Sjá spjallþráð - Er ljosmyndakeppni.is að deyja......? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Er ljosmyndakeppni.is að deyja......?
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
riverman


Skráður þann: 25 Jún 2005
Innlegg: 809
Staðsetning: Akureyri
Svona með takka...
InnleggInnlegg: 17 Okt 2013 - 23:41:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nilli skrifaði:
Góð umræða sem allar vonir standa til að leiði eitthvað gott af sér Smile
Það væri ómögulegt að missa svo stóran þátt úr lífi sínu eins og Ljósmyndakeppni.is er og hefur verið undanfarin ár. Rolling Eyes

Bkv. Nilli


Alveg sammála. Ákvað að taka mér smá frí frá þessari góðu síðu til að hvílla mig og aðra. Síðan í vor hef ég mest notað hana til að kaupa og selja. Auglýsti eftir 2 linsum í vor og var búinn að kaupa 2 góð eintök innað við 48 tímu seinna í báðum tilviðkum.

Alveg tilbúinn að verða aðalsmaður aftur og styrkja gáðan málstað.
_________________
http://flickr.com/photos/riverman
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 19 Okt 2013 - 13:01:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottar tillögur hjá Óskari.

Og auðvitað á að taka yfirvegaða og jákvæða afstöðu til svona tillaga.
Notendur eru vefurinn. Ef notendur eru óánægðir, þá hlýtur dæmið að skreppa saman og endurspegla þá óánægju með stærð sinni.

Hugsa samt ef áhugasamir hafa tíma og eru að taka myndir, þá mundi vefurinn lyftast upp um helling bara við það eitt að menn dældu inn myndum.. bæði í gagnrýni sem og í flokkinn, ljósmyndir. Möppur fyrir notendur er frábær hugmynd. ("stalst" til að innleiða það konsept sjálfur með því að pósta alltaf myndum á sama þráð, Garra Pad)

Mætti kannski laga hvernig myndum er "linkað" hingað inn. Til dæmis að hægt sé að velja bakgrunn, eins að niðurhala beint á vefinn. Hrikalega pirrandi að setja inn linka af flikker og síðan sér maður að myndin er horfinn afþví að maður var eitthvað að fikta..

Hér er ein hugmynd af mörgum sem hægt væri að útfæra til að efla svona vettvang.

Það að einhverjir reynsluboltar væru tilbúnir að hafa námskeið fyrir okkur hina minna reyndu. Námskeið auglýst með ágætum fyrirvara og öll í fjarvinnslu. Þar verða lögð verkefni fyrir í ákveðnu efni og menn glími við þau, hver á sinn hátt. Kennaranir gagnrýna þannig að allur hópurinn á LMK njóti góðs af.. opinberlega. Ekki spurning að söluaðilar myndavéla mundu hafa hag af slíku og áleitin spurning hvort þeir væru ekki tiltækir að styrkja slíkt að einhverju marki og eins mætti opna fyrir frjáls framlög nemenda í leiðinni (500-1000kr er til dæmis eitthvað sem enginn mundi væla yfir). Veit um marga hér sem ég tel að geti miðlað af slíkri reynslu og þar með talda einstaklinga sem eru með ljósmyndaskóla eins og Pálmi.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Jóhann Ragnarsson


Skráður þann: 07 Júl 2007
Innlegg: 209

- Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Okt 2013 - 12:26:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

plammi skrifaði:
Bendi á eitt atriði. Það er bölvað að geta ekki hlaðið inn myndum á vefinn nema þá frá öðrum vefum.

Ef ég er með mynd sem mig langar til að fá e.t.v. gagnrýni á þá er nauðsynlegt að geta skellt henni hér beint inn...


Ég er sammála Pálma, ég nenni td ekki að vera að dæla myndum inn á flickr og vil geta sett myndir beint úr tölvunni og hingað inn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Feskur


Skráður þann: 02 Feb 2011
Innlegg: 78

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 22 Okt 2013 - 20:47:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

eru ekki bara færri að nenna að taka þátt í ljósmyndakeppnum hér á LmK því að þó að þeir koma með flottar myndir og jafnvel vinni keppnina eru alltaf einhverjir sem eru að gefa öllum 1-2 stig bara svo að þeirra mynd fari hærra.
_________________
- RAW TO THE CORE -

