Sjá spjallþráð - How [Not] to Take a Self Timer Portrait - Óhappasögur TAKK :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
How [Not] to Take a Self Timer Portrait - Óhappasögur TAKK
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 08 Okt 2012 - 0:36:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sagan af því hvernig þessi mynd varð til. Ég er reyndar ábyggilega búinn að segja hana áður hérna einhvers staðar á síðunni.

En í febrúar í fyrra var ég staddur ásamt Arnari Bergi og Ottó við Jökulsárlón. Ég ákveð að taka startrail mynd og stilli myndavélinni minni upp á þrífætinum og byrja að taka myndina. Þar sem ég ætlaði að taka í rúmlega 10 mínútur þá rölti ég aðeins eftir bakkanum á lóninu og fer að tala við RonnaHauks sem var þarna líka.

Þegar ég tek eftir því að það eru komnar 10 mínútur á skeiðklukkunni á símanum mínum þá bý ég mig undir að rölta aftur í átt að myndavélinni minni. En þá koma Arnar Bergur og Ottó gangadi í áttina að okkur.

Og af hverju er annar af þeim með tvo þrífætur? Akkúrat þegar sú spurning flýgur í gegnum hausinn á mér tilkynnir Arnar Bergur: "Þorkell! Ég er hérna með myndavélina þína!"

Ég tilkynnti honum að ég væri að taka mynd, og eftirfarandi mynd var það sem kom út úr þessu.

Ólíkt Canon vélum þá eru ENGIN ljós á Nikon vélum meðan þær eru að taka myndir.

Jökulsárlón, long exposure
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 08 Okt 2012 - 10:22:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

haha Arnar Bergur ætlaði bara að vera almennilegur. Gott að eiga þessa mynd til minningar um það.

Það versta sem ég hef lent í, var í mars 2007. Þá var ég nýlega farin að taka myndir. Fyrsta vélin sem ég átti var Fuji Finepix með 28-300mm áfastri linsu.

Ég sá að það voru góðar öldur hérna út á hamri, sem er rétt fyrir neðan húsið mitt. Svo ég labbaði þangað niður eftir með vél og þrífót til að ná einhverjum öldugangi.

Fylgdist smástund með, hvort allt væri ekki í lagi þarna, tek síðan upp vélina en set hana ekki á þrífótinn, heldur ákveð að taka handhelda mynd. Þegar ég horfi í gegnum linsuna var þetta það eina sem ég sá.

Wave

Risa alda sem skall á mér, það var ekki til þurr dropi á mér og vélin mígblotnaði. Þar sem ég bý í Vestmannaeyjum og ekkert flug næstu tímana var það eina sem við gátum gert var að taka batteríið úr henni og þurrka bæði á ofni. Gerðum það í 2 daga, batteríið sett í vélina og hún virkaði alveg og virkar enn.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ellertj


Skráður þann: 16 Des 2009
Innlegg: 1294

Fuji X-T1
InnleggInnlegg: 08 Okt 2012 - 10:47:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tjah, sennilegast þegar ég var búinn að stilla vélinni minni upp á þrífæti við skessuketil fyrir svona 2 árum.

Er ekki fyrr búinn að setja hana niður en að það kemur eðal fín alda sem að gengur yfir vélina, ég var löngu hlaupinn á brott Razz

Hún varð ekkert verri fyrir vikið, en linsan (17-40L) var smá tíma að komast yfir þetta atvik Smile
_________________
*Einn með öllu*

http://www.flickr.com/photos/ellertj/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Vargur


Skráður þann: 21 Nóv 2006
Innlegg: 222

....
InnleggInnlegg: 29 Nóv 2012 - 22:35:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég veit nú ekki hvort þetta er "óhappa" saga, en..
Ég var að fara að mynda straumendur en ég þurfti að fara inn á tún
og það voru nokkrir hestar þar í nokkurri fjarlæð þannig að ég
ákvað að reyna að læðast óséð meðfram bakkanum
og vonaði að hvorki hestarnir né straumendurnar myndu sjá mig.
Ég lagðist niður á bakkan og byrjaði að taka myndir,
eftir smá stund leit ég við og sá að hestarnir voru komnir nær og horfðu í áttina til mín.
Ég hugsaði með mér að þeir myndu ekki þora að koma nær
þannig að ég hélt áfram að taka myndir. Svo leit ég aftur fyrir
aftan mig, þá stóðu hestarnir alveg við lappirnar á mér og einn
þeirra byrjaði að bíta mig í skóna! Svo ég stend upp og þeir
byrja að reyna að bíta myndavélina og þá hljóp ég í burtu og allt hestastóðið á eftir mér Laughing
En ég slapp Razz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 31 Des 2012 - 13:41:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi er ekki óhappasaga en vá, skemmtileg. Las hana hjá DPS
http://digital-photography-school.com/do-you-wear-a-camera

