Sjá spjallþráð - Vandræði í skönnun :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Vandræði í skönnun

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp!
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
AB


Skráður þann: 05 Maí 2009
Innlegg: 39


InnleggInnlegg: 09 Júl 2014 - 11:41:12    Efni innleggs: Vandræði í skönnun Svara með tilvísun

Sæl, mig langar að heyra hvort þið þekkið vandamál sem ég er með við skönnun.

Ég er með Canon 8800f, MP Naviagator og Windows 7 og gef LR5 upp sem forrit til að opna myndirnar.

Þegar ég skanna virðist allt ganga eðlilega og gekk eðlilega á einni filmu, skrárnar birtust í tilgreindri möppu og allt í fína.

Síðan byrjaði ég á næstu filmu og fyrsta skönnun þar gekk vel þ.e.a.s fyrstu tveir filmubútarnir en eftir það fékk ég "failed to load data" eftir að skannin var búinn að gera allt sitt og bara eftir að skutla þessu inn í möppuna.
Ég tæmdi reyndar möppuna eftir fyrstu filmuna þar sem ég set hverja filmu í sérstaka möppu eftir skönnun.

Ég er búinn að fara yfir allt og restarta og allt þetta basic en virðist ekki komast fram hjá þessu.

Var reyndar áður með allt það sama nema Windows XP og LR3 og þá voru engin vandræði þannig ég velti fyrir mér hvort uppfærslan á Windows sé málið.

Eru einhverjir þjáningarbræður hér sem þekkja lausn

Kv.
AB
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 09 Júl 2014 - 12:04:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er með samskonar skanna, ég nota Silverfast með góðum árangri.
hef einnig prufað Vuescan en hélt mig við' silverfast þar sem ég nennti ekki að læra á nýtt viðmót.

Getur prufað trial útgáfur af bæði silverfast og vuescan og metið hvort þér hentar betur.
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 09 Júl 2014 - 13:54:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef verið að nota þennan skanna í nokkur ár og gafst mjög fljótlega upp á MP Navigator. Nota í dag Vuescan með góðum árangri og aldrei lent í neinu veseni. Er reyndar með Mac.

Getur þetta verið eitthvað með að tengja Lightroom við þetta?
Er ekki bara best að skanna inní möppu og svo importa möppunni manualt í Lightroom.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
AB


Skráður þann: 05 Maí 2009
Innlegg: 39


InnleggInnlegg: 09 Júl 2014 - 15:02:47    Efni innleggs: Vandræði í skönnun Svara með tilvísun

Takk fyrir skjót viðbrögð

Það er spurning hvort ég svissi ekki yfir í annað hvort þessara forrita. Ég hélt kannski að MP væri einfaldast þar sem ég reikna með að vinnsla myndanna fari fram í Lightroom. En tómt vesen.

Varðandi þetta með Lightroom þá ætlaði ég að fara þessa leið sem þú nefnir totifoto að skanna bara í númeraðar möppur til að halda skipulagi á þessu og importa síðar.
En valmyndin í MP vill ekki hleypa mér áfram ef ég set ekki forrit ( exe skrá) í "Application Settings / Open with ". Sem ég nota svo ekkert þarna þarna því ég ætlaði að Importa þessu í LR á seinni stigum. Þannig það kann að vera að Lightroom trufli þetta. Ég var ekki búinn að bjóða MP annað opnunarforrit, reyndi að vísu að finna exe skránna fyrir Windows Photo Viewer en það opnast ekki með exe skrá þannig lengra náði það ekki.

Eins og ég segi halla mér trúlega að þessum forritum sem þið leggið til þó það sé ekki gaman að finna ekki út úr þessu Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 09 Júl 2014 - 16:21:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já um að gera að skoða hin forritin, bjóða uppá mun meiri möguelika í skönnun. Ég til dæmis reyni alltaf að fá eins flata skönnun og ég möguelga get og vinn þær svo eftir á í photoshop, þannig fæ ég meira út úr skönnunni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp! Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group