Sjá spjallþráð - Skítakomment :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Skítakomment
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Önnur mál
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 17:08:26    Efni innleggs: Skítakomment Svara með tilvísun

Sælt veri fólkið,

Ég var að skoða myndir úr síðustu keppnum í dag og langaði að minna fólk á svolítið.

Ég varð svolítið hissa á því að sjá hvað fólk hérna getur hreinlega verið dónalegt þegar það er að kommenta.

Það er nú allveg hægt að gefa sér að þessi vefur sé vettvangur fólks sem hefur áhuga á ljósmyndun og vill bæta sig í þeirri grein, og eitt af öflugustu tækjunum sem þessi vefur býður uppá í þá veru er einmitt þetta kommenta kerfi...

Þið sem skrifið svona skíta-komment ættuð líka að átta ykkur á því að tilgangurinn með því að leyfa notendum að kommenta á myndir hinna er ekki til þess að niðurlægja eða frussa einhverri drullu yfir þann sem tók mynd, vann hana, og sendi svo inn.

Því miður þá virðist þetta reyndar vera svolítið sama fólkið aftur og aftur... Samt, það koma líka svona skíta-pillur frá mjög mörgum.

Þessvegna langar mig til þess að minna á nokkra punkta sem fólk ætti að hafa í huga þegar það skrifar "athugasemdir"

  Vera kurteis

  Vera málefnalegur

  Bera virðingu fyrir því sem aðrir gera, og jafnvel að gera ráð fyrir því að sá sem tók myndina hafi viljað ná einhverju ákveðnu fram

  Ekki segja fólki að færa fjall, eða færa girðingar... ekki heldur bögga fólk beint ef lýsing er ekki góð þar sem ljósmyndarinn hefur enga stjórn á henni

  Rökstyddu það sem þú segir, annars eru orðin gott sem dauð.

  Horfðu vel á myndina áður en þú segir það sem þér dettur í hug

  Þrífðu skjáinn þinn vel áður en þú segir að það sé ryk á myndum eða þessháttar

  Stilltu skjáinn þinn


Annars finnst mér hálf asnalegt að vera að skrifa svona, en það er hreinlega einsog eitthvað lið hérna (sem reyndar skrifar ekki mikið á spjallið) skilji ekki allveg útá hvað þetta gengur.

Ég er samt eiginlega bara að tala um neikvæð komment, þessi jákvæðu ganga vel upp þó þau séu snubbótt og illa rökstudd... - það er þessi dónaskapur sem getur farið í mann.

allavega, ég nenni ekki að skrifa meira um þetta, en mig langar að fleygja hérna með lista sem ég kóperaði uppúr síðustu 2 eða 3 keppnum... endilega bætið svo við þetta, þetta er stór hluti af því sem fer fram hérna á vefnum.

Tilvitnun:
þetta er djók. ljót mynd

haaa

Geggjuð mynd!

flott mynd,

frumlegt!

not bad

to plain

þessi er flott

snilld!

Mögnuð mynd.

léleg hugmynd, á ekki við þemað.

flott mynd en ekkert neikvætt

flott. samt alls ekki spennandi mynd.

grilluð mynd. nær ekki þemanu samt. ekkert sérstaklega gaman að horfa á hana til lengdar.

*GEEEEEEEIIIISPP*

glatað

Cool

cool mynd

ég kaupi þetta almost

hehe

frábær þessi!

léleg huhmynd

hmm,

hmmmm.....færð fyrir fyrirhöfnina að sletta "blóði" og vesenið!

skrítin leikfangabyssa

þessi er bara snild

grilluð mynd

Mjög skemmtileg mynd og

gott að það sé gaman há þér

Skil ekki alveg hvað málið er alltaf með einhverskonar geðveiki í myndunum þínum. Er alls ekki að fíla þessa mynd..

nett

ekki að gera sig!

ahaa....

hættu að taka myndir

verður maður ekki að gefa þessari þokkalega mikið?

