Sjá spjallþráð - Ráðl. v. Gitzo+haus :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Ráðl. v. Gitzo+haus

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 03 Jan 2006 - 17:44:51    Efni innleggs: Ráðl. v. Gitzo+haus Svara með tilvísun

Ætla að fá mér nýjan þrífót og haus og vantar smá hjálp.

Hef ákveðið að hafa fæturnar Gitzo og koma þar helst þrjár týpur til greina. 1227 sem er á tilboði hjá Adorama, 1257 sem er arftaki 1227 búinn til úr nýju fíber efni og á að vera sterkari og svo er það 1325 sem mér fynnst eiginlega koma sterkast til greina en er jafnframt dýrastur og þyngstur.

Svo eru það hausarnir. Swiss-Arca B1, Really Right Stuff BH-55 eða kirk bh1 eru þeir sem koma til greina. Virðast allir vera að fá glimmrandi dóma og vera fullkomlega samkeppnishæfir.

Væri sem sagt mjög gott að fá einhver komment, þá sérstaklega frá þeim sem hafa verið að nota þetta. Annars allar ráðleggingar vel þegnar.

Takk fyrir.

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 03 Jan 2006 - 17:49:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Meh... B1 hvað?
Þetta er stuffið!
http://acratech.net/

P.s. er spá í að skipta sjálfur, fá mér eitthvað léttara, þar sem ég labba töluvert. Er fiber málið í þeim efnum?
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 03 Jan 2006 - 18:47:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir að svara Jón. Einmitt verið að lesa um þennan líka, bæti honum á listann. Hefuru reynslu af honum?

Tilvitnun:
P.s. er spá í að skipta sjálfur, fá mér eitthvað léttara, þar sem ég labba töluvert. Er fiber málið í þeim efnum?


Held að fiber sé algerlega málið. 1227 virðist vera mjög vinsæll til einmitt þess. Michael Reichmann skrifar m.a. hér
Tilvitnun:
As for me, I'm going to be using the Acratech on a Gitzo 1228 carbon fiber tripod as my ultra-portable tripod/head system for hiking...

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 03 Jan 2006 - 23:13:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Grós skrifaði:
Takk fyrir að svara Jón. Einmitt verið að lesa um þennan líka, bæti honum á listann. Hefuru reynslu af honum?
Guðni


Nei, enga reynslu persónulega. Ég var að spá í að skipta yfir í arca-swiss kerfið, einfaldlega vegna þess að ég er ekki alveg öruggur með manfrotto kerfið. Svo varð ég blankur og ég lagði þetta á hilluna.
En ég lá yfir greinum og umræðum í nokkrar vikur, á dpreview, reichmann, fred miranda og fleirum. Og smátt og smátt fór ég að hallast að Arcatech. Léttastur, og með ótrúlegt burðarþol. En á hinn bóginn þá eru mínar græjur tiltölulega léttar þannig að ég er ekki viss um hvort ég þurfi svona topp græjur.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 0:54:06    Efni innleggs: Re: Ráðl. v. Gitzo+haus Svara með tilvísun

Grós skrifaði:
Ætla að fá mér nýjan þrífót og haus og vantar smá hjálp.

Hef ákveðið að hafa fæturnar Gitzo og koma þar helst þrjár týpur til greina. 1227 sem er á tilboði hjá Adorama, 1257 sem er arftaki 1227 búinn til úr nýju fíber efni og á að vera sterkari og svo er það 1325 sem mér fynnst eiginlega koma sterkast til greina en er jafnframt dýrastur og þyngstur.

Svo eru það hausarnir. Swiss-Arca B1, Really Right Stuff BH-55 eða kirk bh1 eru þeir sem koma til greina. Virðast allir vera að fá glimmrandi dóma og vera fullkomlega samkeppnishæfir.

Væri sem sagt mjög gott að fá einhver komment, þá sérstaklega frá þeim sem hafa verið að nota þetta. Annars allar ráðleggingar vel þegnar.

Takk fyrir.

Kv

Guðni

Ég er með 1325 og AS B-1. Þetta er algjörlega skotheld samsetning sem dugir þér alla ævi ef þú viðheldur þeim. Reyndar tókst mér að rústa mínum trygga Gitzo í sumar. Hann hafði þjónað mér vel í mörg ár svo ég keypti bara nýjan. 1300 serían finnst mér besta málamiðlunin ef þú ætlar aðeins að vera með einn fót. Ótrúlega stöðugir og tiltölulega léttir (minnir að 1325 sé eitthvað rétt yfir 2 kg). Ef ég væri ekki með 4 kg linsu þá væri ég að nota 1227. Léttari og meðfærilegri á allan hátt. Finnst hins vegar ekki nægur munur á þeim til að réttlæta að vera með báða.

