Sjá spjallþráð - Fjarnám í listljósmyndun á vorönn í MTR :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fjarnám í listljósmyndun á vorönn í MTR

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 03 Des 2012 - 23:09:22    Efni innleggs: Fjarnám í listljósmyndun á vorönn í MTR Svara með tilvísun

Nú erum við að ljúka haustönninni þar sem fyrstu fjarnemendurnir voru með og verð að segja að nemendurnir sem komu héðan af lmk voru frábær viðbót við hópinn okkar. Því langar mig að vekja athygli á hvað við verðum með á vorönninni.

Verk nemenda verða síðan á sýningu í skólanum á laugardaginn 8. desember kl. 13:00 - 16:00 ef einhver ykkar hafið tök á að vera í Ólafsfirði þá. Einnig sýndi einn með okkur í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík í nóvember.

Nú er vorönn að hefjast og tveir listljósmyndaáfangar í boði. Annar er stúdíóáfangi sem hentar þeim sem eru með ljós. Sá er á 2. þrepi og þangað geta menn komist ef við metum að ljósmyndaþekkingin sé næg. Nóg er að senda mér Flickr síðu eða annað myndasafn til að meta það. Síðan erum við með áfanga á 3. þrepi en hann er ekki hægt að taka nema hafa lokið tveimur áföngum á 2. þrepi fyrst.

Undanfarinn að listljósmynduninni er áfangi sem heitir Inngangur að listum þar sem nemendur mála, taka ljósmyndir og semja tónlist. Hann verður einnig í fjarnámi þessa önn. Athugið að við störfum eftir nýrri námskrá sem allir framhaldsskólar verða búnir að taka upp árið 2015 og hver 5 eininga áfangi í nýja kerfinu er samsvarandi 3 gömlum einingum. Aðrir skólar meta áfangana okkar ef þeir falla ekki að námsbraut sem nemendur eru á þá fara þeir í val.

Lýsingin á listljósmyndabrautinni okkar til stúdentsprófs er hér fyrir ykkur sem hafið áhuga

http://www.mtr.is/is/namid/namsbrautir/listabraut/listljosmyndunarsvid

Áfangar sem eru í boði á vorönn í heildina má finna hér
http://www.mtr.is/is/frettir/fjarnam-a-naestu-onn

Myndir eftir nemendur sem voru í námi í miðannarviku í frétta- og heimildaljósmyndun má finna í þessum myndasöfnum á síðu skólans:

http://www.mtr.is/is/skolinn/myndir/haustonn-2012/midsjor
http://www.mtr.is/is/skolinn/myndir/haustonn-2012/brimbretti-og-sjosund
http://www.mtr.is/is/skolinn/myndir/haustonn-2012/hvalaskodun

Ég vil vekja athygli á því að þetta er listljósmyndanám en ekki iðnnám sem gefur starfsréttindi. Hvernig sem þau mál þróast þá vil ég ekki að það sé misskilningur á ferðinni við erum að kenna ljósmyndun sem listgrein.

Ef þið viljið skrá ykkur eða fá frekari upplýsingar sendið mér póst á lara@mtr.is
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
hag


Skráður þann: 16 Des 2005
Innlegg: 2171
Staðsetning: Kúlalúmpúr
Nikon D4
InnleggInnlegg: 04 Des 2012 - 21:08:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta lítur mjög vel út hjá ykkur, virðist vera metnaðarfult.
Er það rétt skilið hjá mér að það verði hægt að klára altt námið í fjarnámi?

Kv hag
_________________
Betur sjá augu en eyru
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 06 Des 2012 - 20:44:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hag skrifaði:
Þetta lítur mjög vel út hjá ykkur, virðist vera metnaðarfult.
Er það rétt skilið hjá mér að það verði hægt að klára altt námið í fjarnámi?

Kv hag


Já í listljósmyndun getur þú það.

Við höfum hinsvegar ekki lokið við að klára alla áfanga inn í fjarnám úr kjarnanum en við erum langt komin. Einnig eru sérgreinaáfangar listnámsbrautanna að koma inn og reikna með að málunin komi inn í fjarnám næstu haustönn.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group