Sjá spjallþráð - Er þetta gott? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Er þetta gott?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Anna


Skráður þann: 03 Des 2004
Innlegg: 258
Staðsetning: Er ekki viss...
Canon 20D
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 10:41:44    Efni innleggs: Er þetta gott? Svara með tilvísun

Þar sem ég er algjör byrjandi - og veit óskaplega lítið um myndavélar, og er svona að spá og spögúlera (langar ógurlega í en þarf eiginlega ekki að kaupa), er þetta sniðugur pakki? Hvernig linsa er þetta??

http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=43454&item=3877844021&rd=1

Mundi láta senda þetta innanlands í USA og láta taka þetta heim fyrir mig (ef ég skyldi fá stundabrjálæði), þannig að þessi pakki og sending kostar um 126þ hingað kominn.

Ef mér snérist hugur, þá gæti ég nú alltaf selt þetta aftur hér heima á amk sama pening, er það ekki????
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Jóhannesfrank


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 176
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D3
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 13:22:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta er nokkuð gott, linsan er sennilega ekkert spes en dugir meira en vel ef þú ert byrjandi. Verðið er eitthvað sem er ekki mögulegt hér heima en það vita allir hér. Svona pakkar eru oft í gangi á eBay þannig að ég held að þú sért ekkert að missa af neinu ef þú ert ekki ákveðinn
Ef ég væri að byrja og ætti ekki allt Nikon dótið sem ég á þá væri ég búin að kaupa þetta Wink
_________________
www.johannesfrank.com
www.merking.is

"Best wide-angle lens? 'Two steps backward' and 'look for the ah-ha'."
Ernst Haas

"Cameras only record photographs people take them"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 14:28:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég renndi yfir þetta í fljótheitum, er það rétt séð hjá mér, fylgir bara þessi eina linsa, 75-300mm? Ef svo er, þá þarftu alltaf aðra víðari linsu, nema þú sért í frekar sérhæfðum myndatökum.

Þetta er sæmilegur pakki, fylgir margt, en þó eru þessi "retail price" töluvert langt frá því sem eðlilegt er, s.s. of há verð, t.d.
rafhlaða á um $100 - þú færð original fyrir helmingi minna,
Digital Camera Memory Card Wallet á $15 - fylgir með a.m.k. sumum minniskortum, t.d. SanDisk.
2gb minniskortið á um $400, þú færð SanDisk 2gb með "Memory Card Wallet" hjá B&H á um $200.
Kortalesari á $60, færð svoleiðis á um $15 hjá B&H
Hreinsisett á $20, fæst á um $5 hjá B&H
Þrífótur á $50, álíka fótur líklega á um $30-40 hjá B&H

Það munar minna á vélinni, linsunni og flassinu, hjá B&H er linsan á $150 (vs $200), flassið á $200 (vs $220), og EOS 20D er á $1370 (vs $1500)

s.s. þarna er verið að reyna að freista fólks með því að setja fram þessi háu "retail price".

Samt eru þetta svo sem ekki slæm kaup (sérstaklega ef þú ert staðráðin í að fá þér þetta body, þessa linsu og þetta flass), líklega ertu að fá heildarpakkann á um $200 lægra en t.d. hjá B&H, en þá spurning hvað þú þarft og kemur til með að nota af þessu. T.d. þessi taska hentar ekki öllum, flestir eru með mjúka tösku. Svo má ekki gleyma að þessi linsa er svona "aukalinsa" og það vantar "aðallinsu" í pakkann.

Ef þú tekur t.d. EOS 20D með 18-55mm USM linsu, 2gb 80x Lexar minniskorti, aukarafhlöðu, kortalesara, ódýran þrífót, tösku og sama Sigma flassinu, þá ertu að borga innan við $2000 fyrir það hjá B&H.
Ef þú bætir við sömu 75-300mm linsunni og er þarna á e-bay, þá er heildarverðið ekki langt frá þessum pakka á e-bay.

Svo má líka spá í betri linsur stakar með boddíinu í staðinn fyrir þessar, t.d. Canon 28-135mm IS, 17-85mm IS, Tamron 28-75mm o.s.frv.

Ég vona að þetta hjálpi.
It's a jungle out there....
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Tubbs


Skráður þann: 23 Feb 2005
Innlegg: 197

Canon 20D
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 14:40:39    Efni innleggs: Sammála Svara með tilvísun

Þarna er Amazon beint á G-blettinum!. Sammála að það sé hægt að komast billegar frá því að kaupa bara hlutina sem "skipa máli" (vél + linsa) frá (t.d.) B&H.
Þarna er ýmislegt dót (á háu "verði") með sem notað er til að gera pakkann "sætari". Líst t.d. ekkert á þessa tösku (en það er nú smekksatriði). Þrífót má kaupa seinna (eða aldrei).
En það er alltaf erfitt að velja...
.... hmmm ég ætti kannski að nota minna af (svigum)?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 14:48:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rak líka augun í þetta með retail price eins og Amason.

Örugglega ágætur byrjendapakki. Átt samt mjög líklega eftir að vilja skipta út flestöllu sem þú færð með vélinni áður en langt um líður.

