Sjá spjallþráð - Adobe eingöngu í skýunum í júní. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Adobe eingöngu í skýunum í júní.
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 06 Maí 2013 - 23:43:32    Efni innleggs: Adobe eingöngu í skýunum í júní. Svara með tilvísun

Adobe ætla að færa allt í ský og rukka alla um mánaðargjald, fínt fyrir atvinnumanninn en væntanleg hraustleg hækkun fyrir meðaljónin Rolling Eyes

http://techcrunch.com/2013/05/06/adobe-goes-all-in-with-subscription-based-creative-cloud-will-stop-selling-regular-cs-licenses-shrink-wrapped-boxes/
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 0:16:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skemmtilegt...bara til að reyna græða meira
efast um að þeir græði nokkuð meira því það munu ekki allir nota þetta.

allavega ekki ég, ekki ætla ég að greiða mánaðargjald til að nota LR t.d.
finn mér þá bara eitthvað annað forrit til að nota.

eða á þetta kannski bara við Photoshop!

finnst þetta samt leiðinleg þróun.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 6:46:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ekki er ég í skýjunum yfir þessu, en ég gæti trúað samkeppnisaðilar Adobe verði í skýjunum von bráðar.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 9:44:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er þróunin hjá öllum, office pakkinn er að færa sig yfir í þetta form líka enda lang þægilegast að borga bara eitthvað ákveðið á mánuði og hafa alltaf nýjustu útgáfurnar í stað þess að punga út hundraðþúsundkalli af og til...

Vissulega kemur þetta illa niður á þeim sem aldrei hafa lagt það í vana sinn að borga fyrir hugbúnaðinn, en það gerir þróunina samt ekki í heild sinni slæma, er það ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
magnusbj


Skráður þann: 16 Okt 2009
Innlegg: 351
Staðsetning: Akureyri
Canon 70D
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 9:53:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér sýnist að LR sé ekki með í þessu, ennþá amk. En þetta er slæm þróun held ég.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 10:02:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er það ekki rétt hjá mér að Photoshop kosti hjá hugbúnaðarsetrinu hátt í 200.þ krónur á meðan að leyfið af photoshop stöku kosti 20$ á mánuði...

Ef þetta er rétt, þá tekur það sjö ár að borga sig að taka hard copy leyfi frekar en áskrift. Af hverju er þetta slæmt fyrir áhugamanninn ?
Æji, svo þetta komi ekki illa út, þá er ég alls ekkert að reyna að verja þetta eða eitthvað þannig, en ég sé bara sparnað miðað við þær tölur sem ég er að horfa á, þannig ég er bara forvitinn Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
bragur


Skráður þann: 25 Júl 2005
Innlegg: 925

Á milli véla...
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 10:58:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hmm, mér finnst þetta frábært. Að vísu myndi ég gjarnan vilja sjá breytilegt plan, eftir notkun td., í þrepum en þó með þaki. Ég væri td. vel til í að borga eftir þörfum, þar sem ég þarf að nota Photoshop afar takmarkað, en þarf á því að halda þegar til þess kemur. Doldið klikkað að borga 20$ fyrir notkun 1-2 í mánuði og líka 20$ fyrir notkun 24/7, svona fyrst þeir eru að fara þessa leið.
_________________
Bragi Bergþórsson - atvinnuunglingur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 12:34:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Þetta er þróunin hjá öllum, office pakkinn er að færa sig yfir í þetta form líka enda lang þægilegast að borga bara eitthvað ákveðið á mánuði og hafa alltaf nýjustu útgáfurnar í stað þess að punga út hundraðþúsundkalli af og til...

Vissulega kemur þetta illa niður á þeim sem aldrei hafa lagt það í vana sinn að borga fyrir hugbúnaðinn, en það gerir þróunina samt ekki í heild sinni slæma, er það ?


Nú er ég svo skrítinn að ég hef alla tíð viljað nota hugbúnað sem ég hef keypt eða þá freeware. Samt hugnast mér ekki þessar skýjahugmyndir. Þó að Office pakkinn sé að fara þessa leið, þá er ekki þar með sagt að fólk vilji fylgja honum áfram. Ef fólk vill áfram kaupa hugbúnað eins og áður þá verða ábyggilega einhverjir sem eru tilbúnir að búa hann til og selja því.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
TkO


Skráður þann: 10 Des 2004
Innlegg: 1027
Staðsetning: Hafnafjörður
Einnota úr bónus
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 12:37:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er nær 38$ á mánuði og svo auðvitað sveiflast eftir gengi.
_________________
Óli

Alltaf eitthvað meira á www.olinn.net, hvort sem það er umbrot, verkefnastjórn, margmiðlun, kennsla eða ljósmyndun Wink
www.olinn.net | www.flickr.com/photos/olinn | www.500px.com/olinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 15:53:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

TkO skrifaði:
Þetta er nær 38$ á mánuði og svo auðvitað sveiflast eftir gengi.