eimmitt

misskun

bara séð þessa mynd milljón sinnum....REYNA aðeins að vera pínu rumlegur!
oh

Nei engar helvítis ár...GÖVUÐÐÐ


Að lokum ber að tala um það að það er fullt af fólki sem skrifar frábær og hnitmiðuð komment í keppnum, ég sjálfur þakka fyrir komment sem aðrir hafa nennta að skrifa fyrir mig... - takk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 17:16:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er hægt að koma í veg fyrir svona vanþroskaðar athugasemdir að miklu leyti með því að krefja notendur um að koma fram undir eigin nafni, en ekki aðeins einhverju nikki.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
areley


Skráður þann: 24 Jan 2005
Innlegg: 166
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna í augnablikinu!
Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 17:17:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já mér finnst að fólk megi aðeins hemja sig!
Við erum jú fullorðið fólk ekki satt? Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 17:22:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég verð að vera 100% sammála þér Völundur. Þá er ég alls ekki að segja fólki að hætta að commenta heldur að gera það af aðeins meira viti.

Það er eitthvað bogið þegar maður er búinn að fá tveggja orða comment innan við 2 min eftir að keppni byrjar, og sér svo að allir fengu svipað og allt á fyrstu 4 minútunum. Það liggur ekki svo á að commenta að það þurfi að kasta svona til hendinni.

Þetta með dónaskapinn er alveg rétt líka, fólk á ekkert að vera feimið að hrauna yfir lélegar mynd sko, en það þarf þá að gera það málefnalega og með rökstuðnin.

Ég hef að vísu talað um þetta áður og þá var ég skammaður fyrir að draga úr vilja fólks til þess að commenta, þannig að til þess að enginn saki mig um það aftur þá skal ég taka þetta eins skýrt fram og hægt er: Ekki hætta að senda inn comment, heldur vandið þau bara aðeins betur. Munið líka að eitt gott comment er betra en mörg léleg.

Að lokum vil ég taka það fram að þetta á alls ekki við nærrum því alla, mér finnst æðislegt hvar margir eru duglegir að kommenta og er sko alls ekki að kvarta yfir öllum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 17:26:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég væri alveg til í að skoða það að athugasemd eins og
Tilvitnun:
hættu að taka myndir

væri grundvöllur fyrir vikubanni.


Athugasemdirnar eru hugsaðar til að koma ábengingum um hvað megi fara betur og til að auka sjálftraust og ánægjun af ljósmyndun.

Athugasemd eins og "ljót mynd" sýnir bara að viðkomandi er ekki mjög fær sjálf/sjálfur því hún/hann getur ekki komið því í orð hvað er að myndinni.

T.d. myndin sem var í neðsta sæti í "Neikvætt rými" væri hægt að segja í staðin fyrir ljót mynd væri:
"Myndefnið er ekki áhugavert og illa lýst, litirnir eru ekki raunverulegir."

Eitthvað í þessa átt. Svo er líka hægt að sleppa því að skrifa eitthvað.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Andri G3


Skráður þann: 22 Jan 2005
Innlegg: 138
Staðsetning: Iceland
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 17:59:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sje skrifaði:
Ég væri alveg til í að skoða það að athugasemd eins og
Tilvitnun:
hættu að taka myndir

væri grundvöllur fyrir vikubanni.


Ég er alveg sammála því!! þEgar ég las þetta missti ég andlitið, hver skirfar svona!!!


Ljósmynda gagnríni og/eða komment/athugasemd, er staður þar sem þú fær rök fyrir hvað er það sem gerir myndina af því sem hún er!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 18:16:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sje skrifaði:


T.d. myndin sem var í neðsta sæti í "Neikvætt rými" væri hægt að segja í staðin fyrir ljót mynd væri:
"Myndefnið er ekki áhugavert og illa lýst, litirnir eru ekki raunverulegir."

