Sjá spjallþráð - Nú er ég í vanda !!!! :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Nú er ég í vanda !!!!

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
papa


Skráður þann: 30 Sep 2007
Innlegg: 63
Staðsetning: Þar sem sjaldan festir snjó
Canon 40D
InnleggInnlegg: 16 Júl 2013 - 18:18:24    Efni innleggs: Nú er ég í vanda !!!! Svara með tilvísun

Hæ,hæ

Nú er ljósmyndaflakkarinn fullur og mér var sagt frá SSD diskum eða hvað þetta nú kallast hvaða álit hafið þið og eða reynslu af þessum SSD oghvaða SSD mælið þið með ???

KV papa
_________________
Leitaðu að eitthverju sem er fagurt, það er aldrei langt undan.

http://www.flickr.com/photos/17696956@N06/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hamarius


Skráður þann: 20 Maí 2007
Innlegg: 2581
Staðsetning: Reykjavik
Canon 600D
InnleggInnlegg: 16 Júl 2013 - 18:24:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eftir því sem ég hef heyrt þarftu ekkert að vera spá í þeim nema undir stýrikerfi og annað þar sem les og skrifhraði er meira atriði en geymslumagn.
_________________
Panoramaland
Flickr síðan
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 16 Júl 2013 - 18:29:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi í það minnsta ekki pæla í því nema þú hafir hraðari tengingu fyrir diskinn en USB 2.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 16 Júl 2013 - 18:56:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

1. Geymsludiskar 5400-7200 snúninga, kaldir og ódýrir
2. Vanalegir diskar 7200 snúninga, algengastir í allt eðlilegt (eru í flestum tölvum)
3. Hraðir diskar 7200-10.000 snúninga, fínir fyrir vinnslu
4. Háhraðadiskarnir SSD, stýrikerfi, forrit og oft notaðir sem minni fyrir PS Rándýrir og lítið pláss

Í flakkara #1 því USB tengingin er alltaf flöskuhálsinn og er miklu hægari en diskurinn. #2 ef þú tengir flakkarann með hraðvirkari tengingu

Nota sjálfur #4 fyrir stýrikerfi og forrit, #3 undir myndir sem ég er að vinna með og svo #1 sem geymslu, bæði í tölvunni og í flökkurum.
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 16 Júl 2013 - 20:11:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Halldór Ingi skrifaði:
Nota sjálfur #4 fyrir stýrikerfi og forrit, #3 undir myndir sem ég er að vinna með og svo #1 sem geymslu, bæði í tölvunni og í flökkurum.


Gróflega sama hér. SSD fyrir hugbúnað og eitthvað smotterí fleira, 7200rpm Seagate hybrid sem ég skipti út DVD drifinu fyrir undir ljósmyndir og vídeó og svo 3,5" ytri diska (USB2/FW400) fyrir handvirk lókal backup. Það síðarnefnda víkur samt fyrr eða síðar fyrir diskum sem nota hraðari tengingar en verður samt líklega bara áfram venjulegir 7200rpm diskar.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
hnokki


Skráður þann: 01 Júl 2007
Innlegg: 378
Staðsetning: Akureyri
....
InnleggInnlegg: 16 Júl 2013 - 23:38:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kostir/gallar:
Harðir diskar, ódýrari geymsla en nær allir ónýtir innan 10 ára, myndi setja upp speglaða geymslu ef þú ætlar að reyða þig á eina geymslu fyrir myndirnar.
SSD, dýrari en endast miklu lengur en hörðu diskarnir.

Ég myndi miklu frekar horfa á þessi atriði en hvort um hraðvirka eða hægvirka geymslu sé að ræða...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 17 Júl 2013 - 0:54:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hnokki skrifaði:
Kostir/gallar:
Harðir diskar, ódýrari geymsla en nær allir ónýtir innan 10 ára, myndi setja upp speglaða geymslu ef þú ætlar að reyða þig á eina geymslu fyrir myndirnar.
SSD, dýrari en endast miklu lengur en hörðu diskarnir.

Ég myndi miklu frekar horfa á þessi atriði en hvort um hraðvirka eða hægvirka geymslu sé að ræða...


Mikið rétt. EN, það fer allt eftir því hvað menn þurfa mikið pláss!
Þeir sem eru búnir að vera í bransanum í einhvern tíma eru oft með einhver TB af efni. Ég myndi segja að um leið og þú þarft meira en 500 MB pláss þá er SSD algerlega óraunhæft fyrir meðaljónin sem geymsla. 500 MB SSD er ca 60.000 kall, fyrir þann pening gætirðu fengið ca 7 TB af vanalegum diskum Wink

Þannig að menn þurfa bara að passa að skipta diskunum út áður en þeir verða of gamlir, fínt að nota þá síðan sem auka backup.

En hvaða leið sem menn fara þá á að sjálfsögðu að eiga afrit af myndunum sínum, annað er bara rugl.
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 17 Júl 2013 - 6:46:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er vitað að SSD endist miklu lengur en hefðbundnir harðir diskar? Ég er bara forvitinn þar sem reynslan af SSD er væntanlega mun minni og svo hefur maður heyrt um ýmis vandamál sem fylgja þeim. Hvað sem það er að marka svo sem.

Hafði sjálfur ekki upplifað að harður diskur klikkaði í ca. tvo áratugi (á þeim tíma notaði ég reyndar bara fimm harða diska í heild held ég) en síðaustu þrjú ár, um það bil, er ég búinn að lenda í nokkrum sem hafa gefist upp. Á sama tíma hef ég þurft að skipta út einum SSD sem gafst upp sem gerir hlutföllin fyrir SSD frekar léleg en þannig tölfræði er ekkert að marka náttúrulega Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group