Sjá spjallþráð - Áhugavert námskeið hjá Just Loomis. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Áhugavert námskeið hjá Just Loomis.

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Dimmalimm2


Skráður þann: 04 Feb 2016
Innlegg: 10


InnleggInnlegg: 06 Feb 2016 - 14:34:15    Efni innleggs: Áhugavert námskeið hjá Just Loomis. Svara með tilvísun

Vek athygli á væntanlegu námskeiði á vegum ljósmyndadeildar Tækniskólans og Endurmenntunarskólans:

Ljósmyndadeild Tækniskólans og Endurmenntunarskólinn standa fyrir námskeiði í skapandi portrettmyndatöku á vegum hins þekkta bandaríska ljósmyndara Just Loomis.

Just Loomis hóf feril sinn í ljósmyndun á 8. áratugnum sem aðstoðarmaður Helmut Newton, eins þekktasta tískuljósmyndara heims. Á 9. áratugnum var hann eftirsóttur tískuljósmyndari beggja vegna Atlantshafs og myndaði m.a. fyrir tímarit á borð við Harper's Bazaar, British Vouge, Vanity Fair, The New Yorker og The New York Times Magazine.

Auk tískumyndatöku starfaði Loomis við portrettmyndatökur af frægu fólki. Í því sambandi má nefna Madonna, Carla Bruni, Uma Thurman, Calvin Klein og David Lynch. Þar að auki hefur hann myndað tónlistarfólk á borð við hljómsveitina a-ha, Eric Clapton, John Fogerty, George Benson, Amy Grant, Patty Griffin og KD Lang.

Frá því laust fyrir aldamót hefur Just Loomis helgað sig persónulegri, listrænni verkefnum einkum á sviði portrettmyndatöku. Sú vinna hefur m.a. getið af sér einkasýningu í Lincoln Center í New York 2009 og tilnefningu til Deutscher Fotobuchpreis fyrir bókina „As We Are” 2010. Sú bók var einnig kosin „Photobook of the Year” af tímaritunum Communication Arts og Photo District News.

Sjá nánar á meðfylgjandi vefslóð: http://www.tskoli.is/portrett-ljosmyndanamskeid/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group