Sjá spjallþráð - Fjarnám: Stúdíóljósmyndun, frétta- og heimildaljósmyndun :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fjarnám: Stúdíóljósmyndun, frétta- og heimildaljósmyndun

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 10 Des 2013 - 10:18:54    Efni innleggs: Fjarnám: Stúdíóljósmyndun, frétta- og heimildaljósmyndun Svara með tilvísun

Komið þið sæl,

læt hér kynningu á námi á vorönn í Menntaskólanum á Tröllaskaga http://www.mtr.is/ fyrir áhugasama. Nemendur sem koma frá ljósmyndakeppni.is hafa alltaf verið fengur að fá með í námið enda yfirleitt með brennandi áhuga á efninu.

Það verða tveir áfangar í listljósmyndun á vormisseri hjá okkur sem hefst 6. janúar n.k. Annar áfanginn er stúdíóljósmyndun LIL2B05 og hinsvegar nýr áfangi LIL3C05 Frétta og heimildaljósmyndun. Þar sem hann er á þriðja þrepi þarf að hafa lokið 10 nýjum einingum á öðru þrepi til að taka hann. (5 nýjar einingar = 3 gamlar einingar). Athugið að mögulegt er að taka greina ljósmyndun sem tekin hefur verið í öðrum skólum sem undirbúning.

Hér er lýsingin á LIL2B05 http://www.mtr.is/is/moya/page/listljosmyndun-lil2b05/

Lýsing á hinum áfanganum er ekki tilbúin.

Við höfum núna laus 4-5 sæti í hvorum áfanga. Ef þið hafið áhuga á að skoða málið endilega sendið mér póst lara@mtr.is

Þessir áfangar eru metnir til eininga í framhaldsskólanámi en lenda oftast í óbundnu vali sé ekki hægt að tengja þá bundnu vali á þeirri námsbraut sem nemandinn stundar nám.

Fyrir þá sem vilja skoða stúdentspróf af listljósmyndabraut þá er brautarlýsing hér http://www.mtr.is/is/namid/namsbrautir/listabraut/listljosmyndunarsvid

Nám er metið úr öðrum skólum. Áfangaheiti í nýja kerfinu er þeim sem vanir eru gamla kerfinu ókunnug en við hjálpum ykkur með það. Við erum einn þeirra fjögurra framhaldsskóla sem hafa um 3ja ára nám til stúdentsprófs og yfirleitt hægt að ljúka því í fjarnámi. En við tökum inn takmarkaðan fjölda því þetta er fámennur skóli.

Ef þið hafið áhuga á að skoða málið nánar sendið mér póst á lara@mtr.is
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group