Sjá spjallþráð - Innblástur :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Innblástur
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Stoney


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 822
Staðsetning: Reykjavík
....
InnleggInnlegg: 26 Feb 2005 - 14:41:37    Efni innleggs: Innblástur Svara með tilvísun

Þeir sem skapa eitthvað er yfirleitt veittur innblástur frá hinum og þessum. Væri því gaman að sjá hvað hefur veitt ykkur innblástur þá s.s. hvaða einstaklingar og hvaða myndir þá helst.

(vona þessi umræða hafi ekki komið upp áður)
_________________
Steinar Þór Ólafsson
E. stetola@gmail.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
padre


Skráður þann: 29 Nóv 2004
Innlegg: 1485
Staðsetning: planet earth
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 14:18:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

James Nachtway.

mitt gúru..
_________________
We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars..
cargo/skar
flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
EgillBjarki


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 384
Staðsetning: Hong Kong
Sony A7RII
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 14:51:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lewis Hine http://www.archives.gov/exhibit_hall/picturing_the_century/portfolios/port_hine.html

Kannski tilviljun, en ég var í fjölmiðlafræði og við áttum að skrifa um ljósmyndara. Ég var þá og hef síðan þá verið mjög hrifinn af honum, það eiga pottþétt eftir að hanga myndir á veggjum eftir hann á mínu heimili þegar fram líða stundir.


_________________
Portfolio
Tumblr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kkkson


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 733
Staðsetning: Selfoss
Nikon D80
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 15:16:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

padre skrifaði:
James Nachtway.

mitt gúru..


Vá talandi um geggjaðan ljósmyndara. Ég sá síðuna hans einu sinni en gleymdi linknum.
Varstu ekki að tala um að það hafi verið gerð einhver mynd um hann ?
Fæst hún út á hverri videoleigu eða ?
_________________
Vantar einhverja góða undirskrift
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 15:19:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kkkson skrifaði:
padre skrifaði:
James Nachtway.

mitt gúru..


Vá talandi um geggjaðan ljósmyndara. Ég sá síðuna hans einu sinni en gleymdi linknum.
Varstu ekki að tala um að það hafi verið gerð einhver mynd um hann ?
Fæst hún út á hverri videoleigu eða ?


War Photographer heitir hún, hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2002 sem besta heimildarmyndin. Ég er ekki viss um að hún sé fáanleg á leigunum
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 15:28:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Robert Capa er skíturinn.... fíla hann gríðarlega.... reyndar bara flest sem kemur frá þeim magnum mönnum er mjög töff..
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 16:20:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef verið að mynda núna í tæp 20 ár og hef ekki ennþá fundið mér neitt gúrú sem veitir mér sérstaklega innblástur umfram aðra. Margt sem er creative og jafnvel dálítið arty virkar vel á mig. S.s. sambland af þeim myndum sem ég ber augum á sýningum, í bókum og víðar má segja að veiti einhvern innblástur, en það er ekki síst lifandi umhverfið í kringum mig og það sem fyrir augun ber sem er minn aðal innblástur.

Ég reyni oft að fara eigin leiðir og fanga myndefnin á annan hátt en algengast er að sjá. Ég þoli t.d. ekki að stíga í fótspor annars ljósmyndara til að taka sama frame og hann, en ósjálfrátt og ómeðvitað hefur það kannski komið fyrir.

Því hefur verið fleygt fram að það sé mjög góð leið fyrir fólk að finna sér gúrú sem maður sökkvir sér ofan í og reynir jafnvel að stæla og maður þróar svo sinn eigin stíl undir áhrifum einhvers út frá því. T.a.m. nefndi Einar Falur hjá Morgunblaðinu þetta í kynningarferðinni þangað. Ég efast ekki um að þetta sé góð leið fyrir mjög marga, en eins og allt annað í lífinu þá er ekkert eitt sem á við alla og fyrir mig þá hefur þetta ekki verið málið, a.m.k. ekki meðvitað, ég ætla a.m.k. ekki að stökkva til núna og reyna að finna mér gúrú, ég held bara áfram á minni braut og þróast samkvæmt því.

