Sjá spjallþráð - Filterar og reynsla af slíkum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Filterar og reynsla af slíkum

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
gisligun


Skráður þann: 05 Maí 2010
Innlegg: 222

Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 27 Des 2012 - 15:27:41    Efni innleggs: Filterar og reynsla af slíkum Svara með tilvísun

Jæja
Líklegast hefur svipuð umræða átt sér stað áður og ýmsar skoðanir um þetta málefni en engu að síður langar mig að fá álit þeirra sem þekkja betur.

Nú er ég M43 áhugaljósmyndari og á ágætis Oly OMD vél og fínt linsusafn.
12mm f2, 14mm f2.5, 20mm f1.7, 25mm f1.4, 12-50mm f3.5-6.3, 75-300 f4.5- man ekki Smile
Canon FD 50mm f1.4

Öllu jafna er ég mest að taka myndir af börnunum mínum og mínu nánasta borgar umhverfi. En stundum langar mig að fara út og taka myndir af landslagi.

Mig langar að temja mér notkun á mínum skörpustu linsum sem eru 12mm, 14mm, 20mm og 25mm (12-50mm er veðurvarinn og hugsuð fyrir fjallaferðir, ekki sú skarpasta) og þannig negla niður nokkrar skemmtilegar myndir.

En mig vantar í safnið filter... helst einhvern sem gæti stoppað niður vel svo maður geti náð smá silkimjúkum línum í íslenskum veðurofsa.

Nú geri ég mér grein fyrir að kaup á ódýrum filter frá ebay er ekki að fara hjálpa góðri linsu, allavega ekki í ljósmyndun. En á sama tíma er ég ekki alveg að fara tíma að kaupa 2-4 filtera á 15-20 þús stk til að hafa smá breidd.

Nú sá ég um daginn að sumir mæla með stórum filter, sem mundi passa á stæðstu linsuna og svo bara millihring fyrir minni linsuna þannig að hann passi á allar. Það hljómar ágætlega fyrir budduna.

En ég sá líka svo kallaða ND "fader" filters sem voru oftast um 2-8 stopp í einum filter.
Nú spyr ég, borgar það sig að kaupa einn dýran fader filter með 2-8 stoppum eða er slíkt ekki að ganga ef maður hefur áhuga að að halda uppi góðum myndgæðum?

kv Gísligun
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
raggos


Skráður þann: 01 Feb 2009
Innlegg: 605
Staðsetning: Kópavogur
....
InnleggInnlegg: 28 Des 2012 - 12:32:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndi mæla með því að kaupa góðan filter og svo millihringi.
Ég hef lengi verið með 77mm filtera og svo step-up hringi fyrir minni linsurnar mínar og þetta hefur virkað vel.

Svo er að sjálfsögðu hægt að kaupa Lee eða hitech og þannig notað sömu filterana á allar linsur. Kosturinn við plötufilterana er að þar færðu möguleikann á að nota nd-grad filtera með öðrum. Gæti verið sniðugt að skoða 85mm kerfið frá hitech eða cokin þar sem þú ert með m4/3

Svona vari-nd filter eins og þú lýsir eru mjög sniðugir og góðir en oft ansi dýrir. Ég myndi frekar byrja með t.d. 6 stoppa filter og séð hvernig þú fílar það. Ég hef notað 6 stoppa filter frá B+W sem hefur reynst mjög vel.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group