Tilvitnun:
A lot of people ask me to take their picture with their camera or cell phone. That happened to me this weekend while I was out shooting at Harbourfront here in Toronto.

A young couple asked me to take a photo of them on their i-phone, and I asked if I could also take one of them with my camera. While I was composing my shot, I was chatting with them to get them to relax and be more natural. One of the challenges of shooting total strangers–especially strangers in tourist mode as these two were– is to get some genuine emotion and interaction between them for the picture.

Anyway, I was kind of running out of things to ask, so I asked if they were married. They both kind of froze for a second and I was thinking, hmm, maybe not a good thing to ask, when the guy said ‘oh well, may as well do this now”. He pulled a ring out of his pocket, got down on one knee and proposed to her on the spot! Wow! I certainly got some genuine emotion and interaction there! (She said yes in a BIG way.)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Kjammi


Skráður þann: 21 Sep 2005
Innlegg: 162

Canon 5D MK IV
InnleggInnlegg: 31 Des 2012 - 16:46:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég fékk tækifæri á að mynda í útkallsæfingu Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Þarna voru skilyrði til myndatöku hin verstu á köflum svarta myrkur og einu ljósin að styðjast við höfuðljósin á björgunarsveitarmönnunum.

Ég tók 5d mk III með og einfótung undir vegna þess að ég gerði mér grein fyrir því að þrífótur yrði frekar fyrir og ekki eins meðfærilegur.

Byrjuðum í Hafnarfirði og enduðum í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hún er aflögð, myrkvuð og fullt af drasli, götum í gólfum og margt að varast. Þegar ég og félagi minn vorum búnir að mynda í 6 klst. ákváðum við að koma okkur heim.

Ég notaðist við ljósið úr símanum mínum til þess komast að aftur niður á jarðhæð. Þarna taldi ég mig nokkuð öruggan og elti félaga minn aftur inn í húsið vegna þess að við vildum hitta hóp björgunarmanna norðan megin við húsið.

Félagi minn forðaðist steypustall á gólfinu en ég elti hann og tók ekki eftir þessari fyrirstöðu. Allt í einu lá ég á gólfinu, hafði mist andann og myndavélin lá í hönd minni á gólfinu með einfótunginn undir mér.

Meðan ég barðist við að ná andanum aftur þá velti ég því fyrir mér hvað með vélina. Velti mér ofan af einfótungnum og þegar ég gat lyft vélinni þá leit ég í gluggan, fann einhvern fókuspunkt í myrkrinu og smellti af.

Um leið og ég var sannfærður um að vélin virkaði þá fyrst gat ég staðið upp. Verkaði illilega í brjóstkassann enda gaf einfótungurinn ekkert eftir. Hoodið á linsunni hafði rispast talsvert annars sá ekkert á búnaðnum mínum. Og allt virkaði fínt og í lagi.

Ég aftur á móti hafði brákað tvö til þrjú rifbein, braut þau ekki veit hvernig það er hef lent í því líka.

Félagi minn hafði það á orði að ég hefði varla getað slasað mig í betri hópi manna þarna væri fullt af sérhæfðum björgunasveitarmönnum, sjúkraflutningamönnum, læknum og sjúkraliðum.

En ég fór bara heim með sært stollt og brákuð rifbein án þess að láta nokkurn vita.

Myndirnar voru ágætar miðað við aðstæður en reynslan er miklu dýrmætari að taka myndir við þessar aðstæður er áskorun sem ég vil ekki missa af.

Mun hiklaust taka þátt aftur ef færi gefst.

Brákaðar kveðjur
KiM
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 02 Feb 2013 - 12:30:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ok. Það eru einhverjir 2 hér á spjallinu sem eiga eftir að kannast við þessa sögu, en þar sem ég er búin að taka til í einkapóstinum, þá mann ég ekkert hverjir þeir eru.