Stemmir þetta þá ekki ?

Kóði:
Single app — annual

Full version of one desktop application

    Full new version of Photoshop CC
    20GB of cloud storage
    Limited access to services
    Requires annual commitment; billed monthly†

   
US $19,99
per month
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 16:01:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég væri til í að það væri $1.00 fyrir hvern dag sem ég opna forritið. Þannig að ef ég opna LR um morguninn þá get ég notað það allan þann dag fyrir einn dollara. Ef ég svo ekki opna það mikið þá er reikningurinn ekki svo hár.

En þeir hljóta að hafa rennt ansi mörgum möguleikum í gegn um viðskiptamódel og fundið út hvar þeir græða mest. Annað væri undarlegt.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Nocturne


Skráður þann: 13 Nóv 2009
Innlegg: 747
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 16:02:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

20USD á mánuði er nú kannski ekki svo blóðugt þegar þetta er eitthvað sem maður notar daglega... Smile
_________________
Kveðja,
Sigurður William
https://www.facebook.com/SiggiPhoto
http://www.flickr.com/photos/sigurdurwilliam/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 17:28:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nocturne skrifaði:
20USD á mánuði er nú kannski ekki svo blóðugt þegar þetta er eitthvað sem maður notar daglega... Smile


Kannski ekki svo mikið að borga um 35.000 kr. á ári fyrir þetta, en svo er það spurningin með hin forritin sem fólk notar. Ef við margföldum með 10 þá erum við að tala um 350.000 kr. á ári með vsk.

Hérna er verið að tala um $50 á mánuði eða um 85.000 kr á ári með vsk. Þarna er miðað við árssamning, verðið er $75 á mánuði með uppsagnarákvæði hvenær sem er.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 18:25:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fyrir það fyrsta þá nú ekki alveg sambærilegt að bera saman forritið í krónum og svo áskriftina í dollurum Wink

Fyrir sjóræningjana skiptir þetta engu máli, þetta er ennþá forrit sem þú keyrir í þinni tölvu en ekki skýi þannig að þetta verður brotið upp eins og allt annað.

Ef við horfum nokkur ár fram í tímann þá kostar þetta stóraukna endurnýun á vélbúnaði þar sem þú verður alltaf með nýustu útgáfuna þannig að menn geta gleymt því að vinna á gömlum lappa.
(og nei þá er ég ekki að tala um okkur nördanna heldur meðaljónin)

Menn eru svo búnir að reikna þetta fram og til baka í netheimum og kemur bæði hagkvæmara eða mikið óhagkvæmar út eftir fjölda forrita sem þú notar og hversu oft þú endurnýar.

Auðvitað er þetta framtíðin og margt jákvætt í þessu en miðað við fjölda froðufellandi notenda á ótal spjallborðum, þá eru menn ekki alveg tilbúnir í þetta.
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 07 Maí 2013 - 19:44:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er einfaldlega allt of mikil hækkun á verðinu. Uppfærsla á Photoshop hefur venjulega kostað $200 og nýtt Photoshop hefur komið á venjulega 18-24 mánaða fresti. Núna mun það hinsvegar kostar $20 á mánuði sem þýðir að lágmarki 60% hækkun á uppfærsluverðinu sem er nú ansi mikið.

Plús að það er mjög óeðlilegt að bæði hækka verðið svona mikið og á sama tíma gera leyfið verðminna með því að hafa það ekki sem eignarleyfi heldur aðeins leiguleyfi og þ.a.l. aðeins gilt á meðan maður borgar. (Frekar pirrandi ef maður myndi missa vinnuna eða lækka í tekjum, þá gæti maður ekki einu sinni dundað sér í Photoshop í atvinnuleysinu/frítímanum. Rolling Eyes )

Svona sem dæmi þá hefur Microsoft lengi boðið upp á hugbúnað (Office o.fl.) í áskrift fyrir fyrirtæki en þá hefur verðið alltaf verið lægra en ef leyfið er keypt til eignar sem er auðvitað eðlilegt.

Ég sé a.m.k. ekki fram á að kaupa þetta Creative Cloud heldur halda áfram með mitt CS6.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
Blaðsíða 1 af 6

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group