Sjá spjallþráð - Myndataka úti í sólinni :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Myndataka úti í sólinni

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
bjartmar


Skráður þann: 07 Nóv 2006
Innlegg: 333

Panasonic Lumix LX5
InnleggInnlegg: 03 Jún 2016 - 18:29:11    Efni innleggs: Myndataka úti í sólinni Svara með tilvísun

Góðan daginn,

Mig langar til þess að taka myndir af drengnum mínum úti í góða veðrinu. Til þess að hann loki ekki augunum eða snúi sér undan þarf ég að láta hann snúa baki í sólina og þarf aðeins að bæta við birtu á móti honum. Er búinn að prófa alskonar stillingar en mér finnst ég aldrei fá almennilega lýsingu sem ég er sáttur við.

Ég vil hafa stórt ljósop til þess að fá blurraðan forgrunn og bakgrunn og er mikið í því að yfirlýsa myndirnar.

Getur einhver gefið mér hint & tips?
_________________
Nikon D5500: 35mm f/1.8G | 50mm f/1.8G | 85mm f/1.8G | SB-910
Panasonic Lumix LX5
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 03 Jún 2016 - 18:36:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nota "Fill in Flash"
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gúrúinn


Skráður þann: 02 Júl 2007
Innlegg: 280
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 03 Jún 2016 - 20:22:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Annað hvort að nota flass til að lýsa drenginn upp eða nota reflector til að varpa birtu á hann.
_________________
Flickr
500px.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjartmar


Skráður þann: 07 Nóv 2006
Innlegg: 333

Panasonic Lumix LX5
InnleggInnlegg: 05 Jún 2016 - 11:23:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka ykkur fyrir svörina. Ég á ekki Reflector en hafði einmitt heyrt um þetta "Fill Flash". En hvernig stilli ég græjuna á "Fill Flash".

Mér sýnist þetta hugtak bara verið notað ef maður er að nota flash á vélinni í birtu til að fylla uppí skugga. Svo ég hefði haldið að ég hefði verið að nota "Fill Flash" í myndatökunni um daginn. En vandamálið er að ég fékk alltaf of yfirlýstar myndir.
_________________
Nikon D5500: 35mm f/1.8G | 50mm f/1.8G | 85mm f/1.8G | SB-910
Panasonic Lumix LX5
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 05 Jún 2016 - 11:46:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef maður á ekki reflector getur maður líka bara fundið eitthvað stórt og hvítt til að nota í staðinn. Ég hef notað stórar kartonarkir og skápbök í staðinn fyrir reflector Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 05 Jún 2016 - 20:04:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bjartmar skrifaði:
Svo ég hefði haldið að ég hefði verið að nota "Fill Flash" í myndatökunni um daginn. En vandamálið er að ég fékk alltaf of yfirlýstar myndir.


Ef það er vandamálið þá er lausnin að skrúfa aðeins niður í flassinu þ.e. skjóta á minna en full power.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ofilydz


Skráður þann: 25 Maí 2010
Innlegg: 204
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark III + 7D
InnleggInnlegg: 05 Jún 2016 - 22:20:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú vilt hafa stórt ljósop þá þarftu að hafa mikinn hraða á móti fyrst þú ert að mynda á móti sólinni. Svo er best að geta haft flassið off camera, hand flass og sendi, því þá geturðu stjórnað því betur. Getur verið gott að setja það á stand. Einnig er gott að kynna sér stillingarnar vel á flassinu og prufa sig áfram.
_________________
http://ofeigr.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 06 Jún 2016 - 0:23:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Veit svosem ekki hvernig myndavél þú ert með, en með dSLR vél lendirðu bara í vandræðum. Það eru takmörk fyrir því hversu hratt hún getur "syncað" með flassi, þ.e. á hversu stuttum tíma myndavélin getur tekið mynd á sama tíma og hún flassar, yfirleitt 1/200 eða 1/250. Svo lítill hraði og stórt ljósop í sólskini kallar á mikla yfirlýsingu, óhjákvæmilega.

Lausnin á þessu, miðað við að halda stóru ljósopi og komast ekki hraðar, er að nota mjög mjög sterkt flass, eða einfaldlega minnka birtuna og gefast upp á því að reyna að taka myndir í beinu sólskini.

Ef þú ert til í að sleppa stóra ljósopinu muntu samt þurfa að maxa sync hraðann, sitlla ljósopið í samræmi við það (hugsanlega f/8 eða f/11 eða eitthvað, á iso 100), og þá nærðu líklega ekki nægum krafti úr innbyggða flassinu til að vega upp á móti sólinni. Þá þarftu stærra flass.

Sumar vélar synca mun hraðar og gera þetta auðveldara.

Getur líka fundið stóran hvítann vegg og notað sem reflector, eða fundið aðra staði sem eru ekki beint í sólskininu en eru samt bjartir og með vel dreift fallegt ljós. Beint sólskin er tóm vandræði.
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 06 Jún 2016 - 8:17:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sumar DSLR og flöss bjóða upp á high speed sync en það dregur venjulega mikið úr afli flassins.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 06 Jún 2016 - 12:02:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hef tekið nokkrar á móti sól í hæðstu stöðu síns sólargangs og næstum alveg áfallalaust.

Trixið er að hafa flassið á manúal og skrúfa niður styrkinn þar til lýsing passar og skuggar verði ekki til vegna flass.

Hér eru dæmi:

Bergdís og Hafið

Bergdís Lind Bjarndóttir

Bergdís með Jökul #3
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 06 Jún 2016 - 17:27:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Getur líka tekið í RAW og þá er hægt að ýta upp skuggunum af vild.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group