Jæja. Þetta er kaupenda-ruglings-saga. Bráðfyndin, reyndar...

Einmitt fyrir ári síðan setti ég á sölu linsu húdd. Einhver hafði samband, fékk gott verð, og sagðist ætla að kaupa húddið, en það heyrðist ekki meira í honum í nokkra daga. Þetta var ungur piltur (komst að því seinna). Ég hugsaði með mér "tja svona lætur fólk þegar þeir fá gott verð - þeir hafa ekkert samband! - betra er að hækka verðið, þá kann fólk að meta hlutina betur".

Sem ég gerði. Ég ákvað að næsti sem sýndi áhuga á vöruna skildi fá hærra verð.

Ok. Svo gerðist það að úr þessu varð annar kaupandi. En ég var búin að steingleyma þeim fyrsta (þegar fólk hefur ekki samband þá þýðir það að þeir eru hættir við kaup). Seinni kaupandinn fór hárrétt eftir öllu sem hann sagðist ætla að gera. Hann myndi hringja "á morgun", og sækja vöruna, og staðgreiða. Allt í lagi. Flott.

Og daginn eftir hringi kaupandi já. Nema það að þetta var sá fyrsti (og ég var búin að gleyma honum). Þar sem fólk kynnir sig ekki með nafni, og síst með notendanafnið hér á LMK, þá hélt ég auðvitað að þessi væri kaupandinn sem ég hafði verið í samskiptum við síðast. Hann sagðist ætla að koma.

Hann kom. Hann var eitthvað hissa um verðið, þar sem honum minnti lærra verð, en hann kvartaði ekki allt of mikið, borgaði bara... og allir sáttir.

Jæja. Svo klukkutíma seinna hringir seinni kaupandinn. Hann ætlaði að sækja vöruna. Nú var ÉG hissa. "Heyrðu, ertu ekki búinn að fá þetta fyrir klukkutíma síðan" (sumir geta nú verið með alzheimer, að vísu). Og hann var líka hissa. "Nei, ég er ekki búinn að fá þetta ennþá". "Haaaa... biddu, var ég ekki að selja þér linsu húddið fyrir klukkutíma síðan, þú komst og borgaðir..." "Nei, ég hef ekki séð þig áður..."

Þetta var bara voða furðulegt. Ég steinhissa, hann hræddur um að einhver hafi spam-að póstinn sinn (-já einmitt, til að kaupa linsu húdd og þykjast vera hann!!?-), en jæja, það var ekkert hægt að gera neitt í því, málið var að ég var ekki lengur með vöruna, og það er nú bara það.

Það var ekki fyrr en degi seinna, held ég, að ég fattaði hvað hafði gerst. Og ég hló eins og trúður! Ég ætlaði alltaf að láta þessum seinna kaupanda vita hvað hafði gerst, en gleymdi því svo.

En þetta var sagan. Ef hann er að lesa þetta, þá kemst hann að því núna.

Laughing
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 02 Feb 2013 - 12:34:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Ok. Það eru einhverjir 2 hér á spjallinu sem eiga eftir að kannast við þessa sögu, en þar sem ég er búin að taka til í einkapóstinum, þá mann ég ekkert hverjir þeir eru.

Jæja. Þetta er kaupenda-ruglings-saga. Bráðfyndin, reyndar...

Einmitt fyrir ári síðan setti ég á sölu linsu húdd. Einhver hafði samband, fékk gott verð, og sagðist ætla að kaupa húddið, en það heyrðist ekki meira í honum í nokkra daga. Þetta var ungur piltur (komst að því seinna). Ég hugsaði með mér "tja svona lætur fólk þegar þeir fá gott verð - þeir hafa ekkert samband! - betra er að hækka verðið, þá kann fólk að meta hlutina betur".

Sem ég gerði. Ég ákvað að næsti sem sýndi áhuga á vöruna skildi fá hærra verð.

Ok. Svo gerðist það að úr þessu varð annar kaupandi. En ég var búin að steingleyma þeim fyrsta (þegar fólk hefur ekki samband þá þýðir það að þeir eru hættir við kaup). Seinni kaupandinn fór hárrétt eftir öllu sem hann sagðist ætla að gera. Hann myndi hringja "á morgun", og sækja vöruna, og staðgreiða. Allt í lagi. Flott.

