Sjá spjallþráð - Hvernig linsu á ég að fá mér :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvernig linsu á ég að fá mér

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
emmibe


Skráður þann: 24 Nóv 2014
Innlegg: 1

Nikon D40
InnleggInnlegg: 24 Nóv 2014 - 14:29:06    Efni innleggs: Hvernig linsu á ég að fá mér Svara með tilvísun

Er með Nikon D40 og 18-55 linsuna sem kom með henni en er ekki nægilega ánægður með hana, finn hún ekki nógu skörp. Fékk mér líka Sigma 70-300 1:4-5.8 D manual focus sem ég nota töluvert. Langar í skarpa alhliðalinsu er búinn að skoða slatta en það er bara ómögulegt að ákveða hvað skal nota.
Á lika Canon 450D en vill frekar nota Nikonin Smile
Svo allar ábendingar eru vel þegnar í þessum málum.
P.S tek mikið af B/W myndum
Kv. Elmar
[img]http://mynda.vaktin.is/image.php?di=L2OQ[/img]
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 24 Nóv 2014 - 17:05:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

fáðu þér 50mm f1.4

það er linsa sem er hnífskörp og þú lærir mikið í ljósmyndun af því að vera með fasta linsu... ef þú vilt zoom þá framleiðir Nike og Adidas fína zoom skó Wink
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 24 Nóv 2014 - 17:17:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég notaði D40 í fimm ár og á góðar minningar frá því. Fælarnir eru kannski ekki stórir en á hóflegu ISO finnst mér þeir oft ansi fallegir. Einföld vél sem dugar létt í 20x30cm útprentanir og örugglega stærri ef maður leggur smá á sig.

Mín reynsla af 18-55mm kitt linsunni er síst að hún sé ekki skörp en hún er þó betri á gleiða endanum en þeim langa. Það hjálpar líka alltaf að stoppa hana niður um 1-2 stopp en á langa endanum er hún orðin ansi dimm þá.

Hvernig linsu sérð þú sem alhliða linsu? Er það zoom linsa með líku umfangi og 18-55 linsan? Hvað viltu eyða miklu í þessa nýju linsu?

Ef þú ert að pæla í superzoom linsu, eins og til dæmis 18-200mm, ertu líklega ekki að fá meiri skerpu nema síður sé. Linsur með meira zoom umfangi sem er vert að skoða eru gamla Nikon 18-70 linsan, 16-85 linsan og svo Sigma 17-70 linsurnar. 16-85 linsan hefur stærst zoomsvið, en er jafnframt dimmari en í það minnsta Sigma linsan og er í þokkabót dýrust. Hún á reyndar að vera mjög góð en það eru hinar líka. 16-85 hefur hristivörn og Sigman finnst bæði með og án. Þori ekki að fara með hvaða gerðir af Sigmunni þú ættir að vera að skoða. Nikon 18-70 linsuna er hægt að finna ódýrt held ég (langt síðan ég hef kíkt eftir henni) og hún er ekki bara betur byggð en 18-55 linsan heldur líka nokkuð bjartari á langa endanum (f/4.5) og hefur almennt verið talin skörp og fín linsa.

Annar möguleiki er að kíkja eftir normalzoom linsu með bjartara, föstu ljósopi. Eitthvað eins og Tamron 17-50 f/2.8 til dæmis. Sigma hefur gert tvær linsur í þeim flokki (Tamron reyndar með nokkrar gerðir; ekki allar virka sem AF linsur með D40) og svo er til Nikon 17-55 f/2.8 en hún er ansi dýr.

Ég myndi líka leggja til að pæla í hvort linsa með fastri brennivídd væri eitthvað fyrir þig. Eitthvað eins og til dæmis Nikon 35mm f/1.8 eða Sigma 30mm f/1.4. Miklu bjartari en zoomlinsurnar og að mér finnst mjög góðar til að þjálfa sig í ljósmyndun með.

Svo er D40 líka mjög skemmtileg að því leyti að maður getur notað hana, reyndar oft þá algerlega manual – bæði fókus og lýsingu, með næstum öllum eldri linsum Nikon. Það er til fullt af skemmtilegum linsum, oft mjög góðum, sem maður getur skoðað. Ég veit samt ekki hvernig verðlagning á svona linsum er núna en ég fékk nú enga stóra peninga þegar ég seldi safnið mitt fyrir ca. tveimur árum síðan Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
joiph


Skráður þann: 25 Feb 2011
Innlegg: 76
Staðsetning: Reykjavík
alls konar
InnleggInnlegg: 24 Nóv 2014 - 17:38:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sammála DanSig. Um að gera að fá sér fasta lisnu. Það var ekki fyrr en átti ekkert nema 40mm linsu á crop vél í ár að á ég áttaði mig á því að ljósmyndun snýst um ljós en ekki búnað.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 24 Nóv 2014 - 17:42:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

35mm f1.8 DX linsan er flott linsa á Nikoninn ef þú ert að spá í fastri linsu, björt og mjög skörp og brennivíddin á crop vél samsvarar um 50mm á full frame sem er mjög fín alhliða brennivídd.

Svo er Tamron með 17-50mm f2.8 ef þú vilt halda þig við zoomið, svo er Sigma með 18-35mm f1.8 er er að gera flotta hluti en þá ertu komi í 160 þús kr linsu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 24 Nóv 2014 - 17:57:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
svo er Sigma með 18-35mm f1.8 er er að gera flotta hluti en þá ertu komi í 160 þús kr linsu.


Gleymdi að þessi er til núna. Ansi flott að hafa þetta svið með þessu ljósopi.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 29 Nóv 2014 - 9:18:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er með 50mm 1.4 á laugardags tilboði 30þ bara í dag.
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=88767
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 29 Nóv 2014 - 13:10:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Get leyft þér að máta bæði Tamron 17-50 2.8 og Sigma 30mm 1.4 og frætt þig um kosti og galla.
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group