Arca-Swiss B-1 kúlan hefur að sama skapi verið allt sem ég þarf. Keypti hana á sínum tíma af því hún einfaldlega var (og er) besta kúla sem hægt er að fá. Ég hef ekki mikla reynslu af Kirk og RRS, en hef ferðast með fólki sem er með þær kúlur og því séð hvernig þær reynast. Þetta eru allt saman eðal tæki. Mér líkaði illa við þennan Arcatech. Það var hjá mér gaur á námskeiði sem var að brúka hann. Gúmmí og hnappar duttu auðveldlega af (hann var alltaf að týna þessu í bílnum) og mér fannst hann óþægilegur í notkun. Ef þú ert ekki með þyngri linsu en t.d. 70-200/2.8 þá kemstu af með Kirk BH-2. Það er ódýrari lausn en Arca og ætti að duga jafn vel.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 10:53:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ein pæling. Það gæti kannski verið vit á því að tékka á því að panta frekar hjá Robert White í Bretlandi en Adorama/B&H. Robert White er nokkuð traustur söluaðili og m.a. vinsælt hjá könunum að panta Leica og medium format dót hjá honum (getur leitað á eins og photo.net) og eins ætti sendingarkostnaðurinn frá Bretlandi að vera lægri en hjá Adorama/B&H. Svo ef þú ert heppinn gætirðu lent með evrópuábyrgð.
Sýnist B1 vera oggulítið dýrari en þrífæturnir ódýrari en hjá B&H.
Allavega, bara pæling og þú ræður hvort þú tekur mark á henni ...

Er svo ekki verið að selja Gitzo hjá Hans Petersen og Arca Swiss hjá Beco? Kæmi manni ekkert á óvart ef það væri ódýrara að kaupa hérna heima en frá Bandaríkjunum.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 12:20:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef maður ætti nú bara þennan pening í þrífót, minn litli sæti manfrotto-manekkihvað verður víst að duga.

En þessi robert white er æði, elska þessar kúlur hjá honum Smile


.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 12:33:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef verslað frá Robert White. m.a. Arca B-1. Traustur aðili og þess virði að bera saman verð og sendingarkostnað.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 18:50:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir svörin.

Það lengsta sem ég er með núna er einmitt 70-200 2.8 en hugsa að ég taki frekar 1325 ef maður færi í eitthvað stærra í framtíðinni. Las einhverstaðar að Arca væri farið að slaka á gæðaeftirlitinu full mikið og að nýrri kúlurnar hjá þeim ættu það til að hætta að virka í kulda, vitiði hvort eitthvað sé til í því? Annars skoða ég þennan Robert white og verðin virðast fín.

Hvernig gerðiru annars útaf við fótinn þinn Daniel?

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 21:37:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Grós skrifaði:
Takk fyrir svörin.

Það lengsta sem ég er með núna er einmitt 70-200 2.8 en hugsa að ég taki frekar 1325 ef maður færi í eitthvað stærra í framtíðinni. Las einhverstaðar að Arca væri farið að slaka á gæðaeftirlitinu full mikið og að nýrri kúlurnar hjá þeim ættu það til að hætta að virka í kulda, vitiði hvort eitthvað sé til í því? Annars skoða ég þennan Robert white og verðin virðast fín.

Hvernig gerðiru annars útaf við fótinn þinn Daniel?

Kv

Guðni

Það var einhver ákveðin framleiðsla (tímabil) af B1 sem átti það til að læsast í miklum kulda. Ef þú ættir eina af þeim kúlum gætir þú sent hana til Arca-Swiss til lagfæringar endurgjaldslaust. Nýjar kúlur eru skotheldar.

Fóturinn dó eftir of mörg sjóböð og endalausan sand. Reyndar hefði ég getað látið gera við hann. Nennti bara ekki að bíða eftir því, það tekur ekki nema 3 daga að fá nýjan frá B&H. Cool
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 04 Jan 2006 - 21:59:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvernig topp á maður að fá sér á hausinn? Er sniðugast að fá sér frá Arca og hvort þá flip lock eða skrúfudæmið? Eða er RRS málið?

Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group