Sjá spjallþráð - VSK á innfluttu notuðu ljósmyndadóti? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
VSK á innfluttu notuðu ljósmyndadóti?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 24 Jún 2016 - 17:39:31    Efni innleggs: VSK á innfluttu notuðu ljósmyndadóti? Svara með tilvísun

Leysti í dag út Leica IIIf, keypta á Rangefinderforum, og á hana var lagður 10% tollur. Man ekki eftir því fyrr - hvenær varð þessi breyting?

Nota tækifærið og úthúða vefþjónustu Tollmiðlunar Íslandspósts og lokun þess netfangs, tollmidlun@postur.is sem virkað hefur árum saman til að koma upplýsingum og fyrirspurnum á framfæri. Að mínu mati er þessi breyting nánast þjónustufall - auk þess sem vonlaust er að ná sambandi í síma við þetta ömurlega OHF. Næ ekki uppí nefið á mér.

Pétur, Kópaskeri
_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Snjolfur1200


Skráður þann: 15 Des 2010
Innlegg: 119


InnleggInnlegg: 24 Jún 2016 - 17:50:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér vitandi hefur tollur á ljósmyndavörur ekki verið hækkaður í 10%. Líklegast var þetta sett í rangan tollflokk, það er 8.5% tollur á filmur sýnist mér en finn ekki í fljótu bragði hvað að er sem ber 10% toll. Mögulega var þetta flokkað sem sjónauki (rangefinder). Ertu með tollflokkinn sem þú greiðir samkvæmt?

Þú getur óskað þess að fá þetta leiðrétt ef þú telur að þetta hafi verið rangt tollflokkað. Ég hef bara fengið leiðrétt vegna þess að rangur gjaldmiðill var valinn en ekki vegna rangs tollflokks en það fær mig til að halda að þeir leiðrétti villur.

Pósturinn er hættur að halda úti netfanginu en þess í stað kom vefform sem er alveg jafn þægilegt.

https://www.postur.is/einstaklingar/sendingar-fra-utlondum/beidni-um-tollafgreidslu/

*Ef þú vissir ekki af tilvist þessa.*

Hringdu bara í þjónustuverið og fáðu að vita hvern þú átt að tala við til þess að fá þetta leiðrétt. 580-1200
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
vilhj


Skráður þann: 11 Sep 2013
Innlegg: 56

Nikon D800
InnleggInnlegg: 24 Jún 2016 - 21:23:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ljósmyndavélar eru í tollflokki 9006.4000 og á þeim er enginn tollur.

Nú get ég ekki fullyrt hvað pósturinn er að bralla en ætla samt að reyna, eins og á skyggilýsingafundi að segja hvað hefur gerst.
Ef þú lítur á límmiðann sem pósturinn límir á pakkann sérðu tollflokkinn sem þeir nota og ég spái því að þeir hafi valið númerið 6302.6000.
6302.6000 er Sængurlín, borðlín, baðlín og eldhúslín og hann ber einmitt 10% toll.

Staðreyndin er sú að pósturinn flokkar allt í tvo flokka, fyrrnefndan tauflokk, með tolli og svo toll lausan flokk þar sem þeir velja 9706.0090 sem eru Forngripir eldri en 100 ára.
Ég hef margoft lent í því að þurfa að láta breyta úr þessum Sængurlíns-flokki en mér sýnist að þeir noti hann ef þeir eru ekki vissir eða nenna ekki að spá í hvað er í sendingunni.

Það er hinsvegar verulega erfiðara að fá leiðréttingu eftirá en ef maður sér þetta fyrirfram, en hefur þó tekist hjá mér.

Gangi þér vel að eiga við póstinn;
Vilhjálmur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 25 Jún 2016 - 1:11:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bestu þakkir fyrir upplýsingar og ábendingar.

Vilhj: tollskrárnúmerið er 4202-2900 - töskur og pungar úr leðri etc.

Með myndavélini fylgdi vissulega upprunalega taskan - ever-ready case fyrir Leica IIIf + 5cm collapsible linsu, Elmar, Summar, Summitar - semsagt dvergsmá og verðlaus "pönnukökutaska".

