Sjá spjallþráð - Leiðbeiningar um lagalegan rétt til ljósmyndunar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Leiðbeiningar um lagalegan rétt til ljósmyndunar
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
hnokki


Skráður þann: 01 Júl 2007
Innlegg: 378
Staðsetning: Akureyri
....
InnleggInnlegg: 07 Des 2011 - 7:34:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jaa, sko samkvæmt lögreglusamþykkt eru þessi svæði almenningur og þar má nottla ekki vera með uppsteit eða læti, en ljósmyndun er varla það. En um leið og ég er farinn að elta einhvern til að mynda eða mynda eitthvað óviðurkvæmilegt hjá einhverjum þá er ég farinn að brjóta á friðhelgi einkalífsins. En auðvitað eru eigendur slíkra svæða ráðríkir og setja í krafti eigandans reglur, eins og við heima hjá okkur, en eins og ég sagði þá er ég svona 99% viss um að fyrirtækin hafi ekki lögin með sér í þessu, það er að segja að geta bannað ljósmyndun. Ég er bara ekki nógu lögfróður til að skera út um þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kornord


Skráður þann: 11 Júl 2011
Innlegg: 43

20d - 400d
InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 14:58:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

en hvernig er það, ef ég syng á tónleikum og það er einhver ljósmyndari á svæðinu og tekur mynd af mér og birtir hana á fb-inu sínu (rækilega merkt með vatnsmerki), má ég þá ekki birta hana á tónlistar fb-inu mínu (ef ég væri með þannig)? Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 15:18:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gnarr skrifaði:
ofilydz skrifaði:
Ég veit að það þarf leifi til að taka myndir inní Smáralind. Það veit ég þar sem að ég vann þar um tíma sem öryggisvörður.


Mér sýnist hreinlega að það stangist á við íslensk lög :p Hver eru annars rökin fyrir því að það sé bannað að taka myndir þar?


Kringlanog Smáralind er ekki almenningsstaður, þetta er fasteign í einkaeigu og útlit og hönnun hennar er varin af höfundarréttarlögum.

eigandi fasteignar, arkitekt og aðrir hönnuðir geta sett bann við ljósmyndun innan sem utandyra.

sumar fasteignir hafa skráða ljósmyndara svo ef þú vilt mynd af þeirri fasteign verður þú að kaupa hana af tilteknum ljósmyndara..

td. var alveg bannað að mynda í kringum Norræna húsið og inní því nema með skriflegu leyfi sem þurfti að sækja um með löngum fyrirvara þar sem arkitektinn er Alvar Alto og hann býr ekki á Íslandi.
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
EssPé


Skráður þann: 06 Okt 2009
Innlegg: 364
Staðsetning: Reykjavík
Canon 7D
InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 15:59:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því , að myndatökur eru ekki liðnar Smile Ég held það hafi verið , hér um árið í eihverjum sjónvarpsþætti sem Siggi Hall var með ,þar sem hann heimsótti fína veitingastaði víða um lönd , tók viðtöl og sýndi myndir af herlrgheitunum. Á einum þétt setnum veitingastað , í París held ég það hafi verið , gerði Siggi sig líklegan til að mynda salinn , þegar vertinn kom hlaupandi og bannaði myndatökuna. Þannig er sagði hann , að flestir gestinir mínir eru harð gift fólk, en ekki endilega gift hvert öðru Wink
_________________
http://www.flickr.com/photos/sproppe/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Jonstef


Skráður þann: 04 Feb 2011
Innlegg: 176


InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 16:59:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
Gnarr skrifaði:
ofilydz skrifaði:
Ég veit að það þarf leifi til að taka myndir inní Smáralind. Það veit ég þar sem að ég vann þar um tíma sem öryggisvörður.


Mér sýnist hreinlega að það stangist á við íslensk lög :p Hver eru annars rökin fyrir því að það sé bannað að taka myndir þar?


Kringlanog Smáralind er ekki almenningsstaður, þetta er fasteign í einkaeigu og útlit og hönnun hennar er varin af höfundarréttarlögum.

eigandi fasteignar, arkitekt og aðrir hönnuðir geta sett bann við ljósmyndun innan sem utandyra.

sumar fasteignir hafa skráða ljósmyndara svo ef þú vilt mynd af þeirri fasteign verður þú að kaupa hana af tilteknum ljósmyndara..

td. var alveg bannað að mynda í kringum Norræna húsið og inní því nema með skriflegu leyfi sem þurfti að sækja um með löngum fyrirvara þar sem arkitektinn er Alvar Alto og hann býr ekki á Íslandi.


