Sjá spjallþráð - Áhugaljósmyndari/stúdíó :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Áhugaljósmyndari/stúdíó

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Stúdíó/Lýsing
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
voffi


Skráður þann: 18 Apr 2007
Innlegg: 30

Canon 550D
InnleggInnlegg: 03 Sep 2013 - 19:35:36    Efni innleggs: Áhugaljósmyndari/stúdíó Svara með tilvísun

Þessi spurning hefur líklega komið upp oftar en einu sinni, en ég er ekki ennþá alveg að átta mig á þessu.

Ég er með stúdíó aðstöðu.
1. Má ég rukka fyrir myndatöku?
2. Má ég auglýsa myndatöku (þar sem er tekið fram að ég er ekki lærður ljósmyndari.
3. Er eitthvað betra að fá VSK númer og borga vaskinn fyrir það sem ég rukka?

Eða er ekkert af þessu leyfilegt nema vera lærður ljósmyndari?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Geirix


Skráður þann: 05 Apr 2010
Innlegg: 899
Staðsetning: Bak við linsuna
Pentax K5 IIs
InnleggInnlegg: 03 Sep 2013 - 20:22:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Held að neðsti hlutinn af spurningunni feli svarið í sér Smile
_________________
If it has a ring tone, it's not a camera!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gusas


Skráður þann: 04 Okt 2008
Innlegg: 84
Staðsetning: Hafnarfjörður

InnleggInnlegg: 04 Sep 2013 - 9:31:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

1. Já
2. Nei
3. „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“
_________________
Guðmundur Ásmundsson
www.flickr.com/dagur_i_senn/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 626


InnleggInnlegg: 04 Sep 2013 - 10:06:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tæknilega séð, eins og lagaumhverfið er núna þá:

1. Nei
2. Nei
3. Þarna ertu farin að tala um skattamál, eitthvað sem hefur ekkert með starfsréttindi ljósmyndara að gera, heldur bara almennt, þá áttu að fá þér vsk númer þegar rekstur fer yfir ákveðna upphæð á ársgrundvelli, veit ekki alveg hver sú upphæð er núna en örugglega auðvelt að finna það á heimasíðu skattsins.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gusas


Skráður þann: 04 Okt 2008
Innlegg: 84
Staðsetning: Hafnarfjörður

InnleggInnlegg: 04 Sep 2013 - 10:29:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í dómi Hæstaréttar frá 1987, bls. 674, reyndi aftur á þá stöðu að einstaklingur hafði tekið ljósmyndir gegn greiðslu án þess að vera með réttindi í greininni. Starf hans var ekki talið vera svo umfangsmikið að viðkomandi hefði „rekið iðngrein“, þ.e. haft atvinnu af henni. Í málinu var áhugaljósmyndari sýknaður í Hæstarétti af því að hafa brotið iðnaðarlög, en hann hafði m.a. ljósmyndað Alþingismenn og gefið út í handbók Alþingis. Ákærði var sakaður um að hafa rekið ljósmyndaiðnað og ljósmyndaþjónustu frá árinu 1983, án iðnréttinda í ljósmyndaiðn, og fyrir að hafa selt þá þjónustu þeim sem vildu kaupa. Í kæru
25
Landssambands iðnaðarmanna var tekið fram að atvinnurekstur ákærða á sviði ljósmyndunar hafi verið umfangsmikill og voru sex aðilar nafngreindir sem leitað höfðu til hans. Rannsókn málsins snerist þó að mestu leyti um þátt ákærða í gerð handbókar Alþingis 1984 og var því lýst yfir við málflutning fyrir Hæstarétti að brot ákærða væri fólgið í töku andlitsmynda af alþingismönnum. Í málinu var hvorki upplýst um umfang ljósmyndastarfsemi ákærða né hvaða tekjur hann hefði haft af þeirri starfsemi. Ákærði hélt því fram að hann hefði stundað ljósmyndun sem tómstundavinnu, tekið var fram að hann hefði ekki auglýst starfsemi sína og ynni einn að henni og upplýst var að hann hefði verið var prentsmiðjustjóri í fullu starfi. Þótt sannað væri að ákærði hefði tekið myndir í Handbók Alþingis 1984 gegn greiðslu þótti það tilvik ekki nægja út af fyrir sig til að telja hann hafa rekið ljósmyndaiðnað í atvinnuskyni í merkingu iðnaðarlaga.

Enda þótt framangreindir dómar séu nokkuð misvísandi virðist mega draga þá ályktun dómaframkvæmd að sýnt þurfi að vera að iðnaður sem menn stunda sé a.m.k. nokkuð umfangsmikill þáttur í starfsemi viðkomandi eigi hann að teljast „reka iðnað“ eða „starfa við iðngrein“ í skilningi iðnaðarlaga.


Úr:
SKÝRSLA
NEFNDAR VEGNA
ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA
Febrúar 1012
_________________
Guðmundur Ásmundsson
www.flickr.com/dagur_i_senn/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
voffi


Skráður þann: 18 Apr 2007
Innlegg: 30

Canon 550D
InnleggInnlegg: 04 Sep 2013 - 15:21:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir svörin. En ef ég endurorða spurninguna: má ég auglýsa fría myndatöku sem ólærður ljósmyndari og selja svo myndirnar á disk eftir á?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
sveinbi


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 280

Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 04 Sep 2013 - 19:02:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

voffi skrifaði:
Takk fyrir svörin. En ef ég endurorða spurninguna: má ég auglýsa fría myndatöku sem ólærður ljósmyndari og selja svo myndirnar á disk eftir á?

Þú mátt taka myndirnar og selja verkin þín, kemur nánast það sama út.
_________________
http://500px.com/SveinbiSuperman

http://www.flickr.com/photos/supermanis/

http://www.facebook.com/pages/Sveinbi-Photography/371387463921?ref=search

http://superman.is/

Canon 7D / Canon 580EX ll
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 05 Sep 2013 - 0:29:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

voffi skrifaði:
Takk fyrir svörin. En ef ég endurorða spurninguna: má ég auglýsa fría myndatöku sem ólærður ljósmyndari og selja svo myndirnar á disk eftir á?


Að mínu vit finnst þetta regluverk sem bannar fólki að taka við greiðslu fyrir myndatökur aðeins hér á landi og svo í Austurríki og Lichtenstein. Nefndin sem skilaði skýrslu Feb 2012 lagði til margar úrbætur en ekkert hefur verið gert í þeim efnum enn.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Stúdíó/Lýsing Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group