Að sjálfsögðu er hægt að segja að maður hafi verið að stæla einhvern í einhverjum myndum, en þá eru það kannski einstakar myndir sem eru að hafa góð áhrif á mann frekar en endilega ljósmyndarinn sjálfur. Eftir að fólk er búið að finna sig nokkurn veginn í þessu áhugamáli/lífstíl og er búið að ná einhverjum tökum á ljósmyndatækninni, myndbyggingu o.þ.h. þá tel ég það vera nokkuð góða leið að reyna að leitast við að fara óhefðbundar leiðir, að vera stöðugt að skora á sjálfan sig með að finna önnur sjónarhorn, öðruvísi myndefni, öðruvísi myndbyggingar o.s.frv., það getur mótað fólk vel og þannig finnur fólk sig kannski smám saman í þessari list sem ljósmyndunin getur verið og nær þá jafnvel að móta með sér einhvern ákveðinn stíl.
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
luzifer


Skráður þann: 11 Jan 2005
Innlegg: 459
Staðsetning: Errvaffká
1 stafræn, fleiri filmu.
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 19:55:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

padre skrifaði:
James Nachtway.

mitt gúru..


Þessi er ótrúlegur.. Shocked
Ég á mér enga eina fyrirmynd en það eru nokkrir aðilar á DeviantArt sem ég held mikið uppá og þeir hafa gefið mér þónokkuð mikinn innblástur og haft áhrif á myndirnar mínar Smile Þar má nefna t.d. Subterfuge Malaises, Jenni Tapanila, Kittynn, Jessica Rhoades, [url="http://www.blueblack.deviantart.com]Blue Black[/url] og einhverjir fleiri. En ég er líka ekki mikið fyrir að hafa eina fyrirmynd heldur frekar margar, mixa mínum eftirhermum af þeirra stílum saman til að sjá hvað kemur útúr því Razz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
helgi


Skráður þann: 03 Des 2004
Innlegg: 356
Staðsetning: 101
5D + GRD2
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 20:29:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er tiltölulega nýbyrjaður að skoða myndir eftir virkilega góða ljósmyndara, kaupa mér bækur og svona -- hef hingað til verið mest að skoða myndir eftir góða amatöra víðsvegar á netinu, og þá helst út frá tæknilegu sjónarmiði, en er að byrja að kunna að meta meistarana betur núna. Það sem kveikir einna helst í mér eru mannlífs/götumyndir, fréttamyndir, portrett og svo myndir af bílum.

Get kannski svarað þessu betur eftir ár eða svo -- maður er bara rétt búinn að dýfa tánni í laugina Smile
_________________
rvkbs
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 22:29:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Amason skrifaði:
War Photographer heitir hún, hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2002 sem besta heimildarmyndin. Ég er ekki viss um að hún sé fáanleg á leigunum

Ég get eindregið mælt með þessari mynd um James Nachwey. Myndir hans bera með sér ákveðna dýpt sem erfitt er að festa fingur á. En við áhorf á myndinni öðlast maður skilning á því úr hvaða djúpi myndir hans spretta. Hann nálgast viðfangsefnið af meiri næmni, samkennd og virðingu en ég hef séð aðra ljósmyndara á hans vettvangi gera. Fyrir þá sem hafa áhuga á "photojournalism" þá er þessi mynd "must see". Hún er þýsk framleiðsla, leikstýrt af Christian Frei, og ég fékk hana á sínum tíma frá þýska amazon www.amazon.de.

Galen Rowell hefur lengi verið áhrifavaldur í minni ljósmyndun. Hann var snilldar ljósmyndari, og ekki síðri penni. Það eru ekki aðeins myndir hans sem hafa hvatt mig til dáða, heldur einnig hugmyndafræði.

Jim Brandenburg www.jimbrandenburg.com er annar áhrifavaldur. Með skráningu sinni á lífi úlfa á heimskautaeyjum Kanada markaði hann þáttaskil í dýraljósmyndun, og með nýlegu verki sem nefnist "Chased by the light" markaði hann önnur þáttaskil. Þar ferðaðist hann í kringum heimili sitt í Minnesota í 90 daga, og tók eina ljósmynd á dag. Afraksturinn birtist reyndar allur í National Geographic, en nýtur sín betur í bókinni. Margir hafa apað þetta eftir honum síðan.

