Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
|
Innlegg: 22 Apr 2013 - 11:42:57 Efni innleggs: Filmuskoðunargræja |
|
|
Sælir!
Ég er að forvitnast um svið sem ég hef litla sem enga þekkingu á. Þannig er mál með vexti að hann afi, sem kominn er töluvert á aldur, á heilmikið af gömlum filmunegatívum sem hann veit ekki hvað innihalda. Honum finnst feiknagaman að skoða gamlar myndir og er að vinna í að láta framkalla það sem hann hefur kannski gleymt að framkalla í gegnum tíðina.
Það er auðvitað lítið mál að bera svona upp við ljós eða glugga en þar sem um magn er að ræða og kallinn ekki upp á sitt besta líkamlega vildi ég kanna með aðra möguleika. Hann sagðist einhvern tímann hafa séð lítið ljósborð, líklega aðeins minna en iPad að stærð, sem hafi verið sérstaklega hannað fyrir svona skoðun. Það hafi aftur á móti kostað 20 þúsund krónur sem er að okkar mati helst til mikill biti úr lífeyrinum.
Því spyr ég, hefur einhver ykkar verið með svipaðar pælingar og í hverju fólst lausnin? Að sama skapi hvort einhver sjái auðvelt ráð við þessu?
Mér datt einfaldlega í hug hvíttað, baklýst, plexigler... en það gæti svosem verið eitthvað vandamál með slíkt sem ég þekki ekki. _________________ Operation XZ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Noddysson
| 
Skráður þann: 04 Apr 2005 Innlegg: 3586 Staðsetning: Borg óttans Fujifilm X-T1
|
|
Innlegg: 22 Apr 2013 - 12:14:45 Efni innleggs: |
|
|
það fyrsta sem mér datt í hug væri einhvað hérna
http://www.fotoval.is/vefverslun/skannar
skanna þetta inn en það tekur smá tíma..
svo er hægt að skoða þetta í tölvu
og jafnvel selja skannann eftir á til að minnka kostað _________________ kv: Hilmar Örn
http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool.... |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| karibjorn
| 
Skráður þann: 23 Apr 2006 Innlegg: 511
Canon 5D Mark II
|
|
Innlegg: 22 Apr 2013 - 20:00:27 Efni innleggs: |
|
|
fást ehf við sundahöfnina selja akrýlplötur, þeir eru með mismunandi sterkar plötur. Getur athugað að tala við þá og skítmixa eitthvað heima, ég fékk hjá þeim afgangsefni og mixaði saman baklýst borð fyrir 2000 kall, nákvæmlega það sama og þú nefnir síðast. Veit hinsvegar ekki hvort það sé gott í þetta en ég þetta er flott í að taka myndir á og taka í gegn. _________________ http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|