maðurinn telur sig oft ekki vera hluti af náttúrunni. Þannig að við ættum að teljast með stærstu stofnum villtra spendýra í Íslandi og kannski eina spendýrið utan refsins sem hefur komið sér hingað af eigin rammleik. Veit einhver hvort refurinn heftur komið yfir ís frá ameríku eða evrópu?


Fjallrefur (Alopex lagopus)
Refurinn eða tófan er eina spendýrið á Íslandi sem hægt er að kalla innfætt. Hann á sér mun lengri sögu á Íslandi en maðurinn, því að hann hefur verið hér frá því við lok síðustu ísaldar. Raunar heitir tegundin fullu nafni heimskautsrefur eða fjallrefur og er útbreidd um strendur Norður-Íshafsins og svæðin þar suður af.
Flestir íslenskir refir eru brúnleitir allt árið en aðrir eru grábrúnir á sumrin og hvítir að vetrinum. Í rauninni er aðeins eitt afbrigði fjallrefsins að finna á Íslandi, en það er þó ekki lengur hreinræktað um allt land. Ræktað afbrigði hefur sloppið út úr refabúum og blandast íslenska refnum. Refurinn er um allt Ísland, en þó misalgengur. Mest er um hann á norðan- og vestanverðu landinu, en minna á Suðurlandi.
Refurinn gerir sér greni, oftast í urð, og gýtur þar yrðlingum sínum. Yfirleitt er fleira en eitt op á greninu. Hann étur flest sem að kjafti kemur því að fæðuúrvalið leyfir honum enga matvendni. Við sjávarsíðuna lifir hann mikið á sjófuglum og skelfiski og á jafnvel til að næla sér í hrognkelsi, kópa eða selshræ. En refurinn er líka snall við veiðar og þeir refir sem halda sig inni á fjöllum og heiðum veiða rjúpur á vetrum og ýmsa mófugla og gæsir á sumrin, auk þess sem þeir éta egg og unga. Lömb geta einnig lent í kjafti refsins.
Áður var almennt litið á refinn sem skaðvald sem ógnaði sauðfé og fuglalífi, og hann var talinn keppinautur mannsins um lífsbjörgina. Refir voru því veiddir í gildru, þeir skotnir og jafnvel var eitrað fyrir þá allt fram á síðustu áratugi. Síðastnefnda aðferðin reyndist haferninum skeinuhætt, því að ernir sóttu í eitruð hræ, og varð það til þess að honum var næstum útrýmt í upphafi þessarar aldar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
sissi


Skráður þann: 28 Des 2004
Innlegg: 970
Staðsetning: Kópavogur eginlega 109 samt
Canon 1Ds MarkIII
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 19:22:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hvað með fuglskvikið sem gat ekki flogið og dó út?
_________________
www.sissi.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Diddi Sig.


Skráður þann: 12 Maí 2006
Innlegg: 1363
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 19:28:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sissi skrifaði:
hvað með fuglskvikið sem gat ekki flogið og dó út?


Geirfuglar hafa verið útdauðir síðan 1844 þegar sá síðasti var drepinn í Eldey út af Reykjanesi. Örlög þessara stóru sjófugla minna óþyrmilega á hvað getur gerst ef ekki er farið að með gát í umgengni við náttúruna og lífríkið. Einungis um 80 uppstoppaðir geirfuglar, 75 egg, nokkrar beinagrindur og bein af geirfuglum eru til í veröldinni. Geirfuglar voru stórir fuglar og einmitt þess vegna og einnig vegna þess að þeir gátu ekki flogið var þeim útrýmt með ofveiði. Einn uppstoppaður geirfugl er til í Náttúrugripasafni Íslands.

Lengd 75 cm.
Þyngd 5 kg.
Vænghaf Ófleigur
Útdauður
Var staðfugl
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 10 Nóv 2006 - 19:39:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tófan er eina spendýrið sem hér lifir villt í náttúrunni og hefur gert í um tíu þúsund ár - eins og áður hefur komið fram. Annars hafa hreindýrin og minkurinn aðlagast svo vel að þeir eru orðnir hluti af náttúru okkar. Einhvern tímann var reynt að sleppa sauðnautum (Musk Ox) og heimskautahérum, en þeir stofnar dóu út. Nagdýradótið er einnig á okkar ábyrgð en hér vantar alveg læmingja og stúfmýs. Þá væri hér meira af ránfuglum, sem væri stuð!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group