Flickr

Weebly síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Okt 2013 - 21:50:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Áhugavert að renna yfir það sem komið er og margar sniðugar hugmyndir.
Ég er einn af þessum sem hef verið töluvert meira aktívur að lesa og skoða en að skrifa og hrósa, en á einhvern hátt fer áhugi minn í sveiflum alltaf. Embarassed

Það sem ég hef verið að hugsa undanfarið að það væri gaman að sjá smá-dálk þar sem hægt væri að spjalla um gerð myndbanda/kvikmynda.
Þó að þetta sé vefur með ljósmyndun í huga, þá er þetta það náskylt (hvað eru myndbönd annað en seríur af kyrrmyndum? (og það enn meira eftir að Dslr fór að bjóða upp á myndbands upptöku)) og eflaust eitthvað fólk sem hefur áhuga á að spjalla um og/eða læra og spyrjast fyrir í tengslum við slíkt. Hægt væri að safna time lapse myndböndum þangað í undir-flokk til dæmis. Wink

Ég veit ekki hvort að ég sé svona lélegur á Google, eða hvort það vantar hreinlega að koma upp slíku spjalli. Persónulega þætti mér þetta góður vettvangur heldur en að setja upp heila nýja síðu fyrir slíkt. Rolling EyesPs. Ef ég er að missa af einhverju þá biðst ég velvirðingar. Einnig hef ég ekki hugmynd hvort það hefur nokkurntíman verið reynt á slíkan dálk hér inni.
_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 22 Okt 2013 - 22:15:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skyzo skrifaði:
Áhugavert að renna yfir það sem komið er og margar sniðugar hugmyndir.
Ég er einn af þessum sem hef verið töluvert meira aktívur að lesa og skoða en að skrifa og hrósa, en á einhvern hátt fer áhugi minn í sveiflum alltaf. Embarassed

Það sem ég hef verið að hugsa undanfarið að það væri gaman að sjá smá-dálk þar sem hægt væri að spjalla um gerð myndbanda/kvikmynda.
Þó að þetta sé vefur með ljósmyndun í huga, þá er þetta það náskylt (hvað eru myndbönd annað en seríur af kyrrmyndum? (og það enn meira eftir að Dslr fór að bjóða upp á myndbands upptöku)) og eflaust eitthvað fólk sem hefur áhuga á að spjalla um og/eða læra og spyrjast fyrir í tengslum við slíkt. Hægt væri að safna time lapse myndböndum þangað í undir-flokk til dæmis. Wink

Ég veit ekki hvort að ég sé svona lélegur á Google, eða hvort það vantar hreinlega að koma upp slíku spjalli. Persónulega þætti mér þetta góður vettvangur heldur en að setja upp heila nýja síðu fyrir slíkt. Rolling EyesPs. Ef ég er að missa af einhverju þá biðst ég velvirðingar. Einnig hef ég ekki hugmynd hvort það hefur nokkurntíman verið reynt á slíkan dálk hér inni.


Ég tek heilshugar undir þetta, þetta á alveg heima hér, enda eru margar af þessum vélum sem fólk er að nota í ljósmyndun með vídeo líka. Og það er aldrei að vita nema maður færi að nota vídeófídusinn þegar farið verður að fjalla um þetta hér.
Svo má hafa stutt- eða örmyndakeppni Smile
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bhmoller


Skráður þann: 17 Okt 2012
Innlegg: 165

Canon dót
InnleggInnlegg: 23 Okt 2013 - 0:47:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sammála seinustu ræðumönnum Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
hummm


Skráður þann: 11 Feb 2008
Innlegg: 152
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 650D
InnleggInnlegg: 23 Okt 2013 - 15:04:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvað telja menn að þær breytingar sem um er rætt muni kosta?
Er ekki spurning um að sækja styrki til notenda?
Ef allir leggja til 500 kr hvað mætti gera fyrir það?

Það sem angrar mig lang mest á þessum vef eru spurningar nýliða varðandi linsukaup og þess háttar spurningar.

Það þarf einnig að bæta hressilega í kennslukaflan til að losna við þessar basic spurningar sem er hent hér inn.

Einnig þarf að hvetja notendur sem eru að posta myndum að setja inn almenna lýsingu á myndinni.

Hvar tekið
Klukkan hvað
Myndavél
Linsa
Brennivídd
Hraði
Iso
F-stop
Lýsing á aðstæðum
Fleira......

