Sjá spjallþráð - Minniskort - verðlag :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Minniskort - verðlag
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
sigurdsson


Skráður þann: 15 Ágú 2011
Innlegg: 28


InnleggInnlegg: 14 Des 2016 - 22:36:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæ! =)

Þessi þráður er frábær, en þetta þarf að vera sanngjörn gagnrýni eins og Hingo bendir réttilega á. Það er t.d. ekki nóg að taka bara EUR verðið og margfalda með gengi dagsins, þú þarft að gera ráð fyrir aðflutningsgjöldum jafnvel þótt það sé enginn sendingarkostnaður sem leggst ofan á útsöluverðið. Rafhlöður fyrir myndavélar bera 10% toll og svo bætist blessaður 24% virðisaukaskatturinn ofan á þetta í þokkabót.

Tollurinn er með hentuga reiknivél fyrir svona lagað: https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/
Ef við setjum EUR 69.99 inn þar í flokkinn Ljósmyndavörur - Rafhlöður fáum við; 8.289 kr. + 3.017 kr. = 11.306 kr. (m.v. gengi: 118,43)

Vissulega lægri tala en 14.990 kr, en þó talsvert nær henni.
Mundi H skrifaði:
Verð í Nýherja 14.990 kr
https://www.netverslun.is/Myndav%C3%A9lar/Aukahlutir/Rafhl%C3%B6%C3%B0ur/Canon/Rafhla%C3%B0a-LP-E6N-f.-EOS-70D%2C-7DMkII%2C-5DMk/Default/2_8429.action

Verð út úr búð í þýskalandi 69.99 evrur 8.353 kr
http://www.saturn.de/de/product/_canon-lp-e6n-1942927.html

Þarna munar 6.637 kr

_________________
Magnús Sigurðsson [flickr]
Canon 80D • 50 ƒ/1.8 STM
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hingo


Skráður þann: 22 Ágú 2008
Innlegg: 4183

Fjölmargar og fjölbreyttar
InnleggInnlegg: 14 Des 2016 - 22:46:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þannig að þessi tala 14.990kr er bara í góðu lagi, og ekkert til að tuða yfir, miðað við þessa útreikinga sem Magnús sýnir.
_________________
www.hingo.is

www.flickr.com/photos/129404113@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 15 Des 2016 - 8:11:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sigurdsson skrifaði:
Hæ! =)

Þessi þráður er frábær, en þetta þarf að vera sanngjörn gagnrýni eins og Hingo bendir réttilega á. Það er t.d. ekki nóg að taka bara EUR verðið og margfalda með gengi dagsins, þú þarft að gera ráð fyrir aðflutningsgjöldum jafnvel þótt það sé enginn sendingarkostnaður sem leggst ofan á útsöluverðið. Rafhlöður fyrir myndavélar bera 10% toll og svo bætist blessaður 24% virðisaukaskatturinn ofan á þetta í þokkabót.

Tollurinn er með hentuga reiknivél fyrir svona lagað: https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/
Ef við setjum EUR 69.99 inn þar í flokkinn Ljósmyndavörur - Rafhlöður fáum við; 8.289 kr. + 3.017 kr. = 11.306 kr. (m.v. gengi: 118,43)

Vissulega lægri tala en 14.990 kr, en þó talsvert nær henni.
Mundi H skrifaði:
Verð í Nýherja 14.990 kr
https://www.netverslun.is/Myndav%C3%A9lar/Aukahlutir/Rafhl%C3%B6%C3%B0ur/Canon/Rafhla%C3%B0a-LP-E6N-f.-EOS-70D%2C-7DMkII%2C-5DMk/Default/2_8429.action

Verð út úr búð í þýskalandi 69.99 evrur 8.353 kr
http://www.saturn.de/de/product/_canon-lp-e6n-1942927.html

Þarna munar 6.637 kr


Tja, ef þessi pistill þinn á að vera sanngjarn þá þýðir ekkert að miða við að íslenskar verslanir þurfi að borga erlent smásöluverð fyrir hluti er það nokkuð?
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
sigurdsson


Skráður þann: 15 Ágú 2011
Innlegg: 28


InnleggInnlegg: 15 Des 2016 - 10:07:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæ =)

Held það sé nú ansi oft sem þessir risar (t.d. Amazon og BH) fá talsvert lægri innkaupsverð heldur en íslenskar verslanir sökum pöntunarstærða og veltu, og með mun lægri hlutfallslegum rekstrarkostnaði (svo ekki sé minnst á fjármagnskostnaðinn!) en er mögulegur á þessari litlu eyju okkar. Þegar þær keyra síðan á því að vera með lægsta verðið eru smásöluverðin ansi oft á pari við eða undir heildsöluverðum til íslenskra verslana. Söguleg gögn um framlegð hjá Amazon sýna t.d. tölur sem væru fjarstæðukennt að reyna að reka fyrirtæki á Íslandi eftir.

