Sjá spjallþráð - Mismunandi stærðir á RAW í myndavél :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Mismunandi stærðir á RAW í myndavél

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp!
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
magnusbj


Skráður þann: 16 Okt 2009
Innlegg: 351
Staðsetning: Akureyri
Canon 70D
InnleggInnlegg: 06 Jan 2015 - 10:45:32    Efni innleggs: Mismunandi stærðir á RAW í myndavél Svara með tilvísun

Sæl

Ég keypti mér 70D fyrir skömmu og í henni er möguleiki á að nota 3 mismunandi stærðir af RAW. Ég er búinn að finna hver munurinn er en er að velta notkun fyrir mér. Er einhver sem er að nota mismunandi stærðir þar sem það er mögulegt?

http://cpn.canon-europe.com/content/education/infobank/image_compression/file_types_raw_sraw_and_jpeg.do
_________________
https://www.flickr.com/photos/magnusbjorns/
https://plus.google.com/u/0/+MagnusBjornsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hag


Skráður þann: 16 Des 2005
Innlegg: 2171
Staðsetning: Kúlalúmpúr
Nikon D4
InnleggInnlegg: 06 Jan 2015 - 11:35:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já þetta er stundum notað þegar er verið að mynda sport þar sem það er svo mikklu fljótlegra að litgreina og vinna RAW myndir en skráarstærðirnar tefja fyrir vinnsluferlinu auk þess sem bufferinn fyllist síður ef skrárnar eru minni.

Kv hag
_________________
Betur sjá augu en eyru
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
magnusbj


Skráður þann: 16 Okt 2009
Innlegg: 351
Staðsetning: Akureyri
Canon 70D
InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 10:46:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þannig að menn eru aðallega að nota þetta í sportinu? Enginn sem notar þetta að öllu jöfnu til að spara pláss á vél/tölvu?
_________________
https://www.flickr.com/photos/magnusbjorns/
https://plus.google.com/u/0/+MagnusBjornsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 12:42:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Diskpláss er gefins.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bettinsoli


Skráður þann: 20 Maí 2013
Innlegg: 270
Staðsetning: Selfoss
Canon 5dm3 og Canon 7dm2
InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 13:08:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

það má vel vera að fólk fái diskpláss gefins, en fólk þarf alla vegana að kaupa annað hvort SD eða CF kort í vélina sína, eftir því hver hún er. Og stóru kortin kosta meiri peninga og hröðu kortin kosta meiri peninga en smærri og hægari kortin.

Ég átti 70 D vélina, átti fyrst í stað ekki stórt kort í hana og þar sem ég er að baksa við fuglamyndir - fugla á flugi (þannig lagað eins og íþróttamyndir) þá komst ég að því að bufferinn í vélinni dugði oft ekki til og það er pirrandi að þurfa að bíða eftir vélinni. Ég sum sé prófaði að minnka RAW skrárnar og það jú hjálpar nokkuð við að taka myndirnar, en svo þarf fólk að gera það upp við sig hvort það vilji nota smærri raw skrár til að vinna úr þeim jpeg með minna datamagni á bak við sig. Það verður þú að prófa sjálfur fyrir þig, hvernig þér líkar við myndirnar úr smærri raw skránum. þar sem ég var að reyna að taka myndir af fuglum í haust m.a. þegar birtuskilyrði voru orðin verri, þá fannst mér betra að hafa stærstu skrána, en sum sé ? um hvað þér finnst vera nóg. Um það verðurðu að dæma sjálfur.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
hag


Skráður þann: 16 Des 2005
Innlegg: 2171
Staðsetning: Kúlalúmpúr
Nikon D4
InnleggInnlegg: 11 Jan 2015 - 16:35:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er líka bara spurning um tíma, ef maður er t.d. að vinna á dagblaði og er á kvöldvakt sem endar á handboltaleik þá ertu kanski með þúsund skot á kortinu 700 úr leiknum og 300 úr þrem tökum sem þú fórst á undan leiknum nú hefur þú 45 mín til að hlaða myndunum inn á tölvuna og vinna úr þessu í blaðið, þá skiptir skráarstærðinn mjög mikklu máli bæði þegar þú hleður þeim inn og meðan þú ert að vinna úr þeim, við þessar aðstæður getur maður valið að mynda mRAW eða JPG en þar sem maður er mikklu lengur að litgreina myndir í JPG sérstaklega ef maður þarf að litgreina margar í einu eins og á leikjum þá er svakalegur tímasparnaður að taka þetta í mRAW og vinna þær allar eins í LR

Kv hag
_________________
Betur sjá augu en eyru
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
magnusbj


Skráður þann: 16 Okt 2009
Innlegg: 351
Staðsetning: Akureyri
Canon 70D
InnleggInnlegg: 12 Jan 2015 - 14:02:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þetta

Þetta með plássið er svona að öllu jöfnu ekki vandamál en þegar maður álpast samt til að fylla kortið þá fer maður að velta þessu fyrir sér. Myndirnar sem maður tekur fara mjög lítið í útprentun og þá alls ekki í plaggatstærð (enn sem komið er amk). Flestar myndirnar rata í tölvuna og hluti af þeim á netið og mögulega nokkrar í minni útprentun. En á meðan maður á nóg pláss og loksins líka tölvu sem ræður við þungar og stórar myndir þá á maður líklega ekkert að spekulera í þessu, nema maður vilji skjóta mikið og hratt eins og hefur verið bent á. Og síðan auðvitað að kaupa auka kort til að hafa með sér Smile
_________________
https://www.flickr.com/photos/magnusbjorns/
https://plus.google.com/u/0/+MagnusBjornsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp! Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group