Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 10:35:14 Efni innleggs: Taka myndir í brúðkaupi..... :S |
|
|
Hvaða linsu er best að nota til að taka í brúðkaupi... er nýbyrjuð í þessu og er ekki alveg viss hvaða linsa er málið fyrir mig.....
á 3 linsur
Linsa Canon EF 70-300mm f/4-5.6 IS USM
Linsa Canon EF 50mm f/1,8 II
Linsa Canon EF-S 18-55mm f/3.5-5.6 IS II
Eins og ég segi að það er alveg nýtt fyrir mér að vera fara taka myndir í brúðkaupi og ef að ég þarf að velja einhverja af mínum linsum hvaða linsu myndi ég velja og afhverju ?
En ef að ég get ekki notað neina af mínum linsum hvaða linsu ætti ég að reyna kaupa mér og afhverju ? EInhverja sem kostar ekki hálfan handlegginn ....
Líka er hægt að fá lánaðar linsur ? ef svo er hvar þá ? |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| totifoto
| 
Skráður þann: 11 Des 2004 Innlegg: 6860
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 11:05:26 Efni innleggs: |
|
|
Vil nú ekki vera leiðinlegur en ef þú ert ekki alveg viss hvaða linsur þú átt að nota í brúðkaupi að þá myndi ég nú ekki vera taka að mér að mynda brúðkuap.
Þú ættir alveg að geta notað allar þessar linsur ef þú kannt nægilega vel á græjurnar þínar, þær eru kannski ekki þær ljósnæmustu ef þú ert að lenda í kirkju með slæmum birtuskilyrðum og veislusal með slæmum birtuskilyrðum, þar væri 50mm linsan best en spurning hvort að hún væri nægielga gleið fyrir aðstæðurnar sem þú verður í. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| keg
|
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 2089 Staðsetning: Suðvesturhornið Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 11:51:02 Efni innleggs: |
|
|
Ég myndi stinga upp á atvinnuljósmyndara og mæta svo og vera fulli kallinn. _________________ Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 12:26:18 Efni innleggs: |
|
|
það getur verið margt vitlausar en að spyrja um ráð með linsu hefði ég haldið
ég hef farið á ljósmyndanámskeið til að læra á vélina mína og kann þokkalega vel á hana en var bara að vesenast með hvaða linsa myndi henta best ?
þar sem að ég hef ekki alveg nógu mikla þekkingu hvaða linsa er málið í þessum aðstæðum svo að þess vegna leitaði ég hingað inn......
er búin að taka myndir lengi sem hobbý og er að læra á hvaða linsur eru hentugar við hvaða aðstæður  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| LalliSig
| 
Skráður þann: 14 Des 2004 Innlegg: 625
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 13:08:55 Efni innleggs: |
|
|
Þegar ég mynda brúðkaup er ég að nota mest 85mm 1.2, 50mm 1.2, 24-70mm 2.8, en líka 16-35mm 2.8, 24mm 1.4, 135mm 2.0 og 70-200 2.8 og jafnvel stundum 40mm 2.8 pönnukökulinsu eða 100mm 2.8 macro, fer bara alveg eftir hvaða hlut af brúðkaupinu við erum að tala um, athöfn, myndatökuna, veislu, undirbúning, nærmyndir af hringum/blómum og svo framvegis. Ég hef meiraðsegja fengið lánaða fiskaugalinsu og tilt shift linsur til að fara í einhverja spes effecta, eftir að hafa auðvitað verið búinn að æfa mig á þeim löngu áður.
Þannig að með fullri virðingu, ef þú þarft að spyrja, þá er ég alveg sammála titofoto og keg, ég myndi ekkert vera bjóða mig fram í að vera mynda brúðkaup, þetta er ekki eitthvað sem þú vilt klúðra fyrir fólki. Ég kem sjálfur ekki nálægt brúðkaupum nema vera 100% á öllu þvi sem ég er að gera og vera með plan b fyrir öllu, varamyndavél, varaflass, ljósabúnað og amk 5-6 linsur og að mínu mati er þetta ekki rétti tíminn til að vera prufa sig áfram og maður þarf að vera mjög öruggur í öllu sem maður gerir, því það er ekkert sem heitir að gera hlutina aftur ef eitthvað klikkar og heldur ekkert hægt að vera endlaust að taka myndir þegar 100+ manns eru að bíða eftir brúðhjónunum í veisluna eftir myndatöku.
