Sjá spjallþráð - Gagnrýna myndskeið - takk :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Gagnrýna myndskeið - takk

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 26 Júl 2015 - 22:20:56    Efni innleggs: Gagnrýna myndskeið - takk Svara með tilvísun

Komið sæl,

Ljósmyndaáhugi er orðin að áhuga á kvikmyndaupptökur. Ætli það sé eðlileg þróun? Mögulega. En það er erfitt að fara úr grein sem maður kann þokkalega vel, út í eitthvað þar sem maður er svo mikinn amatör. En vegna vinnu tók ég upp og setti saman þessa myndskeið, og er mátulega ánægð með útkomuna (myndi ekki sýna hana annars...)


Link


Mér þætti MJÖG vænt um að fá gagnrýni á þetta, bara allt sem ykkur dettur í hug. Ábendingar, tillögur... hvort sem það er um tæknileg atriði svo sem uppsetningu, ... hvað sem er.

Svo ef þið vitið um gott fræsðlu efni um 'cinematography', endilega komið með það. Hef fengið tillögur á spjallinu fyrir löngu síðan, og fylgt að miklum áhuga. Hef nýlega séð "Creators Academy" hjá YouTube - https://creatoracademy.withgoogle.com/page/education?hl=en

Fyrirfram þakkir!


Síðast breytt af Micaya þann 29 Júl 2015 - 22:53:55, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 27 Júl 2015 - 1:27:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Athuga hljóðið í myndbnadinu, þaðp heyrist í vindinum í það minnst þarna undir lokin.

Pæling með að hafa þetta í hærri upplausn en þetta myndband virðist vera.

En myndefnið er flott.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 27 Júl 2015 - 13:11:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ÞS skrifaði:
Athuga hljóðið í myndbnadinu, þaðp heyrist í vindinum í það minnst þarna undir lokin.

Pæling með að hafa þetta í hærri upplausn en þetta myndband virðist vera.

En myndefnið er flott.


Kærar þakkir! Það er að líta mjög vel út hjá mér t.d. í 480p.

En upptakan sjálf var í háumgæðum. Hvernig hleður maður upp vídeó í HD? Ekki mann ég til þess að hafa séð þann möguleika (?).
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 29 Júl 2015 - 13:46:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einhverjir fleiri sem vilja leggja orð í belg?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 30 Júl 2015 - 22:23:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef ekkert vit á kvimyndatöku en þetta er bara ágætis kynningarmyndband. Helst leturgerðirnar sem mér finnst ekki flottar.

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 31 Júl 2015 - 12:24:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Segi það sama og Hrannar. Mér finnst myndbandið fínt en þó með þeim fyrirvara að ég hef ekki hundsvit á kvikmyndatöku. Sýnir vel hvað boðið er upp á og er það ekki tilgangurinn Smile
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
fjolnirm


Skráður þann: 21 Mar 2010
Innlegg: 415

Panasonic GH4
InnleggInnlegg: 31 Júl 2015 - 14:49:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sleppa ljósmyndunum og fletta videoinu eins og er gert á einum stað. Vindhljóðið mætti líka laga. Svo eru klippin kannski ekki að segja nægilega sögu, gera fleiri innklipp og skifta meira frá víðu í þröngt. Nota eins lítið og hægt er, fade og aðra effecta. Vantar meira hjóð í hvernum, þegar hverinn gýs.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
bhmoller


Skráður þann: 17 Okt 2012
Innlegg: 165

Canon dót
InnleggInnlegg: 01 Ágú 2015 - 1:04:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Aðalatriðið er að vera dugleg að taka upp ef þú hefur góðan tíma í tökur þá er gott að taka skotin nokkrum sinnum upp, sérstaklega í landslagstökum það er líka góð reggla ef þú ert að nota fót eða pana með líkamanum að vera búin að ákveða upphafsramma og enda ramma svo er bara að láta rúlla nokkrum sinnum þar til þú ert sátt. En stundum er það svo að maður þarf bara að rífa upp vélina og byrja að taka og vona að maður nái skotinu Smile gangi þér vel
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 02 Ágú 2015 - 19:49:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

fjolnirm skrifaði:
[...] Vindhljóðið mætti líka laga. [...] gera fleiri innklipp og skifta meira frá víðu í þröngt. [...] Vantar meira hjóð í hvernum, þegar hverinn gýs.


Hvernig get ég mögulega lagað vindhljóðið?

"Fleiri innklipp" ... hvað meinaru? Hvað er "innklipp"?

Það bara er ekki svo mikið læti í svona mjúkt hljóð, og ekki nóg nálægt örugglega ... Sad

Takk fyrir dyrmætt innlegg. Hlakka til að heyra um þessa spurninga Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 02 Ágú 2015 - 19:56:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bhmoller skrifaði:
Aðalatriðið er að vera dugleg að taka upp ef þú hefur góðan tíma í tökur þá er gott að taka skotin nokkrum sinnum upp, sérstaklega í landslagstökum það er líka góð reggla ef þú ert að nota fót eða pana með líkamanum að vera búin að ákveða upphafsramma og enda ramma svo er bara að láta rúlla nokkrum sinnum þar til þú ert sátt. En stundum er það svo að maður þarf bara að rífa upp vélina og byrja að taka og vona að maður nái skotinu Smile gangi þér vel


Takk. Ég er einmitt að vinna þannig.