það getur enginn bannað mér að taka mynd af hlutum sem eru varðir höfundarrétti hvort sem það eru byggingar eða t.d útilistaverk.Ég má hins vegar ekki birta þær opinberlega nema með leyfi rétthafa.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 18:07:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jonstef skrifaði:

það getur enginn bannað mér að taka mynd af hlutum sem eru varðir höfundarrétti hvort sem það eru byggingar eða t.d útilistaverk.Ég má hins vegar ekki birta þær opinberlega nema með leyfi rétthafa.


það er bara ekki rétt hjá þér, að taka myndir af höfundarréttarvörðu efni er það sama og þjófnaður, eins og að stela bíómynd af netinu, fá teikningar hjá byggingafulltrúa og byggja eftir þeim án þess að hafa keypt þær af upprunalegum hönnuði ofl.

ég væri td. fljótur að rífa af þér myndavélina ef þú færir að mynda án þess að fá leyfi fyrir því það sem ég hanna og byggi.

hvað heldur þú að iðnaðar njósnir séu annað en ljósmyndun án leyfis ?
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Jonstef


Skráður þann: 04 Feb 2011
Innlegg: 176


InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 18:30:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
Jonstef skrifaði:

það getur enginn bannað mér að taka mynd af hlutum sem eru varðir höfundarrétti hvort sem það eru byggingar eða t.d útilistaverk.Ég má hins vegar ekki birta þær opinberlega nema með leyfi rétthafa.ég væri td. fljótur að rífa af þér myndavélina ef þú færir að mynda án þess að fá leyfi fyrir því það sem ég hanna og byggi.


Það væri hins vegar klárt lögbrot.Gott væri að fá lista yfir það sem þú hefur hannað og byggt því ég er dauðhræddur við ofbeldismenn og vil því ekki slysast til að mynda eitthvað af því.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 13 Jún 2013 - 22:43:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jonstef skrifaði:
DanSig skrifaði:
Jonstef skrifaði:

það getur enginn bannað mér að taka mynd af hlutum sem eru varðir höfundarrétti hvort sem það eru byggingar eða t.d útilistaverk.Ég má hins vegar ekki birta þær opinberlega nema með leyfi rétthafa.ég væri td. fljótur að rífa af þér myndavélina ef þú færir að mynda án þess að fá leyfi fyrir því það sem ég hanna og byggi.


Það væri hins vegar klárt lögbrot.Gott væri að fá lista yfir það sem þú hefur hannað og byggt því ég er dauðhræddur við ofbeldismenn og vil því ekki slysast til að mynda eitthvað af því.


ef þú fremur lögbrot þá má fremja borgaralega handtöku og hluti af því er að taka allt af þér sem þú gætir hugsanlega beitt sem vopni..

þannig að ef þú ert að mynda eitthvað sem þú mátt ekki mynda þá má rétthafi lagalega séð handtaka þig og taka af þér myndavélina, en myndunum má ekki eyða nema með dómsúrskurði.. en myndavélin er þá í vörslu lögreglunar þangað til að dómur fellur Wink

lögin á Íslandi geta oft verið skrýtin, en ef maður nennir að lesa þau lærir maður ýmislegt.. td, margt sem þjóðinni er sagt að sé bannað en er í raun leyfilegt.. og í dag er okkur ekki heimilt að setja lög öðruvísi en að senda þau til EES til umsagnar og taka þau ekki gildi fyrr en samþyki EES liggur fyrir.. síðustu ríkisstjórnir hafa hundsað þetta ákvæði EES samningsins og því eru mörg lög í gangi hér á landi sem standast ekki.
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 22 Jún 2013 - 16:46:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
það er bara ekki rétt hjá þér, að taka myndir af höfundarréttarvörðu efni er það sama og þjófnaður, eins og að stela bíómynd af netinu, fá teikningar hjá byggingafulltrúa og byggja eftir þeim án þess að hafa keypt þær af upprunalegum hönnuði ofl.
Þú ert að grínast?
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 22 Jún 2013 - 16:47:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kornord skrifaði:
en hvernig er það, ef ég syng á tónleikum og það er einhver ljósmyndari á svæðinu og tekur mynd af mér og birtir hana á fb-inu sínu (rækilega merkt með vatnsmerki), má ég þá ekki birta hana á tónlistar fb-inu mínu (ef ég væri með þannig)? Rolling Eyes
Nei, þú mættir það ekki en þú mættir biðja eiganda salsins um að banna myndatökur á tónleikunum.
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
vilhelm


Skráður þann: 07 Ágú 2006
Innlegg: 1083


InnleggInnlegg: 22 Jún 2013 - 17:30:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kornord skrifaði:
en hvernig er það, ef ég syng á tónleikum og það er einhver ljósmyndari á svæðinu og tekur mynd af mér og birtir hana á fb-inu sínu (rækilega merkt með vatnsmerki), má ég þá ekki birta hana á tónlistar fb-inu mínu (ef ég væri með þannig)? Rolling Eyes


Stundum er í boði að velja "share" og deila myndinni á tónlistar síðunni þinni. Ef það er ekki í boði myndi ég bara hafa samband við ljósmyndarann og athuga hvort hann væri ekki til í að leyfa þér að birta myndina á síðunni þinni - og jafnvel bjóðast til að auglýsa vefsíðuna hans undir myndinni, og auðvitað taka það fram hver ljósmyndarinn er.