Eitthvað í þessa átt. Svo er líka hægt að sleppa því að skrifa eitthvað.


Öll komment ættu svo að enda á: "það sem þú gætir gert til þess að bæta þetta næst er, bla, bla eða bla... og kannski blabla?"

eða þannig Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 18:21:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rusticolus skrifaði:
Það er hægt að koma í veg fyrir svona vanþroskaðar athugasemdir að miklu leyti með því að krefja notendur um að koma fram undir eigin nafni, en ekki aðeins einhverju nikki.


Þú ert greinilega ansi fylgjandi þessu, ég er samt ekki eins viss um að það breyti einhverju.

Þeir einstaklingar sem hafa hagað sér hvað verst hér að mínu mati hafa einmitt allir flaggað nafni sínu í undirskriftinni eða með öðrum hætti.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 19:26:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fólk sem gefur léleg komment eða stutt og dónaleg er yfirleitt fólk sem hefur ekki einu sinni sent mynd inná þessa síðu. Rolling Eyes Hvorki keppni né til að fá gagnrýni. Ef fólk getur ekki sagt hvað mætti betur fara í myndinni og fært rökstuðning fyrir því að myndi sé svona léleg ætti bara að sleppa því að kommenta á hana. Hef sjálfur fengið nokkur ömurleg komment sem hjálpa mér ekki neitt með að reyna gera betur næst en ég hef þó ekki lent eins illa í því eins og margir hérna. Þetta er eitthvað sem þyrfti að skoða betur og ég hef oft pælt í því að senda fólkinu skilaboð sem eru að kommenta fáránlega á myndina hjá manni, en hef ekki nennt að hafa fyrir því og finnst það bara tímaeyðsla. Fékk til dæmis eitt lélegt komment í síðustu keppni en endaði svo í 3ja sæti og sá sem gaf kommentið hefur ekki einu sinni sent inn mynd á þessa síðu þannig að virðing fyrir því kommenti fór nú bara í vaskin Wink Ef menn og konur hérna inni tala um að mynd sé léleg þá verður það nú bara að geta gert betur til að hafa efni á kommenta svoleiðis á myndir annara. Exclamation
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 19:30:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Ef menn og konur hérna inni tala um að mynd sé léleg þá verður það nú bara að geta gert betur til að hafa efni á kommenta svoleiðis á myndir annara. Exclamation


Ég er persónulega ekki sammála þessu, mynd þarf að dæmast eftir því hversu góð hún er ekki eftir því hversu góðir aðrir eru.

Annars væri Heiða skrifandi niðrandi comment um alla, og einhverjir algerir grænjaxlar mættu ekki segja neitt.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Stoney


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 822
Staðsetning: Reykjavík
....
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 19:58:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Með fullri virðingu fyrir þessum kork og Völundi sem skrifaði hann. En er þessi síða ekki farinn að fjalla ansi mikið um þau vandamál sem eru í gangi hérna.
_________________
Steinar Þór Ólafsson
E. stetola@gmail.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Hörður Ásbjörnsson


Skráður þann: 30 Nóv 2004
Innlegg: 556

Canon EOS 5DSr / Fuji XPro 2
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 20:01:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég skrifaði þetta við myndina mína í keppninni manneskja....
comment úr keppninni manneskjan sem ég skrifaði til þeirra sem commenta....
Takk Fyrir falleg og ófalleg commtent, sumir virðast bara getað skitið yfir annarra manna myndir en geta síðan ekki tekið flottar myndir sjálfir;)
en Takk án gríns fyrir commentin og hvað hefði mátt betur fara með myndina ég er búinn að nýta mér það og lagaði hana. Ég tók vel í comment frá flestum, en stundum hljóma sumir eins og þeir eru bara að vera plain leiðinlegir og held ég að það sé vegna þess að þeir hafa gjörsamlega ekkert auga fyrir ljósmyndum, en haldiði áfram að vera leiðinlegir því það er greinilega það eina sem þið eruð góðir í
þið hin sem komið með góð og vel skrifuð comment með viti í.
þakka ykkur kærlega fyrir.
Hörður:)
þetta er en mín skoðun í dag..
gagnrýni á að vera til uppbyggingar og hvað maður geti gert betur næst eða til að laga myndina ekki til að draga úr ljósmyndaáhuga fólks. Ekki er ég samt að segja að comment eigi ekki að vera það sem gagnrýnandanum finnst, ef manneskju finnst myndin ljót eða ömurleg eða eitthvað þá á það ekki að skrifa ömurleg mynd, hættu að taka ljósmyndir, heldur að orða hlutina betur og hafa einhver rök fyrir því að myndin er slæm.