Snillingarnir hjá Tollmiðlun hjá póstinum skelltu 10% tolli á vélina + töskuna, sem ég trúi ekki að sé rétt afgreiðsla. Hefði verið sáttur við að þeir legðu 10% á 20 dollara eða svo til að svala smámunaseminni - en þetta getur ekki passað.

Snjólfur1200: Vefformið er algjörlega ónothæft og gríðarleg afturför frá tölvupósti. Fyrir það fyrsta eru 250 stafir allt of lítið til að veita þær upplýsingar sem krafist er - núna þarf ég t.d. að senda fjóra linka vegna einnar sendingar - Elmar 50/2.8 LTM + filter sem seldur var sér. Mér er gert að skila tenglum á Ebay-auglýsingarnar og skjáskot af PayPal kvittuninni. Ég sólundaði hálfum degi í þessa endileysu - og það er einfaldlega ekki hægt að uppfylla þessar kröfur í svo fáránlega knöppu formi. Betra er að nota tölvupóst - en það hef ég gert í tugi skipta á síðustu árum. Þetta nýja vefkerfi er móðgun við notendur.

En er þá ekki ráðið að hringja í þjónustuverið? Vafalaust. Ég gerði það í dag og beið í rúman hálftíma og hlustaði á endalausa romsu uppúr talvél. Svei þessu drasli og herfilegu þjónustu.

Niður með öll OHF - heimskulegasta eignarhald sem hægt er að hugsa sér.

Fyrirgefið ergelsið - ég er orðinn of gamll fyrir svona rugl hjá stofnun sem á að heita opinbert fyrirtæki.
_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 25 Jún 2016 - 1:38:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lesendum til fróðleiks og skemmtunar birti ég eftirfarandi upplýsingar um tollflokk 4202:

4202:

Ferðakoffort, ferðatöskur, snyrtitöskur, skjalatöskur,
skjalaveski, skólatöskur, gleraugnahulstur, sjónaukahylki,
myndavélatöskur, hljóðfæratöskur, byssuhylki,
byssuhulstur og áþekkar vörur; ferðaskjóður, einangraðar
matar- eða drykkjartöskur, snyrtiveski, bakpokar,
handtöskur, innkaupatöskur, veski, pyngjur,
kortaveski, vindlingaveski, tóbakspungar, verkfæratöskur,
íþróttatöskur, flöskuhylki, skartgripaskrín,
púðurdósir, hnífaparaöskjur og áþekkar vörur, úr
leðri eða samsettu leðri, úr þynnum úr plasti, spunaefni,
vúlkaníseruðum trefjum eða pappa eða að öllu
leyti eða aðallega hjúpað slíkum efnum eða pappír:
– Ferðakoffort, ferðatöskur, snyrtitöskur, skjalatöskur,
skjalaveski, skólatöskur, og áþekkar vörur:

Og undirflokkurinn sem tollgæslan taldi henta fyrir 64 ára gamla myndavél í jafn gamalli ever-ready tösku - 4202-2900:

4202.2900 – – Aðrar vörur sem venjulega eru bornar í vasa eða handtösku: 10 0 - 10% tollur.

Ef þessi praxís stenst mega þeir sem kaupa dýra linsu í leðurpung reikna með því að 10% leggist á linsuna líka. Góða skemmtun.

Rétt er að taka fram að ég útskýrði innihaldið vandlega, þannig að tollvörður átti að vita uppá sína tíu fingur að ég var að kaupa myndavél en ekki leðurtösku per se. Þeim var líka velkomið að kanna innihaldið.

Ég er jafnt lifandi eða dauður hvort sem ég fæ þennan fjandans toll uppá 3.798 endurgreiddan eða ekki. Þetta er hins vegar rangt í prinsippinu.