En þú minnig mig á eitt ... Að mig vantar fleiri batterí, hehe...

>>> Ég ætla að nota tækifæri hér og nú til að athuga hvor einhver er með 1 eða 2 stykki af LC-E6 (fyrir Canon 70d) til að lána mér næstu viku, í fáeina daga Smile <<<

Takk takk ...

PS: LC-E6 .... for Use with Canon EOS 5D Mark II, 5D Mark III, 6D, 7D, 70D & 60D Digital Cameras
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
fjolnirm


Skráður þann: 21 Mar 2010
Innlegg: 415

Panasonic GH4
InnleggInnlegg: 04 Ágú 2015 - 14:59:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
fjolnirm skrifaði:
[...] Vindhljóðið mætti líka laga. [...] gera fleiri innklipp og skifta meira frá víðu í þröngt. [...] Vantar meira hjóð í hvernum, þegar hverinn gýs.


Hvernig get ég mögulega lagað vindhljóðið?

"Fleiri innklipp" ... hvað meinaru? Hvað er "innklipp"?

Það bara er ekki svo mikið læti í svona mjúkt hljóð, og ekki nóg nálægt örugglega ... Sad

Takk fyrir dyrmætt innlegg. Hlakka til að heyra um þessa spurninga Smile


Maður getur nú ekki lagað svo mikið vindhljóð , en samt hægt upp að vissu marki. Bara sleppa hljóðinu ef vidhljóðið er slæmt, taka hljóð úr öðru klippi eða ef það er tal bara tala eftirá. Inklipp er eins og ef maður tekur video af hljómsveit á eina vél, og tekur svo myndir af áhorfendum í næsta lagi og kannski nærmyndir af hljómsveit og innsertar þeim sem við á til að gera frásögnina skemmtilegri. Eins og er gert hér.Link
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Ágú 2015 - 4:05:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sammála með innklippin, svo mætti alveg endurhugsa uppröðunina á öllum bitunum, þetta virkar soldið random, sagan (ferðin) þarf að vera sögð sterkar, byggja frekar rólega upp og brjóta upp á milli með bílskotum og þess háttar og enda kröftugt á Gullfossi og Geysisvæðinu. Þyrftir samt eitthvað Sigurrósar-legt lag í það frekar en þetta lag sem flæðir hálfpartinn bara með.
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 12 Ágú 2015 - 23:44:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk takk,

Uppbyggingin er auðvitað ekki hugsuð til að segja sögu ferðalags, heldur til að auglýsa / selja vöru. Því verður að líta á verkið sem "commercial setting" eða hvað sem það kann að heita. Ég veit til dæmis að "commercial photography" er til sem sér grein (eins og við öll vitum).

Frásögn fyrir fréttavef yrði allt öðru vísi.

Hér eru fyrstu sekúndurnar afar mikilvægar - þú villt koma í veg fyrir að tilvonnandi kúnni, sem er með mús í annarri hendinni, slökkvi á myndbandið. En röðunin hér réðst einfaldlega eftir því sem þessum ferðamönnum fannst flottast.

Tónlistarnotkun: það er alltaf spurning um það hvort það má fá tónlist lánaða af google frænda til að nota á vegum fyrirtækis. Tónlistin hér er MEÐ LEYFI "for commercial use". En nú veit ég reyndar að oft er hægt að nota annað efni - youtube lætur mann vita um hömlur settar (eða ekki) fyrir hvert verk.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
fjolnirm


Skráður þann: 21 Mar 2010
Innlegg: 415

Panasonic GH4
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2015 - 15:16:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er ekki verið að selja ferðina með þessu video? Hægt að sýna smá brot frá því besta í byrjun til að fá þá til að horfa og svo segja smá sögu með myndefninu til að fá þá til að kaupa ferðina.

Micaya skrifaði:
Takk takk,

Uppbyggingin er auðvitað ekki hugsuð til að segja sögu ferðalags, heldur til að auglýsa / selja vöru. Því verður að líta á verkið sem "commercial setting" eða hvað sem það kann að heita. Ég veit til dæmis að "commercial photography" er til sem sér grein (eins og við öll vitum).

Frásögn fyrir fréttavef yrði allt öðru vísi.

Hér eru fyrstu sekúndurnar afar mikilvægar - þú villt koma í veg fyrir að tilvonnandi kúnni, sem er með mús í annarri hendinni, slökkvi á myndbandið. En röðunin hér réðst einfaldlega eftir því sem þessum ferðamönnum fannst flottast.

Tónlistarnotkun: það er alltaf spurning um það hvort það má fá tónlist lánaða af google frænda til að nota á vegum fyrirtækis. Tónlistin hér er MEÐ LEYFI "for commercial use". En nú veit ég reyndar að oft er hægt að nota annað efni - youtube lætur mann vita um hömlur settar (eða ekki) fyrir hvert verk.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group