Síðast breytt af Hörður Ásbjörnsson þann 21 Feb 2005 - 20:03:59, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 20:02:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stoney skrifaði:
Með fullri virðingu fyrir þessum kork og Völundi sem skrifaði hann. En er þessi síða ekki farinn að fjalla ansi mikið um þau vandamál sem eru í gangi hérna.


Já, þér semsagt finnst það vera vandamál og vildir tala um það Wink


Sorry, ALLS ekki illa meint, bara smá tækifærisskot.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 20:26:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stoney skrifaði:
Með fullri virðingu fyrir þessum kork og Völundi sem skrifaði hann. En er þessi síða ekki farinn að fjalla ansi mikið um þau vandamál sem eru í gangi hérna.


Kannski, en ég fíla margt hérna muun betur eftir að við tókum stóra stökkið þarna um daginn...

Persónulega þá finnst mér umræðan hafa farið að snúast um aðra póla, og ég held að það sá allt í lagi að hnykkja aðeins á þessum hlut...

ég vildi samt ekkert gera þetta að einhverri eilífðarumræðu, en mig langar samt svo mikið til þess að fleiri fari að eyða virkilegum tíma í að greina það sem aðrir gera, (gott og vont)

Það er gott fyrir alla, bæði er frábært að fá góða og gegna gagnrýni, og svo er það líka afar þroskandi fyrir liðið að spá svona 10 mínútur í mynd, og skrifa um hana á meðan.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
jokull


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 294

Canon 60D
InnleggInnlegg: 21 Feb 2005 - 22:07:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Andri G3 skrifaði:
sje skrifaði:
Ég væri alveg til í að skoða það að athugasemd eins og
Tilvitnun:
hættu að taka myndir

væri grundvöllur fyrir vikubanni.


Ég er alveg sammála því!! þEgar ég las þetta missti ég andlitið, hver skirfar svona!!!


Ljósmynda gagnríni og/eða komment/athugasemd, er staður þar sem þú fær rök fyrir hvað er það sem gerir myndina af því sem hún er!


Ég hef bara eitt að segja við þessu.

Free Speech, hvað varð um það?

Ekki það að ég sé að skrifa svona komment sjálfur og verja það. Bara mér finnst rosalega asnalegt að maður megi ekki skrifa nákvæmlega það sem manni sýnist um myndina hjá viðkomandi. Svo lengi sem það fer ekki yfir öll velsæmismörk t.d. persónulegt.

Ef þú ert að senda inn myndina þína hér, þá máttu alveg búast við því að einhver eigi eftir að koma með lélegt og leiðinlegt komment.

Hættið með þessar hótanir að banna alla og eitthvað svona. Mér finnst það alveg glatað. Sjáum bara síðu eins og dpchallenge(sem þessi síða er copycat af), þar er ekki bannað fyrir eitthvað svona. Sjálfur hef ég fengið leiðinleg komment þar og kippi mér ekki upp við það.

Niðurstaða: Fólk á ekki að senda inn myndina sína ef það getur ekki tekið kommentum frá vitleysingum. Af því að það verður alltaf nóg af þeim.

Kv Jökull
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Önnur mál Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
Blaðsíða 1 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group