DanSig skrifaði:
ef þú fremur lögbrot þá má fremja borgaralega handtöku og hluti af því er að taka allt af þér sem þú gætir hugsanlega beitt sem vopni..


Hefurðu einhvertíman beitt borgaralegri handtöku?

Eftir því sem ég best veit (og nú reikna ég með því að ég viti álíka lítið um þetta og þú) þá á borgaraleg handtaka við um lögbrot sem varðað getur fangelsi. Varðar brot á höfundarréttar lögum um byggingar virkilega fangelsisvist? Svo held ég að það ætti að duga að leggja hald á CF/SD kort frekar en myndavélina sjálfa eftir að handtöku lýkur - ef svo ótrúlega vildi til að einhver yrði handtekinn fyrir þetta.

Ég vona amk að þú látir þér ekki detta í hug að handtaka einhvern fyrir að aka á 32 km hraða þegar hámarkshraði er 30.


Síðast breytt af vilhelm þann 23 Jún 2013 - 0:03:57, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
hummm


Skráður þann: 11 Feb 2008
Innlegg: 152
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 650D
InnleggInnlegg: 22 Jún 2013 - 17:56:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er þessi umræða ekki á villligötum?

Það hlýtur öllum að vera ljóst að húseigandi getur sett reglur um hvort ljósmyndun sé heimil eða ekki.

Annars fyrir reykingarbann hefðu þessum stöðum (smáralindar umræða) ekki verið heimilt að takamarka reikingar eins og flest veitingarhús og bankar höfðu löngu verið búin að banna.

Hvað varðar ljósmyndun á höfundarréttarvörðu efni getur enginn bannað mér að taka mynd af einhverri byggingu ef ég stend fyrir utan hana, enda ljóst að allar byggingar hafa hönnuð.

Þó er einnig ljóst að ekki er heimilt að mynda inn um glugga hjá fólki enda gildir þá um friðhelgi einkalífs.

Gott getur verið að kynna sér efni persónuverndar um uppsetningu á öryggismyndavélum. Bannað er til dæmis í íbúabyggð að setja upp eftirlitsmyndavél sem á að vakta þitt heimili en hún snýr þannig að hún tekur vítt sjónarhorn og tekur upp allar ferðir nágrannans.
_________________
10-22 ; 24-105 ; sigma 50 1.4 ; 580EXII ; Transmitter
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
riverman


Skráður þann: 25 Jún 2005
Innlegg: 809
Staðsetning: Akureyri
Svona með takka...
InnleggInnlegg: 22 Jún 2013 - 20:19:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Síðan hrynur og það þarf að endurstilla allt nema Dansig sem bullar ennþá endalaust. Twisted Evil
_________________
http://flickr.com/photos/riverman
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 23 Jún 2013 - 12:15:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

vilhelm skrifaði:


DanSig skrifaði:
ef þú fremur lögbrot þá má fremja borgaralega handtöku og hluti af því er að taka allt af þér sem þú gætir hugsanlega beitt sem vopni..


Hefurðu einhvertíman beitt borgaralegri handtöku?

Eftir því sem ég best veit (og nú reikna ég með því að ég viti álíka lítið um þetta og þú) þá á borgaraleg handtaka við um lögbrot sem varðað getur fangelsi. Varðar brot á höfundarréttar lögum um byggingar virkilega fangelsisvist? Svo held ég að það ætti að duga að leggja hald á CF/SD kort frekar en myndavélina sjálfa eftir að handtöku lýkur - ef svo ótrúlega vildi til að einhver yrði handtekinn fyrir þetta.

Ég vona amk að þú látir þér ekki detta í hug að handtaka einhvern fyrir að aka á 32 km hraða þegar hámarkshraði er 30.


það er rétt að brotið verður að varða fangelsi til að borgaraleg handtaka sé réttmæt, en við búum svo vel á Íslandi að öll lögbrot varða fangelsi, því það er vararefsing í öllum málum þar sem sekt kemur sem refsing þannig að borgaraleg handtaka er alltaf réttlætanleg í víðasta skilningi laganna...

ég hef aldrei beitt borgaralegri handtöku, ekki nema sem dyravörður og þá var það hluti af vinnunni.. en hef þó verið nálægt því á skotvöllum þegar ég verð vitni að glæfralegri meðferð skotvopna...
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group