Það væri frábært að geta fengið allar vörur hér á landi á sama verði og erlendis, en það er bara ekki alltaf raunhæft. Við erum ~330 þúsund manns, að bera okkur beint saman við þúsund sinnum stærri markað (og þá er litið framhjá neytendum utan BNA!) er hvorki raunhæft né sérlega sanngjarnt sem útgangspunktur. Er það nokkuð? Wink
Halldór Ingi skrifaði:
Tja, ef þessi pistill þinn á að vera sanngjarn þá þýðir ekkert að miða við að íslenskar verslanir þurfi að borga erlent smásöluverð fyrir hluti er það nokkuð?

_________________
Magnús Sigurðsson [flickr]
Canon 80D • 50 ƒ/1.8 STM
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 15 Des 2016 - 21:48:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sigurdsson skrifaði:
Hæ =)

Held það sé nú ansi oft sem þessir risar (t.d. Amazon og BH) fá talsvert lægri innkaupsverð heldur en íslenskar verslanir sökum pöntunarstærða og veltu, og með mun lægri hlutfallslegum rekstrarkostnaði (svo ekki sé minnst á fjármagnskostnaðinn!) en er mögulegur á þessari litlu eyju okkar. Þegar þær keyra síðan á því að vera með lægsta verðið eru smásöluverðin ansi oft á pari við eða undir heildsöluverðum til íslenskra verslana. Söguleg gögn um framlegð hjá Amazon sýna t.d. tölur sem væru fjarstæðukennt að reyna að reka fyrirtæki á Íslandi eftir.

Það væri frábært að geta fengið allar vörur hér á landi á sama verði og erlendis, en það er bara ekki alltaf raunhæft. Við erum ~330 þúsund manns, að bera okkur beint saman við þúsund sinnum stærri markað (og þá er litið framhjá neytendum utan BNA!) er hvorki raunhæft né sérlega sanngjarnt sem útgangspunktur. Er það nokkuð? Wink
Halldór Ingi skrifaði:
Tja, ef þessi pistill þinn á að vera sanngjarn þá þýðir ekkert að miða við að íslenskar verslanir þurfi að borga erlent smásöluverð fyrir hluti er það nokkuð?


Alltaf jafn skemmtileg þessi rök um að við séum bara 330.000 manna örþjóð útí miðju ballarhafi!
Alveg dagsönn, vissulega, en einhverra hluta vegna virðast þau ekki eiga við þegar kemur að hagnaði fyrirtækja. Það er nefnilega ekkert flókið að þegar fyrirtæki á svona smá skeri skila milljarða hagnaði þá skrifast það einfaldlega á álagningu en ekki viðskiptasnilld. Enda er það margsönnuð staðreynd að mörg íslensk fyrirtæki eru með framlegð sem er margfallt hærri en í löndunum í kringum okkur.
Auðvitað er þetta ekkert algilt og mörg verð eru einfaldlega eðlileg, en þegar það er ódýrara fyrir mann að kaupa flug, hótel og versla erlendis nokkra hluti og koma samt út í plús, þá er einfaldlega eitthvað mikið að.
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 21 Des 2016 - 17:49:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott að fá svona umræðu af stað. Þetta varð til þess að ég fór að grenslast fyrir um þetta í vinnunni. Niðurstaðan varð sú að við fengum betri verð á næstu sendingu auk þess að gengið vann með okkur og nú hafa minniskortin lækkað heilan helling í Beco. Smile

https://www.beco.is/minniskort/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Benni S.


Skráður þann: 27 Mar 2009
Innlegg: 2177
Staðsetning: Akureyri
Canon
InnleggInnlegg: 22 Des 2016 - 15:31:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tóti.

https://www.beco.is/product/sandisk-ultra-micro-sd/

Sandisk Ultra Micro SD Kr.10.190 kr.

Ertu á lyfjum vinur Smile

Þetta kort er víðast á $9-13.
Og þá ca MAX Kr. 2.500,- hingað komið með öllu

Þú veist mér þykir vænt um þig enn...

https://www.amazon.com/SanDisk-microSDHC-Standard-Packaging-SDSQUNC-032G-GN6MA/dp/B010Q57T02
_________________
Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 22 Des 2016 - 17:48:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ert loggaður inn á Amazon þegar þú smellir á linkinn kemur

$12.95 + $35.78 Shipping & Import Fees Deposit to Iceland, og það er svona sirka tvöfalt meira en 2500 kall.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Benni S.


