Sjá spjallþráð - Filmur :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Filmur
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
hedinn


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 149

Bara allur pakkinn
InnleggInnlegg: 24 Feb 2005 - 23:52:18    Efni innleggs: Filmur Svara með tilvísun

Hvaða filmur eru þið að nota og afhverju ? Ég er að leita af 35mm slides, neg og BW í hæsta gæða flokki.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 0:04:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef notað Fuji slides filmur, Velvia fyrir landslag og portret, Provia fyrir action sportið. Eru bara virkilega skýrar og góðar filmur, skila fallegum litum. Hef ekki tekið á negatívu lengi lengi. Nota aðalega Ilford fyrir svart hvít, hef líka notað Kodak T-max. T-max filman skilar svörtu vel svörtu og hvítu vel hvítu, en hún er leiðinleg í framköllun þ.e. ef þú ert að framkalla þær sjálfur, tekur langan tíma að framkalla þær. Ilfordin er með margar týpur og hef ég aðalega verið að nota HP5 og Pan F frá þeim. Hægt að leika sér vel með framköllunnina á þeim. Virkar vel að yfirlýsa þær og undirframkalla þær svo, skilar góðum contrast með því móti.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 0:04:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hef ekki mikla reynsu, en ég held að þú verðir að vita nokkurnveginn hvað þú vilt fá útúr hverri filmu, ómögulegt að segja að einhver sé betri en önnur í allt...

ef þú ert að leita þér að alhliða svarthvítri, þá höfum við verið að nota Ilford Deltu helling í skólanum, þægileg að því leiti að þú getur pússað henni mjög ríflega...

Í slides langar mig að prófa Velviu, og fara eitthvað uppá hálendi með hana, það er víst allveg klikkað.

Ég veit ekkert um lit-negatíf, en það eru eflaust margir (allavega Skipio og Apiras) sem gætu sagt þér sína reynslu af þeim...

Gaman frá því að segja að þessa dagana erum við að fást við ljósmyndun á mjög löngum tíma í skólanum, og í það notum við filmu sem er ekki með T-graini. Deltan og FP er t-grain filmur.

Blabla. ég myndi allavega byrja að ná tökum á einni filmu, prófa að pússa og púlla og læra á hana, - og færa þig svo í að prófa aðrar og bera saman... ég hugsa að það sé svakalega ruglandi að byrja á því að kaupa bland í poka, og hafa svo ekki hugmynd um hvað hafði áhrif þegar litirnir á einhverri urðu frábærir, og svo hvað gerðist þegar allt varð dull á annari...

Passaðu þig bara að lýsa Slides filmuna rétt, þær eru svo miklu viðkvæmari fyrir klúðri í lýsingunni.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 0:11:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
ég myndi allavega byrja að ná tökum á einni filmu, prófa að pússa og púlla og læra á hana, - og færa þig svo í að prófa aðrar og bera saman... ég hugsa að það sé svakalega ruglandi að byrja á því að kaupa bland í poka


alveg sammála þessu, ekki fara og kaupa fullt af mismunandi filmum og skjóta þær og reyna að bera saman. Læra vel á eina fyrst og fara svo yfir í aðra. Mæli líka með heimasíðunni hjá Ilford. Fullt af fræðandi upplýsingum þar um filmurnar þeira. http://www.ilford.com/html/us_english/homeng.html
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 0:30:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mín uppáhalds slides filma hefur verið Fuji Provia 100F frá því að hún kom fyrst á markað, og þá ekki síður fyrir landslagið, hún gefur skemmtilega tóna er fínkorna og raunverulegri en Velvian, en þó er Velvian skemmtileg líka og þá fyrir einkenni hennar í ýktum litum.

Í sv/hv hef ég mest tekið á Ilford FP4 (125 iso) (keypti þær alltaf í rúllum) og eins aðrar Ilford og Kodak sv/hv filmur.

Nú hef ég sáralítið myndað á filmur í rúmt ár og ekki laust við að maður sakni filmunnar og spenningsins að framkalla sv/hv filmurnar eða að fá slides filmurnar úr framköllun...
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 1:32:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ah, Ilford FP4 og PANF. Ég fæ alveg nostalgíukast. Ótrúlega góðar filmur, amatör eins og ég gat nauðgað þeim fram og aftur, en alltaf skiluðu þær sínu.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 1:45:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Í slides langar mig að prófa Velviu, og fara eitthvað uppá hálendi með hana, það er víst allveg klikkað.

Ég veit ekkert um lit-negatíf, en það eru eflaust margir (allavega skipio og Apiras) sem gætu sagt þér sína reynslu af þeim...
[...]
Blabla. ég myndi allavega byrja að ná tökum á einni filmu, prófa að pússa og púlla og læra á hana, - og færa þig svo í að prófa aðrar og bera saman...
[...]
Passaðu þig bara að lýsa Slides filmuna rétt, þær eru svo miklu viðkvæmari fyrir klúðri í lýsingunni.