Og daginn eftir hringi kaupandi já. Nema það að þetta var sá fyrsti (og ég var búin að gleyma honum). Þar sem fólk kynnir sig ekki með nafni, og síst með notendanafnið hér á LMK, þá hélt ég auðvitað að þessi væri kaupandinn sem ég hafði verið í samskiptum við síðast. Hann sagðist ætla að koma.

Hann kom. Hann var eitthvað hissa um verðið, þar sem honum minnti lærra verð, en hann kvartaði ekki allt of mikið, borgaði bara... og allir sáttir.

Jæja. Svo klukkutíma seinna hringir seinni kaupandinn. Hann ætlaði að sækja vöruna. Nú var ÉG hissa. "Heyrðu, ertu ekki búinn að fá þetta fyrir klukkutíma síðan" (sumir geta nú verið með alzheimer, að vísu). Og hann var líka hissa. "Nei, ég er ekki búinn að fá þetta ennþá". "Haaaa... biddu, var ég ekki að selja þér linsu húddið fyrir klukkutíma síðan, þú komst og borgaðir..." "Nei, ég hef ekki séð þig áður..."

Þetta var bara voða furðulegt. Ég steinhissa, hann hræddur um að einhver hafi spam-að póstinn sinn (-já einmitt, til að kaupa linsu húdd og þykjast vera hann!!?-), en jæja, það var ekkert hægt að gera neitt í því, málið var að ég var ekki lengur með vöruna, og það er nú bara það.

Það var ekki fyrr en degi seinna, held ég, að ég fattaði hvað hafði gerst. Og ég hló eins og trúður! Ég ætlaði alltaf að láta þessum seinna kaupanda vita hvað hafði gerst, en gleymdi því svo.

En þetta var sagan. Ef hann er að lesa þetta, þá kemst hann að því núna.

Laughing


HA ha ha, þetta er með betri sögum sem ég hef heyrt vegna sölu á búnaði hérna á vefnum.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
raggasnagga


Skráður þann: 26 Ágú 2012
Innlegg: 144

Canon
InnleggInnlegg: 02 Feb 2013 - 13:39:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var á leið norður á Strandir í gær og stoppaði á leiðinni til að taka mynd af hrossum og ætlaði að reyna að hoppa yfir frosinn skurð til að komast nær þeim. Lenti í leðjupolli upp í kálfa. Ekkert gaman að standa á nærbuxunum úti við veg í 5 stiga frosti á meðan ég var að skipta um föt. En það var samt smá fyndið eftir á.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 10 Júl 2013 - 16:37:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það var smá vandræðalegt... Um helgina var ég að fara í fyrstu ljósmyndaferð með 5d classic. Hún er ekki flókin vél, og ég taldi mig kunna á þetta fullkomlega vel, en handbók fylgdi ekki.

Svo byrja ég að skjóta og tek eftir að exposure compensation var stillt á +1 (og ég hafði sjálf gert það fáeinum dögum áður, nokkurn veginn). En ég gat ómögulega stillt þetta til baka. Ég var að ganga af göflunum !!!

Svo að ég leita bara að túristum með Canon FF. Finni einn, fer til hans, og spyr hvor hann mann eftir hvernig maður stillir þetta. Hann kunni ekkert á þetta (oj....)

Næsti. Ég sá hjón með þrífæti, Canon FF, filtera og alles. Þau kunnu alveg á vélarnar sínar ... Smile Þau útskýrðu þetta fyrir mér - það var nú gott að fá að vita til hvers þetta 3. merki er, við hliðina á Off og On, sem lítur út eins og vængur.

Smá 'embarrasing', en hefði verið verra að ekki þora að spyrja...

Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Júl 2013 - 0:48:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var að koma úr tveggja tíma göngu upp að fossi sem ég hef lengi ætlað að mynda. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að áður en ég lagði af stað ætlaði ég að skipta um battery í vélinni hjá mér en það gleymdist áður en ég lagði af stað og mundi það ekki fyrr en ég stóð við fossinn og taska niðri í bíl. Labbaði því aftur niður og sótti batterý og svo aftur upp að fossi og eyddi þar góðum tíma við myndatöku áður en ég labbaði aftur niður í bíl. Fín líkamsrækt svo sem, en .... Note to self: Aldrei skilja aukabatteríin eftir í bílnum.
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group