| Gainsbourg
| 
Skráður þann: 05 Feb 2012 Innlegg: 18
Leica M3
|
|
Innlegg: 29 Maí 2017 - 22:40:21 Efni innleggs: E-6 framköllun. |
|
|
Góðan daginn.
Það er því miður erfitt að framkalla E-6 á Íslandi. Ekkert fyrirtæki gerir það gegn greiðslu nema kannski einhverjir einka aðilar. Það er t.d. til vél í Sambandi Íslenskra myndlistarmanna þar sem hægt er að framkalla í E-6 vökva en það er einungis hagstætt ef um margar filmur er að ræða og augljóslega er það vesen og ákveðin reynsla/hæfni sem þarf að hafa.
Ég hinsvegar kaupi og tek mikið á slides og sendi allt til Studio 13 í Þýskalandi. Verðið hjá þeim er mjög hagstætt, sérstaklega eftir styrkingu krónunnar, en ég var líka sáttur með verðið á framköllun hjá þeim áður, en það kostar tölvuert að skanna negatífurnar. Fyrirtækið er rosalega fagmannlegt í alla staði og það er mjög gott að eiga samskipti við þau og það er aðal ástæðan fyrir því að ég leita ekki eftir betri verðum fyrir framköllun á meginlandi Evrópu. Síðan sendi ég bara allt út í gegnum Póstinn og stundum rukkar tollurinn 24% virðisaukann ef sendingin er stór en stundum sleppur maður í gegn. Þar virðist tilviljun algjörlega ráða för.
Vona að upplýsingarnar séu gagnlegar.
Google Translate:
Good day.
Unfortunately, it is difficult to induce E-6 in Iceland. No company does it against payment except maybe some private parties. It is e.g. For a machine in the Association of Icelandic Visual Artists who can produce E-6 fluid, but it is only favorable if there are many films and obviously there is a vesen and some experience / skills that need to be.
However, I buy and take a lot of slides and sent everything to Studio 13 in Germany. The price for them is very favorable, especially after the appreciation of the króna, but I was also happy with the pricing for them before, but it costs a computer scanner to scan the negatives. The company is very professional in every way and it is very good to communicate with them and that is the main reason why I'm not looking for better price for print in Europe. Then I just send everything through the Mail and sometimes the 24% VAT will be charged if the shipment is large, but sometimes you get lost (slip through customs!). There seems to be a complete hassle/coincidence.
Hope the information is useful.
Gainsbourg |
|