Bara að velta þessu upp
_________________
10-22 ; 24-105 ; sigma 50 1.4 ; 580EXII ; Transmitter
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 23 Okt 2013 - 17:22:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hummm skrifaði:
Hvað telja menn að þær breytingar sem um er rætt muni kosta?
Er ekki spurning um að sækja styrki til notenda?
Ef allir leggja til 500 kr hvað mætti gera fyrir það?

Það sem angrar mig lang mest á þessum vef eru spurningar nýliða varðandi linsukaup og þess háttar spurningar.

Það þarf einnig að bæta hressilega í kennslukaflan til að losna við þessar basic spurningar sem er hent hér inn.

Einnig þarf að hvetja notendur sem eru að posta myndum að setja inn almenna lýsingu á myndinni.

Hvar tekið
Klukkan hvað
Myndavél
Linsa
Brennivídd
Hraði
Iso
F-stop
Lýsing á aðstæðum
Fleira......

Bara að velta þessu upp


Það er sjálfsagt að hvetja fólk og kennslukafli getur alltaf batnað.
Ef spurningar sem hafa komið áður eiga að hverfa þá hverfur vefurinn sjálfkrafa sem umræðuvefur og verður að uppflettiriti.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi M E


Skráður þann: 30 Ágú 2006
Innlegg: 1432
Staðsetning: Noregur
Fuji x100
InnleggInnlegg: 23 Okt 2013 - 17:44:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
hummm skrifaði:
Hvað telja menn að þær breytingar sem um er rætt muni kosta?
Er ekki spurning um að sækja styrki til notenda?
Ef allir leggja til 500 kr hvað mætti gera fyrir það?

Það sem angrar mig lang mest á þessum vef eru spurningar nýliða varðandi linsukaup og þess háttar spurningar.

Það þarf einnig að bæta hressilega í kennslukaflan til að losna við þessar basic spurningar sem er hent hér inn.

Einnig þarf að hvetja notendur sem eru að posta myndum að setja inn almenna lýsingu á myndinni.

Hvar tekið
Klukkan hvað
Myndavél
Linsa
Brennivídd
Hraði
Iso
F-stop
Lýsing á aðstæðum
Fleira......

Bara að velta þessu upp


Það er sjálfsagt að hvetja fólk og kennslukafli getur alltaf batnað.
Ef spurningar sem hafa komið áður eiga að hverfa þá hverfur vefurinn sjálfkrafa sem umræðuvefur og verður að uppflettiriti.

Sammála það er ekki til neitt sem heitir heimskuleg spurning, en svör geta verið mismunadi Rolling Eyes
_________________
Kveðja
Vilbogi M. Einarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 23 Okt 2013 - 18:02:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hummm skrifaði:


Það sem angrar mig lang mest á þessum vef eru spurningar nýliða varðandi linsukaup og þess háttar spurningar.

Það þarf einnig að bæta hressilega í kennslukaflan til að losna við þessar basic spurningar sem er hent hér inn.

Einnig þarf að hvetja notendur sem eru að posta myndum að setja inn almenna lýsingu á myndinni.

Hvar tekið
Klukkan hvað
Myndavél
Linsa
Brennivídd
Hraði
Iso
F-stop
Lýsing á aðstæðum
Fleira......

Bara að velta þessu upp


Eins og einarh bendir á að þá yrði þetta fljótlega orðið að uppfletti riti en ekki spjallvefur. Ég vinn nú við það að svara svona spurningum á hverjum degi og finnst það minnsta mál, ef ég myndi segja öllum að googla það bara að þá væri nú lítið um að vera í vinnunni og það sama myndi gerast hér. En maður þarf ekki að lesa alla þræðina hér og það er annsi skemmtilegur fídus hér á síðunni sem gerir manni kleift að taka þræði af forsíðunni hjá manni ef maður er ekki að fylgjast með þeim.

Vissulega gott að setja inn nánari lýsingar en kannski ekki nausynlegt í öllum tilfellum, oft getur góð mynd staðið eins og sér. Hugsa að ef fólk færi frekar að spyrja nánar útí myndina að þá skapist einmitt umræður sem þessi vefur snýst dálítið um.