Af landslagsljósmyndurum hefur Jack Dykinga veitt mér innblástur www.dykinga.com, en Daryl Benson er þó fremstur meðal jafningja www.darylbenson.com. Af norrænum ljósmyndurum nefni ég til sögunnar hinn sænska Hans Strand www.hansstrand.com og hinn norska Pal Hermansen www.palhermansen.com. Nýjasta bókin hans Pal, sem fjallar um Svalbarða, er algjört augnayndi.

Fyrir mitt leyti finnst mér mikilvægt að stúdera verk annarra ljósmyndara, sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í ljósmyndun, og ekki síður fyrir þá sem finnst þeir á einhvern hátt staðnaðir í sinni listsköpun. Það gefur ekki aðeins innblástur, heldur getur veitt manni nýja nálgun í sinni eigin iðkun. Það er lærdómsríkt verkefni að taka fyrir einhvern ljósmyndara sem manni finnst verðugur áhrifavaldur, og stúdera hann í tætlur. Þá ekki aðeins hvernig hann skapar myndir, heldur af hverju. Hvaðan er hann að koma í sinni listsköpun, hvert er hann að fara? Jafnvel að fara út og reyna að stæla nákvæmlega einhverjar af hans myndum. Þegar innsýn hefur síðan fengist í hans myndheim, þá kastar maður af sér öllu því sem maður hefur lært, snýr athyglinni innávið og finnur sína eigin rödd. Það er ein leið til að skapa sinn eigin stíl.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Stoney


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 822
Staðsetning: Reykjavík
....
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 22:40:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þar sem umræðan hefur mikið farið út í James Nachwey og War Photography. Þá er ég bara velta fyrir mér fyrir hvern hann starfar í raun og veru eða hvort hann borgi ferðalögin og þetta úr eigin vasa og peningarnir komi síðan inn fyrir að selja myndirnar sínar hingað og þangað.
_________________
Steinar Þór Ólafsson
E. stetola@gmail.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Copyright


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 382
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon 30D
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 22:44:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

War Photography Kaupist hér
[/url]
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 22:46:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stoney skrifaði:
Þar sem umræðan hefur mikið farið út í James Nachwey og War Photography. Þá er ég bara velta fyrir mér fyrir hvern hann starfar í raun og veru eða hvort hann borgi ferðalögin og þetta úr eigin vasa og peningarnir komi síðan inn fyrir að selja myndirnar sínar hingað og þangað.


hann starfar fyrir http://www.viiphoto.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Stoney


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 822
Staðsetning: Reykjavík
....
InnleggInnlegg: 27 Feb 2005 - 23:04:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

zeranico skrifaði:
Stoney skrifaði:
Þar sem umræðan hefur mikið farið út í James Nachwey og War Photography. Þá er ég bara velta fyrir mér fyrir hvern hann starfar í raun og veru eða hvort hann borgi ferðalögin og þetta úr eigin vasa og peningarnir komi síðan inn fyrir að selja myndirnar sínar hingað og þangað.


hann starfar fyrir http://www.viiphoto.com/


ég þakka Wink
_________________
Steinar Þór Ólafsson
E. stetola@gmail.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 28 Feb 2005 - 0:00:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

zeranico skrifaði:
hann starfar fyrir http://www.viiphoto.com/

Það er ekki beint hægt að segja að Jim starfi fyrir Seven. Hann er hinsvegar einn af meðeigendum þessarar umboðsskrifstofu (myndabanka), en það voru sjö ljósmyndarar sem stofnuðu hana upphaflega. Hann hefur lengi verið "contract" ljósmyndari hjá Time Magazine, og hefur því starfað fyrir þá. Veit ekki hvort svo sé enn, en hann hefur hægt aðeins á að undanförnu, enda slasaðist hann illa í sprengingu í Írak fyrir rúmu ári síðan.

Ljósmyndarar sem eru að hefja feril í þessum geira ljósmyndunar í dag kosta sig sjálfir til að byrja með. Hér er ágætis vídeóviðtal við Ami Vitale þar sem hún kemur inná þessi mál.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group