Gangi þér vel  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 13:20:15 Efni innleggs: |
|
|
skil alveg hvað þið eruð að fara en svo að það sé á hreinu að þá er ég ekki aðal ljósmyndarinn í þessu brúðkaupi, það er önnur en ég var beðin um að vera með vélina mína og smella af myndum líka og þess vegna spyr ég planið er að kaupa mér nýja linsu sem að hentar til að taka í fótbolta mikið og svo everyday life
ég er ekki svo vitlaus að fara bjóða mig fram í eitthvað sem að ég er ekki 100% á en mig langar að vera vel búin fyrir þetta aukahlutverk mitt og þess vegna spurði ég
finnst mikið betra að spyrja og fá svör en að googla endalaust spurningar sem að eru kannski ekki alltaf að svara mér
svo að ég mun pottþétt vera fulla kellingin og allt saman í þessu brúðkaupi samhliða því að ég ætla að smella af eins og nokkrum myndum  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ArnarBergur
| 
Skráður þann: 08 Feb 2009 Innlegg: 7515 Staðsetning: Reykjavík The Sexy thing - 6D
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| JóhannDK
| 
Skráður þann: 06 Jún 2006 Innlegg: 3607 Staðsetning: Norður-Sjáland Canon 5D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 15:20:11 Efni innleggs: |
|
|
ullaskotta skrifaði: | skil alveg hvað þið eruð að fara en svo að það sé á hreinu að þá er ég ekki aðal ljósmyndarinn í þessu brúðkaupi, það er önnur en ég var beðin um að vera með vélina mína og smella af myndum líka og þess vegna spyr ég planið er að kaupa mér nýja linsu sem að hentar til að taka í fótbolta mikið og svo everyday life
ég er ekki svo vitlaus að fara bjóða mig fram í eitthvað sem að ég er ekki 100% á en mig langar að vera vel búin fyrir þetta aukahlutverk mitt og þess vegna spurði ég
finnst mikið betra að spyrja og fá svör en að googla endalaust spurningar sem að eru kannski ekki alltaf að svara mér
svo að ég mun pottþétt vera fulla kellingin og allt saman í þessu brúðkaupi samhliða því að ég ætla að smella af eins og nokkrum myndum  |
Ég hef gert nákvæmlega það sama. Þeas verið aukaljósmyndari í brúðkaupi. Það var alls ekki auðvelt, en samt gaman á sinn hátt. Ég átti engar græjur til að velja úr, svo ég fór bara með það sem ég átti og gerði hið besta úr því. Það var 400D og nokkrar eldgamlar drasl linsur. Aðal ljósmyndarinn var með Hasselblad h2 og að mig minnir Zeiss linsur, tvær.
Það fór nú samt svo, þegar upp var staðið að uppáhalds myndin þeirra úr brúðkaupinu var eftir mig. Mér fannst reyndar sjálfum myndirnar eftir hinn allar rosalega fallegar og betri en mínar. _________________ flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| keg
|
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 2089 Staðsetning: Suðvesturhornið Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 15:35:47 Efni innleggs: |
|
|
ullaskotta skrifaði: | svo að ég mun pottþétt vera fulla kellingin og allt saman í þessu brúðkaupi samhliða því að ég ætla að smella af eins og nokkrum myndum  |  _________________ Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| DNA
| 
Skráður þann: 25 Feb 2005 Innlegg: 1540
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 16:28:50 Efni innleggs: |
|
|
Enginn pressa fyrst það er búið að ráða mann í þetta.
Ég hef prófað þessar linsur sem þú telur upp og mér líkaði enginn þeirra en þó er 50mm linsan lang skárst og myndi ég nota hana í nánast allt.
18-55mm væri gott að hafa við hendina þar sem þú þarft gleiðara horn.
70-300mm held ég að verði ekki mikil þörf á.
Aðal atriðið er að taka myndir sem aðal ljósmyndarinn mun ekki ná og vera aldrei fyrir eða inn á myndunum hans.
Svo er bara að njóta dagsins og gera sitt besta. _________________ Myndasafnið |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 21:36:45 Efni innleggs: |
|
|
Í mínum huga er bara eitt í stöðunni. Þú ert þarna sem "auka" og vilt auðvitað skemmta þér líka ásamt því að taka myndir. Þetta er check listinn:
Myndavélin
50mm framan á vélina
Aukabatterí í veski
Aukaminniskort í veski
That's it. Skildu allt annað myndavélatengt eftir og hafðu gaman af þessu. Hinar linsurnar nýtast lítið sem ekkert enda afar fá brúðkaup sem bjóða upp á einhver fabjúlös birtuskilyrði fyrir restina af búnaðinum. Að taka einhverjar gleiðar myndir með 18-55 finnst mér heldur óspennandi og mun líklegra að þú fáir skemmtilegri og fallegri myndir úr 50mm linsunni. Leiktu þér með ljósopið og skjóttu alveg án flassins. Eltu ljósið og reyndu bæði að fanga ljós í andlitum og augum fólks en einnig kertaljós og aðra ljósgjafa í bakgrunnum með linsuna á háu ljósopi. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með slíka uppskrift.