En ég er alveg sammála með að það mætti alveg spýta í lófana með kennsluefni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
fth


Skráður þann: 24 Mar 2008
Innlegg: 228
Staðsetning: Vesturland
Canon 400D
InnleggInnlegg: 23 Okt 2013 - 19:29:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mynd mánaðarins (sept), komment við mynd í 32.sæti

....held að það sé meðal annars ástæða fyrir því að fólk hröklast jafnvel út. Það er mjög misjafnt (var, hef lítið verið hér í langan tíma) hvernig svör fólk fær. Sumt virðist vera fyrir neðan allar hellur, og sumt virðist helst ekki mega spurja að, afþví að einhver hefur spurt að því áður. Þetta á auðvitað ekki við alla.

En bara t.d kommentið hér að ofan....sumum finnst "óþolandi" allir þessir nýliðar og þeirra "heimsuklegu" spurningar. Á tímabili fannst mér þetta vera síða ætluð "ákveðnum hóp".
_________________
www.flickr.com/fanneyth
www.500px.com/fthorkels
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 24 Okt 2013 - 8:44:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er nú svo vitlaus að ég hélt að einn megin tilgangur þessarar síðu væri einmitt að velta upp þessum spurningum og fá svör við þeim. Hvort sem þær eru flóknar eða einfaldar. Vegna þessa var ég frekar virkur að reyna að henda saman greinum sem kenndu til dæmis lýsingu og mynduppbyggingu. Áhuginn og nennan fyrir greinaskrifum minnkar þegar maður sér að það er enginn áhugi frá síðunni sjálfri að þróast og bæta sig, þá hætta notendurnir fyrir rest að reyna það líka.

En eins og hefur verið bent á þá er þetta spjallborð, ekki uppflettirit og ég fagna hverju nýju andliti sem kíkir hérna inn og vantar upplýsingar og svör.

Samt sem áður er það að stóru leyti þannig að því meira sem þú hefur lagt á þig til að komast að svarinu, eða til að spyrja skilmerkilega, því betri svör færðu.

Til dæmis:
Ég þarf að mynda tónleika, hvernig geri ég það ?

v.s.

Ég þarf að mynda tónleika og veit ekki alveg hvernig er best að snúa mér í því. Ég á ekki flass og er með 550D ásamt 18-55 linsunni og 50mm 1.8
Ég prófaði að mynda um daginn við dimmar aðstæður en fannst myndirnar alltaf verða of hreyfðar. Einhver ráð ?

Það er augljóst að önnur spurningin fær mikið betri svör en sú seinni, þannig að grundvöllurinn fyrir góðum spjallborðsþráðum um þessi mál liggur jafnt hjá þeim sem svara og spyrja.

Það er síðan aukaatriði að hroki og leiðindi eiga ekkert heima hérna og skemma ótrúlega fyrir heildinni sem er að flestu leiti mjög uppbyggilegir einstaklingar með sameiginlegt áhugamál.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 24 Okt 2013 - 12:42:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hummm skrifaði:
Hvað telja menn að þær breytingar sem um er rætt muni kosta?
Er ekki spurning um að sækja styrki til notenda?
Ef allir leggja til 500 kr hvað mætti gera fyrir það?


Væri þá ekki bara best að skella í lista þar sem talið er upp breytingarnar og prioritize'a. Sumt af þessu tímafrekt og kostaðarsamt jafnvel á meðan sumt er voða einfalt og tekur kannski fimm mínútur að græja. Wink
Svo útfrá því skoða hvað er hægt, og hvað ekki. Hvort það þarf styrki í fjárlagi, eða hvort að það sé nóg styrkir í mannafli of.l. Wink
_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ASO


Skráður þann: 06 Júl 2010
Innlegg: 345

Canon 6D
InnleggInnlegg: 26 Okt 2013 - 10:32:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hætti um tíma að koma hér inn, vegna þess að mér þótti allt of mikið um niðurrif og hroka í svörum fólks og samskiptum. Það hefur lagast mikið sé ég þegar ég kíki hér inn um þessar mundir. Ég gæti jafnvel alveg hugsað mér að birta myndir hér aftur núna. Ég tek fram að ég fékk sjálf ekki leiðindaathugasemdir, heldur var þetta bara orðið leiðinlegt samfélag, sem ég nennti ekki. Eg hef trú á að þetta geti lifnað aftur, en það þarf að venja fólk hingað inn að nýju og þá eru nýliðar líklegri, en erfiðara að ná til hinna sem hættu að nenna að vera með.
_________________
ASO
Náttúran og barnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  Næsta
Blaðsíða 6 af 10

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group