Og meðan ég man - Barnack Leica eru algjört æði - allavega það dýrðareintak sem ég leysti út í dag. Dvergsmátt og solid dót.
_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 25 Jún 2016 - 22:17:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þó þetta væri 1 kr í toll myndi ég krefjast að fá leiðréttingu enda ekki rétt tollað.

Röng vinnubrögð sem ætti ekki að líðast eða sætta sig við.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 26 Jún 2016 - 12:06:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kannski héldu þau í tollinum að þetta væri ekki keypt til að nota sem myndavél heldur sem fashion accessory?
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 27 Jún 2016 - 11:36:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hahahaha, góð skýring Kalli. Held samt að hreinn fábjánaháttur sé nærtækari:-)

Fékk svohljóðandi *tölvupóst* frá Tollmiðlun Íslandspósts í morgun og hann var sendur frá netfanginu noreply@postur.is. Takið eftir orðalaginu "Við erum ekki lengur með neitt tölvupóstfang":

----

Sæll Pétur,

Linsur eiga ekki að bera 10% toll, aðeins virðisauka.
Við erum ekki lengur með neitt tölvupóstfang, allar beiðnir verða að fara í
gegnum síðuna okkar.

Endilega sendu okkur sundurliðaðan reikning svo við getum tollafgreitt
sendinguna fyrir þig sem fyrst.

______________________________________________________________

Með kveðju / Best regards,
Valdís
TOLLMIÐLUN ÍSLANDSPÓSTS
_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ófelia


Skráður þann: 05 Ágú 2007
Innlegg: 875
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 10 Júl 2016 - 11:07:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæ, hefur prófað að nóta netspjallið þeirra?
Ég hef þurft að koma upplýsingum til tollafgreiðsluna um daginn (ekki í tengsl við ljósmyndadót þó, heldur notað Nintendo tæki) sem ég náði engan veginn að koma til skila í þessum 250 stöfum sem eru í boði. Það var eiginlega vonlaust að hringja en ég sendi svo fyrirspurn via netspjall og það virkaði.
_________________
"Those who would give up essential Liberty, to purchase a little temporary Safety, deserve neither Liberty nor Safety."- Benjamin Franklin
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 01 Ágú 2016 - 23:26:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nei, ég hef ekki prófað netspjallið, en þakka ábendinguna. Náði hins vegar sambandi við framúrskarandi ágæta konu í þjónustuveri Póstsins og hún forðaði mér frá því að trompast algjörlega. Hún ráðlagði mér eftirfarandi aðferð í samskiptum við Tollmiðlunina:

Að búa til skjal í Word og setja í það nauðsynlegar upplýsingar samkvæmt smásmugulegum reglum kerfisins, þ.á.m. skjámynd af kvittuninni frá PayPal. Ekkert nema skjámynd er tekið gilt. Setja síðan skjalið sem viðhengi á vefsíðunni og þá verða kerfiskallarnir hinir kátustu og afgreiða sendinguna.

Ég var að flytja inn nokkra hluti á sama tíma og varð svo kátur að komast slysalaust í gegnum það, samkvæmt leiðbeiningum góðu konunnar að ég nennti ekki að hefja nýtt stríð útaf rangri tollafgreiðslu.

Það er hins vegar afar undarleg stefna hjá Póstinum að vilja helst af öllu losna við samskipti við viðskiptavinina og hreint happ að ná sambandi við starfsmann af gamla skólanum sem vildi allt fyrir mig gera. Það er meira að segja liðin tíð að hægt sé að ná sambandi við tollverði með því að fara uppá Höfða. Þangað eru kúnnarnir ekki velkomnir lengur.

Kveðjur allrabestar

Pétur, Kópaskeri

ófelia skrifaði:
Hæ, hefur prófað að nóta netspjallið þeirra?
Ég hef þurft að koma upplýsingum til tollafgreiðsluna um daginn (ekki í tengsl við ljósmyndadót þó, heldur notað Nintendo tæki) sem ég náði engan veginn að koma til skila í þessum 250 stöfum sem eru í boði. Það var eiginlega vonlaust að hringja en ég sendi svo fyrirspurn via netspjall og það virkaði.

_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group