Sjá spjallþráð - Stuldur erlendis :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Stuldur erlendis

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 18 Des 2013 - 12:23:23    Efni innleggs: Stuldur erlendis Svara með tilvísun

Sæl verið þið.

Eins og það hefur margt oft verið spurt um þjófnað á ljósmyndum og svo framvegis og framvegis, þá langar mér að spyrja sjálfur út í það líka. Rolling Eyes

Ég hef séð nokkrar myndir frá mér detta inn á heimasíður hjá öðrum (fyrirtækjum, fréttablöðum of.l) án þess að geta fram höfund og/eða tengil til baka á síðuna hjá mér (ég set myndir inn undir þessu CC-licence).
Hingað til hef ég prófað að senda tölvupóst þar sem ég bendi þeim á að þeir eru ekki að nota myndina/myndirnar frá mér eins og ég er að leyfa. Einnig hef ég prófað að senda einhverjar rukkanir, en auðvitað er erfitt að eiga við svoleiðis þegar að þessir aðilar eru erlendis frá.

Nú var ég að rekast á að virðist vera dagblað frá Hollandi sem að tók mynd frá mér fyrir einhverja grein, hreinsaði allt meta info af skránni og gefur ekki upp höfund eða tengil á síðu höfundar. Þar sem þessi frétt/grein er síðan 9. desember, þá má áætla að maður sé búinn að missa af mest allri traffíkinni á þá frétt hefði maður farið út í það að biðja þá um að bæta við nafni höfundar og tengil.

Hvernig eruð þið kæru LMK.is notendur að ráðast á svona stuldir erlendis frá? Ef að þið sendið rukkun í gegnum tölvupóst, hvað er þá næsta skref hjá ykkur ef það er ekki svarað eða/og myndin tekin út til dæmis?

Vona að þetta komi nógu skýrt út hjá mér.


Kv.
Stefán.


Ps.
Á maður að fara að stilla licence hjá manni bara þannig að það er 'All rights deserved'? Veit að það er stolið hvort sem það er svo sem þó.
_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Kjartan E


Skráður þann: 21 Júl 2010
Innlegg: 548

....
InnleggInnlegg: 18 Des 2013 - 15:21:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bara svona í forvitni, afhverju ekki að nota all rights reserved alltaf?

Annars lenti ég í stuldi um daginn og notuð mynd í auglýsingu, ég lét myndstef sjá um þetta fyrir mig. Þarft að vera meðlimur en það er frítt og ekkert mál að sækja um.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Biggi


Skráður þann: 26 Apr 2005
Innlegg: 85

Canon 6D
InnleggInnlegg: 18 Des 2013 - 20:04:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einn af göllunum við þetta CC kerfi er að það getur oft verið erfitt að hafa upp á höfundi, eða vita hvernig á að merkja myndirnar.

Prófaðu að setja smá texta með lýsingum á myndinni.
Hvernig má ná í þig, hvernig á að merkja myndina höfundi, hvernig má nota myndina osfrv.

Því skýrara sem þetta kemur fram, því fleiri munu líklega fylgja leiðbeiningunum. Það er líklega stór hluti sem kynnir sér ekki hvað leyfið stendur fyrir, en gæti hugsað sig um tvisvar ef það sér skilyrðin.
_________________
Almost everything is worth a shot...

http://www.birgirs.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 18 Des 2013 - 20:37:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sælir.

Þetta er allt í gegnum Flickr svo að það ætti ekki að vera of erfitt að finna höfundinn (þó það sé ekki nema nafn síðunnar til dæmis). Myndi telja að Flickr sé nú sæmilega sett upp þannig að notandinn hefur sér prófíl líka.

Er farinn að merkja hverja mynd með slóð á heimasíðuna mína. Þá er jafnvel enn betra að komast að hver höfundur er og/eða finna netfang til að senda póst á.
Annars er það kannski rétt að maður ætti að merkja betur myndir og setja vegg af texta, upplýsingum og skilyrðum. Það getur þó varla verið mitt hlutverk að þurfa að mata fólki upplýsingar sem eru jú aðgengilegar á Flickr, eins og með Creative Commons. Sér í lagi ef að það eru fréttaveitur að finna sér myndir. Wink

Til að svara spurningunni hvers vegna að nota ekki "all rights reserved" alltaf, þá er hugmyndin sú að svo lengi sem að þessu skilgreinda Creative Commons sé fylgt, þá er ég að fá mögulega meiri dreifingu/deilingu á myndirnar mínar, og þá traffík inn á síðuna mína þar af leiðandi (svo lengi sem að höfundarnafn og tengill séu gefin upp eins og þetta 'licence' segir til um).
Tel það vera svona win-win dæmi, nú að minnsta kosti á meðan ég er að koma mér á framfæri aðeins.

Þú segir að þú lentir í stuldi Kjartan. Var þá mynd frá þér notuð erlendis í auglýsingu, eða var það hér innanlands?
Það er alveg spurning um að skrá sig jafnvel í Myndstef, sakar eflaust ekki þar sem það er frítt allavega.

Þakka fyrir svörin og spurningarnar. Væri endilega til í að heyra meira frá ykkur, eða aðrar sögur/spurningar/ábendingar frá fleirum. Wink
_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Biggi


Skráður þann: 26 Apr 2005
Innlegg: 85

Canon 6D
InnleggInnlegg: 18 Des 2013 - 21:24:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í útópískum heimi vissu allir hvernig á að haga myndbirtingum, en það er bara ekki þannig í alvörunni.
Ef þú vilt setja skilyrðu á dreifingu mynda, þá þarft þú að koma þeim skilyrðum til skila, hvort sem það ætti að vera þitt hlutverk eða ekki.

Ég hef stundum notað myndir með CC leyfi, og ég hef oftast valið myndir sem krefjast þess ekki að ég geti höfundar. Ástæðan er sú að ég hef oft ekki haft tíma til að senda skilaboð og bíða eftir svari, eða þá hreint út sagt að ég nenni því ekki.
Ef myndhöfundur hefði haft leiðbeiningar um hvernig myndbirtingu ætti að vera háttað, þá hefði ég í mörgum tilfellum notað þær myndir.

Stundum verðum við bara að fylgja flæðinu, hvort sem okkur líkar betur eða verr Smile
_________________
Almost everything is worth a shot...

http://www.birgirs.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Des 2013 - 18:23:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í útópískum heimi væru engin stríð eða leiðindi. Ef ég vill setja skilyrði á dreifingu mynda, þá eru þau auðfundin á síðunni, og ef maður þekkir ekki til skilyrðanna þá les maður sig nánar til um þá eins og allt annað eða skoðar eitthvað annað. Wink

Ástæðan fyrir þessu ákveðna CC leyfi er að ég er alveg sáttur með að myndirnar mínar séu birtar, séu þeim skilyrðum fylgt að geta nafn og slóð á síðu. Win-win. Þó ég sé að missa af nokkrum þannig möguleikum vegna þess ég set ekki fleiri upplýsingar í description gæti ég sætt mig við líka. Hvort það sé letin í mér, eða letin í manneskjunni að skoða myndir til að nota - eða jú hjá báðum aðilum. Rolling Eyes

En svona aftur af upprunalega efni þráðar. Hafa fleiri lent í svona, og hvernig var slíkt tæklað? Er verra að eiga við svona mál sem eru erlendis heldur er hérlendis, eða skiptir það ekki máli? Wink
_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group