Sko, ég, fyrir mitt leyti, hef sama sem enga „reynslu“ af negatívum litfilmum. Það sem ég gerði var að kaupa fullan kassa af Sensia II á $2,29 stykkið hjá B&H á sínum tíma og tók bara á þær og svo á svarthvítar Ilford Pan F og HP5 (keypti líka einu sinni Tri-X sem er svo til það sama) sem ég framkallaði sjálfur (mæli með þeim). (Ég vildi semsagt einskorða mig við sem fæstar filmur eins og þú talar reyndar um.)

Eina skiptið sem ég tók á negatívar litfilmur var fyrir myndatöku í giftingu en þá keypti ég nokkrar rúllur af Fuji NPH 400 afþví það var það sem Philip Greenspun mælti með. (Mæli með að þú skoðir þennan hlekk.)

Í sambandi við lýsingu á slides filmur og lýsingartíma að þá var það mikið minna vandamál en ég bjóst við. Ég hafði auðvitað lesið áður að slides filmur væru rosalega viðkvæmar uppá lýsingartíma en svo þegar ég fékk fyrstu slides-filmurnar úr framköllun voru langflestir rammarnir á þeim mjög vel lýstir og samt hafði ég vélina bara oftast á auto (bracketaði auðvitað ef senur voru mjög erfiðar).
Reyndar er talað um að Sensia II filman henti byrjendum mun betur en Provia F og Velvia sem eru víst erfiðari í meðhöndlun. Hún var líka miklu ódýrari en Velvia/Provia F hjá B&H.

Þetta eru einu filmurnar sem hafa komið innfyrir filmuvélina mína fyrir utan eitt skipti þegar ég tók á einhverja Kodak Gold.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde


Síðast breytt af skipio þann 25 Feb 2005 - 8:52:01, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
plammi


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 985

Nikon
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 2:26:29    Efni innleggs: Re: Filmur Svara með tilvísun

hedinn skrifaði:
Hvaða filmur eru þið að nota og afhverju ? Ég er að leita af 35mm slides, neg og BW í hæsta gæða flokki.


Ég er búinn að vera að mynda á Fuji Velviu frá því hún kom á markað og á núna ca. 50 þús slidesmyndir. Það eru virkilega góð gæði í henni, fín skerpa og sterkir og góðir litir. Hún var líka valin slidesfilma ársins - árið 1999 að mig minnir og það eru mjög fáar slidesfilmur sem skáka henni í landslagsmyndatöku. Páll Stefánsson keypti eitt sitt upp lagerinn í umboðinu (Ljósmyndavörur) enda dálítið stórtækur. Cool Flest allar myndir sem eru eftir hann í Iceland Review eru teknar á Velvia.
_________________
Ljósmyndanámskeið - Lightroom námskeið
www.ljosmyndari.is
www.fjarnamskeid.is
www.imageree.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 8:54:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki


Síðast breytt af stjaniloga þann 24 Jan 2006 - 12:57:55, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hedinn


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 149

Bara allur pakkinn
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 14:35:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvernig er Velvia í sambandi við raunverulegan húð lit ?

Og er engin að nota E200 ? Mér finnst hún svo girnileg einhvað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 14:40:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hedinn skrifaði:
Hvernig er Velvia í sambandi við raunverulegan húð lit ?

Og er engin að nota E200 ? Mér finnst hún svo girnileg einhvað

Velvia er ekki góð til að mynda fólk. Húð verður of rauð.
Hvað finnst þér girnilegt við E200? Hún er mjög kornótt og leiðinleg filma. Provia 400F er t.d. fínkornaðri en E200.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 15:52:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki


Síðast breytt af stjaniloga þann 24 Jan 2006 - 12:51:47, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hedinn


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 149

Bara allur pakkinn
InnleggInnlegg: 25 Feb 2005 - 18:09:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þannig að sitthvorn kassan af Provia og Portra og þá er ég í goddí.

Takk fyrir alla hjálpina!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 26 Feb 2005 - 12:20:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já og ekki gleyma Kodak supercolor 400 Shocked
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
hedinn


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 149

Bara allur pakkinn
InnleggInnlegg: 28 Feb 2005 - 17:28:27    Efni innleggs: Geymsla á filmum Svara með tilvísun

Eitt sem ég vildi líka spurja um, Hvernig er best að geyma filmur ? Ég er kominn með ágætis lager af filmum og ég veit að það er best að hafað þær í 15° C en þar sem ég er ekki með ískáp sem er stiltur á 15°C þá var ég að spá hvort það væri betra að geyma þær í ískáp eða við stofuhita.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group