Sjá spjallþráð - Hringvegurinn / Áhugaverðir staðir :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hringvegurinn / Áhugaverðir staðir

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 31 Júl 2014 - 21:54:02    Efni innleggs: Hringvegurinn / Áhugaverðir staðir Svara með tilvísun

Góða kvöldið,

Við mæðgur erum að fara hringinn en byrjum reyndar á að fara á Vestfirðina,
og vorum að spá hvort ykkur langaði ekki að henda á okkur áhugaverðum stöðum til að skoða og mynda?

Endilega deilið með okkur hvað ykkur finnst standa upp úr þótt það sé erfitt að gera upp á milli staða á þessu frábæra landi okkar Smile

Fyrirfram þakkir, Vala og Sóldís
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 01 Ágú 2014 - 13:10:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú þekkir kannski þegar Ósvör, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur?


Fisherman's Place by Diana Michaels, on Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 01 Ágú 2014 - 13:15:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svo fann ég svona mynd á vafrinu e-n tíma. Ljósmyndarinn heitir Stéphane Vetter. Þetta er á Raufarhöfn. http://www.visir.is/staersta-utilistaverk-landsins-ris-a-raufarhofn/article/2013706199971

En þið fáið nú ekki norðurljósin núna Smile ... kannski fallegan himinn samt ... SmileVefsíða hjá ljósmyndaranum sem tók þessa: http://nuitsacrees.fr/


----
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 01 Ágú 2014 - 14:10:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Þú þekkir kannski þegar Ósvör, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur?


Fisherman's Place by Diana Michaels, on Flickr


Takk kærlega fyrir þetta Smile og nei ég hef ekki komið þangað Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 01 Ágú 2014 - 15:19:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kíkið inní Skálavík líka og uppá bolafjall
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Arndisb


Skráður þann: 23 Okt 2012
Innlegg: 151

Nikon D3100
InnleggInnlegg: 01 Ágú 2014 - 22:18:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvalnesfjara, Lón og fleiri staðir á Suðausturlandi, ég var að koma úr ferð þaðan, alveg geggjað landslag Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Toni


Skráður þann: 12 Júl 2007
Innlegg: 113

Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 02 Ágú 2014 - 13:29:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Endilega skoðaðu síðuna mína Smile http://www.islandihnotskurn.is Smile
Getur fundið ýmislegt inná henni Smile
_________________
www.islandihnotskurn.is
Flickr: http://flickr.com/photos/antonst/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
purrkur


Skráður þann: 17 Maí 2008
Innlegg: 155

Canon 40D
InnleggInnlegg: 02 Ágú 2014 - 16:31:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Toni skrifaði:
Endilega skoðaðu síðuna mína Smile http://www.islandihnotskurn.is Smile
Getur fundið ýmislegt inná henni Smile


Glæsileg síða Gott
_________________
www.flickr.com/photos/purrkur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2014 - 3:10:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég tók hringinn fyrr í sumar á rétt rúmum 2 dögum og mæli með að fara sem oftast af hringveginum og þið getið. Möðrudalsleið er virkilega falleg, Öxi á Austfjörðum og Berufjörður sem ég get nefnt snögglega
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2014 - 13:43:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Listinn er svo óendanlega langur að það er spurning að ákveða bara að mynda þar sem er falleg birta, alltaf eitthvað fallegt í nágrenninu!

Þetta er soldið spurning hvort þið eruð að leyta að földum perlum, sem þarf þá aðeins að víkja af leið til að skoða, eða hvort þið eruð að skoða þetta allra helsta við þjóðveginn.

Ég læt einhverja aðra um Vestfirðina, þekki þá ekki neitt, en hér eru nokkrar einfaldar hugmyndir.

Snæfellsnesið er allt flott, en ekki endilega á hringveginum. Búðir, Rauðafelldsgjá, strandlengjurnar, Arnarstapi, Hellnar, Gjúpalónssandur, Hænuvík, Kirkjufell....

Við Húsafell eru síðan Barnafossar og Hraunfossar og auðveld leið inn að Langjökli.

Hvítserkur (og þá sellátrin á leiðinni) ef þú tekur aukarúnt við Hvammstanga. Siglufjörður, Hrísey og sjóstöng þar er æði. Dettifoss, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Hrafnabjargarfossar eru allir æðislegir staðir, hvort sem er til ljósmynda eða bara til að endurtengjast náttúrunni soldið.

Í kringum Mývatn er margt að skoða, Grjótagjá, Námaskarð, Víti, Reynihlíð, Dimmuborgir og Hljóðaklettar. Á áframhaldandi leið er hægt að taka Ásbyrgi, Möðrudal (horfa eftir hreindýrum) og svo tekur við Borgarfjörður eystri, Stórurð, Loðmundarfjörður, Hafnarhólminn á Borgarfirði, Kárahnjúkar, Mjóifjörður, Seyðisfjörður.

Geithellnadalurinn á Austfjörðum er flottur sem og flestir firðir þar. Papey er spennandi, Horn sem Hornafjörður er kenndur við. Lónið er skyldustopp allra, fjörurnar þar og svæðið í heild.

Skaftafell er troðið af flottum hlutum, Bjærstaðaskógur, Svartifoss ofl. Foss á síðu er æðislegur staður og 2 km austar er skemmtilegt svæði með stuðlabergi sem ég man ekki nafnið á. Við Kirkjubæjarklaustur er hægt að komast inn að Lakagígum sem eru æðislegir.

Á Sólheimasandi liggur löngu ónýt flugvél, Skógarfoss verður á leið ykkar sem og öll undraveröld Þórsmerkur. Eyjar má segja að liggji orðið við Þjóðveginn og gaman að taka dagsferð þar um. Seljavallalaug er alltaf geggjað stopp og fjöllin í kringum Hvassafell og nágrenni.

Þetta var svona rétt skafið ofanaf þúsundum skemmtilegra áfangastaða, hafið það sem allra best í ferðalaginu!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group