Skráður þann: 27 Mar 2009
Innlegg: 2177
Staðsetning: Akureyri
Canon
InnleggInnlegg: 22 Des 2016 - 18:36:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ÞS skrifaði:
Ef þú ert loggaður inn á Amazon þegar þú smellir á linkinn kemur

$12.95 + $35.78 Shipping & Import Fees Deposit to Iceland, og það er svona sirka tvöfalt meira en 2500 kall.


Ég get líka verslað þetta hér ( http://www.ebay.com/itm/SanDisk-16GB-32GB-64GB-128GB-200GB-Micro-SD-SDHC-SDXC-MicroSDXC-ULTRA-80MB-s-ES-/291722983911?var=&hash=item43ec0b79e7:m:mZeSWkSbqzILQprTbWVp3Hw )

ásamt urmul af öðrum stöðum og borgað 1 euro í sendingu, eins má finna minniskort út um allt á ebay þar sem þú borgar ekki krónu i sendingarkostnað.

Tilvísun á Amazone var á verðið, ég skoðaði ekki flutning en hann getur verið fáránlega dýr á amazone í vissum tilfellum.

Í hvert einasta skipti sem ég hef verslað kort af ebay hafa þau meir að segja komið beinnt í gegnum bréfalúguna og ekki borgað krónu í gjöld...já pósturin er ekki að skoða þetta betur notest! ég hef meir að segja verið búinn að senda inn paypal kvittanir og biðja um tollafgreiðslu.

PS.
Hér frá bretlandi (dýrara) ca $19 með sendingarkostnaði, komið á innan við viku til ísl.
http://www.ebay.com/itm/SanDisk-ULTRA-16GB-32GB-SDXC-Class-10-Micro-Memory-SD-Card-Adapter-Camera-/262771064055?var=&hash=item3d2e603cf7:m:misrniRtgam0asN2NYxz_ng
_________________
Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 22 Des 2016 - 23:42:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Benni S. skrifaði:
Tóti.

https://www.beco.is/product/sandisk-ultra-micro-sd/

Sandisk Ultra Micro SD Kr.10.190 kr.

Ertu á lyfjum vinur Smile

Þetta kort er víðast á $9-13.
Og þá ca MAX Kr. 2.500,- hingað komið með öllu

Þú veist mér þykir vænt um þig enn...

https://www.amazon.com/SanDisk-microSDHC-Standard-Packaging-SDSQUNC-032G-GN6MA/dp/B010Q57T02


Þetta er sko 128GB kort sem er á þessu verði. Eigum þau ekki í 32 GB þó svo að myndin sé af 32GB korti. Erum með mynd af 32GB kortum við allar týpurnar, svo velur maður í flipanum hægra megin hvaða stærð maður vill og þá kemur upp verðið á þeirri stærð Wink

Samanber þessi til dæmis: https://www.beco.is/product/sandisk-extreme-pro-micro-sd/


Síðast breytt af totifoto þann 22 Des 2016 - 23:45:55, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 22 Des 2016 - 23:44:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Breytti kannski myndini á morgunn, séð að þetta er nokkuð villandi Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Benni S.


Skráður þann: 27 Mar 2009
Innlegg: 2177
Staðsetning: Akureyri
Canon
InnleggInnlegg: 23 Des 2016 - 1:37:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Breytti kannski myndini á morgunn, séð að þetta er nokkuð villandi SmileÞað er eins gott ég var umþað bil að fara að panta tíma hjá lækni handa þér Smile
_________________
Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
alliragg


Skráður þann: 22 Feb 2005
Innlegg: 10

Sony Alpha A77
InnleggInnlegg: 20 Jan 2017 - 11:22:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

samanburður á verðinu er sangjarn að morgu leiti því um smásölu er að ræða í báðum tilvikum, innflytjandinn er ekki að kaupa vöruna í smásölu það er næsta víst ! smásalinn úti þarf líka að borga tolla og vsk af sinni vöru.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Benni S.


Skráður þann: 27 Mar 2009
Innlegg: 2177
Staðsetning: Akureyri
Canon
InnleggInnlegg: 26 Jan 2017 - 3:58:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég þurfti að kaupa mér nokkur kort ásamt rafhlöðum og tók hringin hjá söluöðlum hér heima og þetta er BARA BULL verðin á þessu hér heima. Ég endaði (eins og venjulega) á því að versla frá ebay UK og sparaði mér stór pening.

Sumir eru meir að segja svo ósvífnir að þeir lækkuðu verð á meðan þessi umræða var hæðst í gangi (ætla ekki að fara út í hverja er átt við) en eru strags byrjaðir að hækka verð aftur.
_________________
Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group