Og passaðu þig á því að þú gætir lent í því að þurfa að borga sekt og misst allt dótið ef þú ætlar að reyna að sleppa við að borga vaskinn. Tollararnir eru víst duglegir í að leyta í farangrinum hjá fólki sem er að koma frá bandaríkjunum þessa dagana vegna hagstæðs gengis dollarans.

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 15:39:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Annað sem væri vert fyrir þig að athuga, það er nýja Canon EOS 350D vélin sem mér finnst lofa mjög góðu. Á Ameríkumarkaði kallast hún Canon EOS Digital Rebel XT, ég ímynda mér að þú fáir meira fyrir peninginn með kaupum á henni ásamt 1-2 góðum linsum með.

350D + 17-85mm + Power2000 aukarafhlaða + 2 stk SanDisk 1gb Ultra II minniskort + kortalesari + Sigma 500 Super flass + nett mjúk taska = $1950 hjá B&H

Bara hugmynd...
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
eirasi


Skráður þann: 23 Jan 2005
Innlegg: 850
Staðsetning: Helst uppi á fjöllum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 15:46:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Miðað við að það sé bara þessi eina linsa í pakkanum þá er þetta að mínu mati gjörsamlega vonlaus byrjendapakki. Það sem er í pakkanum er flott Canon 20d body, aðdráttarlinsa sem er ekkert sérstök, einhver þrífótur, stórt minniskort, dularfull taska (sem maður hefur líklega ekkert að gera við ef dótið er ekki þeim mun meira sem maður á), stórt minnisort og fullt af einhverju dóti sem rykfellur uppi á hillu (myndi a.m.k. gera það hjá mér) já og reyndar flass.

Það sem vantar í þetta er linsa til að nota dags daglega og þá t.d. 18-55 mm Canon linsan eða þessi 17-85mm sem er á myndinni af myndavélinni en er ekki með í pakkanum. Miðað við það þá finnst mér næstum að það sé verið að svindla.

Ég myndi frekar ráðleggja að kaupa þetta body en síðan almennilega "venjulega" linsu til að nota með. Á BH photo væri það t.d. þetta hér sem er 20d með 17-85 mm linsunni en reyndar þarf að kaupa eitthvað minniskort með. Mín reynsla er reyndar sú að 500 MB sé í flestum tilvikum nóg. Eitthvað um hundrað myndir til að taka í einu. Svo til að spara við sig þá er líklega EOS 350D fín vél. Og svo er líka til eitthvað sem heitir Nikon og ég get lofað í hið endalausa.

En í öllu falli. Þessi pakki á Ebay er algjörlega vonlaus nema að kaupa einhverja miðlungs range linsu með og þá er held ég þessi 17-85mm besti kosturinn en reyndar ekki sá ódýrasti.

Það má síðan bæta þessu aukadóti við einhvern tíman seinna.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 16:08:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

eirasi skrifaði:
Mín reynsla er reyndar sú að 500 MB sé í flestum tilvikum nóg. Eitthvað um hundrað myndir til að taka í einu. Svo til að spara við sig þá er líklega EOS 350D fín vél. Og svo er líka til eitthvað sem heitir Nikon og ég get lofað í hið endalausa.

Úff, ég var einmitt að spá í hvort eitt 512MB kort væri nóg fyrir mig þar eð ég gæti tekið svona tvöfalt fleiri myndir en ég myndi annars taka á filmu í myndaleiðangri. Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að 512MB er engan veginn nóg - ég spreða því á innan við hálftíma!! Eitt gíg væri hinsvegar fínt fyrir byrjendur. Hægt að taka JPEG ef minnið þrýtur.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
eirasi


Skráður þann: 23 Jan 2005
Innlegg: 850
Staðsetning: Helst uppi á fjöllum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 05 Mar 2005 - 16:23:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
eirasi skrifaði:
Mín reynsla er reyndar sú að 500 MB sé í flestum tilvikum nóg. Eitthvað um hundrað myndir til að taka í einu. Svo til að spara við sig þá er líklega EOS 350D fín vél. Og svo er líka til eitthvað sem heitir Nikon og ég get lofað í hið endalausa.

Úff, ég var einmitt að spá í hvort eitt 512MB kort væri nóg fyrir mig þar eð ég gæti tekið svona tvöfalt fleiri myndir en ég myndi annars taka á filmu í myndaleiðangri. Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að 512MB er engan veginn nóg - ég spreða því á innan við hálftíma!! Eitt gíg væri hinsvegar fínt fyrir byrjendur. Hægt að taka JPEG ef minnið þrýtur.


Já 512MB er kannski dálítið lítið ef maður er að taka í RAW á 8MB vél.
Ég er hins vegar svo frumstæður í myndvinnslu að taka á JPG og þá er slatti af myndum á 512MB kortinu mínu og hefur dugað mér hingað til.
En ég er líka alinn upp í veröld filmunnar og fyrsta myndavélin mín tók 120 filmu og ég var 7 ára og maður tók ekki mynd nema að vel yfirlögðu ráði.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group