Auðvitað nærðu ekki risastórum hópmyndum eða öllu dansgólfinu í einu, en það er heldur ekki markmiðið. Maður er að fanga stemninguna og það er sjaldnast stemning í uppstilltum hópmyndum eða myndum þar sem andlitin eru á stærð við títuprjónshausa. Með því að taka bara eina linsu með þá nærðu þvílíkri æfingu á hana og ert ekkert að missa af myndefni meðan þú skiptir um linsu til að taka mynd sem þú hefðir hvort eð er náð með því að stíga skref til baka eða hliðar. Þá er einfaldlega heppilegra að vera fulla beyglan á borðinu með aðeins einn myndavélahlut í stað þess að vera með stúdíóið undir veisluborðinu.
Gangi þér vel!  _________________ Operation XZ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 23:29:37 Efni innleggs: |
|
|
Takk fyrir þessi svör mun pottþétt nýta mér þetta
ég er einmitt með það í huga að fara þarna til að taka þær myndir sem að hin nær ekki að taka
og ef að ég verð svo lukkuleg að ein eða tvær verða eitthvað góðar þá er það bara gott mál, ég verð allavegana sú sem að tók myndir af stemmaranum
takk en og aftur fyrir þetta, þá verður bara ein linsa tekin með í þetta, ásamt batterýi og minniskorti og síðast en ekki síst góða skapinu
takk aftur  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5015
|
|
Innlegg: 28 Jún 2013 - 0:10:44 Efni innleggs: |
|
|
Fín ráð sem hafa nú þegar komið fram. Mín 5 cents... Ég hugsa aldrei um linsur, heldur um stillinga sem mig vantar - svo næ ég í linsu sem gerir það.
* Ef þú ert innandyra og birtuskilyrði eru ekki góð, þarftu ... HÁTT ISO OG KANNSKI STÓRT LJÓSOP (en ath samt, þú villt ekki annað brúðhjóna alltaf fyrir utan fókus...)
* Það sama og fyrir ofan, plús það að fólk er að hreyfa sig (ganga, dansa), þarft ... HÆRRI SHUTTER HRAÐA, KANNSKI FLASS, EF ÞAÐ MÁ.
* Ef það er þröngt og mikið af fólki, þarftu ... VÍÐLINSU.
* Ef þú ætlar að taka hópmynd, þarftu ... AÐ SPÁ Í BIRTU SEM HÆFIR PORTRETTUM, UPPSETNINGU, EKKI MJÖG VÍÐA LINSU.
---
MIKILVÆGT !!! Eins og þú veist, er EF 50mm 1.8 með virkilega háværan autofókus. Þú munt vekja athygli vegna láta. Þannig að þú getur ímyndað þér hvenær það væri ekki sniðugt að nota hana.
 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 28 Jún 2013 - 9:43:46 Efni innleggs: |
|
|
takk punkta þetta allt niður hjá mér hef 7 vikur til stefnu takk fyrir öll svörin  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| kristo
|
Skráður þann: 07 Jún 2008 Innlegg: 172
Canon EOS 1D Mark II
|
|
Innlegg: 09 Ágú 2013 - 16:14:52 Efni innleggs: |
|
|
Smá pæling. Kannski, ef þú ert að hugsa um að uppfæra í linsu, væri skemmtilegt fyrir þig að skipta 50mm f/1.8 linsunni út fyrir 50mm f/1.4. Selur þína linsu á svona 10-13 þúsund og færð hina fyrir ca. 45-50 þúsund, borgar s.s. 32-40 þúsund á milli.
Fyrir það færðu linsu sem er mun sneggri og hljóðlátari að fókusa, betur byggð og almennt betri linsa. Tekur hana svo með í brúðkaupið.
Ef þú ert ekki viss, prófaðu þá að leigja svona linsu á LMK. Leiktu þér með hana og sjáðu muninn. Þessi linsa er snilld á vélar eins og þína. _________________ Canon EOS 1d MkII - EF 17-40mm f/4L - EF 50mm f/1.4 - EF 135mm f/2L - EF 70-200mm f/4L |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|